Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 13 S K E S S U H O R N 2 01 5 Starfsmaður í félagsþjónustu Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf í félags þjónustu. Starfshlutfall er 70% og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Verkefni • Vinna í barnaverndarmálum. • Þjónusta við fólk með fötlun; ráðgjöf og meðferð. • Ráðgjöf og þjónusta við börn og fjölskyldur. • Handleiðsla starfshópa. Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. sálfræði eða félagsráðgjöf. • Reynsla af vinnu við barnavernd og/eða félagsþjónustu. • Þekking og reynsla í vinnu með einstaklinga og fjölskyldur. • Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu starfi. Upplýsingar veitir Inga Vildís Bjarnadóttir félagsráðgjafi í síma 433-7100. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið vildis@borgarbyggd.is. Foreldrar eru bestir í for vö rn um . Forvarnarhópur Borgarbyggðar Saman í sundi, saman í tjaldi, saman að ganga, saman að grilla, saman að veiða, saman að spila, saman að syngja, saman í sportinu, saman á hestbaki. Samver a foreldra og ung linga er besta forvörnin S K E S S U H O R N 2 01 3 ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Margir notfæra sér veðurblíðuna við Vesturland til að stunda ýmis- legt gagn og gaman bæði á landi og sjó. Vel fór úti á Krossvík utan við hafnarmynnið á Akranesi á mánu- dagskvöld þegar sjóþotukappi varð fyrir vélarbilun og algerri stöðvun þar sem hann var við íþrótt sína í veðurblíðunni. Frístundaveiðibát- urinn Jón Forseti sem gerður er út frá Akranesi kom til bjargar, tók sjóþotustjórann um borð og dró síðan farkost hans til hafnar. mþh Hrafnhildur Hallvarðsdóttir er ný- skipaður skólameistari Fjölbrauta- skóla Snæfellinga. Hún er frá Þing- völlum í Helgafellssveit en hef- ur lengi búið í Stykkishólmi. „Ég er búin að búa hér í næstum 30 ár. Byrjaði að kenna í grunnskólanum 1987 þegar við fluttum hingað. Við ætluðum bara að vera hér í eitt ár en ég hef verið hér síðan. Maður veit aldrei hvaða hillu maður lend- ir á og hvar manni líkar vel,“ sagði Hrafnhildur í samtali við Skessu- horn. „Síðan færði ég mig yfir í FSN þegar skólinn var stofnaður og varð svo aðstoðarskólameistari þar árið 2012,“ bætir hún við. Hrafnhildur segist vera uppeld- isfræðingur í grunninn. Hún lauk stúdentsprófi af uppeldisbraut Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1982 og hóf í kjölfar þess nám í uppeldisfræði við Háskóla Íslands. Síðastliðið haust lauk hún meist- araprófi í stjórnun menntastofnana við þann sama skóla og viðfangs- efni lokaritgerðarinnar var upplif- un kennara af innleiðingu breyttra kennsluhátta í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Nú leggur hún stund á diplómanám í stjórnsýslu. „Mér fannst eiginlega ekki hægt að sitja hjá. Ég er búin að ná mér í þessa menntun og reynslu og hef áhuga á þessum skóla og þessu um- hverfi,“ segir Hrafnhildur þeg- ar blaðamaður spyr hana hvað hafi orðið til þess að hún sóttist eftir stöðu skólameistara við FSN. Um komandi tíð segir hún að nú ríki dálítið sérstakir tímar í skólamál- um. Nóg sé af spennandi mögu- leikum með nýrri aðalnámskrá fyr- ir framhaldsskóla og nýju vinnu- mati kennara. „En við höfum ver- ið skorin niður eins og aðrir fram- haldsskólar. Ég geri mér grein fyrir því að þetta verður ekki bara dans á rósum,“ segir hún. Glímt við niðurskurð Töluvert hefur verið skorið niður í nemendagildum við skólann og kemur það mjög niður á dreifnámi við skólann og minnkar möguleika á að taka inn nemendur eldri en 25 ára. „Við vorum að útskrifa nem- endur með stúdentspróf sem höfðu alla tíð verið í dreifnámi,“ segir Hrafnhildur. Skólinn hefur starf- rækt framhaldsdeild á Patreksfirði fyrir nemendur af sunnanverðum Vestfjörðum og hefur deildin að sögn Hrafnhildar vaxið og dafnað undanfarin ár. „Við erum öðruvísi skóli með opið kennsluumhverfi og marga spennandi möguleika. Stað- nemendur hafa forgang inn í skól- ann, það er ákveðin forgangsröð- un. En ef vel verður hugsað til okk- ar í fjárlögunum í haust þá höfum við alls ekki miklar áhyggjur,“ seg- ir hún og bætir því við að skólinn fái um 80% þeirra sem ljúka grunn- skólanámi á Snæfellsnesi og sunn- anverðum Vestfjörðum til náms. Vill bjóða sérhæfðar námsbrautir Aðspurð hvort búast megi við ein- hverjum breytingum þegar hún tekur við sem skólameistari seg- ir hún svo í raun ekki vera. „Ég er náttúrlega búin að vera hérna und- anfarin ár og held áfram því sem ég hef verið að gera, til dæmis að innleiða leiðsagnarmat. Við ætl- um líka að skoða svolítið speglaða kennsluhætti. Við höfum notað þá aðferð og langar gjarnan að nota hana meira. Námskráin býður upp á fullt af möguleikum, ég er þeirrar skoðunar. En allir nýir hlutir gerast hægt, ég ætla ekkert að gera bylt- ingu í ágúst,“ segir Hrafnhildur og hlær við. Einnig sér hún fyrir sér að í fram- tíðinni megi ef til vill bjóða upp á sérhæfðari námsbrautir til stúd- entsprófs við skólann. Þær muni þá tengjast atvinnulífinu á svæðinu. Á Snæfellsnesi sé hafsjór af fróðleik í sjávarútvegi og ferðaþjónustu, svo Nýr skólameistari en enginn nýgræðingur dæmi séu tekin. „Við höfum lengi talað um slíkt og langað til. Þreif- ingar hafa verið gerðar og ég vona að þær haldi áfram og verði í sam- starfi við fyrirtækin á svæðinu,“ segir hún. „Snæfellingar eru al- mennt velviljaðir út í skólann, hann er svolítið óskabarn hér á svæð- inu. Enda breyttist samfélagið þeg- ar fjölskyldur þurftu ekki lengur að senda börnin að heiman aðeins 16 ára gömul,“ bætir hún við. „Við erum mjög ánægð með okk- ur bara, fyrir utan blessuð fjármál- in,“ segir Hrafnhildur að lokum, létt í bragði. kgk Hrafnhildur Hallvarðsdóttir er nýr skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Ljósm. sá. Jón Forseti sígur inn í Akraneshöfn með sjóþotuna í togi. Björgunardáð í Faxaflóa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.