Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Þeir ruddu brautina og gera enn Fyrir ríflega tveimur áratugum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá sum- arvinnu í Húsafelli. Náði þannig bærilegum launum milli þessara þriggja vetra sem stundað var háskólanám á Bifröst. Það var og er jú nám sem kost- ar sitt og ekki voru námslán þeirra tíma rífleg til okkar geldinganna sem þar voru án þess að hafa börn á framfæri. Kosturinn var hins vegar sá að námslánin var fljótlegt að greiða upp. Því var gott að fá slíka sumarvinnu. Þarna í Húsafelli fékk ég smjörþef af ferðaþjónustu hjá þeim manni sem ruddi hvað fyrstur brautina hér á landi í þjónustu við ferðafólk og fékk að minnsta kosti mig til að trúa á framtíð þessarar nýju atvinnugreinar. Krist- leifur á Húsafelli var brautryðjandi. Hann var frumkvöðull af því kalíberi að maður gat ekki annað en hrifist með þegar hann var að lýsa hugmynd- um sínum um eitt og annað. Ég hef reyndar sagt að Kristleifur hafi verið á að giska þremur til fimm áratugum á undan sinni samtíð. Slíkir menn eru nauðsynlegir allri framþróun. Án þeirra yrðu ekki framfarir, svo einfalt er það. Þannig spái ég því að sá dagur muni renna upp að hugmynd hans um þriggja jökla þjóðgarð verði að veruleika í uppsveitunum. Saga Jarðvangur er vísir að því. Allir þekkja að ísgöngin eru nú orðin að veruleika, en sum- arið fyrir tuttugu árum gróf Kristleifur einmitt út íshelli og sýndi að slíkt væri hægt, andstætt trú flestra. Hann hafði hugmyndir um vatnsútflutning, virkjaði ána og bjó til straum og gerði sitthvað fleira sem of langt mál yrði að telja upp. Fyrir tveimur áratugum lýsti Kristleifur fyrir mér hugmynd að hóteli sem hann langaði til að yrði byggt í Húsafelli. Nú í dag er hugmynd hans orðin að veruleika með samtakamætti afkomenda hans og frænda í Húsa- felli og með góðri þátttöku borgfirskra iðnaðarmanna. Í dag verður einmitt tekið á móti fyrstu gestunum í einu glæsilegasta hóteli landsins. Þetta hótel er alls ekki svo ólíkt því sem gamli maðurinn rissaði á bakhlið nótu í bens- ínskúrnum í Húsafelli þarna um árið þegar hann sannfærði mig um að slík framkvæmd væri skynsamleg. Það sem ég ber nú mesta virðingu fyrir í Húsafelli er hvernig stórfjöl- skylda Kristleifs og Sigrúnar á Húsafelli heldur uppi merkjum ferðaþjón- ustunnar. Ef til vill er þetta sönnun þess að ef fólk trúir á mátt markaðs- setningar, fegurð landsins, mannauð og að þjónusta þurfi að vera góð, þá er allt hægt. Nú þegar hótelið er opnað gestum lítur strax vel út með nýtingu þess. Ég er sannfærður um að orðsporið mun tryggja það sem uppá vant- ar. Hátt í hundrað listaverk eftir Pál Guðmundsson skreyta salarkynni og aðkomu að hótelinu. Með Páli að vegghleðslum utandyra kom annar snill- ingur; Unnsteinn Elíasson hleðslumeistari frá Ferjubakka. Um bygginguna sá Eiríkur J Ingólfsson byggingameistari í Borgarnesi sem lagði rækt við að fá til liðs við sig verktaka úr heimahéraði. Handverk og hönnun, frágang- ur og allt sem augað sér ber þessu fólki öllu fagurt vitni. En það var ekki þrautalaust að byggja hótel í uppsveitum Borgarfjarðar á síðustu tólf mán- uðum. Segja má að einungis síðasta mánuð hafi veðráttan verið skapleg. Inni í veggjum og í steyptu gólfi eru mörg hundruð metrar af plaströrum sem varð að leggja til að hægt væri að halda steypunni óskemmdri meðan hún harðnaði. Bylurinn var svo svartur þegar stærsta gólfplatan var steypt að ekki sást á milli enda í byggingunni. Allt varð að takast til að ákveðin tímasetning gengi upp. Og hún gekk upp. Ferðaþjónusta á Íslandi er ennþá að slíta barnsskónum. Það eru innan við fimmtíu ár síðan Húsfellingar brugðu stóru fjárbúi til að hefja þjónustu við ferðafólk. Þá ruddu þeir brautina – og gera enn. Mikið vildi ég að metnað- ur allra sem stunda ferðaþjónustu væri í líkingu við það sem ég hef orðið áskynja hjá frændgarði Kristleifs Þorsteinssonar. Magnús Magnússon. Uppsjávarveiðiskipið Ingunn AK 150 sem var í eigu Haraldar Böðv- arssonar hf. á Akranesi og síðar HB Granda hefur nú verið afhent nýj- um eigendum sem eru Vinnslu- stöðin hf. í Vestmannaeyjum. Þessa dagana liggur skipið í Reykjavík þar sem það er málað og yfirfar- ið. Skrokkur Ingunnar hefur feng- ið nýjan lit og er nú orðinn grænn með gulri rönd. Búið er að mála nýtt nafn á skipið. Það