Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2015, Qupperneq 16

Skessuhorn - 27.05.2015, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Umhverfisvaktin við Hvalfjörð er félagsskapur sem stofnaður var af fólki beggja vegna Hvalfjarðar fyr- ir nokkrum árum, fólki sem hafði miklar áhyggjur af umhverfismál- um á svæðinu. Þær áhyggjur hafa í seinni tíð síst minnkað. Félagið læt- ur sig, eins og nafnið bendir til, um- hverfismál varða í víðasta samhengi. Forsvarsmenn þess segja að helstu baráttumál Umhverfisvaktarinnar séu að íbúum við Hvalfjörð verði tryggt hreint andrúmsloft, hreint vatn og ómengaður jarðvegur, að öll dýr njóti hreinnar náttúru, að hús- dýr njóti alls hins besta í aðbúnaði og að umhverfisvæn atvinnustarf- semi þrífist. Þá hafnar félagið auk- inni malartekju af botni fjarðarins og vill að lífríki Hvalfjarðar verði ekki raskað meira en orðið er. Segja borgina reka skefjalausa stóriðjustefnu Ragnheiður Þorgrímsdóttir bóndi og hestamaður á Kúludalsá í Hval- fjarðarsveit og Þórarinn Jónsson nautgripabóndi á Hálsi í Kjós eru í forsvari fyrir stjórn Umhverfisvakt- arinnar en í henni sitja þrír að auki. Þau eru bæði bændur sem reka bú á áhrifasvæði mengunar frá stór- iðjunni á Grundartanga. Þau halda því ákveðið fram að nánast óstjórn- leg aukning stóriðju ógni þeirra at- vinnu og möguleikum til að stunda landbúnað á svæðinu til lengri tíma litið. „Sjálfsögð og væntanleg krafa neytenda um upprunamerk- ingu landbúnaðarvara mun á næstu árum gera okkur ennþá erfiðara fyr- ir. Upplýstir neytendur munu ekki vilja afurðir frá búum sem eru í næsta nágrenni við mengandi stór- iðju og útblásturinn virðir ekki landamörk.“ Þau Ragnheiður og Þórarinn settust niður með blaða- manni Skessuhorns í síðustu viku. Tilefnið er áform um áframhald- andi uppbyggingu á Grundartanga, bygging sólarkísilverksmiðju ber þar hæst. Framkvæmdir á Grundar- tanga segja þau komnar langt út fyr- ir þau mörk sem þau og margir aðr- ir telji að séu ásættanleg til að nátt- úran við Hvalfjörð fái að njóta vaf- ans. Þá átelja þau harðlega borgar- yfirvöld í Reykjavík sem séu í for- svari fyrir því sem þau kalla skefja- lausa stóriðjustefnu á Grundartanga í gegnum eignarhald á Faxaflóa- höfnum. Heildaráhrif ekki metin Talið berst fyrst að væntanlegum framkvæmdum við byggingu sól- arkísilverksmiðju Silicor Materials í landi Kataness við Grundartanga. Blaðamaður bendir á að uppbygg- ingaráform Silicor hafi verið til- kynningarskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Skipu- lagsstofnun hafi leitað álits fag- stofnana og viðkomandi sveitarfé- laga. Eftir það hafi stofnunin kom- ist að þeirri niðurstöðu að starfsemi verksmiðjunnar; „sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“ Þetta sé sú stjórnvaldsákvörðun sem for- svarsmenn Silicor Materials byggi á. En dugar sú staðhæfing ekki for- svarmönnum Umhverfisvaktarinnar til að þeir þurfi ekki að hafa áhyggj- ur af mengun frá starfseminni? „Við setjum stórt spurningamerki við þessa niðurstöðu Skipulags- stofnunar og teljum stofnunina ekki hafa litið á málið í heild. Ákvörð- un Skipulagsstofnunar í þessu til- felli tekur ekki tillit til heildaráhrifa sem framleiðsla í svona stórri og mannfrekri verksmiðju mun hafa. Hvers vegna byggir Skipulagsstofn- un ekki ákvörðun sína á heildar- áhrifum? Við bendum á að verk- smiðjunni munu fylgja stórauknir flutningar á fólki. Halda menn svo að stóru skipin sem sigla inn og út úr Hvalfirði á hverjum degi mengi ekkert og öll sú umferð muni ekki leiða til hættu á alvarlegu umhverf- isslysi? Hvað svo með hávaðameng- un sem nú þegar er orðin þannig að á góðviðrisdögum heyrist frá stór- iðjunni á