Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 201520 Það verður söguleg stund í dag, miðvikudaginn 15. júlí, þegar Hót- el Húsafell opnar dyr sínar fyr- ir fyrstu gestunum sem þar munu njóta dvalar. Þar með hefst það sem hiklaust má kalla nýjan kafla í ferða- þjónustu á þessum vinsæla og fagra dvalarstað efst í byggðum Borgar- fjarðar. „Það var haldið eins kon- ar reisugildi á sunnudagkvöld fyr- ir fólkið sem hefur unnið að bygg- ingu og frágangi hótelsins. Undan- farið hefur verið unnið myrkranna á milli við að ganga frá því sem eftir stóð í frábærri samvinnu allra sem þar áttu hlut að máli,“ segir Unn- ar Bergþórsson hótelstjóri. Seinna í júlímánuði er svo ætlunin að halda eins konar opið hús í hótelinu þar sem almenningi gefst kostur á að koma í heimsókn og skoða það. „Þetta verður líklega föstudaginn 24. júlí eða þar um bil. Við erum ekki alveg búin að ákveða dagsetn- inguna enn. Fyrst þurfum við að sjá betur hvernig bókunarstaðan verð- ur svo við séum fullviss um að geta annað því að halda slíkan dag,“ seg- ir Unnar. Myndir klappaðar í hraun Aðspurður upplýsir Unnar að fyrstu gestir hótelsins verði hópur er- lendra ferðamanna sem kominn er til að skoða Ísland. Gestunum mun mæta hlýlegt og afar glæsilegt hót- el með vel útbúnum herbergjum og veitingasal í fagurri náttúru Húsa- fells. Við byggingu Hótels Húsa- fells hefur verið gætt vel að því að húsið falli inn í umhverfið. Á sama tíma er að finna í húsinu ákveðnar skírskotanir í náttúru og sagnahefð uppsveita Borgarfjarðar og Vestur- lands. Páll Guðmundsson listamað- ur sem sjálfur býr í Húsafelli hefur lagt sín einstæðu verk af mörkum til að af slíku mætti verða. „Í vet- ur bjó ég til hraunmyndir af þrem- ur körlum og þrem konum, alls sex myndir. Þetta eru andlitsmynd- ir sem eru klappaðar í hraunhell- ur. Hraunmyndunum er komið fyr- ir uppi á vegg í afgreiðslurými hót- elsins,“ sagði Páll þegar hann sýndi blaðamanni Skessuhorns verk sín í síðustu viku. Hraunmyndirnar hef- ur Páll gert með það í huga að þær yrðu settar upp í hinu nýja hóteli. „Ég ákvað þannig að búa til verk sem ég hef aldrei gert áður með sama hætti. Þetta eru fjórar mynd- ir af persónum úr Hellismannasögu og síðan myndir af Fjalla-Eyvindi og Höllu Jónsdóttur konu hans,“ útskýrði Páll. Vísar í Hellismannasögu Skírskotun Páls í Hellismanna- sögu hefur bein tengsl við ná- grenni Húsafells. Hellismanna- saga er gömul þjóðsögn sem grein- ir frá útilegumönnum sem höfð- ust við í Surtshelli. Þetta voru 18 skólapiltar frá Hólum sem lágu þar og stunduðu sauðaþjófnað. Einnig rændu þeir til sín tveimur vinnu- konum úr Kalmanstungu. Bónda- sonur þaðan gekk í lið með þeim en sveik þá síðan með þeim afleið- ingum að borgfirskir bændur unnu á útilegumönnunum. Vilmundur, sem ein myndin er, af náðist við Vilmundarstein fyrir utan Húsa- fell. Valnastakkur var talinn mestur kappi hellismanna. Frá vígi hans í Vopnalág er komin hin fleyga setn- ing „Varaðu þig, Valnastakkur, fall- inn er hann Fjögramaki!“ Nú hef- ur Valnastakkur hlotið sitt pláss í Hóteli Húsafelli. Vinnukonurnar tvær úr Kalmanstungu sem Hellis- menn rændu og gerðu að eins kon- ar ambáttum eru þarna einnig. Síð- an eru það þau Fjalla-Eyvindur og Halla sem koma hvergi við sögu í Hellismannasögu en þau lágu úti á hálendi Íslands, í því landslagi sem blasir við austan Húsafells. Afþrykk inni á herbergjum Þessar sex hraunmyndir eru sem fyrr segir í afgreiðslu Hótels Húsa- fells. „Þetta eru allt hraunstein- ar úr Geitlandinu. Þetta er steinn sem Kristleifur Þorsteinsson fann sjálfur. Hann hefur legið hjá Þórði Kristleifssyni í öll þessi ár þar til ég tók hann og gerði þessa mynd í hann,“ sagði Páll og benti á eina hraunmyndina. „Svo fann ég hina steinana sjálfur.