Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 20158 Sláturtölur ekki í samræmi við seiðamagn LANDIÐ: Aðalfundur Landssambands veiðifélaga var haldinn á Breiðdalsvík í liðnum mánuði. Þar voru samþykktar nokkrar ályktan- ir, svo sem lög um fiskeldi og sjókvíaeldi. Þá lögðu fund- armenn auk þess áherslu á að eftirlit verði aukið með sjókvíaeldi á laxi og regn- bogasilungi. „Fundurinn furðar sig á því hversu seint og illa upplýsingar sem varða umhverfismál berast frá opinberum aðilum um þessa starfsemi. Skemmst er þess að minnast þegar fjöldi eldis- laxa veiddist síðastliðið sum- ar, en af fjölda veiddra fiska má ráða að mun fleiri fiskar hafi sloppið en tilkynnt var um. Er líkt og þagnarmúr hafi verið slegin utan um starfsemina og upplýsingum haldið leyndum. Þá er at- hyglisvert í þessu sambandi að sláturtölur í fiskeldi eru ekki í nokkru samræmi við fjölda útsettra seiða. Slíkt vekur óhjákvæmilega spurn- ingar um strokulaxa eða fiskadauða í kvíum yfir eld- istímann.“ –mm Aflatölur fyrir Vesturland 4. - 10. júlí. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 16 bátar. Heildarlöndun: 16.146 kg. Mestur afli: Grímur AK: 2.717 kg í fjórum löndun- um. Arnarstapi 15 bátar. Heildarlöndun: 41.441 kg. Mestur afli: Bárður SH: 13.187 kg í fimm löndunum. Grundarfjörður 24 bátar. Heildarlöndun: 278.812 kg. Mestur afli: Baldvin NC: 239.221 kg í einni löndun. Ólafsvík 32 bátar. Heildarlöndun: 187.584 kg. Mestur afli: Guðmund- ur Jensson SH: 48.058 kg í tveimur löndunum. Rif 35 bátar. Heildarlöndun: 77.252 kg. Mestur afli: Magnús SH: 9.078 kg í einni löndun. Stykkishólmur 27 bátar. Heildarlöndun: 82.862 kg. Mestur afli: Íris SH: 7.707 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Baldvin NC – GRU: 239.221 kg. 7. júlí 2. Guðmundur Jensson SH – ÓLV: 35.308 kg. 7. júlí 3. Egill SH – ÓLV: 29.814 kg. 9. júlí 4. Gunnar Bjarnason SH – ÓLV: 15.851 kg. 8. júlí 5. Guðmundur Jensson SH – ÓLV: 12.744 kg. 8. júlí mþh Ein og hálf hússala á dag VESTURLAND: Þinglýstir kaupsamningar um fasteignir á Vesturlandi voru 43 í júní. Þar af voru 25 samningar um eign- ir í fjölbýli, 15 samningar um eignir í sérbýli og þrír samn- ingar um annars konar eignir. Heildarveltan var 926 milljónir króna og meðalupphæð á samn- ing 21,5 milljón króna. Af þess- um 43 voru 36 samningar um eignir á Akranesi. Þar af voru 23 samningar um eignir í fjöl- býli, 12 samningar um eignir í sérbýli og einn samningur um annars konar eign. Heildarvelt- an var 774 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,5 milljón króna. –mm Mögulegir viðkomustaðir kortlagðir LANDIÐ: Ferðamálastofa hef- ur birt gögn sem söfnuðust í hinu viðamikla verkefni „Kort- lagning auðlinda íslenskrar ferðaþjónustu“ en það er með- al aðgerða sem kveðið er á um í Ferðamálaáætlun 2011-2020. Um er að ræða verkefni sem nýtist við þróun og uppbygg- ingu íslenskrar ferðaþjónustu, bæði opinberum stofnunum sem og einkaaðilum. Verkefnið miðar að því að kortleggja, með aðstoð landfræðilegra upplýs- ingakerfa, auðlindir ferðaþjón- ustu og helstu innviði svæða í samstarfi við heimafólk og