Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 201510
Miklu minni kraftur er í makrílveið-
um Íslendinga það sem af er sumri
ef borið er saman við síðustu vertíð
í fyrrasumar. Nú fyrir helgi var alls
búið að veiða um tíu þúsund tonn.
Á sama tíma í fyrra var heildarafl-
inn orðinn nær tvöfalt meiri eða
18 þúsund tonn. Þá höfðu 26 smá-
bátar alls landað 200 tonnum. Afla-
skrá Fiskistofu gefur upp að nú séu
smábátar hins vegar aðeins búnir að
landa 2,3 tonnum í það heila. Mikil
óvissa er bæði um markaði og verð
fyrir makrílinn. Einn stærsti kaup-
andi landsins á makríl af smábát-
um ætlar ekki að kaupa neinn slík-
an afla af bátaflotanum í ár. Fram-
kvæmdastjóri þess fyrirtækis seg-
ir að flestir mikilvægustu markaðir
séu nú lokaðir, eða svo gott sem, og
kaupi ekki makríl frá Íslandi.
Smábátar ekki
byrjaðir enn
Frekar dauft hljóð er í fram-
kvæmdastjóra Landssambands smá-
bátaeigenda. „Það er ekkert að ger-
ast. Makríllinn er örugglega seinna
á ferðinni við landið nú samanborið
við síðustu sumur. Í fyrra voru veið-
ar hafnar af fullum krafti á þessum
tíma. Það hefur þó sést til makríls
við sunnan- og vestanvert landið.
Til dæmis virtist góð torfa koma
inn í Faxaflóa. Af því litla sem hefur
veiðst eru vísbendingar um að mik-
il áta sé þó í makrílnum og hann
því ekki mjög góður til vinnslu enn
sem komið er,“ segir Örn Pálsson.
Hann bætir því við að hann telji að
það verði komið fram yfir 20. júlí
þar til fiskvinnslur taki á móti mak-
ríl af smábátunum. „Það er eins og
einhver tregða sé í markaðsmálun-
um. Ég veit að enn á eitthvað eftir
að selja af birgðum hjá stóru sjávar-
útvegsfyrirtækjunum frá í fyrra.
Það er hins vegar búið að selja allan
afla sem fékkst hjá smábátunum á
síðustu vertíð,” segir framkvæmda-
stjóri Landssambands smábátaeig-
enda.
Kaupir engan
makríl í ár
Fiskvinnslur virðast fráleitt gin-
keyptar fyrir því að taka við mak-
ríl í sumar. „Þetta er með ólíkind-
um að búið sé að kvótasetja smá-
bátana í makríl. Það leiðir til þess
að það fara svo gott sem engir bátar
á þessar veiðar í sumar. Við hjá
Frostfiski ætlum ekki að taka við
neinum makríl af kvótasettu trill-
unum. Við tökum ekki þátt í þessu
bulli. Ef kvótasetja ætti makrílinn
þá ætti að hafa að lágmarki tíu ár til
að sækja sér veiðireynslu til þess að
það væri einhver sanngirni í slíku,“
segir Steingrímur Leifsson fram-
kvæmdastjóri Frostfisks í Þorláks-
höfn. Fyrirtæki hans hefur verið
eitt það umsvifamesta í kaupum á
makríl af smábátum og hefur fryst
um tvö þúsund tonn af honum ár-
lega á síðustu vertíðum. Í fyrra
veiddu smábátar alls um 7.500 tonn
af makrílnum. Nú er því lokið að
Frostfiskur kaupi makríl. „Við tök-
um engan makríl í sumar,“ ítrekar
Steingrímur ákveðið.
Markaðir lokaðir
Steingrímur Leifsson segir að
fleiri þættir en kvótasetning á
smábáta komi reyndar líka til.
„Markaðsaðstæður eru mjög erf-
iðar. Mikilvægir markaðir fyr-
ir frystan makríl heyra nú sög-
unni til. Það er í stríð í Úkraínu
og þangað selur enginn. Í Níger-
íu er allt lokað. Þar ríkir nú efna-
hagskreppa í kjölfar lækkunar á
olíuverði. Rússland er líka lokað
fyrir íslenskan makríl. Við hér hjá
Frostfiski erum ekki einu sinni
með leyfi til að framleiða fisk fyr-
ir rússneska markaðinn. Til Ís-
lands kom í vetur nefnd dýra-
lækna og annarra sérfræðinga
þaðan til að taka út íslenskar fisk-
vinnslur. Í framhaldi af því misstu
menn framleiðsluleyfin. Við höf-
um reynt að gera úrbætur sam-
kvæmt kröfum Rússanna, höf-
um fyllt út pappíra og sent þang-
að og hvaðeina en við fáum engin
svör. Stóru framleiðendurnir hér
á landi eru líka í þessu veseni. Svo
bætist það við þetta allt saman að
það er ekki til geymslupláss fyrir
frosinn makríl á Íslandi. Það eru
allar geymslur fullar og lítið pláss.
