Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 201514 Gunnar Bragi Sveinsson alþingis- maður Framsóknarflokksins og ut- anríkisráðherra er fyrsti þingmað- ur Norðvesturkjördæmis. Flokk- ur hans hlaut flest atkvæði í kjör- dæminu í síðustu alþingiskosning- um fyrir rúmlega tveimur árum, vann fjögur af átta þingsætum þar. Þegar ríkisstjórn Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugssonar tók við stjórn- artaumunum settist Gunnar Bragi í stól utanríkisráherra. Við hitt- um hann í liðinni viku á skrifstofu hans í ráðuneytinu við Rauðarár- stíg í Reykjavík. Ekki endilega til að ræða við hann sem utanríkis- ráðherra heldur fyrst og fremst sem fyrsta þingmann kjördæmis- ins sem Vesturland tilheyrir. Tal- ið berst að ýmsu. Væntanlegri stóriðju á Grundartanga, áhrifum sprengingar í ferðaþjónustu, mak- rílkvóta, hvalveiðum og fjölmiðl- un á landsbyggðinni, svo eitthvað sé nefnt. Sólarkísilverksmiðja frábært verkefni Ráðherrann er afslappaður og létt yfir honum. Löngu þinghaldi sem einkenndist af átökum og mál- þófi er nýlokið. Alþingi er komið í sumarfrí. Sjálfur er Gunnar Bragi nýkominn úr stuttri ferð norð- ur í sinn heimabæ; Sauðárkrók. Þar komst hann frá erli hvers- dagsins. „Ég á hús þar og þurfti að fara norður og sinna ýmsu við- haldi á því,“ segir hann. Þetta varð bara örstutt frí. Það er í mörg horn að líta sem ráðherra og þingmað- ur. „Ég á ekki von á því að kom- ast í langt sumarleyfi. Vonandi næ ég þó að taka nokkra daga seinna í sumar.“ Við vindum okkur í að tala um pólitíkina. Efst á baugi er að grennslast fyrir um viðhorf Gunn- ars Braga til fyrirhugaðrar bygg- ingar sólarkísilverksmiðju Sili- cor Materials á Grundartanga. Hann er ákveðinn í afstöðu sinni. „Mér finnst þetta frábært verkefni. Málið hefur verið kynnt ráðherr- um ríkisstjórnarinnar. Ég hygg að fulltrúar Silicor hafi á einhverjum tímapunkti hitt okkur flest ef ekki öll. Ég veit að forsætisráðherra er mjög ánægður með þau kynni sem hann hefur haft af þessu verkefni. Sjálfur hef ég að sjálfsögðu hitt þau og fannst sú kynning sem ég fékk mjög góð í alla staði. Það sem heillar mig mest er að þarna er fyr- irtæki komið með þessa nýju tækni sem að virðist hreinlega ganga upp. Hún hefur verið prófuð með ákveðnum hætti þó það hafi ekki verið gert af þeirri stærðargráðu og verður á Grundartanga. Verði þetta eins gott og okkur sýnist þá væri hugsanlega möguleiki á að fara í fleiri sams konar verkefni hér á landi.“ Erlendar fjárfestingar fagnaðarefni Gunnar Bragi segir að verksmiðja Silicor muni bæta ímynd Íslands þegar kemur að stóriðju. „Sú ímynd er þó svo sem alls ekkert slæm fyr- ir,“ bætir utanríkisráðherra við. Aðspurður ítrekar hann að stjórn- völd standi heilshugar á bak við þetta verkefni. „Það er mjög mikil- vægt að það komi skýrt fram. Ráð- herrar og ríkisstjórn stefna að því að þetta verði að veruleika. Við teljum að þetta sé jákvæð viðbót við þá iðnaðaruppbyggingu sem við horfum á í dag. Þarna er kom- in ný tækni sem fellur vel inn í fyr- irætlanir Íslendinga um að reyna að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Við eigum að fagna því þegar er- lendir fjárfestar sýna Íslandi áhuga þegar atvinnuuppbygging er ann- ars vegar. Við vitum að fyrirtæki vilja koma til Íslands af fjölmörg- um ástæðum. Nefna má