Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Ólafsvík 2015 Bifreiðaskoðun verður við Fiskiðjuna Bylgjuna, Bankastræti 1 Mánudaginn 1. júní Þriðjudaginn 2. júní Miðvikudaginn 3. júní Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 ATH. Allar stærðir ökutækja skoðaðar Upplýsingar í síma 863-0710 SK ES SU H O R N 2 01 5 Bæjarstjórnarfundur 1215. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 26. maí kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Gamla Kaupfélaginu, • laugardaginn 23. maí kl. 10.30. Frjálsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara, • gengið inn frá palli, mánudaginn 25. maí kl. 20.00. Björt framtíð í Vitakaffi, Stillholti 16-18, mánudaginn 25. maí • kl. 20.00. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, • laugardaginn 23. maí kl. 11.00. SK ES SU H O R N 2 01 5 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Barnafataverslunin Hans og Gréta á Akranesi verður flutt á nýjan stað á morgun, fimmtudaginn 21. maí. Verslunin var upphaflega opnuð 1. nóvember 2013 í gamla Pósthús- inu við Kirkjubraut en verður nú til húsa að Smiðjuvöllum 32. Að sögn Hrefnu Björnsdóttur eiganda versl- unarinnar hefur reksturinn gengið vonum framar. „Skagamenn hafa tekið okkur mjög vel og við erum ótrúlega ánægð með það. Við höf- um einnig fengið viðskiptavini ann- ars staðar frá, svo sem úr Reykja- vík, Borgarfirðinum og alla leið frá Hellu,“ segir Hrefna. Verslun- in seldi áður bæði notuð barnaföt og ný en að sögn Hrefnu hefur hún ákveðið að breyta til. Á nýja staðn- um verða því einungis ný og ónot- uð föt til sölu. „Það voru marg- ir sem héldu að ég væri bara með notað en það var misskilningur. Það voru því einhverjir sem kíktu aldrei í búðina enda kaupa ömm- urnar til dæmis ekki notaðar gjafir,“ útskýrir Hrefna og hlær. Hún seg- ir hafa orðið mikla aukningu í sölu undanfarna mánuði. „Fólk er mjög ánægt. Þetta gengur mun betur en við þorðum að vona.“ Í Hans og Grétu má finna barna- fatnað, einna helst frá merkjunum Carters, Fixoni og Snoozy í fyrir- burastærðum upp í stærð 152, eða frá fæðingu og upp í tólf ára aldur. Þar eru einnig seld leikföng, ýms- ar barnavörur og gjafavörur fyr- ir fullorðna. „Ég legg upp úr því að vera með góðan fatnað á sann- gjörnu verði. Svo erum við með gott úrval af vönduðum sokkabux- um, sokkum og náttfötum. Ég mun líka vera með úrval nærfata þegar fer að hausta,“ segir Hrefna. Af til- efni opnunarinnar verður 15% af- sláttur af öllum vörum í versluninni fimmtudag, föstudag og laugardag. Verslunin er opin frá kl. 14 - 18 á virkum dögum en frá kl. 11 - 16 á laugardögum. grþ Hans og Gréta á nýjum stað Í Hans og Grétu er mikið úrval fallegra og vandaðra barnafata. Hrefna Björnsdóttir í Hans og Grétu á nýja staðnum. Hin 15 ára Lovísa Thompson tryggði Gróttu Íslandsmeistaratit- ilinn í handknattleik kvenna þriðju- daginn 12. maí síðastliðinn þegar hún skoraði sigurmark úrslitaleiks- ins aðeins tveimur sekúndum fyr- ir leikslok. Var þetta aðeins í ann- að sinn í 23 ára sögu úrslitakeppn- innar sem titillinn vinnst á marki á lokasekúndunum og í fyrsta skipti í 17 ár. Jafnframt var þetta fyrsti Ís- landsmeistaratitill Gróttu. En ekki eru allir sem vita að Lovísa rekur ættir sínar upp á Akranes. Hún er dóttir Emilíu Petru Jóhannsdóttur og þar með barnabarn Skagamann- anna Pálínu Dúadóttur og Jóhanns Landmark. Lovísa kveðst alla tíð hafa varið töluverðum tíma hjá afa sínum og ömmu á Skaga. Við vilj- um því að sjálfsögðu eigna okkur hluta heiðursins. „Ég kíki eins oft og ég get upp á Skaga þegar tími gefst milli æfinga og leikja,“ sagði Lovísa í samtali við Skessuhorn. Lovísa er vinstri skytta og hef- ur æft handbolta frá níu ára aldri, alla tíð með Gróttu á Seltjarnar- nesi. „Ég er búin að æfa handbolta síðan ég var í fjórða bekk. Nú í ár er fyrsta alvöru árið mitt í meist- araflokki þar sem ég er byrjunar- liðsmaður, í fyrra spilaði ég bara smá,“ sagði Lovísa. Hún kveðst ekki muna greinilega eftir síðustu augnablikunum áður en hún lét skotið ríða af. „Kerfið var teikn- að upp fyrir mig. Það átti að snú- ast um að ég tæki ákvörðun en það kerfi fór eiginlega í vaskinn. En svo gerðist þetta og ég get eiginlega ekki lýst því af hverju,“ sagði Lov- ísa. „Ég var eiginlega bara í sjokki, áttaði mig ekkert á því að þetta væri í raun og veru að gerast,“ sagði hún þegar blaðamaður innti hana eftir því hvað fór í gegnum huga henn- ar þegar hún horfði á eftir boltan- um hafna í netinu. Lovísa hefur leikið með u-17 ára landsliði Íslands og lék með- al annars með því í mars síðast- Tryggði Gróttu titilinn á lokasekúndunum liðnum í undankeppni Evrópu- mótsins í Færeyjum. Aðspurð um framtíðina segir hún að í haust taki menntaskólinn við. „Síðan auðvi- tað meiri handbolti með Gróttu. Svo er ég líka í afrekshópi HSÍ og ætla bara að halda áfram að reyna að bæta mig,“ segir Lovísa að lok- um, hæstánægð með Íslandsmeist- aratitilinn. kgk Lovísa með Íslandsmeistarabikarinn sem hún tryggði liði sínu þegar aðeins tvær sekúndur lifðu leiks.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.