heitir nú Ís- leifur VE 63. Skip með því nafni hafa verið gerð út frá Vestmanna- eyjum um áratugaskeið. mþh Lundey NS, uppsjávarveiðiskip HB Granda sem lagt var við festar í Akraneshöfn snemma í vor, held- ur aftur til veiða í þessari viku, þeg- ar skipinu verður stefnt á makríl- miðin. Útgerð Lundeyjar var hætt þegar Venus NS bættist ný í flota HB Granda í maímánuði. Það var reyndar með þeim fyrirvara að hugsanlega yrði Lundey notuð sem eins konar varaskip eða viðbót þeg- ar mikið lægi við í veiðum sem á markíl og jafnvel loðnu. Stoppið frá í vor hefur meðal annars verið not- að til að sinna viðhaldi á Lundey. Málarar hafa verið þar að störfum og aðalvél skipsins var tekin upp. Þegar verið var að gangsetja vél- ina að nýju eftir upptekt kom upp bilun. „Einn stimpillinn reif sig í slífinni. Hann festist og boltarn- ir sem halda honum við sveifaráss leguna slitnuðuð. Slífin brotnaði en sveifarásinn slapp og blokkin einn- ig,“ sagði Karl Sigurjónsson skipa- eftirlitsmaður hjá HB Granda við Skessuhorn á mánudag. Þannig reyndist bilunin mun minni en ótt- ast var í fyrstu. Unnið var kappsam- lega að viðgerðum. „Við fáum vara- hluti erlendis frá og stefnum að því að skipið haldi til veiða í vikunni,“ sagði Karl. Nú þegar eru önnur uppsjávarskip HB Granda, þau Faxi og Venus, bæði á makrílveiðum. mþh Nýverið var unnið við lagfæringar á lóðum við iðnaðarhverfið Sólbakka í Borgarnesi. Meðal annars var þökulagt við bílastæði húss Orkuveitu Reykjavíkur. Allt slíkt er til bóta eins og sjá má. bhs Orsök ærdauðans í vetur og vor er enn óljós samkvæmt fyrstu áfanga- skýrslu Matvælastofnunnar sem kynnt var í liðinni viku. „Rann- sókn á útbreiddum og óvenjumikl- um fjárdauða í vetur og vor hef- ur enn ekki leitt í ljós hver ástæð- an er. Fyrsta áfangaskýrsla Mat- vælastofnunnar um rannsóknina er kominn á vef stofnunarinnar. Þar eru greind svör við spurningakönn- un sem gerð var meðal sauðfjár- bænda í gegnum Bændatorg Bún- aðarstofu. Eftir að farið hafði verið í gegnum hana, svör grisjuð og tvö- föld svör tekin út, sátu eftir svör frá 311 bændum. Þessir bændur misstu samtals 4.095 kindur í vetur og vor sem er um 4,1% af bústofni þess- ara bænda. Þetta er um helmingi meira en þeir misstu á heilu ári þar á undan. Þetta stemmir í grófum dráttum við fyrri bráðabirgða- birgðatölur sem gerðar hafa verið opinberar,“ segir í tilkynningu frá Landssambandi sauðfjárbænda. Slæm hey Jón Viðar Jónmundsson ráðu- nautur hjá Bændasamtökunum ritar athyglisverða grein í síð- asta Bændablað, með heitinu „Að liðnu löngu vori.“ Þar rekur hann það sem hann telur ástæðuna fyr- ir óvenjulega miklum afföllum á sauðfjárbúum í vetur og vor. Fyrst og fremst segir hann að gras hafi verið úr sér sprottið og seint sleg- ið vegna veðráttunnar síðasta sum- ar. Gefum Jóni Viðari orðið: „Síð- asta sumar var, sérstaklega um vest- urhluta landsins, óvenjulega úr- takasamt til fóðuröflunar. Fóður fyrir sauðfé var því óvenjuslakt allt- of víða á þessu svæði og á einstaka búi um allt land sem því miður á sér of oft stað. Jafnvel virðist í einstaka tilvikum því miður að fremur hefði átt að tala um heyfenginn sem út- vatnaðan hálm en gróffóður fyr- ir sauðfé. Of margir bændur stóðu því frammi fyrir aðstæðum á síðasta hausti sem þeir góðu heilli höfðu ekki þurft að takast á við í marga áratugi.“ Í grein sinni bendir Jón Við- ar meðal annars á að dregið hafi úr vigtun á ám að vetri og erfiðara sé að stjórna t.d. kjarnfóðurgjöf í stórum hópum þar sem notaðar eru gjafagrindur. Bændur hafi þann- ig ekki áttað sig á hvert stefndi fyrr en of seint. Jón Viðar átelur yfirlýs- ingagleði úr stétt dýralækna þegar rætt hafi verið um mögulegan smit- sjúkdóm og segir starfsfólk MAST skulda bændum afsökunarbeiðni. Í lok greinar sinnar tekur Jón Við- ar fram að skrif sín túlki eingöngu skoðanir hans en ekki á neinn hátt skoðanir þeirra stofnana sem hann hefur starfað við. mm Þessi mynd var tekin af Ísleifi VE, fyrrum Ingunni AK, við bryggju í Reykjavík í liðinni viku. Ingunn að verða Ísleifur Lundey við bryggju á Akranesi í lok síðustu viku. Lundey stefnt á makrílveiðar Snyrt til við Sólbakkann Mynd af hluta greinar Jóns Viðars í Bænda- blaðinu 9. júlí. Sums staðar mætti fremur líkja gróffóðrinu við útvatnaðan hálm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.