gott og vel menntað vinnuafl, tiltölulega stöðugt umhverfi og græna orku sem er til staðar. Ísland er mjög vel í stakk búið til að taka við svona verkefni. Nýir orkusamningar við ný stóriðjufyrirtæki þýða svo hærri raforkuverð fyrir ríkið í gegnum Landsvirkjun. Það er jákvætt þó við verðum líka að gæta þess að verðleggja okkur ekki útaf mark- aði. Við eigum ekki að virkja til að virkja heldur til að skapa verðmæti. Að mínu viti höfum við hingað til farið skynsamlega í nýtingu orku- auðlinda okkar.“ Stjórnvöld vilja Silicor Þessi síðustu orð ráðherrans og þingmannsins vekja þá spurn- ingu hvort næg orka sé fyrir hendi til verksmiðju Silicor? „Auðvitað stendur það upp á orkufyrirtæki á borð við Landsvirkjun, og líka stjórnvöld, að sjá til þess að verk- efni sem þetta geti fengið og hafi orku. Ég hef fulla trú á að Lands- virkjun og önnur orkufyrirtæki geti útvegað þessa raforku sem til þarf þegar sá tími kemur að henn- ar verður þörf. Silicor þarf hana ekki á morgun heldur er nokkur tími þar til hún þarf að afhendast. Um hana þurfa að nást samningar. Landvirkjun ætti að hefja formleg- ar viðræður við fyrirtækið í haust um það hvenær hægt verði að af- henda þessa orku. Það eru nokk- uð margir kostir í nýtingarflokki í dag sem hægt er að fara í að virkja þó svo að Rammaáætlun hafi ekki fengið fullnaðarmeðferð í þinginu í vor. Ég tel að það breyti í sjálfu sér ekki miklu því að þó svo að það yrði einhverra mánaða frestur á að ný Rammaáætlun líti dagsins ljós. Það ætti ekki að hafa nokkur áhrif.“ Gunnar Bragi bendir á að sól- arkísilverksmiðjan þurfi ekki jafn mikla orku og önnur stóriðjuver. „Það eru nægir virkjanakostir fyr- ir hendi nú þegar til að útvega fyr- irtækinu rafmagn. Þeir eru reynd- ar flestir í jarðhita, en það skipt- ir ekki máli. Hann má virkja og koma þeirri orku inn á kerfið. Svo eru vatnsaflskostir sem eru til reiðu. Við vitum að Landsvirkj- un vill fara í að virkja í neðri hluta Þjórsár. Þar er einn kostur klár. Ég tel að það ætti að vera hægt að ná mjög góðri sátt um að bæta við að minnsta kosti einum virkjunar- möguleika við þar, ef ekki tveimur. Orka frá Þjórsárvirkjunum á tví- mælalaust að fara í þetta verkefni. Vilji stjórnvalda er alveg skýr um að þetta mikilvæga verkefni sem sólarkísilverksmiðjan er, eigi að verða að veruleika.“ Mikil og víðtæk marg- feldisáhrif af stóriðju Bent hefur verið á að nú sé sára- lítið atvinnuleysi og jákvæð teikn á lofti á ýmsum sviðum. Ferða- þjónustan er í mikill sókn. Gunn- ar Bragi telur samt að Vestur- land og Norðvesturkjördæmi, sem og þjóðfélagið sem heild, þurfi á þessari verksmiðju að halda. „Það er fólksfækkun á vissum svæðum í Norðvesturkjördæmi. Ef við horf- um á Grundartanga þá eru all- ar aðstæður fyrir hendi þar til að setja svona starfsemi af stað á þeim stað. Þetta mun styrkja kjördæmið en líka höfuðborgarsvæðið að ein- hverju leyti. Ef við horfum á Vest- urland og kjördæmið þá eru áhrif- in af svona uppbyggingu og rekstri mjög jákvæð og ná langt út. Við sjáum nú þegar dæmi um að fyrir- tæki vestur í Stykkishólmi, Skipa- vík, er að sækja töluverð verkefni á Grundartanga í dag. Áhrifin ná þannig langt út fyrir Hvalfjarð- arströnd og Akranes. Fasteignir í Borgarbyggð til dæmis geta hækk- að í verði í kjölfar þess að fólk fær vinnu sem tengist Grundartanga. Svo má ekki gleyma Akranesi og Hvalfjarðarsveit.