Menn hafa því ekki svigrúm til að
frysta mikið upp á von og óvon.
Síðast en ekki síst þá kaupir As-
íumarkaðurinn engan makríl. Þar
vita menn mætavel hvaða ástand
er á mörkuðum og bíða rólegir til
haustsins og ætla þá að sæta lagi
og fá makrílinn ódýrt. Þar eru
nefnilega klókir viðskiptamenn.“
Munu gang á veggi
Steingrímur segir að Frostfisk-
ur hafi þegar aflað sér góðr-
ar reynslu í kaupum og vinnslu
á makríl. „Það er sannast sagna
ekkert upp úr þessu að hafa. Þetta
var skemmtileg vinnsla og ver-
tíðarstemning en það er ljóst að
við verðum að útbúa okkur bet-
ur ef við ætlum að standa í þessu.
Vinnslan var of dýr. Við seld-
um allan makrílinn hjá okkur en
þurftum að hafa fyrir því.“ Heilt
yfir þá á framkvæmdastjóri Frost-
fisks ekki von á öðru en að makríl-
vertíðin í ár verði vart nema svip-
ur hjá sjón samanborið við vertíð-
ir fyrri ára. „Ég reikna með því að
ef trillurnar fara að veiða þá muni
menn strax ganga á veggi því það
verður erfitt fyrir menn að selja
aflann. En svona er þetta,“ segir
hann. mþh
Guðmundur Smári Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri útgerðar-
og fiskvinnslufyrirtækisins G.Run
í Grundarfirði, er sáróánægður
með það hvernig stjórnvöld ætla
að standa að úthlutun makrílkvóta
í ár. „Við erum nú að fara á sjöttu
makrílvertíðina með okkar skip sem
eru togararnir Helgi og Hringur.
Við byrjuðum fyrst sumarið 2010.“
Síðustu fimm sumarvertíðar hafa
togarar G.Run hvor um sig sam-
tals aflað um þúsund tonna af mak-
ríl. Meðalafli þeirra á hverri vertíð
er 184 tonn hjá Helga SH og 215
hjá Hring SH. Báðir togararnir hafa
ísað makrílaflann um borð og land-
að honum til vinnslu hjá G.Run í
Grundarfirði. Fari sem horfir munu
þessir togarar aðeins fá 135 tonna
kvóta hver nú í sumar.
Átelur ráðherra
harðlega
„Þessi úthlutun sjávarútvegsráð-
herra er á allan hátt ótrúleg og
vinnubrögðin fyrir neðan all-
ar hellur. Það er búið að úthluta
kvóta á öll skip nema níu þúsund
tonn sem eiga að fara á ísfiskskipin
en okkar togarar eru í þeim flokki,“
segir Guðmundur Smári. Hann út-
skýrir að samkvæmt reglugerð megi
hrúga í þennan flokk öllum slíkum
skipum sem hafa sótt um makríl-
veiðar á liðnum árum. „Mörg þeirra
hafa stundað sáralitlar makrílveiðar.
Það er ekki tekið neitt tillit til veiði-
reynslu í þessum flokki heldur fá öll
ísfiskskip sem eru yfir 200 brúttó-
tonn að stærð 135,5 tonna kvóta.
Skip undir 200 brúttótonnum fá
síðan 27,1 tonn hvert um sig,“ segir
Guðmundur Smári.
Framkvæmdastjóri G.Run spyr
í framhaldinu hvaða sanngirni það
sé að ein trilla, sem er Fjóla GK og
hafi að meðaltali veitt 111 tonn á
vertíð síðan 2011, fái nú 331 tonn.
Það er vel rúmlega helmingi meira
en ísfiskskip yfir 200 brúttótonnum.
Annar smábátur sem hann nefnir er
Tryggvi Eðvarðs SH sem hefur að
meðaltali veitt 54 tonn á sumri frá
því hann fór fyrst á makríl 2013.
