Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 23 Vorið var kalt þannig að viðskiptin hjá mér hófust ekki fyrr en 12. júní. Síðan þá má segja að það hafi verið stöðugur straumur fólks hingað og fín viðskipti,“ segir Sædís Guðlaugs- dóttir í gróðrarstöðinni Gleym mér ei í Borgarnesi. Gróðrarstöðin er vel í sveit sett, í þjóðbraut við vegamót- in vestur á Snæfellsnes og norður í land við Sólbakka í Borgarnesi. Sæ- dís ræktar og selur selur mikið úrval fjölærra plantna ásamt úrvali af sum- arblómum, kál- og kryddjurtum og trjáplöntum. Hún segir að viðskipta- vinir komi víða af landinu og sumir yfir langan veg. Meðal annars seg- ir hún að fólk hafi gert sér sérstaka ferð austan af Norðfirði og hópur kom nýlega frá Ólafsfirði svo dæmi séu tekin. „Heimafólkið er líka duglegt að kaupa plöntur í sinni heimabyggð og raunar Vestlendingar allir. Við höf- um mjög breitt vöruúrval og fólk veit að hverju það getur gengið,“ segir Sædís. Nú eru tímamót framundan í gróðrarstöðinni því 1. júlí á næsta ári verða 30 ár liðin frá því ræktun og sala hófst hjá Sædísi í Gleym mér ei, fyrst í smáum stíl, en veltan hef- ur aukist öll 29 árin sem stöðin hef- ur verið starfrækt. Áður hafði Sædís menntað sig í garðyrkjunni og unnið á gróðrarstöðvum m.a. í Reykholts- dal og Reykjavík. Fjölskylda Sædísar heldur til á svæðinu og hefur komið sér notalega fyrir í hlýlegu húsi á lóð stöðvarinnar. Þá leggur móðir Sæ- dísar, Guðbjörg Svavarsdóttir, einnig gjörva hönd á plóg og er vakandi og sofandi yfir garðyrkjunni ásamt Sæ- dísi og fjölskyldu hennar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á góðviðrisdegi í liðinni viku í Gleym mér ei. Þær tala sínu máli. mm Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar hefur haft í ýmsu að snúast síð- ustu mánuði. Fyrir utan það afrek að fjárfesta í tímatökutækjum hef- ur félagið haldið vígslumót tækj- anna, staðið fyrir frjálsíþróttaskóla þar sem mættir voru um 30 þátt- takendur víða af Vesturlandi og sent iðkendur á stórmót bæði hér- lendis og erlendis. Hér að neðan verður gert grein fyrir því helsta frá stærstu mótum sumarsins. Helgina 27. - 28. júní var Meist- aramót Íslands í flokki 11-14 ára haldið á Selfossi. Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar (FB) sendi fjóra þátt- takendur til keppni og stóðu þeir sig mjög vel og bættu allir fyrri ár- angur sinn í einhverri grein. Þetta voru þau Telma Sól, sem keppti til úrslita í 60m hlaupi, Guðrún Karítas, sem hafnaði í fjórða sæti í kúluvarpi, Daníel Fannar sem hafnaði í fjórða sæti í spjótkasti og Sigursteinn, sem hafnaði í fjórða sæti í kúluvarpi og hlaut brons- verðlaun í spjótkasti. Bronsverð- launakast hans var 41,01m og er það nýtt Borgarfjarðarmet í flokki 14 ára stráka. Keppt á Gautaborgar- leikunum Fimmtudaginn 2. júlí síðastliðinn hélt svo tíu manna hópur í keppn- isferð til Svíþjóðar. Sex keppendur frá FB, tveir frá UDN auk tveggja fararstjóra. Hópurinn hélt til Gautaborgar og keppti á Gauta- borgarleikunum. Hópfélagar vilja koma á framfæri þökkum til allra sem styrktu þá til fararinnar. Keppendur voru Sigursteinn Ás- geirsson, Arnar Smári Bjarnason, Grímur