Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 1
Næstu blöð Skessuhorns:
Miðvikudaginn 22. júlí, hefðbundin útgáfa.
Miðvikudaginn 29. júlí, hefðbundin útgáfa.
Miðvikudaginn 5. ágúst kemur ekkert blað út vegna sumarleyfis starfsfólks.
Miðvikudaginn 12. ágúst, hefðbundin útgáfa.
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 29. tbl. 18. árg. 15. júlí 2015 - kr. 750 í lausasölu
Fluconazol
ratiopharm
Fæst án lyfseðils
Er þér annt
um hjartað?
Eru bólgur og verkir
að hrjá þig?
Arion
hraðþjónusta
– hafðu það eins og þú vilt
Arion appið • Netbanki • Hraðbankar
Restaurant Munaðarnes
Borgarfirði
525 8441 / 898 1779
Njótið veitinga
í fallegu umhverfi
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
OPIÐ
12.00 – 21.00
Jón G Guðbjörnsson bóndi á Lind-
arhvoli í Þverárhlíð er einn af fáum
bændum sem enn binda bagga með
gamla laginu. Sá heyskaparmáti var
hins vegar algengastur fyrir þremur
til fjórum áratugum, áður en rúllu-
væðingin hóf innreið sína. Jón var
á fullu í heyskap þegar ljósmynd-
ari Skessuhorns var á ferðinni fyrir
síðustu helgi. Hann segir að frem-
ur illa hafa litið út með heyskap eft-
ir kalt vor, en svo hafi ræst úr þessu
fyrir miðjan júní þegar hlýna tók.
„Ég bar á túnin 20. maí og eftir það
gerðist ekkert í sprettu í nærri þrjár
vikur. En eftir 10. júní tók að hlýna
og grasið æddi upp,“ segir Jón. „Ég
byrjaði að slá 4. júlí og nú stefnir í
meðaluppskeru í fyrri slætti og tíð-
in hefur verið prýðileg til heyskap-
ar að undanförnu,“ sagði Jón þegar
rætt var við hann á mánudaginn. Þá
var hann búinn að hirða baggana
sem sjást á meðfylgjandi mynd.
Jón hætti kúabúskap 1987 og
hefur selt heyið hestamönnum
í Reykjavík. „Ég hef minn fasta
kúnnahóp sem vilja fá heyið svona.
Aðspurður kveðst Jón halda að
bændur væru almennt að fá þokka-
lega uppskeru úr fyrri slætti, jafnvel
þótt tún hafi víða verið beitt leng-
ur fram á vorið en oft áður. Nú sé
jörð hins vegar orðin þurr og lækir
að þorna upp og þá dragi úr sprett-
unni. „Uppskeran nú er ágæt og
grösin blaðrík. Nú þurfum við dá-
litla vætu, þá taka grösin við sér að
nýju og háarsprettan verður von-
andi eftir því.“ mm/ Ljósm. mþh
Gunnar Bragi Sveinsson utan-
ríkisráðherra og fyrsti þingmað-
ur NV-kjördæmis segir að verk-
smiðja Silicor Materials á Grund-
artanga muni bæta ímynd Ís-
lands þegar kemur að stóriðju.
„Sú ímynd er þó svo sem alls ekk-
ert slæm fyrir,“ segir ráðherrann.
Aðspurður ítrekar hann að stjórn-
völd standi heilshugar á bak við
þetta verkefni. „Það er mjög mik-
ilvægt að það komi skýrt fram.
Ráðherrar og ríkisstjórn stefna
að því að þetta verði að veruleika.
Við teljum að þetta sé jákvæð við-
bót við þá iðnaðaruppbyggingu
sem við horfum á í dag. Þarna
er komin ný tækni sem fellur vel
inn í fyrirætlanir Íslendinga um
að reyna að auka fjölbreytni í at-
vinnulífinu. Við eigum að fagna
því þegar erlendir fjárfestar sýna
Íslandi áhuga þegar atvinnuupp-
bygging er annars vegar. Við vit-
um að fyrirtæki vilja koma til Ís-
lands af fjölmörgum ástæðum.
Nefna má gott og vel menntað
vinnuafl, tiltölulega stöðugt um-
hverfi og græna orku sem er til
staðar. Ísland er mjög vel í stakk
búið til að taka við svona verk-
efni. Nýir orkusamningar við ný
stóriðjufyrirtæki þýða svo hærri
raforkuverð fyrir ríkið í gegnum
Landsvirkjun. Það er jákvætt þó
við verðum líka að gæta þess að
verðleggja okkur ekki útaf mark-
aði. Við eigum ekki að virkja til
að virkja heldur til að skapa verð-
mæti.“ Ráðherra undirstrikar að
nægir virkjanakostir séu til svo að
hægt verði að útvega Silicor raf-
magn.
Rætt er við Gunnar Braga
Sveinsson um ýmis fleiri mál sem
brenna á íbúum á Vesturlandi og
víðar. Sjá bls. 14-15. mþh
Nægir virkjanakostir til að
útvega Silicor rafmagn
Gunnar Bragi Sveinsson.
Bændur víða að
ljúka fyrri slætti