Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 21 Búvörulög og flutn- ingur verkefna LANDIÐ: Alþingi samþykkti 1. júlí síðastliðinn frumvarp um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu búvöru. Þau lög hafa í daglegu máli verið kölluð Búvörulög og er það heiti nú fest í lög. Helstu breytingar sem gerðar eru og snerta störf Matvælastofnunar felast í því að verkefni sem Bændasamtök Íslands hafa sinnt og lúta að ákvörðunum um opinberar greiðslur, útreikning, afgreiðslu og eftirliti þeirra færast nú til Matvælastofnunar. Með lögunum er Matvælastofnun einnig ætlað að annast söfnun upplýsinga um fram- leiðslu búvara og birta árlega skýrslu um framleiðslu liðins árs, vinnslu á búvörum og sölu þeirra. Þá skal Matvælastofnun árlega gera áætl- un um neyslu mjólkurvara byggða á upplýsingum frá afurðastöðvum sem lið í undirbúningi ákvörðunar um heildargreiðslumarks mjólkur ár hvert. Með bráðabirgðaákvæði í lög- unum er Matvælastofnun heimilað til 1. janúar 2017 að ráða þá starfs- menn Bændasamtaka Íslands sem unnið hafa við þau störf sem nú fær- ast til stofnunarinnar án þess að þau störf verði auglýst. –mm Gengur vel í Grímsá og Kjósinni VESTURLAND: Það virðist sem töluvert hafi gengið af laxi á síð- asta straumi, þá sérstaklega smá- lax. Veiðin hefur þannig tekið góð- an kipp í Norðurá, Þverá, Haffjarð- ará, Grímsá, Laxá í Leirársveit og Laxá í Kjós. Norðurá er ennþá efsta veiðiáin. „Veiðiskapurinn gengur vel í Grímsá og það eru yfir 20 lax- ar á land núna,“ sagði Haraldur Ei- ríksson er við spurðum um stöðuna í veiðinni hjá Hreggnasa. „Það eru svona 15-16 laxar í Kjósinni á dag,“ bætti Haraldur við, en hann var þá staddur við Laxá í Kjós. „Já, veiðin hefur tekið verulegan kipp. Langá- in hefur verið að gefa vel,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson framkvæmda- stjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur í samtali við Skessuhorn. „Hauka- dalsáin hefur verið að gefa þokka- lega og þverá sem rennur í hana, en vatnið er mikið í Hauku. Það hefur greinilega komið eitthvað af fiski á síðasta straumi. Leirvogsáin er öll að koma til og hefur gefið á milli 50 og 60 laxa,“ sagði Ari ennfremur. „Laxá í Leirársveit hefur gefið um 80 laxa og veiðimenn hafa verið að fá góða veiði,“ sagði Ólafur Johnson er við spurðum um veiðina þar, en hún fór rólega af stað en er nú öll að glæðast. –gb Matís og Keldur LANDIÐ: Atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið gerði í síðustu viku þjónustusamninga við Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum og Matís ohf. um að taka að sér að gegna hlut- verki tilvísunarrannsóknastofa fyr- ir Íslands hönd á tilteknum sviðum. Með þessu er íslenska ríkið að upp- fylla skyldu samkvæmt EES-samn- ingnum á sviði matvælaöryggis. Í til- kynningu frá atvinnuvegaráðuneyt- inu kemur fram að með tilnefningu tilvísunarrannsóknastofa sé ætlun- in að stuðla að miklum gæðum og samræmi greiningarniðurstaðna. „Þær gegna margþætti hlutverki, svo sem að veita landsbundnum tilvís- unarrannsóknarstofum upplýsing- ar um greiningaraðferðir, samræma beitingu aðferða við greiningar og skipuleggja samanburðarprófanir. Þá miðla þær þekkingu og upplýsing- um frá tilvísunarrannsóknarstofum ESB til lögbærra yfirvalda og veita lögbærum yfirvöldum vísindalega og tæknilega aðstoð við að koma á sam- ræmdum eftirlitsáætlunum.