Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 15 Grundartanga er staðreynd. Með Silicor er verið að tala um verk- efni sem er væntanlega umhverf- isvænna en það sem við höfum fyrir á Grundartanga án þess að sú starfsemi sem þar er hafi verið til neins skaða. Menn ættu að fagna þessari uppbyggingu.“ En telur þingmaðurinn og ráð- herrann ekki að rétt hefði verið að sólarkísilverksmiðja Silicor færi í umhverfismat? „Við erum með ákveðin lög og reglur um þessa ferla. Eftir þeim er farið. Það á ekki að beygja lög eftir geðþótta. Sérfræðingar hafa lagt mat á þessa tækni sem á að nota. Þetta verk- efni var metið af þeim svo að verk- smiðja Silicor þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Við það situr. Sveit- arfélagið Hvalfjarðarsveit hefur einnig axlað sína ábyrgð og vand- að mjög til verka í sínum ferlum sem snúa til að mynda að skipu- lagsmálum.“ Gunnar Bragi segir að sér finn- ist kominn tími til þess að þau sem gagnrýna iðnaðaruppbyggingu á Íslandi líti nú aðeins í eigin barm. „Þau mættu velta fyrir sér hvort þessi starfsemi sé nú ekki að skila einhverju til þeirra líka. Að hún sé einnig fyrir þeirra hag og heild- arinnar. Allt styrkir þetta efna- hagslíf okkar sem búum hér á Ís- landi. Við þurfum að breikka úr- valið í atvinnulífinu og efla heildar- mynd þess. Það þarf að búa til góða og rétta blöndu. Það geta til dæm- is orðið áföll í ferðaþjónustu, ál- verð getur lækkað eða komið upp vandræði á fiskmörkuðum. Með því að bæta við okkur iðnaðarkost- um erum við að fjölga eggjunum í körfunni og væntanlega gera fram- tíðina öruggari.“ Telur að skattleggja þurfi ferðamenn Við yfirgefum stjóriðjumálin þó síðasta orð hafi sjálfsagt fráleitt verið sagt í þeim efnum. Í staðinn víkjum við að ferðaþjónustunni og innviðum tengdri henni. Vegamál- in koma upp í hugann. Umferð eykst. Víða eru vegir utan hring- vegar sem leiða inn á fagra og merka staði í slæmu ásigkomulagi. Gunnar Bragi viðurkennir fús- lega að gera þurfi betur í þessum málaflokki. „Á sínum tíma sett- um við Íslendingar töluverða fjár- muni í að byggja upp vegakerfið. Hins vegar höfum við ekki horft til þess að það kæmi svona spreng- ing í ferðaþjónustunni. Okkur hef- ur skort framtíðarsýn. Kannski er það skiljanlegt vegna þess að eng- inn sá það fyrir að aukningin í fjölda gesta til landsins yrði svona mikil. Fyrir vikið þá eru vegirn- ir og ferðamannasvæði ekki tilbú- in að taka við öllu þessu fólki. Á sama tíma erum við að sjá flutn- inga stóraukast um vegina. Við urðum svo auðvitað að skera mikið niður eftir hrun. Núna þegar efna- hagurinn fer að batna þá verðum við að setja meiri fjármuni í vega- kerfið. Ekki bara að og frá vinsæl- ustu ferðamannastöðunum held- ur líka að bæta vegakerfið þannig að það verði auðveldara að dreifa ferðamönnum um landið. Þetta er auðvitað öðrum þræði mjög stórt byggðamál,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir að líka sé brýnt að bæta úr fjarskiptamálum. „Ferða- þjónustufyrirtæki úti á landi geta til að mynda ekki búið við ótryggt netsamband. Sumir halda kannski líka að það sé alls staðar gott og öruggt