Skessuhorn - 15.07.2015, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 201526
Undanfarna daga hafa Skagamenn
veitt athygli litlum seglbátum sem
sjá hefur mátt á hverjum degi á
siglingu út af Langasandi. Um er
að ræða æfingabúðir á vegum Sigl-
ingasambands Íslands sem fram
fóru á Akranesi. „Þetta eru æfinga-
búðir fyrir öll siglingafélög á land-
inu. Hér eru krakkar meðal ann-
ars frá Akureyri og höfuðborgar-
svæðinu,“ sagði Úlfur Hróbjarts-
son, formaður Siglingasambands
Íslands, þegar blaðamaður Skessu-
horns heimsótti hópinn þar sem
hann snæddi hádegismat í blíðunni
á Aggapalli síðastliðinn miðviku-
dag. „Við gerum þetta einu sinni
á ári, að fara og halda æfingabúðir
einhvers staðar á landinu. Undan-
farin ár höfum við verið á Akureyri,
Sauðárkróki og Stykkishólmi svo
dæmi séu tekin,“ bætir hann við.
„Þetta er alveg ljómandi aðstaða,“
sagði Úlfur aðspurður um hvernig
væri að sigla á Akranesi. „Nokkuð
varið af skerjunum í kring. Reynd-
ar opið fyrir sunnanáttinni en þeg-
ar svo ber undir er nóg pláss til að
sigla í höfninni.“
Æfingabúðir sem þessar segja
aðstandendur að hafi verið vel sótt-
ar í gegnum tíðina. Í ár séu þó örlít-
ið færri en venjulega. „Þetta sumar
hefur verið rysjótt framan af, leið-
inlegt veður og það hefur líklega
áhrif á þátttökuna að þessu sinni,“
segir Úlfur en 17 krakkar taka þátt
í æfingabúðunum á Akranesi. Elstu
þátttakendur eru rétt rúmlega tví-
tugir og þeir yngstu aðeins ellefu
ára. „Það er mikil breidd í hópnum
sem er að mörgu leyti skemmtilegt.
Það verða allir að vera vinir og eldri
krakkarnir passa upp á þá yngri,“
bætir Úlfur við og brosir.
Í skoðun að stofna sigl-
ingafélag á Akranesi
Æfingabúðunum lauk á laugardag-
inn með siglingakeppni. Þá var sett
upp braut sem þátttakendur sigldu.
Minnstu bátarnir eru allir eins og
þá gildir bara hver kemur fyrstur í
mark. Þegar stærri bátarnir keppa
þarf að beita útreikningum og ræsa
á mismunandi tímum vegna þess að
þeir eru misjafnlega hraðskreiðir.
„Svo vonandi getum við hald-
ið námskeið hér í sumar og þá fyrir
krakka á Akranesi,“ segir Úlfur og
bætir því við að Siglingasamband-
ið skoði nú, í samstarfi við Íþrótta-
bandalag Akraness, möguleikann á
því að koma að stofnun siglinga-
félags á Akranesi sem yrði þá að-
ildarfélag ÍA. Ekkert hafi hins veg-
ar verið ákveðið í þeim efnum enn
sem komið er.
Siglingar eru ekki fjölmennasta
íþróttagrein landsins. Einn að-
standenda æfingabúðanna gat sér
til um að innan SÍL væru á milli
150 og 200 virkir iðkendur. Ástæð-
una taldi Úlfur meðal annars vera
þá að krakkar í dag fengju ekki að
kynnast sjónum. „Þessir trillukarl-
ar sem maður hittir niðri á bryggju
hafa gaman af því að sigla og eru í
þessu vegna þess að þeir eru aldir
upp við að mega fara um borð í báta
og sigla þeim. Það stendur fæst-
um krökkum í dag til boða,“ seg-
ir hann. Krakkar séu aldir upp við
að sjórinn sé hættulegur, sem hann
getur vissulega verið. „Við vitum að
við vinnum með ákveðinn áhættu-
þátt en með viðeigandi ráðstöfun-
um er áhættunni haldið í algjöru
lágmarki. Til dæmis eru björgun-
arvesti algjört skilyrði á viðburð-
um sem þessum. Það fer enginn um
borð í bát án þess að vera í vesti.
Það gildir um alla, nemendur sem
þjálfara,“ segir Úlfur. Tveir örygg-
isbátar sem fylgdu krökkunum voru
á svæðinu auk þjálfarabátsins sem lá
á miðju siglingasvæðinu. Þar fylgd-
ust vökul augu yfirþjálfarans Tom
Wilson með öllu sem fram fór. Er
þetta í sjötta skipti sem Tom kemur
til landsins og þjálfar fyrir SÍL og
unir hann hag sínum vel í því hlut-
verki. „Tom er alveg frábær, fær
þjálfari. Hann er ofboðslega góður
með krakkana og nær vel til þeirra,“
sagði Úlfur.
Ánægjan skein af hverju
andliti
Að siglingum loknum þennan mið-
vikudag spjallaði blaðamaður stutt-
lega við siglingakappann Gunnar
Hlyn, sem sigldi ásamt nafna sínum
Gunnari Kristni. „Við erum búnir
að sigla saman í fimm ár og þar af
svona tvö og hálft á þessum báti,“
sagði Gunnar Hlynur, en þeir fé-
lagar eru aðeins tæplega tvítugir.
Blaðamaður tók einnig tali
nokkra yngri siglingagarpa sem
sækja æfingabúðirnar. Flestir þeirra
voru kringum fermingaraldurinn
og öll höfðu þau milli fimm og sjö
ára reynslu af siglingum. Aðspurð
hversu gaman þau hefðu af því að
sigla voru svörin öll á einn veg.
Siglingarnar sögðu þau vera með
því skemmtilegasta sem þau gerðu,
sum vildu meira að segja kveða svo
fast að orði að segja þær það allra
skemmtilegasta. Blaðamaður trúði
hverju orði enda skein ánægjan af
andlitum þátttakenda.
kgk
Stolt siglir fleyið mitt
Æfingabúðir í siglingum voru alla síðustu viku á Akranesi
Æfingabúðir á vegum Siglingasambands Íslands voru haldnar á
Akranesi í síðustu viku.
Þátttakendur voru á öllum aldri. Þeir
elstu rúmlega tvítugir og þeir yngstu
ellefu ára.
Tveir af aðstandendum æfingabúðanna. Úlfur Hróbjartsson, formaður SÍL og
Ólafur Már Ólafsson, formaður Siglingafélags Reykjavíkur, nýttu tækifærið og
sigldu sér til gamans áður en þátttakendur sneru úr hádegishléi.
Það er mikilvægt að líta vel í kringum sig þegar siglt er í kringum aðra.
Krakkarnir sigla í braut sem slegið var upp úti fyrir Langasandi.
Mikið kapp var í þátttakendum í brautinni þar sem allir reyndu að
sigla sem hraðast.
Gunnar Kristinn og Gunnar Hlynur sigla hraðskreiðasta bátnum í
suðurátt. Í bakgrunni má sjá eitt af skipum Hvals hf.
Þessir drengir fóru heldur geyst fyrir baujuna og báturinn fór á hliðina.
Þeir voru hins vegar snarir í snúningum, réttu bátinn af í hvelli og héldu
áfram að sigla.
Siglt í átt að Akrafjalli.
Gunnar Kristinn og Gunnar Hlynur
sigla í átt að landi undir lok æfinga
síðastliðins miðvikudags.