Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 20.05.2015, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2015 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (at- hugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu- degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 68 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Leikföng“. Vinningshafi er: Anna Hallgrímsdóttir, Hamri í Þverárhlíð, 311 Borgarnesi. mm Dingla Par Tvíhlj. Rolla Kusk Líka Kona Sviptur Hestur Röð Vand- virkir Einatt Yndi Lang- amma Fag Á fæti Span Væta Taumur Atorka Bráðum Frá Upp- tendr- uð Gistir Umbun- in Vægð Upphaf Morg- unn Beð 13 Gleði Bara Áhald 15 Borðar Auðið Egndi 5 11 18 Skall- inn Riðar Lítinn bor Skyld Dæld Föggur 17 Læti Finnur leið Duft Brellur Sýnis- bók Hret Kona Ánægð 2 Óreiða Svall Veiddi For- faðir Bylta Kám Seðill Dyggur 12 Tölur Tók Bardagi 1 Efni Lest Laun Vafstur Bein 10 Álit Leðja Fjöldi Mjöður Rétt 14 Berg- mál Ögn 3 6 Átta- viti Hlotn- ast Kvöld Óttast Murr 20 Örn Rödd Beita Misk- unn Dýpi Spann Vær Kvað Tónn Ofnana Titill Óhóf Geisla- baugur Gleði- hljóð Ekra 8 Lærðu Rugl Skinn Agaður Afar Basl Hár- kolla 4 Veisla Grípa Erta Rot Hvílt Kúgun Röð 9 19 Fámál Leyfist Venja Slár 16 Erfiði Taut 7 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Laugardaginn 25. apríl síðastlið- inn var áhugavert námskeið hald- ið í Átthagastofu Snæfellsbæjar. Það var á vegum Símenntunarmiðstöðv- arinnar á Vesturlandi. Leiðbeinend- ur voru þær Ása Hlín Svavarsdóttir leikkona og Helena Guttormsdóttir myndlistarmaður. „Tilgangur námskeiðsins var að gefa einstaklingum og hópnum tækifæri til að eiga gæðastundir og vinna saman að skapandi listræn- um verkefnum í gegnum skemmti- lega upplifun í náttúrunni og opna augu fólks fyrir möguleikum í nær- umhverfi sínu. Nálgunin fór fram í gegnum leiklist, túlkun, tjáningu, myndlist og myndbönd. Hópurinn skoðaði umhverfi Átthagastofunn- ar og vann sameiginlega að útilista- verki við höfnina. Námskeiðið var afar vel heppnað þrátt fyrir kuldatíð og lauk með sameiginlegri máltíð,“ segir í tilkynningu frá Símenntunar- miðstöðinni. mm Útilistaverk og gæðastundir á námskeiði í Átthagastofunni Umhverfisvaktin við Hvalfjörð þakkar forsvarsmönnum sameignar- félagsins Faxaflóahafna kurteislegt bréf frá 12.5. 2015 með svörum við spurningum tengdum Silicor Ma- terials Inc. frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð, dags. 28.4.2015. Spurningar Umhverfisvaktarinn- ar voru bornar fram vegna einhliða upplýsinga um starfsemi Silicor Ma- terials Inc (Silicor). Svör Faxaflóa- hafna bæta því miður ekki miklu við fyrri upplýsingar sem flestar hef- ur mátt lesa áður í fjölmiðlum. Þau ná ekki að byggja upp nauðsynlegt traust á Silicor. Iðjuverið er enn sem fyrr á tilraunastigi og upplýsingar um stöðu þess sem slíks koma mest frá því sjálfu sem er að sjálfsögðu ekki æskilegt. Umhverfisvaktin hefur ýmislegt við orðræðu Faxaflóahafna að at- huga. Lögð er áhersla á að Silicor sé um það bil mengunarlaust. Flestir vita að stóriðja er aldrei mengunar- laus og þetta „um það bil“ lofar ekki góðu í ljósi sögunnar. Silicor yrði öflug viðbót við efnamengun, sjón- mengun, hávaðamengun og ljós- mengun sem nú þegar fylgir stóriðj- unni á Grundartanga og myndi hafa ófyrirséð samlegðaráhrif með hin- um iðjuverum þar. Í kjölfarið myndu lífsgæði fólksins sem hefur hlotn- ast sú gæfa að búa og ráða lönd- um í Hvalfirði skerðast á þann hátt að óbærilegt verður fyrir marga. Í þessu sambandi er rétt að benda á að