Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 20156 Ráðið í embætti skólameistara FSN GRUNDARFJ: Þrjár um- sóknir bárust um embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem auglýst var í vor. Mennta- og menningar- málaráðherra hefur að feng- inni umsögn skólanefndar skipað Hrafnhildi Hallvarðs- dóttur í embættið til fimm ára. Tekur hún við starfinu 1. ágúst næstkomandi. Rætt er við Hrafnhildi hér aftar í blaðinu. -mm Fóru í sameiginlegt fiskveiðieftirlit Landhelgisgæslan og Fiski- stofa hafa nú í sumar unnið að sameiginlegu fiskveiðieft- irliti. Að þessu sinni fór það að fram dagana 18. júní til 1. júlí. Farið var með varðskip- inu Þór. Eftirlitsmenn Fiski- stofu fóru um borð í báta til að kanna afla, aflasamsetn- ingu, veiðarfæri, afladagbæk- ur og annað sem heyrir til reglum samkvæmt. Alls var farið um borð í 38 báta, þar af 31 strandveiðibát, 2 línubáta, 2 grásleppubáta, dragnótar- bát, humarbát og rækjubát. Gerðar voru 5 brotaskýrslur og voru þær allar vegna afla- dagbókarbrota. Í þremur til- vikum var afladagbók ekki um borð og í tveimur til- vikum vantaði að skrá róð- ur/róðra í afladagbók. Einn- ig fóru fram lengdarmæling- ar í átta bátum. Mældir fiskar og rækjur voru 1.738. Afleið- ingar þess urðu tvær skyndi- lokanir til að friða smáfisk. Á heimasíðu Fiskistofu kemur fram að þessu sameiginlega fiskveiðieftirliti sé ekki lokið þetta árið þannig að enn geta menn átt von á heimsóknum úti á sjó. -mþh Strandveiðum hætt á svæði A SNÆF: Talið er að strand- veiðikvóta á svokölluðu svæði A verði náð þegar bátar þar koma að landi á fimmtu- dagskvöld í þessari viku, þ.e á morgun. Þar með verða strandveiðar á svæði A stöðv- aðar frá þessum degi sem er 16. júlí. Þær verða þannig bannaðar þar til 31. júlí. Svæði A nær frá Eyja- og Miklaholts- hreppur til Súðavíkurhrepps á Vestfjörðum. Veiðislóðir við Snæfellsnes og í Breiðafirði heyra því undir þetta svæði. -mþh Þorskafjarðar- heiði opin REYKHÓLASV: Vegurinn um Þorskafjarðarheiði var opnaður fyrir síðustu helgi. Á síðasta ári var þessi fjallveg- ur opnaður í maílok. Opnun- in núna er mjög síðbúin og má þar kenna um köldu vori með hægum leysingum. Leiðin um Þorskafjarðarheiði er um 14 kílómetrum styttri en um Þröskulda en dragbíturinn er sá að um heiðina þarf fólk að fara eftir malarvegi. Kostur- inn við Þröskulda er að þar er bundið slitlag. -mþh Stungu af frá Kvíabryggju GRUNDARFJ: Tveir menn um tvítugt struku af betrun- arhúsinu á Kvíabryggju við Grundarfjörð á mánudags- kvöldið. Þeir voru hvorug- ur taldir hættulegir og þótti fangelsismálastjóra líklegast að þeir hafi farið að skemmta sér. Málið var engu að síð- ur litið alvarlegum augum af yfirvaldinu og mennirnir því eftirlýstir án þess þó að birtar væru af þeim myndir eða nöfn þeirra tilgreind. Afar sjaldgæft er að vistmenn á Kvíabryggju láti sig hverfa með þessum hætti. Fangarnir fundust síðan við Þingvallavatn um hádegið daginn eftir. Voru þeir hand- teknir af lögreglunni á Suður- landi. –mþh Fimmtán um stöðu markaðs- fulltrúa GRUNDARFJ: Sextán sóttu um starf menningar- og mark- aðsfulltrúa Grundarfjarðar, en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Eftirtaldir sóttu um starfið: Anna Margrét Sigurðardóttir, Baldur Hrafn Björnsson, Bárður Steinn Ró- bertsson, Björn Hólmsteins- son, Davíð Freyr Þórunnar- son, Einar Örn Stefánsson, Gísli Jón Kristjánsson, Gunn- ar Jökull Karlsson, Herborg Svana Hjelm, Jórunn Magn- úsdóttir, Olga Sædís Aðal- steinsdóttir, Sigríður Hjálm- arsdóttir, Sólberg Ásgeirsson, Tinna Eiríksdóttir og Þór- ey Anna Matthíasdóttir. Frá þessu var greint á vef Grund- arfjarðarbæjar. –mm Fulltrúar hópsins Hard to Port sem hefur stundað andóf gegn hvalveið- um frá því veiðar hófust í lok júní virðast nú hættir andófi og farnir burt af Íslandi til síns heima. Það var fólk úr þessum hópi sem réri á kajak að fyrstu langreyðunum þeg- ar þær voru dregnar að landi í Hval- firði um leið og kveikt var á neyð- arblysum í sjónum sem gáfu frá sér áberandi reyk. Hópurinn hef- ur síðan birt myndir á Facebook- síðu sinni sem meðal annars voru teknar úr lofti með dróna og kall- að eftir því að fólk styrkti starf hans með því að gefa fé til baráttunnar. Eitthvað virðist það hafa farið ofan garð og neðan því nú hefur hópur- inn tilkynnt að hann sé farinn heim til Þýskalands vegna fjárskorts. Þau lofa þó að koma aftur að ári end- urnýjuð í styrk og öflugri en fyrr. Þjóðverjinn Arne Feuerhahn virð- ist forsprakki og talsmaður hóps- ins. Arne vakti fyrst athygli þegar hann klifraði upp í tunnu Hvals 8 í Reykjavíkurhöfn og viðhafði þar mótmæli gegn hvalveiðum. mþh Gerðuberg er glæsilegur stuðla- bergshamar í Hnappadal á inn- anverðu Snæfellsnesi að sunnan- verðu. Þangað kemur talsverð- ur fjöldi ferðamanna enda stað- urinn fallegur og gaman að ganga þar um. Nýverið tóku heimamenn eftir að talsvert hrun hefur orðið í stuðlaberginu. Vaknaði grunur um að spyrnt hefði verið við þrem- ur súlum þannig að þær hafi fall- ið. Aðrar skýringar á hruni nú eru ekki taldar líklegar. mm/ Ljósm. iss. Kveikt var á blysum þegar fyrstu hvalirnir komu að landi. Ljósm. Guðni Hannesson. Hvalveiðimótmælendur hættir og farnir heim Á sárinu í berginu má sjá hvar stuðlar hafa hrunið niður. Stöplar hafa hrunið úr Gerðubergi Gerðuberg er í innanverðum Hnappadal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.