Skessuhorn - 27.05.2015, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Jósep Blöndal sjúkrahúslæknir og
Lucia de Korte sjúkraþjálfari fögn-
uðu bæði 25 ára starfsafmæli ný-
lega. Þau hófu störf á St. Francis-
kusspítalanum í Stykkishólmi vor-
ið 1990, Lucia þann 1. apríl og Jós-
ep 8. maí. Í tilefni af þessum tíma-
mótum tók Skessuhorn Jósep og
Luciu tali. Áður en Jósep og Lucia
hófu störf á St. Franciskusspítalan-
um höfðu þau bæði menntað sig í
stoðkerfis- og verkjafræðum. Jósep,
sem er skurðlæknir að mennt, segist
hafa séð fram á að skurðlækningar
á minni stöðum úti á landi myndu
smám saman leggjast af. „Við vild-
um einbeita okkur að því að bæta
það sem hægt var að bæta án mikils
tilkostnaðar. Eins og í rannsóknum,
sjúkraþjálfun og endurhæfingu,“
segir Jósep. Hann segir frá því að
um 1990 hafi verið birt merkileg
rannsókn í Kaliforníu þar sem tek-
ið var á bak- og hálsvandamálum
með þverfaglegri nálgun margra
mismunandi sérgreina. Hann hafði
því samband við Dr. Jeffrey Saal
við San Francisco Spine Institute. Í
framhaldinu af því komu hann og
Lucia að stofnun háls- og bakdeild-
ar á St. Franciskusspítalanum, sem
enn er starfrækt í dag.
Snjóar tilvísunum
„Þetta var eins og herdeild þarna
úti, þeir voru með æfingapró-
gramm, verkjameðferð, skurð-
lækningar, næringarráðgjöf,
hnykkingar og allt hitt. Þarna
náðist mjög góður árangur með
sjúklingana. Eftir svona meðferð
þurfti ekki nema einn af hverjum
tíu með brjósklos að fara í skurð-
aðgerð, sem var óvenjulegt á þeim
tíma, en er orðið að þumalfingurs-
reglu í dag,“ útskýrir Jósep. Háls-
og bakdeildin hefur síðan þá notið
gríðarlegrar sérhæfingar og bygg-
ir enn á sama grunni. „Þetta hefur
verið í stanslausri þróun frá upp-
hafi en það hafa ekki orðið nein-
ar stórar breytingar,“ segir Lucia.
„Við byggjum á sama grunni en
það hefur bæst við þekkinguna og
aðferðum hefur fjölgað aðeins,“
bætir hún við. Jósep segir að stuttu
eftir stofnun deildarinnar hafi þau
verið komin í 100% nýtingu, sem
haldist hefur til dagsins í dag. „Nú
orðið telur samanlagður biðlisti
um 600 manns og er alltaf að lengj-
ast. Það snjóar yfir okkur tilvísun-
um, enda þjónar deildin öllu land-
inu.“ Lucia segir að ekki alls fyrir
löngu hafi Jósep helmingað mót-
tökuna hjá sér. „Nú er það þannig
að það sem kemur í gegnum hann
er passlegur fjöldi fyrir deildina
að taka á móti. Við náum betur að
klára þá sem hann skoðar nokkurn
veginn innan árs. Áður kom fólk
til hans og svo tók kannski tvö ár
að komast að á deildinni. Svo þeg-
ar fólk loks komst að voru upplýs-
ingarnar jafnvel úreltar. Með þess-
ari breytingu eru upplýsingarnar
alltaf nýjar. Biðlistinn hefur í raun
bara færst til,“ segir hún.