sanngjörn krafa neytenda um upp- runamerkingar matvæla verður sí- fellt háværari. Umhverfisvaktin gerir fleiri at- hugasemdir við orðræðu Faxaflóa- hafna, t.d. þá að stóriðja sé réttlæt- anleg vegna mikillar atvinnusköpun- ar. Þarna er verið að blanda saman tveimur ólíkum málefnum. Stóriðja skaðar náttúru og lífríki. Þess vegna á ekki undir nokkrum kringumstæð- um að koma henni fyrir í landbún- aðarhéraði. Atvinna er annað mál og mikilvægt, en það er ekki atvinnu- leysi við Hvalfjörð. Vegna Silicor þyrfti að flytja starfsmenn tugi kíló- metra með tilheyrandi losun gróð- urhúsalofttegunda og jafnvel sækja þá til útlanda. Einnig þyrfti að flytja varning til og frá verksmiðjunni á sjó og landi með ómældri meng- un. Þessi atriði hafa ekki verið tekin inn í heildarmyndina, ekki frekar en versnandi lífsgæði íbúa og landeig- enda við Hvalfjörð vegna áhrifa frá Grundartanga. Enn einn þáttur í orðræðunni er einhverskonar meðaumkun með Silicor sem sér hag í að koma til Ís- lands vegna fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína. Slíkt er ekki og á ekki að vera áhyggjuefni íbúa og landeigenda við Hvalfjörð. Athygli vekur að mengun frá iðju- verunum á Grundartanga og um- hverfisvöktun vegna hennar virðist ekki valda forsvarsmönnum Faxa- flóahafna áhyggjum. Umhverfis- vöktun gæti því orðið með svipuðu sniði og áður: Iðjuverið vaktar sig sjálft. Niðurstöður vöktunarinnar fá íbúar að sjá ári síðar og landeigend- ur á Grundartanga geta alltaf skotið sér bak við Umhverfisstofnun sem „ræður þessu öllu.“ Það mun reyn- ast erfitt að staðfesta efnamengun frá Silicor vegna nálægðar við aðrar verksmiðjur. Þar að auki er mengun- armælingum vegna Grundartanga haldið í lágmarki og náttúra og líf- ríki njóta ekki vafans. Enn eru not- aðar ágiskanir um þol íslensks bú- fjár á eiturefnum, loftgæðamæling- ar fara aðeins fram hálft árið, eng- ar mælingar eru birtar á rauntíma og viðbragðsáætlun fyrir íbúa vegna mengunarslysa er ekki til svo nokk- uð sé nefnt. Fyrir stuttu var upplýst að Umhverfisstofnun hafði tekið loftgæðamælinn í Stekkjarási, norð- vestan við Grundartanga, úr umferð í vetur til að nota hann vegna Holu- hrauns! Þetta eru aðeins örfá dæmi um slaka umhverfisvöktun. Ýmsir hafa borið lof á Silicor, einkum þeir sem hafa fjárhagslegra hagsmuna að gæta og eru þeir þá líklega fúsir að taka við iðjuverinu í sína heimabyggð. Umhverfisvaktin fullyrðir að tilraunaverksmiðja Sili- cor á ekkert erindi inn í náttúruperl- una Hvalfjörð. Áhrif iðjuversins yrðu slæm og óafturkræf. Nú er komið að því að forsvarsmenn Faxaflóahafna átti sig á að sameignarfélagið er að- eins einn af mörgum landeigendum við Hvalfjörð. Haldi þeir að hlut- ur Faxaflóahafna sé merkilegri eða réttmeiri en hlutur annarra er það á misskilningi byggt. Heyrst hefur meðal íbúa við Hvalfjörð að þýðingarlaust sé að láta í ljós áhyggjur vegna Grundar- tanga. Ekki verði hlustað á slíkt hjal, jafnvel gert lítið úr fólki fyrir vikið. Umhverfisvaktin hvetur fólk til að skoða vefinn okkar www.umhverf- isvaktin.is hitta okkur á Fésbók eða senda póst á umhverfisvaktin@um- hverfisvaktin.is. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð berst gegn frekari röskun á náttúru- perlunni Hvalfirði. Málstaðurinn er sanngjarn og saman erum við sterk. Hvalfirði, 17. maí 2015 Umhverfisvaktin við Hvalfjörð Til forsvarsmanna Faxaflóahafna frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð Náttúruperlan Hvalfjörður og Silicor Materials Inc. Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.