greina þannig með myndræn- um hætti hvar auðlindir ferða- þjónustunnar og tækifæri liggja til framtíðar. Alta ehf. vann verkið á grundvelli útboðs sem efnt var til í samvinnu við Ríkis- kaup vorið 2014 en Rannsókna- miðstöð ferðamála hafði áður unnið forverkefni sem tók til átta sveitarfélaga á Suðurlandi. Þá hafa Landmælingar Íslands einnig setið í stýrihópi verkefn- isins og veitt ráðgjöf. Sjá nán- ar frétt á vef Skessuhorns og Ferðamálastofu. –mm Veiðar úr deili- stofnum í júní LANDIÐ: Kolmunnaveiðar döluðu mjög í júnímánuði. Alls nam afli íslenskra skipa 28.277 tonnum. Nær allt veiddist í lög- sögu Færeyja en aðeins 1.222 tonn í landhelgi Íslands. Kol- munnaafli ársins er nú orðinn 182.692 tonn. Hann er heldur meiri en á sama tíma í fyrra. Þá var hann orðinn 168.010 tonn. Jón Kjartansson SU er afla- hæsta skipið á kolmunna með 19.269 tonn. Næst kemur Beitir NK með 18.924 tonn. Makríl- veiðar hófust svo í lok júní. Alls lönduðu íslensk skip rúmum 4.200 tonnum áður en mánað- armót runnu upp. Huginn VE 55 kom með stærsta makrílfarm júnímánaðar til Vestmanna- eyja. Það voru 741 tonn. Veið- um er svo lokið á úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Þar voru afla- brögð sorglega léleg. Alls lönd- uðu íslensk skip 2.128 tonnum. Aflahæstu skipin á úthafskarf- anum voru Oddeyrin EA með 618 tonn og Mánaberg ÓF með 543 tonn. Engum sögum fer af veiðum á norsk íslensku síldinni en þær hafa oft verið stundaðar fyrri hluta sumars. –mþh Slökkviliði Borgarbyggðar barst á sunnudaginn útkall vegna elds sem kraumaði í mosa og öðrum þurr- um gróðri vestan við Úlfsvatn á Arnarvatnsheiði. Enginn vegur eða troðningur liggur að þessum stað og var því kallað eftir aðstoð Land- helgisgæslunnar sem sendi þyrluna TF-LÍF á svæðið. Að sögn Bjarna Kristins Þorsteinssonar slökkviliðs- stjóra gekk slökkvistarfið fljótt og vel fyrir sig með þyrlunni. Eldurinn var á afmörkuðu svæði og hafði lík- lega kraumað í þurru landinu í einn eða tvo daga áður en hann var upp- götvaður. Eftir langvarandi þurrka þarf fólk að fara gætilega með eld, en í þessu tilfelli blossaði eldurinn líklega upp af sígarettuglóð. Slíkt gáleysi orsakaði einnig Mýraeldana vorið 2006. mm/ Ljósm. úr safni. „Það er búið að koma upp sökkl- um og nú er unnið í jarðvegslögn- um. Til stendur að byrja að reisa húsið í byrjun þessarar viku,“ sagði Björgvin R. Pálsson, verkefnastjóri og einn af eigendum Rafmiðlunar, í samtali við Skessuhorn. Áætlað er að húsnæðið verði komið undir þak í byrjun október og að sögn Björg- vins er stefnt að því að flytja inn fyrir jól. Húsnæðið sem verið er að byggja verður tveggja hæða, steypt einingahús og rúmlega 670m2 að flatarmáli. Fyrirtækið sinnir öllum raf- magnstengdum verkefnum og hef- ur þjónustað Elkem reglulega síð- an 1998, Norðurál síðan 2004 og er með gildandi þjónustusamninga við bæði fyrirtækin. Að staðaldri eru sex til tíu starfsmenn fyrirtæk- isins með viðveru á Grundartanga. „Þetta er hugsað sem bæði starfs- mannaaðstaða og þjónustuverk- stæði. Það var kominn tími til að koma okkur endanlega fyrir þarna, hafa almennilega