Skessuhorn - 27.05.2015, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Hilmir B ehf
Alhliða pípulagningaþjónusta
hilmirb@simnet.is
facebook.com/hilmirbehf
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
Í síðasta tölublaði
Skessuhorns voru
birtar ljósmynd-
ir sem teknar voru
af grunnskólanem-
um á Akranesi sem
sótt höfðu nám-
skeið í ljósmyndun
hjá Vitanum, félagi
áhugal jósmynd-
ara á Akranesi. Því
miður urðu þau
mistök við um-
brot blaðsins að
myndatextar undir
þremur myndum
víxluðust en þeir
greindu frá nafni
ljósmyndaranna.
Við biðjumst vel-
virðingar á þessum
mistökum og birt-
um hér myndirnar
aftur með réttum
myndatextum.
Það er gríðarlega
gestkvæmt á mínu
heimili. Yfir kaffi-
bolla eru málin rædd
og hinum og þess-
um „fávitum“ blótað í sand og ösku.
Ég, aftur á móti, þyki hundleiðinleg
í þessum umræðum því ég reyni allt-
af að finna það jákvæða í fari þessa
fólks og eyðilegg ósjaldan góða róg-
burði og sakfellingar.
Mér datt því í hug að setja á blað
þá hluti sem fara ógeðslega í taug-
arnar á mér, svona til að sýna að ég
fyrirgef nú ekki allt.
Mér finnst það t.d. óþolandi þeg-
ar fólk segir rasista-brandara, blótar
í návist barna, þegar það talar svaka-
lega hátt í farsímann, hvar sem er,
og innan um fólk sem er að reyna
að ræða saman. Það er skelfilegt að
heyra fólk tala niður til þjónustu-
fólks, svo sem eins og í verslunum
og á veitingastöðum. Mér finnst það
óþolandi þegar foreldrar leyfa börn-
um sínum að hlaupa um verslanir
eða stofnanir. Hafið hemil á þessum
gríslingum ykkar! Svo er það ferlega
pirrandi þegar ég er að leita að ein-
hverju í hillu í matvöruversluninni
og fólk fer fyrir framan mig án þess
að biðjast forláts. Hvað er svona erf-
itt við að biðjast afsökunar á að fara
framhjá mér, ég get alveg fært mig
ef þarf. Nú, þegar ungt fólk sýn-
ir því eldra enga tillitssemi svo sem
með því að standa ekki upp fyrir
því í Strætó. Óþolandi. En það er
fátt sem toppar það að vera í enda-
lausri röð við verslunarkassann, vera
orðin næst-næstur í röðinni þeg-
ar annar kassi er opnaður og fólk-
ið sem er aftast hleypur til og fer á
þann kassa. Djöv.. frekjur. En er það
ekki líka starfsfólkinu að kenna, gæti
það ekki tilkynnt: „Hér er opið fyrir
þann næsta í röðinni.“ Frekar en að
kalla bara „Opið hérna“ (fyrir þann
frekasta). Og síðast en ekki síst, mér
finnst fólk sem hendir rusli út úr bíl-
um sínum algerir fávitar. Hvað held-
ur það að verði um ruslið? Það bara
gufi upp? Fávitar.
Sko, mér finnst sumir vera fávitar.
Kannski er ég bara gjaldgeng í kaffi-
spjallið eftir allt.
Sigrún Hjartardóttir.
Kæru stjórnendur HB Granda!
Þessar línur eru sendar fyr-
ir hönd hóps kvenna á Akranesi,
sem kvíða því mjög að á næstu dög-
um verði tekin óafturkræf ákvörð-
un vegna beiðni ykkar um að reisa
á Akranesi eina allra stærstu, jafnvel
stærstu verksmiðju sinnar tegundar
í heiminum.
Við fögnum því að HB Grandi
hyggst fara í mikilvæga uppbygg-
ingu á hafnarsvæðinu. Það er gleði-
efni, nema að einu undanskildu:
Í pakkanum er ætlunin að reisa
þurrkunaraðstöðu í um 4500 fer-
metra húsnæði fyrir fiskhausa og
jafnvel þurrkun á loðnu og er það
nokkuð sem sannarlega á ekki að
vera nálægt íbúabyggð. Að minnsta
kosti dettur engum lengur í hug að
bjóða Reykvíkingum, Seltirning-
um eða íbúum Mosfellsbæjar upp
á slíkar trakteringar. Þar myndi
þetta, árið 2015, aldrei verða leyft.
