Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Qupperneq 7

Skessuhorn - 23.09.2015, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2015 7 Bílskúrshurðir fyrir íslenskar aðstæður Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is Héðinshurðir eru glæsilegar og endingargóðar bílskúrshurðir sem hafa sannað sig í rysjóttu íslensku veðurfari. Gerðar úr galvanhúðuðu stáli með þykkri einangrun, þola mikið vindálag og kulda. Fyrsta flokks viðhalds- og varahlutaþjónusta. Ítarlegar leiðbeiningar um uppsetningu fylgja. Það er alltaf nóg að gera hjá Eiríki J. Ingólfssyni byggingameistara í Borgarnesi. Eftir því hefur ver- ið tekið hversu vel honum gekk að hafa næg verkefni fyrir starfsmenn eftir að hrunið reið yfir 2008. Í liðinni viku kom blaðamaður við á verkstæðinu hjá Eiríki og ræddi við hann um starfsemina og fékk að skoða nýja gluggavél sem fyrirtæk- ið festi nýverið kaup á. „Ég ákvað að efla gluggaverksmiðjuna hjá okkur og nú erum við bæði fljótari og getum framleitt meira en þó án þess að þurfa að auka mannskap. Það eru alltaf svona fjórir hér á verkstæðinu og þeir sjá um glugga- smíðina,“ segir Eiríkur. „Það eru um það bil 20 strákar í vinnu hjá mér núna og það er gott að þurfa ekki að auka við þann fjölda þrátt fyrir að efla gluggaframleiðsluna. Þeir segja nefnilega strákarnir að ef ég fer yfir 20 starfsmenn þá sé svo stutt í næsta tug,“ segir Eirík- ur og hlær. Skiptir máli að ráða þá sem hafa áhuga á smíðum Eiríkur flutti í Borgarnes árið 1969 og fór þá að vinna sem húsgagna- smiður hjá Neshúsgögnum. „Það kemur enn fyrir að ég komi inn á heimili og sjái húsgögn sem ég hef smíðað,“ segir hann. Eiríkur ákvað svo að læra húsasmíði og fyrir 24 árum stofnaði hann fyrirtækið Ei- rík J. Ingólfsson ehf. Aðspurður hver sé galdurinn við svona rekst- ur segist hann hafa ákveðnar regl- ur sem hann reynir að fara alltaf eftir. „Númer eitt er að mæta allt- af í góðu skapi í vinnuna og núm- er tvö er að segja alltaf já við strák- ana þegar þeir biðja um frí. Það hringdi t.d. maður í mig núna ný- lega og spurði hvernig gengi. Ég svaraði því að það gengi bara vel, strákarnir væru allir í réttum,“ segir hann og hlær. „Ég reyni líka alltaf að passa tvennt, að ráða ein- göngu þá sem hafa alvöru áhuga á að smíða og þá sem eru skapgóð- ir og geta vaknað á morgnana. Svo skiptir náttúrulega miklu máli að allir sem vinna fyrir mig viti að það er bara einn sem ræður, það er ég,“ segir hann og hlær. Einnig segist Eiríkur reyna að sinna öll- um sem hafa samband, hvort sem hann fái svo verkið eða ekki. „Með því að reyna að sinna öllu tryggi ég að það sé alltaf nóg af verkum fram í tímann, með svona marga í vinnu þarf maður alltaf að hafa nóg fyrir þá að gera.” Sá um byggingu á Hótel Húsafelli Aðspurðu um það sem framundan er segist Eiríkur hafa næg verkefni. „Við sáum um hótelið á Húsafelli og á þeim tíma þurfti allur mann- skapurinn að sinna því. Við sömd- um því um að færa minni verk- efnin aftar í röðina og nú erum við búnir að vera að vinna þau upp. Það vissu allir hvenær hótelið átti að verða klárt og strax 13. júlí fór síminn á fullt, allir að hringja og spyrja hvenær við gætum komið,“ segir Eiríkur. Um gluggasmíð- ina segist Eiríkur ekki hafa hug á að fara í gluggaframleiðslu í meira mæli en verið hefur. „Við erum fyrst og fremst að smíða glugga fyrir okkur sjálfa og ákveðna verk- taka. Við smíðum t.d. ef það vantar einn glugga í hús eða eitthvað slíkt. Við erum ekki að fara að framleiða í heilu blokkirnar. Við höfum lengi verið í þessu en nú getum við bara gert meira og verið fljótari að því. Þetta er mjög flott vél, allt tölvu- stýrt og sjálfvirkt og strákarnir þurfa ekki einu sinni að standa á meðan þeir vinna á vélinni,“ segir Eiríkur kátur að lokum. arg Mætir alltaf í góðu skapi í vinnuna Eiríkur Ingólfsson og nýja gluggavélin. Nú er að ljúka framkvæmdum við nýjan 2,5 km. vegarkafla frá Stóra- Ási í Hálsasveit, yfir í Hvítársíðu og þaðan stuttan kafla í báðar áttir; frá Bjarnastöðum fram undir afleggj- ara að Hótel Á á Kirkjubóli og hins vegar áleiðis fram fyrir sumarbú- staðabyggðina á Bjarnastöðum. Undanfarna daga hefur vinna stað- ið yfir sléttun og klæðningu veg- arins en það er Borgarverk sem er aðalverktakinn. Þrátt fyrir að ekki sé um langan vegarkafla að ræða er þetta verk engu að síður stærsta einstaka nýframkvæmd sem lokið verður við í vegagerð á Vesturlandi þetta árið. mm/ Ljósm. bhs Nýr vegarkafli við Bjarnastaði yfirlagður

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.