Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 201512 Tryggvi Þór Skarphéðinsson hjól- aði hringveginn á tveimur vik- um nú í sumar. Hann kom í Borgarnes nú á föstudaginn síð- asta og hitti blaðamaður Skessu- horns hann að máli yfir kaffibolla. Tryggvi hefur alltaf hjólað en fór að hjóla meira eftir að hann lenti í slysi fyrir tveimur árum. Hann hefur þó aldrei hjólað svona lang- ar vegalengdir eins og hann gerði þessar tvær vikur á hringveginum. „Mig hefur lengi langað að hjóla hringveginn og tók ákvörðun um að láta verða af því en ég vildi gera eitthvað meira úr því. Ég ákvað því að safna peningum til styrktar unglingastarfi Einhverfusamtak- ana. Samtökin standa fyrir ung- lingahópum bæði á Akureyri og í Reykjavík þar sem 12-20 ára ung- lingar á einhverfurófinu geta hist og gert eitthvað saman. Ég vildi líka opna fyrir umræðu um ein- hverfu en mér finnst það hafa vantað,“ segir Tryggvi en hann á sjálfur yngri bróðir sem er ein- hverfur. „Þetta var mikið erfiðara en ég bjóst við, sérstaklega að vera þreyttur og svangur einhvers staðar lengst frá öllu og öllum,“ segir Tryggvi aðspurður um það hvort ferðin hafi verið erfiðari en hann bjóst við. „Ég hef ekki ver- ið að hjóla svona vegalengdir áður en ég var að hjóla að meðaltali 100 kílómetra á dag og stundum alveg í níu klukkustundir í mót- vindi. Það var líka eitt og annað sem kom upp á og hjólaði ég t.d. einn daginn um 185 km og 90 af þeim með sprungið dekk á vagn- inum mínum, pabbi kom svo og tók vagninn fyrir mig. Síminn minn brotnaði líka á degi fjög- ur svo ég var ekki með snjall- síma í svona 5-6 daga og gat því ekki einu sinni hlustað á tónlist, það var frekar erfitt og leiðinlegt. Síminn styrkti mig svo með fín- um síma svo ég gat hlustað á tón- list, þá varð þetta miklu skemmti- legra,“ bætir hann við. Ferðinni lauk á laugardaginn þegar Tryggvi hjólaði frá Borgar- nesi til Reykjavíkur, þar sem hóp- ur stuðningsmanna tók á móti honum. „Ætli ég fái mér ekki bara gott að borða og fari svo í sund,“ sagði Tryggvi aðspurður um hvað hann ætli sér að gera í lok ferð- arinnar. Hægt er að styrkja Einhverf- usamtökin með millifærslu á reikn- ingsnúmerið 0334-26-002204, kennitala 700179-0289. Eins er hægt að senda skilaboðin „ein- hverfa“ í númerið 1900 og styrkja þannig samtökin um 1900 kr. arg Piero Sardo, einn af stofnendum Slow Food samtakanna og fram- kvæmdastjóri Slow Food Founda- tion for Biodiversity, var staddur hér á landi í liðinni viku ásamt fríðu föruneyti. Slow Food eru alþjóð- leg samtök sem hafa það að mark- miði að auka vitund fólks um mik- ilvægi matarmenningar, þekkingar, hefðar og uppruna matvæla. Upp- haflega voru samtökin stofnuð til að sporna við skyndibitamenningu og staðlaðri matvælaframleiðslu. „Margt er hægt að gera á Íslandi. Þetta er lítið land og miklu hægt að áorka við kynningu á matvöru sem framleidd er í nærumhverfinu,“ sagði Piero í samtali við Skessu- horn. „Fyrsta skrefið verða Íslend- ingar að taka og þá á sínum heima- slóðum. Frumkvæði heimamanna er það sem skiptir mestu máli. En auðvitað skiptir líka miklu máli að vera hluti af alþjóðlegu samfélagi,“ bætir hann við. Slow Food um heim allan hef- ur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að