Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 31 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Andrés Már Harðarson í Leyni gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 18. holu Garðavallar á öðr- um degi meistaramóts GL sem fram fór um helgina. Ljósm. fengin af facebook-síðu GL. Leikmenn ÍA öttu kappi við lið Augnabliks í Kópavogi í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu á fimmtudagskvöldið. Fyrri hálfleik- ur var fremur tíðindalítill. Skaga- konur léku ágætlega og sköpuðu sér nokkur marktækifæri en þegar í vítateig andstæðinganna var kom- ið var eins og vantaði herslumun- inn upp á. Það sama var uppi á ten- ingnum í síðari hálfleik. Skagakon- ur fengu ágæt færi og spilamennsk- an almennt góð. Aftur á móti tókst þeim ekki að koma boltanum í net- ið og leiknum í Kópavoginum lauk því með markalausu jafntefli. Úrslitin þýða að ÍA er sem stend- ur í þriðja sæti A riðils með níu stig eftir sex leiki, sjö stigum á eft- ir toppliði HK/Víkings sem er ein- mitt næsti mótherji Skagakvenna. Sá leikur fer fram á Víkingsvelli eftir viku, miðvikudaginn 22. júlí. Ljóst er að mikilvægt er að Skaga- konur nái góðum úrslitum þar til að geta farið að blanda sér fyrir alvöru í baráttuna um sæti í úrslitakeppn- inni um laust sæti í úrvalsdeild að ári. kgk Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur ákveðið að endurvekja meistaraflokks- lið kvenna eftir tveggja ára hlé. Signý Hermannsdóttir, Kristrún Sigurjóns- dóttir og heimamaðurinn Guðrún Ámundadóttir hafa þegar gengið til liðs við félagið. Signý stefnir á að taka skóna af hillunni til að hjálpa liðinu að komast upp um deild. Hún á að baki langan og farsælan úrvalsdeildarferil og er þriðji leikjahæsti leikmaður lands- liðsins frá upphafi. Enn fremur verður hún hluti af þjálfarateymi Skallagríms. Tilkynnt verður um aðalþjálfara síðar, segir í tilkynningu á vef Skallagríms. Kristrún á einnig að baki langan feril í úrvalsdeild og með landsliði Íslands og hefur spilað með Val undanfarin ár. Guðrún gengur til liðs við Skalla- grím frá Haukum. Þar hefur hún leik- ið undanfarin ár og var síðast fyrirliði Hauka. Á sínum yngri árum lék hún með Skallagrími upp alla yngri flokka félagsins áður en hún hélt suður til náms. Samanlagt hafa þær unnið til fjölmargra Íslands- og bikarmeistara- titla og munu styrkja liðið á komandi vetri. Við sama tilefni var gengið frá samn- ingum við þær Írisi Gunnarsdóttur, Guðrúnu Ingadóttur, Þórdísi Sif Arn- arsdóttur og Sigurbjörgu Sigurðar- dóttur. Þær léku allar með Skallagrími þegar liðið tók síðast þátt í Íslands- mótinu. Lið Skallagríms mun leika í fyrstu deild næsta vetur ásamt Breiðabliki, Þór Akureyri, Njarðvík og Fjölni. Fjölgað gæti í deildinni þegar nær dregur upphafi keppnistímabilsins um mánaðamót september og október. kgk Leikmenn ÍA tóku á sunnudaginn á móti Eyjamönnum fyrir fram- an rúmlega þúsund áhorfendur á Akranesvelli í elleftu umferð úrval- deildar karla í knattspyrnu. Leikur- inn var að sjálfsögðu í beinni lýs- ingu á vef Skessuhorns. Fyrir leik- inn voru Skagamenn í tíunda sæti deildarinnar en gestirnir úr Eyj- um í sætinu fyrir neðan. Því var um mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið nálægt botni deildarinnar. Gest- irnir byrjuðu betur og komust yfir strax á 11. mínútu þegar Ian Jeffs sendi