Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 39. tbl. 18. árg. 23. september 2015 - kr. 750 í lausasölu
Arion
hraðþjónusta
– hafðu það eins og þú vilt
Arion appið • Netbanki • Hraðbankar
Lúsina burt!
Restaurant Munaðarnes
Borgarfirði
525 8441 / 898 1779
Njótið veitinga
í fallegu umhverfi
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
OPIÐ
15.00 – 21.00
Hópapantanir í
síma 898-1779
Rafræn áskrift
Ný áskriftarleið
Pantaðu núna
„Það má kallast þjóðlegasti siður, þetta að pota útsæðinu niður...“ kvað skáldið. Margir halda í þessa góðu hefð að setja niður útsæði og freista þess að fá margfalda
uppskeru að hausti. Einn atorkusamasti frístunda kartöfluræktandi Vesturlands er Sveinbjörn Eyjólfsson í Hvannatúni við Hvanneyri. Hann er óþreytandi að deila
á samfélagsmiðlana tíðindum af uppskeru og æra um leið upp bragðlauka vina sinna á Facebook þegar fallegar kartöflur fara að líta dagsins ljós gjarnan um mitt
sumar. Svo er þetta líka áhugamál sem deila má með fjölskyldunni eins og glöggt sannast á þessari mynd þegar sex af sjö barnabörnum þeirra Sveinbjörns og Vildísar
Bjarnadóttur sitja fyrir, hvert með sinn pokann. Það getur tekið í að jafnhenda þungum kartöflupokum. Uppskeruna að þessu sinni segir Sveinbjörn þokkalega, en
bragðast frábærlega. Ljósm. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir.
Miklar breytingar eru fyrirhug-
aðar hjá Samtökum áhugafólks
um áfengisvandann (SÁÁ) á næstu
árum en til stendur að sameina
meðferðarheimilin í Vík og á Stað-
arfelli í nýtt húsnæði sem byggt
verður í Vík á Kjalarnesi. Í kjölfarið
mun öll starfsemi SÁÁ á Staðarfelli
í Dölum leggjast af. Að sögn Arn-
þórs Jónssonar formanns stjórnar
SÁÁ hentar húsnæðið á Staðarfelli
einkar illa fyrir heilbrigðisþjónustu
og því var ákveðið að ráðast í áður-
nefndar framkvæmdir. „Við erum
búin að vera á Staðarfelli í meira
en þrjátíu ár og þetta er frábært
hús og æðislegur staður. En það
hentar mjög illa fyrir okkur. Kröf-
ur og þrýstingur frá eftirlitsaðil-
um hefur aukist og við myndum
þurfa að breyta húsnæðinu mikið
til að uppfylla þau skilyrði sem sett
eru. Kostnaðurinn við þær breyt-
ingar yrði líklega jafn mikill og við
að byggja nýtt hús,“ segir Arnþór í
samtali við Skessuhorn. Hann segir
húsið auk þess orðið gamalt og því
komið sé að ýmsu viðhaldi með til-
heyrandi kostnaði. „Auk þess hefur
húsið ekkert aðgengi fyrir hreyfi-
hamlaða og fatlaða og hentar því
illa.“
Húsið óhentugt
Arnþór segir að lengi hafi verið
á döfinni að bæta húsakost SÁÁ.
Eins og staðan er núna er sérstök
kvennameðferð í Vík en karlmenn
hafa farið í framhaldsmeðferð á
Staðarfell eftir að dvöld þeirra á
Vogi lýkur. Þó hafa eldri karlmenn
og þeir sem eiga erfitt með hreyf-
ingu verið í Vík. Með breytingun-
um verða allir á sama stað en þó í
tveimur húsum. Annað húsið verð-
ur eingöngu ætlað fyrir karlmenn
en hitt fyrir konur. Alls verður hinn
nýi sameinaði húsakostur um 3.100
fermetrar. „Þetta var lengi í um-
ræðunni hjá okkur, því okkur lang-
aði að vera áfram í þessu umhverfi
á Staðarfelli. Staðurinn sjálfur er
góður en húsið er óhentugt og við
eigum húsnæðið ekki. Það er í eigu
Fjársýslu ríkisins og þá var spurn-
ing hversu mikinn pening ætti að
leggja í húsnæði sem ekki er í eigu
samtakanna.“ Arnþór telur það
hafa hverfandi áhrif á Dalabyggð
þó starfsemi samtakanna leggist af
á Staðarfelli. „Allir sem starfa þarna
eru ráðgjafar á vegum SÁÁ. Þeir
eru ekki búsettir á svæðinu og vinna
þarna á vöktum. Áhrifin eru hverf-
andi utan þess sem hugsanlega einn
matsveinn missir starf sitt.“
Stefnt er að því að taka nýja með-
ferðarheimilið í notkun árið 2017,
á 40 ára afmælisári SÁÁ. „Við erum
því ekkert að flytja strax. Það er ekki
einu sinni búið að taka fyrstu skóflu-
stungu, en það er búið að teikna og
sækja um breytingar á deiliskipu-
lagi.“ Hann segir að gamla húsið í
Vík verði einnig endurbætt og gert
nútímalegra. SÁÁ mun safna fyrir
framkvæmdunum og er sú söfnun
þegar farin af stað. Lausleg kostn-
aðaráætlun hljóðar upp á 800 millj-
ónir króna.
grþ /Ljósm. saa.is
SÁÁ hyggst loka meðferðarheimilinu á Staðarfelli