Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 201520
Hestamannafélagið Snæfellingur
tók á móti tólf þýskum ungmennum
og fjórum fararstjórum nú í sumar.
Heimsóknin er liður af samstarfi
hestamannafélagsins við Íslands-
hestamannafélagið IPN Roderath
í Þýskalandi. „Þetta er ekki nýtt
samstarf, það hófst upphaflega árið
1988 en datt niður árið 2006 en var
endurvakið í fyrrasumar. Þá fór-
um við út með tólf ungmenni frá
okkur í heimsókn til Þýskalands.
Nú í sumar komu þau svo til okk-
ar í heimsókn,“ segir Lárus Ástmar
Hannesson hjá Snæfellingi.
Að sögn Lárusar heppnaðist
heimsóknin afskaplega vel og var
upplifunin alveg sérstök fyrir þýsku
ungmennin. „Við tókum á móti
þeim á flugvellinum og hluti gest-
anna gisti inni á heimilum en aðr-
ir í íþróttahúsinu í Laugargerðis-
skóla. Við fórum með gestina í sigl-
ingar, skoðunarferðir og reiðtúra.
Þá var farið í fjögurra daga hesta-
ferð þar sem við riðum með rekst-
ur frá Staðarsveit yfir Djúpagil og
yfir í Helgafellssveit. Fyrir þýsku
krakkana var þetta hreint ævintýri.
Þarna fengu þau að upplifa eitthvað
algjörlega nýtt, bæði að ríða svona
með rekstur og eins að sjá íslensku
náttúruna. Íslensku ungmennin og
aðrir hestamenn úr sveitinni tóku
þátt í ferðinni og þegar mest var
voru 60 manns ríðandi í fjörunni,
knapar frá 7 ára aldri til 82 ára,“
segir Lárus.
Samstarfið var styrkt af Eras-
mus, Evrópu unga fólksins. „Ef það
væri ekki fyrir þennan styrk hefð-
um við líklega aldrei getað gert
þetta,“ segir Lárus. „Nú er ætlunin
að halda þessu áfram eins og áður
var, þá förum við út eitt árið, tök-
um á móti þeim það næsta og svo
eitt ár í hlé. Þá er næsta ferð sum-
arið 2017. Þessi ferð var augljóslega
mikil upplifun fyrir ungmennin og
vilja þau flest koma hingað aftur.
Það hafa þegar nokkur ungmenni
haft samband í leit að eitthverju að
gera hér næsta sumar í kring um
hross,“ segir Lárus. arg
Blikksmiðja Guðmundar á Akra-
nesi fagnaði 40 ára afmæli fyrr á
árinu. Fyrirtækið var stofnað af
Guðmundi Hallgrímssyni 1. apríl
1975 en árið 1997 keyptu Gerður
Helga Helgadóttir og Sævar Jóns-
son blikksmiður fyrirtækið. Að
sögn Sævars var ekki haldið upp á
afmælið á þessu ári heldur stendur
til að halda stórafmæli þegar fyrir-
tækið fagnar 50 árunum. „Við héld-
um bara upp á þetta með starfs-
mönnum og mökum þeirra. Fórum
í menningarferð vestur. Við vorum
heila helgi á suðurfjörðum Vest-
fjarða í ævintýraferð og í góðu yfir-
læti í Flókalundi,“ segir Sævar.
Vinna um allt land
Alls starfa ellefu manns hjá blikk-
smiðjunni en nokkuð fleiri á sumr-
in. „Í sumar vorum við með fjór-
tán manns í vinnu, fyrir utan verk-
taka. Það er búið að vera mjög mik-
ið að gera. Veðrið hefur líka haft
sitt að segja, eins og það var í fyrra
þá var minna gert í viðhaldi á hús-
um vegna þrálátrar rigningar. En
það skilaði sér til baka í ár, þá voru
miklar framkvæmdir í gangi,“ út-
skýrir Sævar. Hann segir þó að
stærstur hluti verkefna hjá fyrir-
tækinu sé smíði og þjónusta vegna
stóriðju. „Ætli það sé ekki um 60 -
70% verkefna hjá okkur sem tengj-
ast stórfyrirtækjum, svo sem Norð-
uráli, Elkem, HB Granda, Akra-
borg og fleirum. Við sjáum til að
mynda um utanhússklæðningar,
viðgerðir á þökum og sinnum öllu
viðhaldi á loftræstikerfum. Flytjum
sjálfir inn allar síur sem notaðar eru
í loftræstikerfi, setjum þetta upp og
sinnum viðhaldinu,“ segir hann. Í
sumar var nóg af öðrum verkefn-
um í gangi auk þess, svo sem vinna
við hótelbyggingu við Hverfisgötu
í Reykjavík. „Þetta er um 100 her-
bergja hótel, stórt verkefni sem við
byrjuðum á síðasta vetur. Við sett-
um upp loftræstikerfi þar. Annars
höfum við verið að vinna um allt
land, meðal annars í Flókalundi,
Dalakoti og hjá nunnunum í Stykk-
ishólmi, svo eitthvað sé nefnt.“
Lítil nýliðun
Sævari er umhugað um framtíð ís-
lenskra blikksmiða. Hann er for-
maður Félags blikksmiðjueigenda
á Íslandi og segir að lítil nýliðun
sé í bransanum. „Það er erfitt að
fá ungt fólk í námið. Ég hef rætt
það óformlega við skólameistara
FVA og fulltrúa í bæjarstjórn að
það þyrfti að kynna iðngreinarnar
á Akranesi betur. Það er lítil nýlið-
un í þessum fögum. Þeir fáu sem
útskrifast úr skólanum fara margir
í verksmiðjurnar á Grundartanga.