skrá afurðir (matvæli, nytja- plöntur og húsdýrakyn) sem eru í útrýmingarhættu í svokallaða „Bragðörk“ (Ark of Taste“) og um leið og þessar afurðir eru lífvænleg- ar eru þær færðar í Presidia. Það er verkefni ætlað að koma til bjargar hefðbundnum afurðum, framleidd- um með hefðbundnum hætti sem eiga á hættu að falla í gleymskunn- ar dá og viðhalda þar með líffræði- legum fjölbreytileika matvæla. Þær Hjólaði til styrktar einhverfum Tryggvi Þór Skarphéðinsson kom hjólandi í Borgarnes á föstudaginn. Stofnandi Slow Food heimsótti bændur á Vesturlandi afurðir þurfa að uppfylla strang- ar kröfur um lýsingu, gæði og upp- runavottun. Skyrið og geitin færð í Presidia Tvær íslenskar afurðir voru færðar inn í Presidia á meðan heimsókn- inni stóð. Annars vegar íslenska geitin og hins vegar íslenska skyrið. „Sem staðfestir gagnvart heiminum öllum gildi þessara afurða og verð- mæti í menningararfi Íslendinga, uppskriftin um alvöru skyr (ekki jógúrt) er þá varðveitt,“ segir í til- kynningu Slow Food Reykjavík. En hvernig vegnar framleiðend- um sem eru hluti af þessu verkefni? „Nú þegar eru 450 framleiðendur hluti af Presidia. Af þeim hafa 80% skilað jákvæðri rekstrarafkomu síð- an þeir urðu hluti af verkefninu. En það er ekki aðeins fjárhagslega hlið- in sem skiptir máli, með þessu eru þeir orðnir hluti af alþjóðlegu neti, geta samsamað sig hver öðrum og skapað sér sjálfsmynd,“ segir Piero. Komu við á lykilstöðum Hópurinn heimsótti í ferð sinni um Vesturland geitabúið á Háafelli í Borgarfirði og Erpsstaði í Dölum, þar sem framleitt er íslenskt skyr. Einnig heimsótti hópurinn aðra ís- lenska framleiðendur sem eru hluti af Slow Food samtökunum. Í Hlésey í Hvalfirði tók Piero hús á hænsnabændunum Jóhönnu Harðardóttur og Sigurði Ingólfs- syni, en þau halda þar landnáms- hænur. Piero hafði orð á því að beinast lægi við að taka hænurnar inn í Presidia, aðeins þyrfti fyrst að skoða hvernig fóðri þær væru ald- ar á og ganga úr skugga um að það stæðist allar kröfur. Einnig var far- ið vestur í Ytri-Fagradal á Skarðs- strönd í Dalasýslu þar sem Halla Sigríður Steinólfsdóttir og Guð- mundur Gíslason rækta hvanna- lömb, lömb sem alin eru á hvönn sem náttúrulega bragðbætir kjötið. „Til að komast inn í Presidia er framleiðandi fyrst tilnefndur af Slow Food félögum í sínu ná- grenni. Síðan þarf að standast kröf- ur sem gerðar eru til hans um lýs- ingu, gæði og upprunavottun af- urðar. Þegar framleiðandi hefur verið tekinn inn í Presidia er hann orðinn hluti af alþjóðlegu neti og getur notað merki Presidia til að selja þessa afurð,“ segir Piero Sardo að lokum. kgk Hjónin og hænsnabændurnir Sigurður Ingólfsson og Jóhanna G. Harðardóttir í Hlésey, Ólafur Dýrmundsson, Elisa Demichelis, Dominique Plédel Jónsson, Piero Sardo og Eirný Sigurðardóttir. Piero Sardo með kiðling í fanginu á búinu hjá Jóhönnu Þorvaldsdóttur, geitabónda á Háafelli í Borgarfirði. Þar tilkynnti hann að íslenska geitakynið hefði verið tekið inn í Presidia. Ljósm. Dominique Plédel Jónsson. Hópurinn hóf ferð sína um Vesturland í Hlésey í Hvalfirði og skoðaði landnáms- hænurnar hjá Jóhönnu G. Harðardóttur og Sigurði Ingólfssyni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.