farsímasamband. Þannig er það því miður ekki. Nú erum við að reyna að fá fjármagn til að ljós- leiðaravæða dreifbýlið. Um daginn setti ríkisstjórnin einnig 1,8 millj- arða í ákveðnar vegabætur svo sem veg um Uxahryggi og á fleiri stöð- um sem á eftir að gagnast ferða- þjónustunni vel. Gangi haftaáætl- unin síðan eftir þá gætu skuldir ríkissjóðs verið komnar niður í um 25% af landsframleiðslu 2020 sem er svipað og það var fyrir hrun. Þá munum við standa frammi fyr- ir allt öðrum veruleika og fjár- hagsgetu heldur en í dag. Þetta er að vísu sagt með nokkrum fyrir- vara því enn eru óvissuþættir í því máli.“ Peningar til að styrkja inni- viði ferðaþjónustunnar verði þó að sögn Gunnars Braga ekki ein- göngu sóttir í ríkissjóð. Hann seg- ist þeirrar skoðunar að finna verði leiðir til að taka inn fjármuni í þetta frá ferðamönnum. „Ég held að það sé kominn tími til að setja einhvers konar skatt á fólk þegar það kem- ur til landsins, svo sem á flugmiða. Það verður þá bara að hafa þó að Íslendingar þurfi að greiða hann líka. Við sjáum svona skatta mjög víða, svo sem í Bandaríkjunum.“ Háskólar ættu að skoða samstarf Menntamálin eru næst á dagskrá í spjalli okkar. Þrír háskólar eru í Norðvesturkjördæmi í dag. Und- anfarið hefur nokkuð verið rætt um framtíð þeirra. Nefnd á veg- um stjórnvalda er með hugsanlega frekari samvinnu þeirra eða sam- einingar í skoðun. Gunnar Bragi kannast vel við þá vinnu og segir að mjög mik- ilvægt að háskólarnir sem eru í dag starfi í þeim landshlutum þar sem þeir eru og það verði tryggt að þeir geti vaxið. „Ef það ger- ist með samstarfi við aðra skóla þá þykir mér það góð leið. Marg- ir segja að það sé vitleysa að vera með þrjá háskóla í jafn fámenn- un landshluta og Norðvesturkjör- dæmi er. Svo má ekki gleyma að það er Háskólasetur á Ísafirði sem er að gera mjög góða hluti í ákveð- inni sérhæfingu. Fullyrt er að þetta sé ekki þjóðhagslega hagkvæmt og þar fram eftir götunum. En þetta er mjög hagkvæmt fyrir landshlut- ann að hafa þessa skóla sem allir eru frekar sérhæfðir. Má ekki al- veg eins benda á að það eru tveir háskólar í Vatnsmýrinni í Reykja- vík og spyrja hví þeir séu ekki sam- einaðir í sparnaðarskyni? Það get- ur vel verið að skólarnir þurfi að sérhæfa sig aðeins meira í ákveðn- um hlutum til þess að styrkja sig. Það finnst mér verðugt að skoða. En heilt yfir þá tel ég farsælast að skólarnir leiti eftir auknu samstarfi þeirra á milli“. Gagnrýninn á makríl- kvóta á smábáta Við förum áfram um víðan völl enda af nægum málum að taka til að ræða um við ráðherrann og þingmanninn. Næst er að brydda á sjávarútvegsmálunum. Nú er væntanlega að hefjast makrílver- tíð. Kvótasetning á smábáta sem stunda þær veiðar er umdeild þar sem margir telja sig hljóta skarð- an hlut frá borði og sitja uppi með miklar fjárfestingar sem nýtast ekki lengur. „Ég ætla ekki að segja að ég sé sáttur við þá niðurstöðu að smá- bátarnir voru settir í kvóta. Hins vegar held ég að Sigurður Ingi Jó- hannsson ráðherra sjávarútvegs- mála hafi ekki átt marga kosti mið- að við það sem hann vísar til varð- andi álit umboðsmanns Alþing- is í sambandi við kvótasetningu