Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2015, Síða 25

Skessuhorn - 27.05.2015, Síða 25
25MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Sigin grásleppa - herramannsmatur Á vorin fara margir smábátarn- ir á grásleppuveiðar. Þá er tilval- ið að verða sér úti um grásleppu, hengja hana upp svo úr verði sæl- gætismáltíð þremur vikum síðar. Grásleppan er kæst, bragðmikil og örlítið sæt á bragðið. Fiskurinn er feitur og þeim sem líkar verkað- ur íslenskur matur, þykir hún sæl- gæti. Skessuhorn hafði samband við Gísla Gíslason sjómann og fékk upplýsingar um hvernig best er að verka og elda grásleppuna. Gísli tekur grásleppu á hverju vori, hengir upp úti og eldar svo herra- mannsmat - þegar matvönd eigin- konan er að heiman. Aðferð: Að sögn Gísla er fyrsta skrefið að sníkja sér grásleppu. Þegar fiskur- inn er kominn í hús þarf að skera af honum hausinn, magann og svo er hryggurinn skorinn frá. Því næst er rist eftir endilöngu upp að sporði, þannig að grásleppan klofni í tvennt. Þá er skorið í flökin, tvisv- ar í hvert flak, þannig að myndist tvö skörð í hvort flak fyrir sig. Eft- ir það er hún hengd upp á rör og þar er hún látin hanga í um það bil þrjár vikur. Gott er að rörið sé staðsett undir þakskyggni því ekki má rigna á hana. Ef fólk vill hafa grásleppuna bragðmeiri er betra að hengja hana þannig að sólin nái að skína á hana hluta úr degi en þá þarf að snúa henni þannig að sól- in nái að skína á báðar hliðar. Að sögn Gísla verður grásleppan ekki gul að lit ef mjög kalt er í veðri. Hann segir að það sé þó í lagi, því hún taki litinn þegar hún er soðin. Þegar grásleppan er orðin kæst og tilbúin til eldamennsku er hvert flak skorið í þrjá bita. Sett í pott og soðið í 20 - 25 mínútur. Best er að bera hana fram með kartöflum, rúgbrauði og smjöri. Þeir sem vilja borða hveljuna (roðið) verða að gæta sín að skafa af henni brodd- ana sem gætu verið þrír til fjórir á hverri hvelju. Freisting vikunnar Nafn: Kjartan Sigurjónsson. Fjölskylduhagir/búseta: Bý í Borgarnesi og er giftur Evu Hlín Alfreðsdóttur. Saman eigum við þrjú börn: Jökul Jens 7 ára, Guð- rúnu Birgittu 6 ára og Snæfríði Júlíu 2 ára. Starfsheiti/fyrirtæki:Tappari hjá Elkem á Grundartanga. Áhugamál: Fótbolti, ferðalög og að taka til í bílskurnum (geri það á hverju sumri og finn alltaf eitt- hvað nýtt). Fimmtudagurinn 14. maí. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði kl. 6:20, fór fram og hitaði vatnið til að hella mér upp á kaffi. Kl. 6:45 var ég sóttur af vinnufélaga og saman keyrðum við í vinnuna. Við vor- um komnir í vinnu kl. 7:15 og þá fékk mér annan kaffi til að koma kroppnum í gang. Klukkan 7:30 var byrjað að vinna. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Kjarngóður morgunmatur. Svart kaffi. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Klukkan 6:45, við ókum þrír saman. Fyrstu verk í vinnunni: Feng- ið sér kaffi og spjallað við nætur- vaktina um hvernig vaktin hafi gengið. Hvað varstu að gera klukkan 10? Var að loka holu á ofninum, það gekk mjög vel. Hvað gerðirðu í hádeginu? Borða hádegismat með vinnu- félögunum. Hvað varstu að gera klukk- an 14: Opna holu á ofni til að fá málminn úr honum. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni: Tal- aði við kvöldvaktina um hvernig dagurinn hafi verið. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Sótti stelpurnar mínar á leikskól- ann. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Grilluð ýsa sem ég grill- aði, svo var bankabygg með grænu pestói og fetaosti sem meðlæti. Hvernig var kvöldið? Mjög ró- legt. Hvenær fórstu að sofa? Fór að sofa upp úr átta. Mæting í vinnu aftur kl. 23:30. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Svæfði yngstu dóttir mína eða hún svæfði mig. Hvað stendur uppúr eftir dag- inn? Fínn dagur, allt gekk vel í vinnunni og svo var fiskurinn rosalega góður. Eitthvað að lokum? Þetta er allt í lagi, sumarið verður ein góð helgi í júlí. Dag ur í lífi... Tappara á ofni 3 í Elkem Fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi hefur vaxið hratt síðustu ár. Í fyrstu létu verslanir Rauða krossins ekki mikið yfir sér og enn síður grennd- argámarnir, þangað sem fólk um allt land getur skilað notuðum fötum og vefnaðarvörum. Í dag er fatasöfnun- in einn helsti tekjuliður í starfi Rauða krossins og nam hagnaður af söfn- un, sölu, endurvinnslu og dreifingu af fatasöfnun rúmlega 100 milljón- um króna árið 2014. Það árið söfn- uðust 2000 tonn af fatnaði um allt land sem var skilað í 150 grenndar- gáma sem er að finna í öllum þétt- býliskjörnum. Til samanburðar söfn- uðust 1700 tonn árið 2013 og 1400 tonn árið 2012. Fjáröflun og umhverfisvernd Fatasöfnunarverkefnið er ekki aðeins jákvætt að því leyti að unnt er að selja fatnað áfram til nýrra notenda. Inn- anlands fara um 50 tonn á ári í end- ursölu, 10 tonn fara til hjálparstarfs. Til útlanda eru um 40 tonn send til hjálparstarfs en afgangurinn er seld- ur áfram til miðlunarfyrirtækja eða endurvinnslufyrirtækja, eða um 1900 tonn. Væri það ekki mögulegt án að- komu Eimskipa sem hefur reynst Rauða krossinum ómetanlegur bak- hjarl í fatasöfnunarverkefninu. Því er mikilvægt að muna að tek- ið er við öllum flíkum. Jafnvel nær- fatnaði, eins furðulega og það kann að hljóma. Alla vefnaðarvöru er hægt að endurnýta. Þar með er ekki aðeins verið að styrkja öflugt mannúðarstarf Rauða krossins, bæði innanlands og utan, heldur er einnig hlúð að um- hverfinu og sjálfbærri nýtingu vefn- aðarvöru. Öflug fatadreifing í Hvíta-Rússlandi Um 40 tonn af fatnaði fara árlega til Hvíta-Rússlands. Rauði krossinn á Íslandi hefur átt gott og gjöfult sam- starf við hvítrússneska Rauða kross- inn um árabil. Á vegum Rauða kross- ins á Íslandi er þar rekið athvarf fyr- ir fólk með geðraskanir, unnið gegn mansali og fatnaði er dreift til ber- skjaldaðra fjölskyldna. Upphafið af þessu samstarfi má rekja til ársins 2012 þegar einstaklega kaldur vet- ur herjaði á Hvítrússa. Fjöldi fólks varð úti í miklu kuldaskeiði en eink- um í strjálbýli eru hús í Hvíta-Rúss- landi ekki vel kynt. Fatnaðurinn frá Íslandi hefur reynst efnaminna fólki í Hvíta-Rússlandi ómetanleg aðstoð. Ekki síst meðal nýjustu íbúa landsins, sem eru meðal annars um 100 þús- und flóttamenn frá austurhluta Úk- raínu. Tekið tillit til aðstæðna Rauði krossinn á Íslandi gerir sér fyllilega grein fyrir því að fatadreifing til landa sem býr við takmarkaða iðn- aðarstarfsemi kann að vera tvíeggja sverð. Í slíkum löndum er ekki óal- gengt að sú litla iðnaðarstarfsemi sem er þó fyrir hendi, sé í vefnaði og á saumastofum. Mannúðarsam- tök verða að taka tillit til slíkra að- stæðna svo ekki sé troðið á