Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2015, Page 27

Skessuhorn - 27.05.2015, Page 27
27MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Grímshús, sem stendur rétt ofan við bryggjuna í Brákarey í Borgar- nesi, er smám saman að færast til vegs og virðingar á ný eftir að hafa verið í mikilli niðurníðslu um ára- tuga skeið. Þessa dagana er unnið að því að setja nýja glugga í húsið. Áður hefur þak þess verið endur- byggt. Það var samvinnufélagið Grím- ur sem lét reisa húsið á árum seinni heimsstyrjaldar. Grímshús hýsti aðalstöðvar útgerðar fyrirtækisins sem rak þá skipin Eldborgu og Haf- borgu, bæði skráð í Borgarnesi. Á neðri hæð hússins var aðstaða fyrir vörur og veiðarfæri en skrifstofur á efri hæðinni. Útgerðinni hnignaði eftir stríð og svo fór að Grímshús stóð ónotað, grotnaði niður og varð til lítillar prýði. Um tíma stóð til að jafna húsið við jörðu. Fyrir nokkr- um misserum síðan var hins vegar stofnað sérstakt Grímshúsfélag um húsið. Þó að húsið reyndist miklu verr farið en reiknað var með, þá var sú ákvörðun tekin að bjarga því og færa það til vegs og virðingar á ný. Nú er stefnt að því að Gríms- hús verði eins konar menningar- miðstöð í Brákarey þar sem áhersla verður lögð á útgerðarsögu Borg- arness sem reyndar varð stutt en um margt mjög merk. mþh Grímshús fær nýja glugga Grímshús var orðið mjög illa farið. Eitt af næstu skrefum verða að klæða húsið að utan. Þeir Bjarni Johansen og Sigurgeir Gíslason starfa nú við að setja nýja glugga í Grímshús. Húsið er einn geimur í dag þar sem þakið hefur verið endursmíðað. Búið er að teikna húsið upp að innan með aðstöðu til menningastarfsemi, veitingar og mannfagnaða. „Tónleikarnir gengu vel, það var troðfullur salur í Hörpunni,“ sagði Ragnar Skúlason, stjórnandi Þjóð- lagasveitar Tónlistarskólans á Akra- nesi, þegar blaðamaður Skessuhorns tók hús á honum í vikunni sem leið. Þjóðlagasveitin hélt sem kunnugt er vel heppnaða tónleika í Hörpu fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Ragn- ar kveðst í upphafi ekki hafa verið viss hvernig myndi ganga. „Ég var kannski svolítið kaldur að fara út í þetta en hafði innst inni alltaf trú á sveitinni, hún er orðin vel kynnt og nokkuð vel þekkt innan klassíska geirans og tónlistarskólageirans. Svo kom í ljós að Hvalfjarðargöng- in yrðu lokuð og ég var að láta mig dreyma um svona 200-250 manns. En svo fór miðasalan bara vel af stað, seldust miðar alveg fram að sýningu og þegar upp var staðið mættu ríf- lega 400 manns,“ segir Ragnar. „Þetta var svo skemmtilegt, ég vissi í raun ekki hve margir gestir væru fyrr en við byrjuðum. Ég var að ganga frá mínu á sviðinu um hálf- tíma fyrir sýninguna, bara að passa að allt væri á sínum stað og í röð og reglu. Þá tek ég eftir því að starfsfólk Hörpu var að bera inn stóla. Ég spyr hvað þau séu að gera og hvort það sé nú ekki nóg af stólum í salnum, því þá var búið að stóla upp fyrir 400 manns. Þau sögðu nei, það væru enn að seljast miðar og það þyrfti sæti fyrir fleira fólk,“ bætir hann við. Veit ekki alveg hvar þetta byrjaði Aðspurður um upphaf sveitarinn- ar segist Ragnar eiginlega ekki geta svarað til um það. „Þegar ég lít til baka er þetta dálítið eins og að eign- ast vin. Maður veit einhvern veginn ekki hvar þetta byrjar, hvenær og af hverju. Ég myndi segja að árið 2001 sé fræjunum sáð fyrir það sem síð- ar varð þessi sveit sem starfar í dag. Þá er ég með nokkra lengra komna fiðlunemendur sem ég fæ til að spila skemmtileg og falleg lög. Við förum í ótrúlega ferð til Ólafsvík- ur, í nokkurs konar æfingabúðir og höldum tónleika í lokin. Spiluðum í kirkjunni fyrir fjóra áhorfendur. Einn þeirra var presturinn, einn var skólastjórinn okkar hér í TOSKA, einn gesturinn var frænka einnar í sveitinni og sú síðasta var líklega bara kona prestsins,“ segir Ragnar og hlær við tilhugsunina. „En þarna fæðist Þjóðlagasveitin eiginlega og verður til ákveðið prógramm sem byrjar að mótast. Svo sýnum við fyrsta verkið okk- ar, „Nótt, dagur, nótt“ í Bíóhöllinni þetta sama ár. Við tókum upp sýn- inguna og það var „magic!