Grundartanga langt inn í Kjós. Hvað með sjónmengun af 24 metra háum og nær því kílómeters löngum mannvirkjum með tilheyr- andi ljósum og búnaði? Nei, þeg- ar Skipulagsstofnun gaf það út að starfsemi stóriðjufyrirtækis af þess- ari stærðargráðu þyrfti ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum, þá hljóm- ar það í okkar eyrum eins og hver önnur bábilja. Þessi niðurstaða var einfaldlega pöntuð af peningaöflum sem láta sig umhverfið engu varða þegar hagnaðarvon er annars veg- ar,“ segja þau Ragnheiður og Þór- arinn. Og blaðamaður getur vitnað um að þeim er ekki skemmt. Ekkert samráð við nágranna Þau Ragnheiður og Þórarinn benda jafnframt á að fólk geti velt því fyrir sér af hverju sérfræðingum Skipu- lagsstofnunar þyki eðlilegt að ekki sé talað við nágranna væntanlegrar stóriðju. „Okkur þykir sjálfsagt að allir íbúar séu spurðir hvort þeir telji hættu á að framkvæmd sem þessi hafi áhrif á afkomu þeirra og fram- tíðaráform. Það hefur nefnilega sýnt sig að frá því uppbygging stóriðju hófst á Grundartanga árið 1976, þá hefur búskapur í grennd við verk- smiðjurnar átt í mikilli vök að verj- ast. Menn ættu að skoða hvaða áhrif stóriðjustefnan hefur haft á ýmis bú hér á svæðinu. Bændur hafa nánast verið smáðir og jarðir þeirra gerðar verðlausar. Sú saga verður sögð síð- ar. Það virðist engu líkara en ráða- mönnum sveitarfélaga, Faxaflóa- hafna og landsstjórnarinnar sé ná- kvæmlega sama um fólkið sem fyr- ir er. Nú skal byggja stóriðju, hvað sem það kostar fyrir umhverfið. Það er stefna þeirra og því erum við að mótmæla,“ segir Ragnheiður. Mun hafa áhrif á sölu landbúnaðarvara Aðspurð segja þau Ragnheiður og Þórarinn að stóriðja eigi hvorki heima á landbúnaðarsvæði né í íbúabyggð. „Við gerum einfaldlega þá kröfu að jörðin verði áfram nýt- anleg til matvælaframleiðslu fyr- ir okkar kynslóð og afkomend- ur okkar,“ segir Þórarinn. Sjálfur stendur hann fyrir ræktun á nauta- kjöti handan Hvalfjarðar. Þórarinn bendir á að jafnvel þótt neytendum sé ekki enn þá boðið upp á uppruna- merkt kjöt, þá muni svo verða þeg- ar fram í sækir. Það sést best á eft- irspurn eftir vörum Beint frá býli. „Sjálfur sel ég orðið alla mína fram- leiðslu undir vörumerkjum okkar á Hálsi. Vissulega óttast ég að nær- vera stóriðjunnar á Grundartanga hafi áhrif á sölumöguleika okk- ar framleiðslu. Það er auðvitað al- veg galið að stjórnvöld og stofnanir séu með óheftri uppbyggingu stór- iðju að skaða aðrar atvinnugreinar með þessum hætti,“ segir bóndinn á Hálsi. Barátta við vindmyllur Þórarinn og Ragnheiður segja það ótrúlega öfugsnúið að þau þurfi sjálf að fjármagna rannsóknir á mengun til að halda uppi vörnum gegn ein- örðum vilja stjórnmálamanna og stofnana um uppbyggingu stóriðju. Utanumhald umhverfisvöktunar sé sett í hendur stóriðjufyrirtækjanna sem eigi að vakta sig sjálf. „Það er með ólíkindum hvernig okkar sjón- armið hafa verið hunsuð af stjórn- völdum og lítið gert úr varnaðar- orðum okkar. Nú vill Norðurál auka framleiðslu sína um 50 þús- und tonn á ári. Það er mikil flúor- mengun í Hvalfirði. Fær Norðurál leyfi til að auka framleiðsluna? Ef svo fer, mun iðjuverið þurfa að sæta mati á umhverfisáhrifum eða verður aðeins talað um „óverulega viðbót“ mengunar eina ferðina enn? Engu líkara er en að við munum þurfa að eyða ævinni í að berjast gegn svona vitleysu, heyja baráttu við vindmyll- ur. Það er ekki sú framtíð sem við viljum. Okkar boðskapur hefur ver- ið og verður alveg skýr: Stóriðja mengar og rýrir land til landbún- aðarframleiðslu og almenn vistgæði fyrir fólk til að njóta náttúrunnar. Hún á ekki rétt á sér nærri íbúa- byggð og matvælaframleiðslu. Svo einfalt er það. Auðvitað á þetta