atvinnu- starfsemi í berskjölduðum samfélög- um. Komi fram beiðni um fataaðstoð er hún ekki veitt nema að sérstaklega ígrunduðu máli. Ein slík beiðni var þó uppfyllt árið 2014 en hún kom frá Síerra Leóne, þar sem geisað hefur ebólufaraldur. Það þýddi að brenna þurfti mikið magn af klæðnaði og vegna faraldursins reyndist ekki unnt að útvega nýjan nema með aðstoð Rauða krossins. Jóhanna Róbertsdóttir Verkefnisstjóri deildaþjónustu RKÍ. Mannúðarstarf og umhverfisvernd í fyrirrúmi: Fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi Pennagrein Barna- og skólakór Snæfellsbæj- ar hélt vortónleika sína í safnað- arheimili Ingjaldshólskirkju, mið- vikudaginn 20. maí síðastliðinn. Vel var mætt á tónleikana bæði af börnum og fullorðnum og þóttu tónleikarnir vel heppnaðir. Tón- leikagestir voru beðnir um að taka undir í tveimur lögum og myndað- ist skemmtileg og góð stemmning. Ánægjulegt er að sjá hvað kórastarf blómstrar í bæjarfélaginu og verð- ur gaman að fylgjast með þessum flottu kórkrökkum í framtíðinni. þa Tvær ungar og efnileg- ar stúlkur úr 8. bekk í Grundaskóla á Akranesi munu standa fyrir tónleik- um til styrktar Krabba- meinsfélaginu í byrjun júní- mánaðar. Er von þeirra að framtakið verði yfirfært til næstu byggðarlaga einnig. Stúlkurnar heita Rakel Rún Eyjólfsdóttir og María Dís Einarsdóttir og munu báð- ar koma fram á tónleikun- um auk fleiri ungra tónlist- armanna af Akranesi. „Við erum báðar búnar að syngja frá því við vorum litlar og höfum oft komið fram, bæði með skólanum og tónlistarskólanum. Svo verða fleiri krakkar úr ung- lingadeildunum í báðum skólunum sem verða með og kannski einhverjir eldri,“ segir Rakel Rún í samtali við blaðamann. Stefnt er að fjölbreyttri og skemmtilegri dag- skrá en krakkarnir fá afnot af sal í Tónbergi undir tónleikana. Samú- el Örn Þorsteinsson tónlistarkenn- ari sér um að hjálpa stúlkunum við að finna fleiri atriði og allir sem fram koma munu gefa vinnu sína. Rakel Rún segir að þær vinkon- urnar hafi óvænt fengið þessa hug- mynd þegar þær voru að spjalla saman. „Mamma mín hefur fengið krabbamein og einhver í fjölskyld- unni hennar Maríu líka. Okkur langar til að leggja okkar af mörk- um og styrkja þetta mál- efni.“ Móðir Rakelar, Arn- dís Halla Jóhannesdótt- ir, hefur gengið í gegnum tvær krabbameinsmeð- ferðir og mun hún segja nokkur orð á tónleikun- um. Einnig ætla stúlkurnar að láta kefli byrja að ganga á tónleikunum, í þeirri von um að hvetja fleiri til þess að styrkja málefnið. „Við ætlum svo að fá ein- hvern til að afhenda kefl- ið til fulltrúa úr Borgar- nesdeild Krabbameins- félagsins. Hugmyndin er að hvetja ungt fólk til að styrkja málefnið eða gera eitthvað svipað, að halda tónleika eða standa fyr- ir söfnun. Vonin er að þetta verði keðjuverkandi og Borgnesingar láti svo keflið ganga áfram,“ segir Rakel Rún að endingu. Tónleikarnir verða haldnir í Tónbergi á Akranesi, fimmtudag- inn 4. júní kl. 20:00. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 14 ára og eldri en 500 krónur fyrir yngri. Allur ágóði rennur til styrktar Krabbameinsfé- lags Akraness. grþ Halda tónleika til styrktar krabbameinsfélaginu Vinkonurnar Rakel Rún og María Dís munu blása til styrktar- tónleika í Tónbergi 4. júní næstkomandi. Góð stemning á vortónleikum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.