Þessi bátur fær 131 tonna úthlutun,
nánast það sama og ísfiskskip.
Kaupir ekki makríl
í sumar
Guðmundur Smári nefnir eitt
dæmi til viðbótar sem er frystitog-
arinn Þór HF sem var í eigu Stál-
skipa í Hafnarfirði. Þetta skip var
selt ásamt kvóta á síðasta ári og
olli deilum og málaferlum þar sem
Hafnarfjarðarbær taldi sig eiga for-
kaupsrétt á veiðiheimildunum.
Bærinn tapaði málinu og veiði-
heimildirnar fóru til Austfjarða.
Sjálfur togarinn var hins vegar seld-
ur til Rússlands. Samkvæmt yfirliti
á vef Fiskistofu þá fær þetta skip
sem farið er úr landi samt úthlutað
1.160 tonna makrílkvóta nú í sum-
ar. Það er tæplega níu sinnum meiri
makrílkvóti heldur en stærri ísfisk-
togarar fá.
Aðspurður segir Guðmundur
Smári að makrílvinnsla hjá G.Run
verði í lágmarki í sumar. „Við höf-
um unnið afla af okkar skipum. Síð-
an höfum við keypt til okkar mak-
ríl og þannig tryggt hráefni inn í
okkar vinnslu og haldið uppi at-
vinnu. Í sumar reikna ég ekki með
að taka inn neinn makríl nema frá
eigin skipum. Við munu ekki kaupa
af öðrum. Minni vinnslur eins og
okkar höfðu ekkert út úr vinnsl-
unni í fyrra. Annaðhvort fóru menn
úr þessu á núlli eða með tapi,“ seg-
ir hann. Guðmundur Smári seg-
ist meta markaðshorfur fyrir mak-
ríl þannig að þær séu upp og ofan.
„Markaðir eru kannski ekki alveg
lokaðir í löndum á borð við Níger-
íu, Rússlandi og Úkraínu. Það eru
innflutningshömlur meðal ann-
ars vegna erfiðs efnahagsástands,
en þarna eru gluggar sem opnast
og lokast. Fólkið í þessum lönd-
um þarf jú mat og stjórnvöld gefa
heimildir til innflutnings frá einum
tíma til annars,“ segir hann.
mþh
Makríll sást við Snæfellsnes í
smáum stíl síðastliðinn miðviku-
dag. Dagana þar áður hafði sést
til hans við Horn en einkum þó
sunnan- og suðvestan við landið
þar sem stóru skipin höfðu verið
að veiðum. Á miðvikudaginn sá
Emanúel Magnússon á Álfi SH
til makríls undan Malarrifi. Í sam-
tali við fréttaritara sagðist hann
á skömmum tíma hafa fengið
hundrað kíló á einungis 20 króka.
Treglega gengu veiðarnar þó því
í upphafi vikunnar höfðu íslensk-
ir smábátar, samkvæmt vef Fiski-
stofu, einungis landað 2,2 tonn-
um.
Frá vertíðinni í fyrra hefur sú
breyting verið gerð að makrílveiði
smábáta var kvótasett á síðasta
löggjafarþingi. Þeim er nú leyfi-
legt að veiða 7.026 tonn af makríl
á vertíðinni, eða um 4,1% heild-
arkvótans. Af tíu kvótahæstu bát-
um landsins eru sex þeirra á Snæ-
fellsnesi og má Emanúel á Álfi
SH sem dæmi fiska 216 tonn, eða
ríflega 3% af heildarkvóta smá-
bátanna. Sæhamar SH má veiða
260 tonn og er þriðji kvótahæsti
smábátur landsins. Brynja II SH,
Litli Hamar SH, Særif SH og
Ingibjörg SH koma þar á eftir í
kvóta en þessir bátar mega veiða
frá 160 og upp í 200 tonn hver.
mm
Makrílbátar hafa verið gerðir klárir til veiða víða á Vesturlandi. Þessi mynd var tekin í Akraneshöfn í byrjun vikunnar.
Blikur á lofti í makrílveiðum – kaupendur halda
að sér höndum og markaðir lokaðir
Hringur SH í slipp í Reykjavík nú í júní. Skipið fær 135,5 tonna makrílkvóta.
Lýsir mikilli óánægju með úthlutun makrílkvóta Sást til
makríls við
Snæfellsnes