boltann fyrir. Varnarmað- ur slæmdi hælnum í boltann með þeim afleiðingum að hann breytti algerlega um stefnu og féll beint á Víði Þorvarðarson sem lyfti sér upp og skallaði hann í fjærhornið. Markið virtist slá leikmenn ÍA út af laginu og Eyjamenn réðu lögum og lofum næstu tíu mínútur eða svo. Eftir það komust Skagamenn hægt og sígandi inn í leikinn. Arnar Már Guðjónsson skallaði framhjá úr dauðafæri eftir frábæra hornspyrnu Jóns Vilhelms Ákasonar og Skaga- menn skoruðu mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Það var svo á 39. mínútu að Arn- ar Már jafnaði metin fyrir Skaga- menn. Hann fékk boltann um 25 metra frá markinu. Hann var ekk- ert að tvínóna við hlutina heldur lét vaða að marki. Boltinn virtist á leið yfir en tók væna dýfu og hafn- aði efst í markhorninu. Undir lok hálfleiksins vildu Skagamenn fá víti þegar varnarmaður ÍBV virtist hafa hrint Þórði Þorsteini Þórðarsyni en dómari leiksins sýndi því lítinn áhuga. Staðan í hálfleik því 1-1. Skagamenn mættu mun ákveðn- ari til síðari hálfleiks og hann var aðeins tveggja mínútna gamall þeg- ar þeir komust yfir. Ásgeir Mar- teinsson fór þá laglega framhjá bakverði Eyjamanna uppi í hægra horninu, sendi fallega sendingu fyrir markið á fjærstöngina þar sem Arsenij Buinickij skallaði boltann auðveldlega í netið. ÍA var sterk- ara liðið á vellinum eftir markið og skapaði sér nokkur ágæt færi. Eyja- menn hefðu getað jafnað á 68. mín- útu þegar boltinn barst á Jón Inga- son vinstra megin í teignum. Árni Snær gerði hins vegar virkilega vel í marki Skagamanna. Kom vel út, gerði sig breiðan og varði skotið. Á 75. mínútu skoruðu Skaga- menn svo þriðja mark sitt. Þórð- ur Þorsteinn Þórðarson átti fyr- irgjöf frá hægri. Hallur Flosason kom á ferðinni af vinstri kantin- um, lyfti sér upp og skallaði bolt- ann í fjærhornið framhjá markverði Eyjamanna. Snyrtilega klárað hjá Halli. Jón Vilhelm Ákason hefði getað bætt við marki eftir skyndi- sókn undir lok leiksins. Hann fékk dauðafæri eftir laglega sendingu frá Marko Andelkovic í vítateig Eyja- manna en skot hans varið. Fleiri mörk voru því ekki skoruð í leikn- um og lokatölur á Akranesvelli 3-1, ÍA í vil. Úrslitin gera það að verkum að Skagamenn fjarlægjast botn deild- arinnar og lyfta sér upp í áttunda sætið með tólf stig eftir ellefu leiki. Næst mæta þeir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Garðabænum laugar- daginn 18. júlí. kgk/ Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Eftir stórsigur Víkinga gegn Fram, 4:0, í síðustu viku var ferð þeirra Víkingsmanna heitið austur til Eskifjarðar. Þar mættu þeir Fjarðabyggð í elleftu umferð fyrstu deildar karla í knatt- spyrnu laugardaginn 11. júlí síðastlið- inn. Fyrir leikinn sátu Víkingar í öðru sæti deildarinnar og Fjarðabyggð í því þriðja, tveimur stigum á eftir Ólafsvík- ingum. Fyrri hálfleikur var fremur tíð- indalítill og sóknarleikur beggja liða frekar ómarkviss. Hvorugt lið skap- aði sér afgerandi færi og staðan jöfn og markalaus þegar flautað var til hálf- leiks. Víkingar mættu ákveðnir til síð- ari hálfleiks og voru nálægt því að komast yfir á 54. mínútu. Eftir mik- inn atgang í vítateig Fjarðabyggðar náði Guðmundur Reynir Gunnarsson skoti sem varnarmaður komst fyrir. Skömmu síðar átti Ingólfur Sigurðs- son skot utan teigs sem markvörður Fjarðabyggðar varði