ekki bara við í Hvalfirði en okkar bar- átta snýst um verndun hans,“ segir Ragnheiður. Tvöfeldni borgaryfirvalda Nýverið sendu sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu frá sér drög að nýju svæðisskipulagi til 2040 og eru þau til umsagnar hjá öllum sveitar- félögum og þar með talið hjá Kjós- arhreppi. Að sögn Þórarins, sem sjálfur á sæti í hreppsnefnd Kjósar- hrepps, gætir vissrar tvöfeldni hjá Reykjavíkurborg. Annars vegar að fegra skipulagssvæðið og að bæta lífsgæði íbúa þess og hins vegar að standa fyrir uppbyggingu á meng- andi iðnaði rétt utan við ytri mörk skipulagssvæðisins. Umhverfisvaktin sendi ný- lega opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík þar sem því er mót- mælt að stóriðja og mengandi iðn- aður skuli staðsett á Grundartanga og höfnin þar skilgreind sem slík en Reykjavíkurhöfn skuli fyrst og fremst vera fyrir skemmtiferðaskip. „Það er engu líkara en þeir séu að reyna að losa sig við „óhreinu börn- in“ hingað í Hvalfjörðinn. Það er reyndar ótrúlegt að borgarstjórinn, fyrrverandi varaformaður Samfylk- ingarinnar, skuli beita sér með þess- um hætti, ekki síst þar sem flokk- ur hans er á móti mengandi stór- iðju,“ segir Þórarinn og bætir við: „Þetta er sambærilegt við það að við myndum einhliða ákveða að byggja súrheysturn á Austurvelli. Þeir yrðu ekki par hressir með það hjá borg- inni.“ Þessu fylgir Umhverfisvakt- in eftir því í síðustu viku sendi hún borgarstjóra bréf þar sem þeirri ein- dregnu áskorun er beint til borgar- stjórnar Reykjavíkur að hætt verði nú þegar við áform um að leyfa Sili- cor Materials að byggja verksmiðju á Grundartanga við Hvalfjörð. Óhreinu börnin úr borginni Ragnheiði verður tíðrætt um Faxa- flóahafnir sf. og einarðan vilja for- svarmanna og sveitarfélaganna sem eiga hafnirnar, til stóriðjuuppbygg- ingar á Grundartanga. „Faxaflóa- hafnir eru félag sem ætlað er að reka hafnir og þetta félag er í almanna- eigu. Faxaflóahafnir eiga hins veg- ar ekki nema smáblett á Grundar- tanga og hafa ekkert með að leyfa þar endalaust ný og mengandi fyr- irtæki án nokkurs samráðs við aðra landeigendur við Hvalfjörð. Faxa- flóahafnir hafa tekið að sér að skil- greina hlutverk hafnanna sem heyra undir félagið og hafa t.d. skilgreint Grundartangahöfn sem iðnaðar- höfn á meðan Reykjavíkurhöfn er skilgreind sem höfn fyrir skemmti- ferðaskip. Engu líkara er en það sama sé að gerast á Akranesi. HB Grandi er að losa mengandi at- vinnustarfsemi úr höfuðborginni og ígrundar lyktarmengandi starfsemi í enn meira mæli á Akranesi. Þessu mótmælir hópur fólks á Akranesi en virðist tala fyrir jafn daufum eyr- um og við í Umhverfisvaktinni. En menn ættu að taka eftir að það eru sömu aðilar sem koma að báðum málum. Það stendur til að stækka hafnarmannvirki á Akranesi til að liðka fyrir stækkun hausaþurrkun- ar og annarrar vinnslu og þar eru Faxaflóahafnir hagsmunaaðili al- veg á sama hátt og í tilfelli stóriðju- draumanna á Grundartanga. Með góðu eða illu er verið að losa höfuð- borgina við óhreinu börnin á kostn- að okkar sem búum við Hvalfjörð og á Akranesi. Á Grundartanga eru nú þegar fjögur iðjuver og við teljum mun meira áríðandi að lag- færa ýmislegt í starfsemi þeirra en að bæta við nýju iðjuveri með ófyr- irséðum afleiðingum,“ segir Ragn- heiður. Þegjandi samkomulag um að greiða götu Silicor Talið berst að hlut fjölmiðla í upp- lýsingagjöf og mögulegum skorti Umhverfisvaktin við Hvalfjörð: Átelur harðlega stóriðjustefnu á kostnað Hvalfjarðar og íbúa við hann Ragnheiður Þorgrímsdóttir og Þórarinn Jónsson eru í forsvari fyrir Umhverfisvaktina við Hvalfjörð. Svipmyndir úr Hvalfirði.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.