Bjarndal Einarsson, Elv- ar Örn Einarsson, Vignir Smári Valbergsson, Steinþór Logi Arn- arsson, Ingibjörg Brynjólfsdótt- ir og Hafrún Birta Hafliðadóttir. Öll kepptu þau í nokkrum grein- um og bættu sinn besta árangur í að minnsta kosti einni keppnis- grein og sumir í öllum. Grímur Bjarndal (FB) bætti sig í 100m hlaupi þegar hann hljóp á 12,57 en hann átti áður 12,68 sek. Hann stökk einnig 12,19m í þrí- stökki sem skilaði honum í úrslit og síðan í 5. sæti. Að lokum hljóp hann 110m grindahlaup á 17,34 sek sem er nýtt Borgarfjarðarmet í flokki 16 ára stráka. Það verður að teljast magnaður árangur þar sem hann þurfti að hlaupa beint úr þrístökkskeppninni yfir í grinda- hlaupið og hljóp þetta því algjör- lega óhvíldur. Ingibjörg Brynjólfsdóttir (FB) bætti sinn besta árangur í 100m hlaupi þegar hún hljóp á 12,40 sem er bæting um 5 sekúndubrot. Steinþór Logi Arnarsson (UDN) bætti tíma sinn í 100m hlaupi úr 12,62 í 12,46 sek. Hann stökk 10,66m í þrístökki en átti áður 10,35m. Að lokum bætti hann sig í 200m hlaupi þegar hann hljóp á 26,15 en fyrri árangur var 26,54m. Hafrún Birta Hafliðadóttir (FB) bætti tíma sinn í 100m hlaupi úr 15,90 í 15,70sek. Arnar Smári Bjarnason (FB) byrjaði mótið á því að bæta sig um 2cm í langstökki þegar hann stökk 5,57m. Einnig varpaði hann kúl- unni 10m sem var bæting um 5cm. Spjótinu kastaði hann 38,50m en hann átti áður 37,48m best. 80m grindahlaup hljóp hann á 12,42sek sem var bæting úr 12,80sek og nýtt Borgarfjarðarmet í flokki 15 ára pilta. Að lokum komst hann í úrslit í 80m hlaupi og hljóp á 9,73sek sem er nýtt Borgarfjarðar- met í flokki 15 ára pilta en gam- an er að geta þess að þetta er jafn- framt besti tími sem náðst hef- ur í 80m hlaupi í þessum aldurs- hópi á landsvísu. Aftur á móti eru met ekki skráð í þessari grein hér á landi og því getur árangur hans ekki kallast Íslandsmet. Vignir Smári Valbergsson (UDN) bætti sig í þrístökki, með stökki upp á 10,24m en hann átti áður 9,79m best, kúluvarpi með kasti upp á 9,10m en fyrri árang- ur var 8,95m. Að lokum kastaði hann spjótinu 41,74m sem er stór bæting en hann átti áður 36,23m. Mun þetta kast vera nýtt félagsmet UDN í flokki 15. ára pilta. Sigursteinn Ásgeirsson (FB) bætti sig í kúluvarpi þegar hann varpaði kúlunni 9,92m og bætti sig um 2cm. Elvar Örn Einarsson (FB) stökk 4,14m í langstökki en hann átti áður 3,87m. Hann hljóp 80m hlaup á 12,00 sem var stór bæt- ing en hann átti áður 17,70sek. Að lokum kastaði hann spjóti 33,57m sem er mikil bæting en hann átti áður 27,15m. Það má með sanni segja að mik- il gróska sé í frjálsíþróttum í hér- aðinu um þessar mundir. Ungir og efnilegir iðkendur taka stöðugum framförum. Næst á dagskrá er SamVest mót í frjálsum íþróttum á Skallagríms- velli í Borgarnesi sunnudaginn 19. júlí næstkomandi. Mótið hefst kl. 11 og FB hvetur sem flesta til að koma og taka þátt eða fylgjast með. uj Arnar Smári keppir til úrslita í 80m hlaupi í Gautaborg. Það helsta úr starfi Frjálsíþróttafélags Borgarfjarðar Frjálsíþróttahópurinn sem keppti á Gautaborgarleikunum í byrjun júlí. Stöðugur straumur í Gleym mér ei

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.