glæsilega í horn. Eftir það datt leikurinn töluvert nið- ur og fátt markvert gerðist þar til á 75. mínútu þegar heimamenn í Fjarða- byggð náðu forystunni. Guðmund- ur Reynir hugðist þá hreinsa boltann frá marki Víkinga en hitti hann ekki. Það varð til þess að boltinn hafnaði hjá Ingvari Ásbirni Ingvarssyni sem lagði hann fyrir Elvar Inga Vignisson sem kláraði færið snyrtilega. Eftir markið lágu heimamenn til baka og vörðust vel. Víkingar fengu þó gullið tækifæri til að jafna metin á næstsíðustu mínútu leiksins. Guð- mundur Reynir átti þá glæsilega fyrir- gjöf fyrir markið á fjærstöngina, beint á Kristinn Magnús Pétursson sem skaut framhjá markinu úr sannkölluðu dauðafæri. Lokatölur á Eskifirði því 1-0, Fjarðabyggð í vil. Úrslitin gera það að verkum að lið- in hafa sætaskipti í deildinni. Víkingar eru nú í þriðja sæti með 23 stig, einu stigi á eftir Fjarðabyggð og fjórum stigum á eftir toppliði Þróttar R. Næst mæta Víkingar Haukum í Hafnarfirði föstudaginn 17. júlí næst- komandi. kgk. Á formannafundi Íþróttabandalags Akraness nýverið var samþykkt að stefna að því að innan bandalagsins verði fatnaður sem mest sameig- inlegur óháð aðildarfélögum. Að iðkendur geti farið á milli íþrótta- greina en nýtt íþróttafatnað eins vel og mögulegt er. Í dag er hvert íþróttafélag með sína eigin línu og merki á fatnaði, en í framtíðinni er vonast til að sem allra mest verði sameiginlegt og merkt ÍA. Jafn- framt var samþykkt á formanna- fundinum að Íþróttabandalagið sjái um sameiginleg innkaup á ýmsum félags- og stuðningsvörum svo sem fánum, veifum og fleiru. mm Víkingur Ó. tók á móti Fram í B riðli fyrstu deild- ar kvenna í knattspyrnu fyrir framan 210 áhorfend- u r á Ólafsvíkurvelli á miðvikudag. Þrátt fyrir að Fram væri ofar í stöðu- töflunni fyrir leikinn voru Víkings- stúlkur sterkari aðilinn á vellinum. Þær áttu tíu marktilraunir á móti að- eins fjórum marktilraunum gestanna. Fyrsta markið á Ólafsvíkurvelli kom hins vegar ekki fyrr en á 67. mínútu þegar Sigrún Gunndís Harðardótt- ir skoraði og kom Víkingi yfir. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem lauk því með 1-0 sigri heimamanna. Úrslitin gera það af verkum að Víkingur situr í fjórða sæti riðilsins, einu stigi á eftir Fram en fimm stig- um á eftir toppliði Grindavíkur, sem Víkingur lagði einmitt að velli í um- ferðinni á undan. Í næstu umferð mætir liðið Hvíta riddaranum á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ. Víkingsstúlkur hljóta að mæta í þann leik fullar sjálfstrausts því þegar liðin mættust á Ólafsvíkur- velli fyrr í sumar lauk leik þeirra með 7-0 sigri Víkings. kgk Meistaraflokkur kvenna endurvakinn hjá Skallagrími Þeir leikmenn sem þegar hafa gengið til liðs við liðið. F.v. Guðrún Ingadóttir, Íris Gunnarsdóttir, Þórdís Sif Arnarsdóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir og Signý Hermannsdóttir. Ljósm. skallagrimur.is. Tap hjá Víkingum í toppbaráttu fyrstu deildar Arnar Már var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum ÍA og hlaut að launum málverk eftir Bjarna Þór. Skagasigur í mikilvægum leik á móti ÍBV Skagamenn fagna 3-1 sigri á ÍBV eftir leikinn á sunnudaginn. Markalaust í Kópavoginum Vilja samræma sem mest fatnað aðildarfélaga ÍA Hola í höggi Víkingsstúlkur lögðu Fram

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.