“ Páll hefur svo bætt um betur og búið til afþrykk af þessum myndum sem prýða munu öll herbergi hót- elsins. „Það fara afþrykk af hraun- myndunum inn á öll herbergin. Tvö þrykk í hvert herbergi, eitt af karli og eitt af konu. Það verða 36 herbergi á hótelinu þannig að alls eru þetta 72 myndir. Stundum eru þrykkin aðeins þurr og stundum aðeins blaut. Síðan eru bara notuð viðarkol og eggjahvítan úr hænun- um hans Þórðar Kristleifssonar hér á Húsafelli. Þetta gerir það að verk- um að engin mynd er eins,“ sagði Páll og blaðaði í þykkum bunka myndanna sem áttu hvað úr hverju að fara í innrömmun í Borgarnesi. Hleðslur eftir Unnstein Þessar myndir eru þó ekki einu verk Páls í Hótel Húsafelli. Í eins konar útiskoti við neðri hæð hót- elsins hefur tveimur höggmyndum í steina verið komið fyrir í hagan- legri hraungrýtishleðslu sem Unn- steinn Elíasson frá Ferjubakka hef- ur gert af miklu listfengi. „Önn- ur myndin er af Eiríki úr Hellis- mannasögu sem hljóp undir Eiríks- jökul sem síðan er við hann kennd- ur, og komst undan einn Hellis- manna. Hin er svo af Gretti sterka Ásmundarsyni,“ sagði Páll. Hann upplýsti að steinninn með Eiríki væri úr Selgili í nágrenni Húsafells en Grettir væri fenginn úr Bæjar- gilinu þar. „Þeir eru báðir úr lípar- íti og falla mjög vel inn í hleðsluna hér. Þetta er ákaflega fallega hlað- ið hjá Unnsteini,“ sagði listamað- urinn og renndi sjónum sínum yfir vegginn. Ofan við þennan vegg, við inn- gang hótelsins, er svo stór stein- mynd eftir Pál sem sýnir mynd konu. „Það er spurning hvort þetta geti verið Helga fagra eða fjall- kona? Þessi steinn er ofan af Kalda- dal,“ sagði listamaðurinn Páll Guð- mundsson. Nýtti hraungrýtið úr grunninum Unnsteinn Elíasson hleðslumeist- ari hefur hlaðið nokkra veggi við hótelið sem allir eru ákaflega hag- anlega gerðir. Auk þessa hefur hann búið til stóra hraungrýtishleðslu við aðkeyrsluna að hótelinu sem stór- ir málmstafir með nafni þess hafa síðan verið festir á. „Hraungrýt- ið sem ég nota í þessa veggi er hér úr grunni hótelsins. Þegar rýmt var fyrir grunninum var það fleygað út og keyrt í haug. Ég valdi svo bestu hleðslusteinana úr honum,“ sagði Unnsteinn. Öll þessi vinna var unnin í vetur. „Þetta tók sinn tíma og var miser- fitt. Það var nokkur vinna að koma upp veggnum með myndunum af Eiríki og Gretti. Þeir voru óskap- lega þungir og það þurfti að stilla alla hleðsluna af fyrir þá. En þeg- ar karlarnir voru komnir á sinn stað varð leikurinn auðveldari. Þá var bara að hlaða utan um þá,“ sagði hleðslumeistarinn. mþh Hótel Húsafell tekur á móti sínum fyrstu gestum í dag Hótel Húsafell. Það gekk mikið á í síðustu viku við frágang Hótels Húsafells, bæði utandyra sem innan. En allt hafðist þetta að lokum. Hér er hópur frá Garðaþjónustunni Sigur- garðar. Páll Guðmundsson í prófíl við tvær af hraunmyndum sínum sem eru í afgreiðslu hótelsins. Hér eru það þau Fjalla-Eyvindur og Halla kona hans. Páll sýnir hér eitt af afþrykkjum sínum af hraunmyndunum. Tvær svona myndir eru í hverju herbergi, ein af karli og ein af konu. Unnsteinn Elíasson hleðslumeistari og Páll Guðmundsson við vegginn sem geymir líparítmyndirnar af Gretti sterka og Eiríki. Grettir er við hlið Unnsteins og Eiríkur við hlið Páls. Börn Kristleifs og Sigrúnar á Húsafelli ásamt gömlu húsmóðurinni sem skoðaði mannvirkin um liðna helgi. F.v. Þorsteinn, Þórður, Ingibjörg, Jón og Bergþór. Sigrún situr í hjólastól framan við þau. Páll við konuhöggmynd sína sem stendur við inngang hótelsins, klöppuð í stein ofan af Kaldadal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.