“ –mm Víða um land er pottur brotinn í ásigkomulagi sauðfjárveikiv- arnargirðinga og er slælegu við- haldi kennt þar um. Fjárskortur kemur svo í veg fyrir úrbætur. Yfirdýralæknir telur nú brýnt að ráðist verði hið fyrsta í að gera við Snæfellslínu, Gilsfjarðarlínu, Miðfjarðarhólf og nokkra parta til viðbótar. Talið er að þetta muni kosta á bilinu tíu til ell- efu milljónir króna. „Víða ann- ars staðar eru sauðfjárveikivarn- argirðingar varla fjárheldar og nauðsynlegt að verja fé til bóta á t.d. Tvídægrulínu, Hvamms- fjarðarlínu og Kjalarlínu sem gætu kostað allt að átta milljón- um. Þá eru ótaldar aðrar línur þar sem þarf að laga eða endur- nýja, s.s. Hvalfjarðarlína, Bláskó- galína, Kýlingarlína o.fl. Til viðhalds þessa kerfis sauðfjár- veikigirðinga þarf a.m.k. 25 til 30 milljónir króna árlega. Ekki hefur verið farið í verulega end- urnýjun á girðingum síðan árið 2013 þegar fé fékkst úr Verð- miðlunarsjóði (sem dugði ekki til),“ stendur í pistli um málið á vef Landssamtaka sauðfjárbænda (saudfe.is). Samtökin hafa und- anfarið beitt sér fyrir úrbótum í þessum málum. mþh Nú í sumar hefur starfsfólk Frystiklefans í Rifi á Snæfellsnesi staðið fyrir leiklistarnám- skeiði fyrir börn í leikskólum Snæfellsbæj- ar. Þetta er hluti af samstarfssamningi bæj- arfélagsins við Frystiklefann. Á mánudag lauk leiklistarnámskeiðinu sem hófst í byrj- un júní með því að allir nemendur voru út- skrifaðir með grænan frostpinna í hendi. „Þau eru búin að vera alveg frábær, eru með svo óheflað ímyndunarafl og geta leikið hvað sem er. Þau bregða sér í hlutverk froska, gír- affa, ganga yfir ímyndaðar brýr og hvaðeina. Fyrir okkur leiklistarfólk þá er mjög gefandi að leika með börnum. Þeim fannst allt mjög gaman, biðu alltaf eftir okkur þegar við kom- um og allt var þetta mjög skemmtilegt. Þau dönsuðu og fóru í alls konar leiki. Starfsfólk- ið á leikskólunum er líka mjög flott,“ segir Kári Viðarsson leikari og Frystiklefastjóri. Auk Kára hafa þær Bianca Hisse frá Brasi- líu, Jordine Cornish frá Ástralíu og Anna Margrét Káradóttir komið að þessum leik- listarnámskeiðum leikskólabarnanna. „Við förum líka á dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík og erum þar með söngdagskrá eða upplestur úr bókum og lesum ljóð. Svo erum við líka með dansskóla og leiklistarskóla fyrir krakk- ana hér í bænum. Það er mjög gott fyrir þau að geta fengið faglega kennslu í þessum greinum um sumartímann. Þetta er allt búið að ganga mjög vel,“ segir Kári. Hann seg- ir að erillinn hafi verið mikill í Frystiklefan- um það sem af er sumri. „Það er bilað mik- ið að gera. Bæði hefur ferðamönnum fjölgað mjög og svo er það dagskráin hér sem þarf að halda gangandi. Sumarið er búið að vera fínt og það er bara hálfað.“ mþh Krakkarnir í leikskólunum á Hellissandi og í Ólafsvík við útskriftina ásamt kennurum. Útskrift af leiklistarnámskeiði með grænum frostpinnum Fjallmyndarlegir hrútar í grennd við Vatnshelli á Snæfellsnesi nú í júní. Lóndrangar í fjarska. Sauðfjárveikivarnargirðingar í lamasessi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.