Byggir á góðri
samvinnu
Jósep segir að sjúklingarnir séu
metnir af honum og fari í fram-
haldinu beint í prógramm á deild-
inni. „Við leggjum alla inn. Það er
forsendan fyrir því að þetta gangi,
enda er hér um mjög samanþjapp-
að prógramm að ræða, sem er
klæðskerasniðið að þörfum hvers
og eins. Það hefur reynst einstak-
lega vel en við höfum þurft að
verja það með kjafti og klóm. Ef
fólk er ekki lagt inn, þá getum við
ekki veitt þá þjónustu sem skilar
þessum árangri. Við gerum ekkert
nema það stefni í að það beri varan-
legan árangur,“ útskýrir hann. Þau
segja að mikið sé lagt upp úr sam-
vinnu á deildinni. Fimm sjúkra-
þjálfarar starfi á deildinni ásamt
Jósep, hjúkrunarfræðingi, geð-
hjúkrunarfræðingi, starfsmanni á
deild og aðstoðarfólki á skurð- og
sprautustofu. „Það hafa verið smá
skiptingar í gegnum árin en einn
og einn varð kyrr og úr varð fastur
kjarni sem er í dag. Ég er persónu-
lega fegin að við erum enn til stað-
ar og ekki að standa í stað held-
ur enn að þróast. Starfsfólki hefur
ekki fækkað mikið hér, þrátt fyr-
ir mikinn niðurskurð annars stað-
ar,“ segir Lucia. „Við erum einn-
ig með mjög góða rannsóknastofu
og höfum alltaf haft topp fólk þar.
Við leggjum mikið upp úr teym-
isvinnu. Þetta byggir allt á þeirri
góðu samvinnu sem alltaf hef-
ur verið hér. Það hefur ekki fall-
ið eitt styggðaryrði meðal starfs-
fólksins öll þau ár sem ég hef starf-
að hérna,“ bætir Jósep við.
Eina deild sinnar
tegundar í Evrópu
Sjúkrahúsið í Stykkishólmi er eina
stofnunin á landinu og sú eina í
Evrópu allri, þar sem boðið eru
upp á meðferð sem þessa við bak-
vandamálum. „Við erum þau einu
sem erum með svona samanþjapp-
að prógramm þar sem allt er á ein-
um stað. Ég heyri það á bandarísk-
um kollegum að þeir myndu til
dæmis vilja hafa sambærilega stofn-
un og við. Þetta sem var í gangi hjá
þeim í San Francisco 1990 sprakk
fljótlega, það var of dýrt fyrir heil-
brigðiskerfið þeirra. Í dag er þetta
allt sundurslitið hjá þeim,“ segir
Jósep. Hann segir að haustið 2008
hafi hann farið á fund í heilbrigð-
isráðuneytinu þar sem rætt var um
að stofnunin yrði efld og stækkuð,
bætt við sjúkraþjálfara og öðrum
lækni. Ekkert hafi þó orðið af því,
enda hefur heilbrigðiskerfið þurft
að þola sífelldan niðurskurð síðan.
Hokna kynslóðin
að koma
Jósep segir að á þessum aldarfjórð-
ungi hafi samsetning sjúklinganna
breyst aðeins. „Ég held að aldurinn
sé að færast niður, það er tilfinning-
in. Svo er sífellt fleira íþróttafólk að
koma og við erum farin að sjá svolítið
af stelpum úr fimleikum. En kannski
er það partur af þessu að það er orð-
ið betur samþykkt í samfélaginu að
fólk sé með verki. Fólk lætur vita
fyrr en áður, þegar enginn kvartaði
fyrr en verkirnir voru orðnir mjög
slæmir.“ Hann segist hafa áhyggj-
ur af því hver þróunin verði, mið-
að við aukna tölvu-, snjallsíma- og
spjaldtölvunotkun þar sem allir sitja
hoknir. „Ég held að það stefni í það
að háls- og bakvandamálum fjölgi.
