Skessuhorn - 27.05.2015, Síða 9
9MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Til leigu
Akraneskaupstaður auglýsir til leigu
fasteignina Sólmundarhöfða 2 á Akranesi.
Um er að ræða gamalt íbúðarhús og útihús sem þarfnast
viðgerðar og er reiknað með að leigutaki komi að viðgerð
eignanna upp í afnot. Húsin eru að hluta til friðuð og skilyrði að
tekið sé tillit til þess í fyrirhuguðum viðgerðum.
Tilboðum þarf að skila til þjónusturvers Akraneskaupstaðar
Stillholti 16-18 á Akranesi, eigi síðar en 3. júní 2015.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Gunnarsson
umsjónarmaður fasteigna á netfangið
kristjan.gunnarsson@akranes.is eða í síma 433-1000.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Ertu menntaður kennari sem vantar starf á
fallegum stað í Borgarfirði í góðum skóla?
Ef svo er, þá er Varmaland staður fyrir þig.
Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva grunnskóli
með rúmlega 200 nemendur. Starfsstöðvar hans eru á
Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Mynd- og textíl-
menntakennara vantar í Varmalandsdeild skólans frá og með
1. ágúst 2015 í 70% starfshlutfall.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og LS.
Umsóknarfrestur er til 10.júní nk.
Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum
um menntun, réttindi og starfsreynslu ásamt meðmælendum.
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í
síma 847-9262/430-1502, netfang; ingibjorg.inga@gbf.is
Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir
eftir mynd- og textílmenntakennara
til starfa næsta skólaár.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Íbúafundur um málefni HB Granda á Breiðinni
verður haldinn þann 28. maí í Tónbergi kl. 20.00
Markmið fundarins er að kynna hugmyndir og óskir HB Granda um mögulega
uppbyggingu á Akranesi og er fundurinn liður í upplýsingaöflun bæjaryfirvalda og
til að gefa bæjarbúum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Dagskrá:
Einar Brandsson, formaður skipulag• s- og umhverfisráðs: Skipulag á Breiðinni
Vilhjá• lmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda: Hugmyndir fyrirtækisins að
uppbyggingu á Akranesi og stækkun Laugafisks
G• uðjón Jónsson frá VSÓ: Greinargerð um áhrif fyrirhugaðrar stækkunar
með tilliti til lyktarmengunar
Hö• rður Helgason frá samtökunum Betri byggð: Sjónarmið íbúa
Sigríður Indriðadóttir bæjarfulltrúi: Samantekt fundarins.•
Fundarstjóri er Björg Ágústsdóttir ráðgjafi hjá Alta SKE
SS
U
H
O
R
N
2
01
5
Séra Þráinn Haraldsson var settur
í embætti prests á Akranesi í há-
tíðarguðsþjónustu á hvítasunnu-
dag. Um er að ræða nýja stöðu
sem skýrist af mikilli fjölgun íbúa.
Þráinn mun framvegis starfa við
hlið séra Eðvarðs Ingólfssonar
sem hefur verið sóknarprestur Ak-
urnesinga frá 1997.
„Þráinn er í raun sjötti prestur
Akurnesinga frá 1886. Þá tók við
embætti Jón Sveinsson og þjón-
aði hann fyrsta áratuginn í kirkj-
unni sem var staðsett þar sem nú
er kirkjugarðurinn og minningar-
turninn um gömlu kirkjuna stend-
ur. Þegar ný kirkja er vígð 1896
heldur Jón áfram að þjóna Akur-
nesingum og því teljum við frá
1886, þegar hann tók við emb-
ætti, en ekki byggingarári nýju
kirkjunnar,“ sagði séra Eðvarð í
Samtali við Skessuhorn. „Þetta
var söguleg stund því þetta er í
fyrsta sinn sem tvö prestsembætti
eru komin til að vera hér á Akra-
nesi. Hér hafði verið fjölmenn-
asta einmenningsprestakallið utan
Reykjavíkur og því orðið tímabært
að bæta við.“
Séra Þorbjörn Hlynur Árnason,
prófastur Vesturlandsprófasts-
dæmis, setti Þráinn í embættið og
þjónaði fyrir altari fram að pre-
dikun þegar hinn nýi prestur tók
við. Séra Eðvarð Ingólfsson sókn-
arprestur leiddi kirkjubæn og fé-
lagar úr Kór Akraneskirkju sungu
við undirleik Sveins Arnars Sæ-
mundssonar organista. „Athöfn-
in var hátíðleg og kórsöngurinn
fallegur. Við erum með frábæran
kirkjukór, einn þann besta á land-
inu,“ segir Eðvarð.
Að lokinni guðsþjónustu var
kirkjugestum boðið til kaffiveit-
inga í Vinaminni. „Þar voru fín-
ar rjómatetur ásamt fleiru og allir
boðnir velkomnir,“ segir Eðvarð
að lokum.
kgk
Séra Þráinn settur í embætti
Frá vinstri talið: Séra Þráinn Haraldsson, séra Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur á Akranesi og séra Þorbjörn Hlynur Árnason
prófastur á Borg. Ljósm. Guðni Hannesson.
Bæjarráð Akraness samþykkti á
fundi sínum í síðustu viku úthlut-
un styrkja að upphæð samtals kr.
1.820.000. Renna þeir til íþrótta-,
atvinnu- og menningarmála.
Úthlutunin er eftirfarandi:
Kristinn Pétursson, vegna heimild-
armyndar um Sementsverksmiðj-
una, kr. 70.000
Alltaf Gaman sf. vegna leikjalands á
Norðurálsmóti, kr. 150.000
Valgerður Jónsdóttir, vegna tónlist-
arstundar, kr. 60.000
Heiðar Mar Björnsson, vegna
myndbands um tónlist á Akranesi,
kr. 70.000
List- og handverksfélag Akraness
og nágrennis, vegna leigu á húsnæði
fyrir Gallerí Urmul, kr. 50.000
Þjóðlagasveitin, vegna tónleika í
Hörpu, kr. 300.000
ÍA og FVA, vegna afreksíþrótta-
sviðs, kr. 300.000
Keilufélag Akraness, vegna ráð-
stefna og námskeiða, kr. 100.000
Badmintonfélag Akraness, vegna
uppbyggingu og fjölgun iðkenda,
kr. 150.000
Knattspyrnufélag ÍA, vegna knatt-
spyrnuskóla, kr. 120.000
Gaman saman, vegna forvarnar-
starfs, kr. 20.000
Ágúst Júlíusson, vegna sundferða,
kr. 50.000
Nýsköpunarkeppni grunnskóla-
nemenda 2015, vegna nýsköpunar-
kennslu, kr. 80.000
Skagaferðir, vegna skemmtismiðju,
kr. 50.000
Skógræktarfélag Akraness, vegna
framkvæmdaverkefna, kr. 250.000
mþh
Akranesbær úthlutar styrkjum
Skógræktarfélag Akraness er einn af 15 styrkþegum að þessu sinni. Hér eru
nokkrir félagar við gróðursetningu. Ljósm. jbb.