á makrílnum. Ég hefði viljað sjá kjördæmið koma betur út varðandi smábátana. Það er svolítið erfitt að sætta sig við þetta. Það er eins og alltaf bölvað að sjá nýjar tegund- ir fylla firði og flóa og fá ekki að veiða. Hins vegar er það líka svo að þeir sem hafa fjárfest mikið í bún- aði til veiðanna upp á von og óvon en fá nú lítinn kvóta þurfa að líta í eigin barm. Vissulega höfðu menn væntingar og tóku áhættu en sumir gengu kannski of langt í þeim efn- um.“ Gunnar Bragi segist hafa rætt makrílinn mikið við sjávarútvegs- ráðherra. „Við erum ekki alltaf sam- mála um þessa hluti. Ég hef feng- ið hann til að hitta menn úr kjör- dæminu og hann farið með þeim yfir málin. Þetta varð svo hans nið- urstaða. Hann kynnti þetta í ríkis- stjórn, við ræddum þetta þar, þetta var gagnrýnt. Þetta mál finnst mér dæmi um að það er enginn sé í góðri stöðu að vera sjávarútvegsráðherra nokkurn tímann. Það eru svo miklir og ólíkir hagsmunir í þeim málum á hverjum tíma. Oft þarf að taka erf- iðar og umdeildar ákvarðanir.“ Haf- og fiskirannsóknir Í framhaldi af þessu víkur Gunnar Bragi að öðru sem hann segist vilja beita sér ákveðið fyrir. „Sjávarút- vegsráðherra á að fá miklu meiri fjármuni í hafrannsóknir. Við ætt- um öll að sameinast um það. Þetta er okkar undirstöðuatvinnugrein, sjávarútvegurinn, þó að ferðaþjón- ustan skili kannski meiri gjaldeyri eins og er. Samkeppnin í sjávarút- vegi á heimsvísu er orðin gríðar- lega hörð. Með því aðhaldi í haf- og fiskirannsóknum erum við að spara aurinn en kasta krónunni. Við sjáum líka þessa umræðu um umhverfismálin, hlýnun og súrn- un sjávar og svo framvegis. Geysi- sterk umhverfissamtök spyrja erf- iðra spurninga. Þá er mikilvægt fyrir okkur að geta sýnt fram á rannsóknargögn bæði hvað varð- ar umhverfi og fiskistofna. Það er alltaf verið að reyna að ýta þess- um nýtingar- og skynsemissjónar- miðum út. Ég hef áhyggjur af því að þetta eigi eftir að koma okkur í koll innan stutts tíma að hafa ekki stundað nógu mikið af hafrann- sóknum. Þetta segi ég vegna þess að ég og við hér í utanríkisráðu- neytinu finnum vel hvernig vind- ar blása. Það er sífellt verið að taka þessi málefni hafsins upp á fundum og ráðstefnum úti í heimi. Þessi barátta stendur yfir í dag. Núna í haust tel ég mikilvægt að við setj- um aukna fjármuni í haf- og fiski- rannsóknir. Ég vil gera það.“ Litin hornauga vegna hvalveiða Hvalveiðarnar eru líka stórt mál. Veiðar á langreyðum eru stundaðar frá Vesturlandi sem er í kjördæmi utanríkisráðherra. Skorað hef- ur verið á bandarísk stjórnvöld að herða aðgerðir gegn Íslandi vegna hvalveiðanna. „Við hér í utanrík- isráðuneytinu verðum vör við það frá fyrstu hendi á fundum sem við sækjum að Ísland er stundum lit- ið hornauga vegna þessara veiða. Við eigum þó mjög gott samstarf við Bandaríkin í það heila þó hval- veiðarnar standi í vegi fyrir ákveðn- um hlutum. Okkur hefur ekki ver- ið boðið á suma fundi og ráðstefn- ur sem varða málefni hafsins. Þó finnst mér ég merkja breytingu á þessu núna, enda reynum við að velta upp lausnum, færum rök fyrir okkar málflutningi og gerum ekki lítið úr áhyggjur þeirra. Við eig- um ekki að gefa eftir réttinn til að nýta þessa auðlind frekar en hverja aðra. En það er umhugsunarefni fyrir okkur hvort við ættum ekki að koma til móts við alþjóða hval- veiðiráðið til að mynda með því að veiða færri hvali árlega en við ger- um nú.