“ Gunnar Bragi segist ekki hafa áhyggjur af því að frekari stóriðju- uppbygging á Grundartanga muni riðla viðkvæmu byggðajafnvægi í kjördæminu með því að soga til sín fólk frá öðrum svæðum suður að Hvalfirði. „Þetta mun ekki skapa neinn slíkan þrýsting að mínu viti. Að sjálfsögðu þurfum við að horfa á landið sem heild og reyna að styrkja vaxtarbrodda sem víðast. En ég hef ekki áhyggjur af því að þetta verk- efni eitt og sér hafi einhver úrslita- áhrif á byggðaþróun í Norðvest- urkjördæmi. Ég hef meiri áhyggj- ur af stóru myndinni þegar kemur að byggðunum, þegar litið er heilt yfir og einstök svæði skoðuð sem standa veikt af ýmsum orsökum. Þau munu ekki veikjast vegna þess að sólarkísilverksmiðja rís á Grund- artanga.“ Gunnar Bragi bendir á að ekki megi bara einblína á verksmiðju Silicor eina og og sér. Horfa verði á myndina í miklu stærra samhengi. „Við sjáum til dæmis vel á Akra- nesi hvernig iðnaður getur sprott- ið út frá frumframleiðslugreinum eins og sjávarútvegi eða álvinnslu. Afleidd störf, tækniframfarir og nýsköpun er mikil út frá þessum greinum. Á Akranesi má nefna fyr- irtækið Skagann. Hefði sjávarút- vegurinn ekki möguleika á að fjár- festa og fyrirtækið í svona góðu sambandi við útveginn þá væri Skaginn vart það fyrirtæki sem það er í dag. Annað dæmi eru allar vél- smiðjurnar og önnur fyrirtæki sem þjónusta stóriðjuna, bæði á Vest- urlandi en líka á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Tugir þúsunda góðra starfa hafa orðið til á Íslandi í af- leiddum greinum af sjávarútvegi og stóriðju,“ segir Gunnar Bragi. Hann ítrekar enn og aftur: „Sili- cor-verkefnið er mjög jákvætt, sem ég veit að við í ríkisstjórninni vilj- um að verði að veruleika sem allra fyrst.“ Galin umræða Við víkjum orðum að þeim gagn- rýnisröddum sem hafa verið á lofti gegn verksmiðju Silicor. Þar hafa þekktir einstaklingar svo sem Skúli Mogensen, Bubbi Morthens og fleiri farið mikinn. „Ég botna ekkert í þessari umræðu,“ segir utanríkisráðherrann og bætir við að honum finnist margt í henni með því vitlausasta sem hann hafi heyrt lengi. „Á Grundartanga er álver og járnblendiverksmiðja auk annarrar starfsemi. Verksmiðja Silicor á að rísa við endann á lóð álversins. Mér finnst alger rök- leysa í þessum skoðunum Skúla Mogensen og Bubba Morthens. Ef iðnaður á Grundartanga kemur í veg fyrir að hótel eða ferðaþjón- usta rísi við Hvalfjörð, hafa menn þá áform um að koma álverinu og járnblendinu í burtu? Iðnaður á Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, á skrifstofu sinni í ráðuneytinu. Gunnar Bragi telur að skoða eigi að setja ákveðið komugjald á alla farmiða til landsins sem yrði þá notað til uppbyggingar á innviðum tengdum ferðaþjónustu. Myndin er tekin við bílastæðið við Glym í Hvalfirði. Iðnaðarsvæðið á Grundartanga. Lóð fyrirhugaðrar verksmiðju Silicor er næst á myndinni og afmarkast af gulu línunni. Fjær er svo álverið, járblendiverksmiðjan, höfnin og önnur mannvirki sem tilheyra ýmsum rekstri á svæðinu. Gunnar Bragi Sveinsson fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis og utanríkisráðherra: „Ríkisstjórnin stendur heilshugar á bak við verksmiðju Silicor á Grundartanga“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.