Nú fáum við hoknu kynslóðina og
við vitum það nú þegar að þeir sem
vinna hoknir eru margir með háls-
vandamál.“ Hann segir að háls- og
bakvandamál séu dýrasta heilbrigð-
isvandamál í heimi, sé allt tekið inn í
myndina. „Þetta er algengasta orsök
örorku á Íslandi hjá fólki 45 ára og
yngri. Ef við umreiknum tölur frá
Danmörku sjáum við að þetta kost-
ar heilbrigðiskerfið um tíu milljarða
á ári. Þetta eru stjarnfræðilegar töl-
ur.“
Vilja að stofnunin
verði sjálfstæð
Lucia og Jósep segjast ekki hafa
haldið upp á starfsafmælið. Jós-
ep nefnir að kannski verði tón-
leikar haldnir síðar og Lucia bæt-
ir því við að hún hafi reyndar bak-
að köku í tilefni dagsins. „Svo feng-
um við mjög fullkomið sónartæki
að gjöf. Við sjúkraþjálfarnir notum
það til greiningar á vöðvastarfsemi,
sem er einn kjarninn í því sem við
gerum. Við skoðum vöðva og blóð-
flæði með tækinu og Jósep getur
notað það í sprautumeðferðum,“
segir Lucia. Framundan á deildinni
eru áframhaldandi störf með háls-
og bakveika og draumurinn er að
stofnunin verði sjálfstæð. „Það væri
gott að losna við þennan biðtíma.
Biðtíminn er vondur, því leng-
ur sem sjúklingurinn bíður er erf-
iðara að laga meinið. Við reynum
því að forgangsraða grimmt inn á
deildina hjá okkur. En helst mynd-
um við vilja vera sjálfstæð stofnun.
Það myndi auðvelda margt.“
grþ
Hafa starfað í aldarfjórðung á sama stað
Lucia de Korte og Jósep Blöndal. Ljósm. Stykkishólmspósturinn.
Um hvítasunnuhelgina var heim-
ildakvikmyndahátíðin Skjaldborg
haldin á Patreksfirði í níunda sinn.
Þar eru slíkar kvikmyndir sýndar
auk þess sem kvikmyndagerðarfólki
gefst kostur á að koma saman. Þrjár
kvikmyndir sem segja sögur af Vest-
urlandi heimsstyrjaldar voru frum-
sýndar að þessu sinni. Sú fyrri er
Svartihnjúkur – stríðssaga úr Eyrar-
sveit. Hún segir frá því er bresk her-
flugvél fórst með allri áhöfn í Eyr-
arsveit á Snæfellsnesi í nóvember
1941. Leikstjóri og framleiðandi
er Hjálmtýr Heiðdal. Hin mynd-
in sem var frumsýnd er Stúlkurnar
frá Kleppjárnsreykjum í leikstjórn
Ölmu Ómarsdóttur. Hún fjallar um
„ástandið“ á tímun hernámsins á Ís-
landi og segir sögu stúlkna sem áttu
í sambandi við hermenn. Þær voru
leiddar fyrir sérstakan Ungmenna-
dómstól, sem sendi þær til vistar í
sveit eða á sérstöku upptökuheimili
fyrir vandræðastúlkur á Kleppjárns-
reykjum í Borgarfirði.
Loks er það myndin Latínbónd-
inn. Þar er sagt frá Tómasi R. Ein-
arssyni kontrabassaleikara og laga-
höfundi. Hann er löngu landskunn-
ur, ekki síst fyrir latín tónlist sína. Í
kvikmyndinni er sagt frá mannin-
um bak við bassann og lögin og því
hvernig það vildi til að sveitastrákur
úr Dölunum elti tónlistargyðjuna út
í heim og alla leið til Havana á Kúbu
og sneri loks til baka í heimahagana
með heita og litríka latínveislu í far-
angrinum. Leikstjóri myndarinnar
er Jón Karl Helgason.
mþh
Svartihnjúkur – stríðssaga úr Eyrar-
sveit.Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum dvöldu í þessu húsi.
Vegna gerðar heimildamyndarinnar um Tómas R Einarsson var boðið upp á
tónleika í Dalabúð. Það voru menningarfélagið Þaulsetur sf og Bæjarútgerðin ehf
sem skipulögðu viðburðinn.
Heimildamyndir með vestlensk tengsl frumsýndar