Eða hvað haldið þið?
Fjárfesting ykkar vegna upp-
byggingar hausaþurrkunarinnar
er upp á mörg hundruð milljónir
króna. Væri ekki skynsamlegra að
þeim fjármunum yrði varið á þeim
stað sem sátt ríkir um starfsemina,
nóg er landrýmið?
Akurnesingar hafa hörmulega
reynslu af Laugarfiski hf. sem hef-
ur verið hér síðan 2003 en í ykkar
eigu síðastliðin tæp tvö ár. Starfs-
leyfið rennur út í febrúar á næsta
ári og var það von okkar að verk-
smiðjan yrði flutt fjær íbúðabyggð.
Í stað þessa á nú að stækka og auka
framleiðsluna, og þar með meira en
þrefalda hana, úr 170 tonnum í 600
tonn á viku. „Fyrr má nú rota en
dauðrota“.
Næstu íbúðahús eru innan við
tvö hundruð metra frá verksmiðj-
unni. Í skýrslu sem bæjaryfirvöld
fengu VSÓ Ráðgjöf til að vinna
varðandi starfsemina, kemur auð-
vitað í ljós að verksmiðja af þessu
tagi verður aldrei lyktarlaus, þótt
allri núverandi tæknikunnáttu verði
beitt. Skýrsluhöfundar eru greini-
lega ekki tilbúnir að segja í skýrsl-
unni hvað lyktin verður mikil, því
þá þarf að standa við þau orð.
Það sem verra er, að samkvæmt
veðurfarsspám, svokölluðum vind-
rósum sem skilmerkilega eru tíund-
aðir í skýrslunni, sést að þefurinn
mun færa sig á nýjar lendur og er þá
kirkjan okkar, sjúkrahúsið og nýja
torgið, að ógleymdum Jaðarsbökk-
um útsett fyrir lyktinni á góðviðris-
dögum í hægum sunnanáttum.
Þurfum við í alvörunni að sætta
okkur við það að húseignir í ákveðn-
um bæjarhluta séu verðfelldar
áfram, þótt ekki sé rætt um þá and-
legu vansæld sem þessari skítalykt
fylgir? Unga fólkið í dag vill ekki
búa við þessi skilyrði; þetta er al-
gjör tímaskekkja að okkar mati.
Stjórnendur HB Granda! Við
skorum á ykkur að finna aðra stað-
setningu fyrir hausaþurrkun ykkar,
í samráði við bæjaryfirvöld og í sátt
og samlyndi við alla bæjarbúa, þar
sem framleiðslan hvorki skaðar né
angrar íbúa Akraness.
Við trúum því og treystum að
hentugri staður finnist fyrir þurrk-
unina sem getur verið hvar sem er
í hæfilegri fjarlægð frá íbúðabyggð,
ef að er gáð, og við erum tilbúin í
þá vinnu með ykkur. Í okkar hópi
er bráðsnjallt fólk sem er vant að
finna lausnir í erfiðum málum. Ver-
um víðsýn og reynum að læra af
reynslunni.
Með metnaðarfullum óskum um
að fyrirtækið stækki og blómstri á
Akranesi.
Valey Benediktsdóttir, Anna Guð-
rún Ahlbrecht, Guðrún Bragadóttir,
Gerður Jóhannsdóttir, Þura Hreins-
dóttir, Árný Örnólfsdóttir, Ellen Ótt-
arsdóttir, Ingibjörg Finnbogadóttir,
Katla María Ketilsdóttir, Brynhild-
ur Björnsdóttir, Lilja Guðmundsdótt-
ir, Ragna Kristinsdóttir.
Pennagrein
Opið bréf til stjórnar HB Granda
Á Akranesi. Ljósm. Ragna K.
Jákvæðnin eyðileggur góðar gróusögur
Pennagrein
Gísli Laxdal Unnarsson.
Myndatextar víxluðust
Eyrún Ingþórsdóttir.
Gyða Kolbrún Hallgrímsdóttir.
Vélabær ehf.
Bæ í Bæjarsveit
Alhliða viðgerðarþjónusta
á bílum, dráttarvélum
og vélum tengdum
landbúnaði
Smur og hjólbarðaþjónusta
velabaer@vesturland.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3