aðstöðu á svæðinu eftir öll þessi ár,“ segir Björgvin. Aðspurður segir hann fyrirtæk- ið einnig hafa litið til fjölgunar fyr- irtækja á iðnaðarsvæðinu á Grund- artanga. „Við sjáum fyrir okkur að bjóða komandi fyrirtækjum þjón- ustu og vera með betri aðstöðu á svæðinu til að sinna því. Við höfum verið að vinna fyrir Faxaflóahafnir og komum til með að gera meira af því ef vel gengur,“ bætir hann við. Rafmiðlun verður ekki ein í nýju byggingunni því EFLA verkfræði- stofa mun leigja skrifstofur í húsinu þegar flutt verður inn. Það stað- festi Brynjar Bragason, sviðstjóri iðnaðarsviðs hjá EFLU, í samtali við Skessuhorn. EFLA hefur unn- ið fjölmörg verkefni fyrir stóriðju- fyrirtækin á Grundartanga í gegn- um tíðina og munu starfsmenn stofunnar sem þar eru hverju sinni því eiga vinnuaðstöðu á svæðinu í framtíðinni. kgk Frá árinu 2008 hefur þjónustuverk- stæði vélsmiðjunnar Héðins verið rekið á iðnaðarsvæðinu á Grundar- tanga. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ráðist í stækkun verkstæðisins og eru framkvæmdir þegar hafnar. Þjónustuverkstæðið, sem nú er tæp- lega 500 fermetrar, verður nálega tvöfaldað. „Stækkunin er tilkomin vegna aukinna verkefna á svæðinu. Þarna er gott að vera, það er gott að vinna fyrir þessi fyrirtæki. Svo horfum við auðvitað til framtíð- ar því það stendur til að fjölga fyr- irtækjum á Grundartanga,“ sagði Árni Ingólfsson, gæðastjóri Héð- ins, í samtali við Skessuhorn. Búið er að steypa sökkul og í næstu viku stendur til að steypa gólfplötuna. „Stálgrindin er á leiðinni til lands- ins,“ segir Árni og bætir því við að áætluð verklok séu með haustinu, líklega í endaðan september. Um tíu til tólf starfsmenn Héð- ins eru á Grundartanga á hverj- um degi. Aðspurður hvort fjölgun starfsfólks sé í burðarliðnum seg- ir Árni það óvíst, það fari allt eft- ir verkefnastöðunni. Héðinn sé með stóra smiðju í Hafnarfirði og geti sent mannskap upp á Grundar- tanga þegar svo ber undir. „Starfs- fólki hefur þó fjölgað jafnt og þétt síðustu árin,“ segir hann. Héðinn sinnir allri almennri járnsmíðavinnu og hefur lengi þjónustað bæði Elkem og Norður- ál. „Þetta er mikið til viðhaldsvinna eða vinna við breytingar og annað slíkt. Alls konar verkefni við fyrir- tækin sem eru þarna. Það er gott að vinan fyrir fyrirtækin sem eru þarna fyrir. Við trúum því að þetta verði áfram gott iðnaðarsvæði og höf- um trú á því að þarna sé góð fram- tíð. Við munum þjónusta alla, stóra sem smáa,“ segir Árni. kgk Héðinn stækkar við sig á Grundartanga Rafmiðlun byggir á Grundartanga Þyrlan slökkti gróðureld á Arnarvatnsheiði Frá framkvæmdum við stækkun þjónustuverkstæðis Héðins á Grundartanga. Búið var að steypa sökkul fyrir síðustu helgi og til stendur að steypa gólfplötuna nú í vikunni. Vinna er hafin við byggingu nýs þjónustuverkstæðis Rafmiðlunar á Grundartanga. Búið var að steypa sökkulinn og unnið var í jarðvegslögnum þegar blaðamann Skessuhorns bar þar að garði í síðustu viku. Teikning af norðausturhlið þjónustuverkstæðisins. Alls verður það rúmlega 670m2 að stærð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.