Svo eru alltaf einhverjir sem fara í
vélsmíðina og í trésmíði. Tréiðna-
deildin hér er góð en málmiðna-
deildin er það líka en hún er því
miður vannýtt,“ segir Sævar.
Hann segir Félag blikksmiðjueig-
enda hafa tekið þátt í starfamessu
á Suðurlandi í vor, á vegum Fjöl-
brautaskóla Suðurlands. „Þar voru
haldnar kynningar fyrir krakka úr
níunda og tíunda bekk grunnskóla
á Suðurlandi, þar sem flestall-
ar þessar iðngreinar voru kynnt-
ar á básum. Það skilaði sér inn í
atvinnulífið hjá Sunnlendingum,
því það sóttu krakkar um vinn-
ur í flestum þessum fyrirtækjum í
sumar.“
Árlega er haldið upp á ösku-
daginn í Blikksmiðju Guðmund-
ar og segir Sævar að það sé ein af
leiðunum sem hægt er að nota til
kynningar á iðnaði. „Ég vona að
það skili sér í því að krakkarnir viti
af þessum fyrirtækjum í framtíð-
inni.“
Auðvelt að bæta
við einingum
Sævar segir að stutt sé í stúdent-
inn hjá þeim sem ljúka iðnnámi.
„Það er auðvelt að bæta við ein-
ingum. Það mættu fleiri útskrif-
ast sem tæknistúdentar, fara í iðn-
nám og bæta við sig því sem upp
á vantar í stúdentsprófið. Það er
boðið upp á slíkt fyrirkomulag hér
í FVA og í Borgarholtsskóla. En
á málmiðnbrautinni hér er bara
grunndeild, það er okkar Akki-
lesarhæll,“ segir hann alvarlegur.
Til að klára blikksmíðina þarf því
að fara í Borgarholtsskóla eftir að
grunnnáminu lýkur. Þar bætist ein
önn við námið, þar sem eru kennd
sérhæfð blikksmiðjufög. Nám-
inu lýkur með sveinsprófi. „Núna
er reyndar boðið upp á lotunám,
þar sem kennt er á föstudögum og
laugardögum. Það auðveldar eldra
fólki að klára námið.“ Sævar bæt-
ir því við að síðastliðinn föstudag
hafi iðnsveinar úr flestum grein-
um útskrifast á landsvísu, þar af
hafi verið átta blikksmiðir. „Einn
af þeim er héðan frá Akranesi en
sá sem yngstur er í blikksmiða-
hópnum er fæddur 1991. Það er
áhyggjuefni fyrir okkur, við þurf-
um að sjá þennan aldur lækka um
tvö til þrjú ár ef vel á að vera.“
Fjölbreytt starf
Sævar hefur sjálfur starfað í blikk-
inu í þrjátíu ár. Hann fylgdi for-
dæmi uppeldisbróður síns sem
fór í blikksmíðina á svipuð-
um tíma. „Við unnum saman hjá
Blikksmiðnum í Reykjavík og
þá sá ég tækifæri í að læra þetta.
Pabbi starfaði reyndar í vélsmíð-
inni, þannig að ég vissi aðeins
hvað þetta snerist um. Þetta er oft
þannig að það er einhver í kring-
um mann í iðngreinum, svo smit-
ar þetta út frá sér.“ Sævar seg-
ir starfið fjölbreytt og skemmti-
legt. „Þetta er ekki „skítadjobb“
eins og sumir halda, heldur er
þetta oftast þægileg innivinna og
fjölbreytt starf. Blikksmiðir geta
gengið í nánast hvaða verk sem er.
Sennilega er þetta eitt fjölbreytt-
asta starfið í þessum bransa. Ég
mæli með iðnnámi, hvort sem það
er í blikksmíði eða eitthvað ann-
að. Það vantar blikksmiði um allt
land og mörg atvinnutækifæri sem
liggja í þessu.“ grþ
Einstök upplifun fyrir þýsk ungmenni að ríða út á Íslandi
Brugðið á leik á Djúpalónssandi.
Stór hópur hestamanna á Snæfellsnesi fóru í fjögurra daga hestaferð með
ungmennunum tólf þar sem mikið var riðið á fjörum.
Hestaferðin var einstök upplifun fyrir ungmennin frá Þýskalandi.
Sævar Jónsson blikksmiður hefur áhyggjur af lítilli nýliðun í greininni.
Góð verkefnastaða hjá Blikksmiðju Guðmundar