“ Vörp- uðum landslagsmyndum frá Akra- nesi á ýmsum tímum sólarhrings á hvíta tjaldið bakvið okkur og það var kjaftfull Bíóhöll að hlusta á þessar ungu stelpur. Tónlistin er svo hæg að þegar ég hlusta á upptökurn- ar núna skil ég ekki hvernig nokk- ur maður hélt sér vakandi þarna. En einhvern veginn virkaði þetta og var alveg æðislegt,“ segir Ragn- ar og brosir. „Þá er strax komin þessi heildarmynd sem við höfum haldið síðan. Þetta eru heilsteypt verk með upphaf, miðju og endi og ákveðið ris í hverju og einu.“ Þetta er tóngjörningur Verkið sem leikið var í Hörpu á dög- unum, Raddir sem aldrei hljóðna, er níunda uppsetning Þjóðlagasveitar- innar frá því að starf hennar fór að mótast árið 2001. Efnistökum verks- ins er erfitt að lýsa og best að Ragn- ar fái að gera það sjálfur: „Sveitin er hljómsveit, hún er kór, hún er tal- kór og stundum leikum við líka. Tal- kórinn er orðinn svo vel samhæfð- ur og æfður að ein vinkona mín orð- aði það eins og þetta væri að horfa á kínverska leikfimi,“ segir hann og hlær við. „Þessi verk okkar eru ein- hvern veginn ekki tónlist, ekki leik- verk, ekki söngverk. Við höfum allt- af þemu í huga sem við vinnum út frá og þetta er í raun nýtt fyrirbæri á Íslandi. Það hefur ekki sést áður þessi blanda listforma. Ég heyrði orðið „tóngjörningur“ notað til að lýsa þessu um daginn og mér finnst það gott orð. Þetta er tóngjörning- ur.“ Ragnar segir eitt af því skemmti- lega við undirbúning síðustu sýn- ingar að almenningur hafi lagt til hugmyndir. „Ég kallaði eftir því á facebook, bað fólk að nefna til dæm- is uppáhalds ljóðin sín og hvað þau vildu heyra okkur flytja. Það er eitt af því sem þetta blessaða facebo- ok nýtist svo vel í. Svo var ljóða- formunum blandað við tónlistina. Þetta er kallað „speech formation“ á ensku og er meðal þess sem ég lærði úti í Bretlandi. Það má því segja að það sé ákveðinn draumur að rætast hjá mér að blanda öllu saman eins og hægt er og búa til þennan tón- gjörning.“ En það er með Þjóðlagasveitina eins og svo margt annað að þegar verkefni sem slíku er rutt úr vör vita menn ekki alveg hvert vegferðin ber þá. „Ég ætlaði ekkert að gera þetta. Þegar ég byrjaði hérna var ég ekk- ert búinn að ákveða að hér myndi ég búa til þjóðlagasveit og hún ætti að vera svona og svona,“ segir Ragn- ar. „En ég ætlaði mér alltaf að koma með það sem ég hafði lært hingað, sem og hugmyndina að blanda öllu saman í svona tóngjörning. Útkom- an varð svo þessi sveit eins og hún er í dag,“ segir Ragnar. - segir Ragnar Skúlason, stjórnandi Þjóðlagasveitar Tónlistarskólans á Akranesi Margt sem þau langar að gera í framtíðinni Næsta verk Þjóðlagasveitarinn- ar verður 19. júní á hátíðardagskrá í tilefni 100 ára afmælis kosninga- réttar kvenna. Þá treður sveitin upp í húsnæði tónlistarskólans í hádeg- inu. En það er mikil eftirspurn eftir kröftum sveitarinnar. „Það eru uppi hugmyndir um að reyna að koma okkur inn á Listahátíð í Reykjavík því það sprakk allt í Hörpu um dag- inn. Við erum mjög spennt fyrir því. Það er svo margt sem okkur lang- ar að gera og við reynum að verða við eftirspurninni eins og hægt er. Því miður getum við auðvitað ekki spilað jafn oft og við vildum,“ seg- ir Ragnar. „Mig langar að gefa út nýjan geisladisk á næstunni og það verður ákveðið mjög fljótlega hvort af því verður. Það er svo margt sem okkur langar að gera.“ En það sem liggur fyrir er að við munum endurtaka þessa sýningu,“ bætir hann við. „Við ætlum að halda ótrauð áfram og leyfa fólki að verða þess aðnjótandi að upplifa þessa tóngjörninga okkar, því þeir eru frá- bærir og þetta er besti hópur sem ég hef unnið með á ævinni. Frábærar stelpur og frábærir meðleikarar. Ég er einstaklega heppinn að fá að vera þátttakandi í þessu. „Raddir sem aldrei hljóðna“ er gott nafn, mjög viðeigandi og lýsandi fyrir þenn- an hóp því ég held að þessar raddir muni aldrei hljóðna. Þær munu lifa um ókomna tíð,“ segir Ragnar að lokum. kgk Svipmynd af tónleikunum í Norðurljósasalnum. Ljósm.: Ragnheiður Jósúadóttir Ragnar Skúlason hljómsveitarstjóri. „Þessar raddir munu aldrei hljóðna“

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.