“ Landsbyggðin þarf sam- starf í fjölmiðlun Viðtalinu fer að ljúka. Ritari ráð- herra kemur inn og veltir kank- víslega fyrir sér hvort við séum að fara að skrifa heilan blaða- kálf? Önnur verkefni bíði ráð- herrans. Það er ekki sjálfgefið að önnum kafinn utanríkisráðherra hafi jafn langan tíma til að sitja á hljóðskrafi við fjölmiðla. Við end- um þetta einmitt með því að ræða stuttlega um landsbyggðina og fjölmiðlun. Þó Gunnar Bragi sé nú utanríkisráðherra þá er hann landsbyggðarþingmaður og sjálf- ur búsettur úti á landi. Hann hefur velt þessum málum fyrir sér. „Það er alltof oft neikvæð mynd dreg- in upp af landsbyggðinni í þess- um stóru fjölmiðlum. Mér finnst hún ekki alltaf njóta sannmælis hjá þeim. Fjölmiðlar úti á landi reyna hins vegar að draga upp hina raun- sönnu mynd af landsbyggðinni en þeir standa ekki líkt því jafn sterkt og stóru landsmiðlarnir. Samstarf milli fjölmiðla á landsbyggðinni er nokkuð sem ég tel að mætti skoða. Það myndi styrkja þá alla. Mögu- lega ætti að hafa færri en stærri miðla úti á landi sem hefðu þá afl til að ná fram með fréttir af því góða sem er að gerast utan höfuð- borgarsvæðisins.“ Gunnar Bragi segist vilja draga fram nærtækt dæmi einmitt út frá því sem við ræddum í upphafi við- talsins. „Að mínu mati koma já- kvæðu fréttirnar af iðnaðar- og atvinnuuppbyggingu úti á landi flestar úr minni miðlunum. Mér hefur til að mynda fundist fjöl- miðlar gera alltof mikið af því að draga upp neikvæðar myndir af því sem stendur til að gera á Grundar- tanga eða möguleikum sem eru á Norðvesturlandi. Það er strax far- ið í efasemdarraddirnar. Þeim er gert hátt undir höfði í stað þess að beina sjónum að þeim möguleik- um sem skapast til dæmis þegar þessi flotta verksmiðja Silicor rís á Grundartanga. Þannig má áfram telja,“ segir Gunnar Bragi. Fyrsti þingmaður Norðvestur- kjördæmis ítrekar í lokin þá stað- reynd að geysimikil verðmæti fyr- ir þjóðarbúið í heild verði til úti á landi. „Fyrir þetta nýtur lands- byggðin ekki þess sannmælis sem hún á að eiga í umræðunni. Stjórn- málamenn hvar í flokki sem þeir standa þurfa að gera sér betur grein fyrir þessu, halda því góða og já- kvæða á lofti og stóru landsmiðl- arnir mættu oft grípa það betur en þeir gera.“ mþh Á makrílveiðum við Snæfellsnes í fyrrasumar.Langreyður dregin á land í Hvalfirði. Utanríkisráðherra telur að Íslendingar eigi að íhuga að draga úr fjölda veiddra hvala til að mæta andstöðu á alþjóða vett- vangi vegna veiðanna. Gunnar Bragi vill stórauka fjárveitingar til haf- og fiskirannsókna. Hér er rann- sóknaskipið Árni Friðriksson. Fyrsti þingmaður Norðvesturkjör- dæmis telur að landsbyggðarfjöl- miðlarnir þurfi að verða sterkari. Þeir varpi oft upp gagnrýnni rödd og gefi jákvæðari mynd af raunveruleikanum, eitthvað sem skorti í stærri miðlunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.