Skessuhorn - 27.05.2015, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
SVONA GERUM VIÐ EKKI!
Á þessum árstíma má sjá gras-
ið grænka með hverjum degin-
um, blómin rembast við að spretta
úr jörðu og laufin eru að byrja að
vaxa á trjánum. Á sama tíma vakna
skordýr og áttfætlur af sínum vetr-
ardvala, mörgum til ama. Háanna-
tími hjá meindýraeyðum er því
framundan. Einn af þeim sem hefur
í nógu að snúast yfir sumartímann
við að fjarlægja gesti sem ekki alls
staðar eru velkomnir er Ólafur Þór
Jónsson meindýraeyðir á Hríshóli
í Hvalfjarðarsveit, skammt sunnan
við Akranes.
Geitungabúin fljót
að stækka
„Ég er byrjaður að eitra fyrir
köngulóm og húsflugum. Geitung-
arnir eru ekki farnir að láta sjá sig,
það er enn svo kalt,“ segir Ólafur í
samtali við Skessuhorn. Hann seg-
ir þó að kuldinn hafi engin áhrif til
langframa, geitungarnir komi þrátt
fyrir kuldatíð að vori. „Rigning-
in hafði til dæmis engin áhrif á þá
í fyrra,“ segir hann. Aðspurður um
hvort einhver forvörn sé til vegna
geitunganna segir hann að svo sé
ekki. „Sumir kaupa geitungagildr-
ur í verslunum en það veiðist bara
einn og einn í þær. Það eru mörg
hundruð geitungar í einu búi þann-
ig að þetta er bara sölutrix, þú losn-
ar ekkert við geitungana með svona
gildru,“ útskýrir Ólafur. Geitunga-
bit geta reynst mörgum hættuleg og
því er full ástæða fyrir þá sem telja
að bú sé í nágrenninu að komast
fyrir rót vandans. Ólafur ráðlegg-
ur fólki þó frá því að fjarlægja geit-
ungabú upp á eigin spýtur. „Það er
kannski í lagi ef búin eru mjög lít-
il, þá er bara ein drottning í þeim.
En þau eru fljót að stækka og það er
auðvelt að verða stunginn.“
Það kemur líklega engum á óvart
að meindýraeyðirinn hefur oft ver-
ið stunginn af geitungi. „Jú, það
hefur gerst margoft og jafnvel oft
á sama tíma. Ég hef stundum ver-
ið með þrjár stungur á mismun-
andi stöðum á höfðinu. Það getur
verið ansi vont að fá þessar stung-
ur, þessu fylgir mikill sviði,“ segir
hann. Ólafur segir geitungana sí-
fellt vera að en verstir séu þeir fólki
í ágúst. „Svo er mismikið af þeim,
maður hefur séð allt upp í þrjú bú
í einum garði á sama tíma.“ Ólafur
segir að auðveldara sé að eitra fyr-
ir geitungunum nú en fyrir nokkr-
um árum. „Það er komið betra eit-
ur. Áður þurfti maður að gera þetta
á nóttunni til að ná þeim öllum í
búinu. En núna getur maður gert
þetta um hábjartan dag, eitrinu er
bara sprautað inn í og eftir nokkra
klukkutíma er allt dautt.“
Köngulærnar fleiri
og stærri
En það eru ekki bara geitungarnir
sem valda fólki óþægindum og ótta.
Húsflugur geta orðið hvimleiðar þó
engin hætta sé á stungum frá þeim.
„Það getur orðið ansi mikið af þeim
sumsstaðar, sérstaklega uppi í sveit.
Til að losna við þær er eitri spraut-
að inn í gluggana. Það eitur dug-
ar í eitt ár en það virkar bara á þær
flugur sem hanga í glugganum,
hinar sleppa.“ Ólafur segir að mest
sé hringt í hann út af köngulóm.
„Þeim hefur fjölgað á undanförn-
um árum og þær eru mikið stærri
en þær voru áður. En þetta er ekki
bara vandamál á Skaganum, þetta
er svona líka í Reykjavík og víðar,“
segir Ólafur. Hann segir að ekki
sé hægt að losna við köngulærnar
öðruvísi en að láta eitra fyrir þeim.
„Sumir eru að reyna að berjast við
þetta sjálfir, kústa á morgnanna
áður en farið er til vinnu en vef-
irnir eru komnir aftur eftir nokkrar
klukkustundir. Maður verður mest
var við þetta þegar stelpurnar kom-
ast ekki lengur í sólbað,“ segir hann
og brosir. Margir sleppa því að láta
eitra fyrir köngulónum, telja það
verri kost en að leyfa þeim að vera.
„Það er bara mýta að eitrið fari illa
með gróðurinn eða að flugur verði
vandamál þegar köngulærnar fara.
Það er bara vitleysa,“ segir mein-
dýraeyðirinn og mælir með því að
þeir sem þreyttir eru á köngulóar-
vef láti eitra hjá sér. grþ
Þrátt fyrir að enn sé óvenju kalt í
veðri á suðvesturhorni landsins
má sjá ýmis merki um að sumarið
sé rétt handan við hornið. Ilmur af
nýslegnu grasi fannst til að mynda
á Akranesi síðastliðinn fimmtu-
dag, á fyrsta vinnudegi Vinnuskóla
Akraness. Hér má sjá flokksstjórana
Ólaf Val Valdimarsson og Heið-
rúnu Láru Tómasdóttur munda
sláttuvélarnar.
grþ
Sumarið minnir á sig
Ólafur Þór Jónsson meindýraeyðir á Akranesi.
Háannatími hjá
meindýraeyðum framundan
Sjómannadagsblað Skessuhorns
kemur út miðvikudaginn 3. júní
Auglýsingapantanir í blaðið
þurfa að berast fyrir 28. maí í
síma 433-5500 eða á netfangið
emilia@skessuhorn.is