Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 201514
Haustið 2015 var aftur ákveð-
ið að slá upp íslenskum prjóna-
dögum á Nord Atlantisk Brygge í
miðbæ Kaupmannahafnar og aftur
var sveitamarkaðurinn Ljómalind í
Borgarnesi með útibú á staðnum.
Að þessu sinni vorum við tveir full-
trúar, Anna Dröfn Sigurjónsdóttir
frá Kvíaholti og Sigrún Elíasdótt-
ir frá Ferjubakka, sem báðar búum
í dreifbýli í námunda við Borgarnes.
Og þrátt fyrir að gleðin væri dag-
sett smalahelgina 12.-13. septem-
ber, pökkuðum við ull, handspunnu
bandi, gærum, beinatölum og upp-
skriftum sem við áttum til á okk-
ar góða markaði, niður í töskur og
rukum af stað. Anna Dröfn var jafn-
vel búin að sjóða hrossaleggi í heit-
um hver til að útbúa úr þeim heklu-
nálar og prjóna. Við höfðum báð-
ar verið á hátíðinni í fyrra og ætl-
uðum svo sannarlega ekki að missa
af henni þetta árið. Fleiri hugs-
uðu í svipuðum dúr, því margir af
sömu kynningaraðilunum komu
aftur í ár. Mikil samstaða myndað-
ist og tengslanet sem er ómetan-
legt í þessum litla prjónaheimi á Ís-
landi. Skipuleggjendur helgarinnar,
þær Halla Ben og Ásta Stefánsdótt-
ir eiga heiður skilinn fyrir að leiða
saman allt þetta frábæra fólk.
Hátiðin er miðuð við prjónara af
öllum stærðum og gerðum, en til að
vera alveg heiðarlegar verður að við-
urkennast að þeir voru að mestum
hluta konur. Fleiri gestir komu nú
en árið áður, nú voru þeir 500-600
sem hljómar ekki mikið miðað við
t.d. Hrafnagilshátíðina á Íslandi,
en gestirnir eru líka öðruvísi. Þær
koma ekki bara til að skoða varn-
inginn í flýti og færa sig á næsta bás,
heldur til að fræðast um allt sem ís-
lenskt er, setjast niður með prjón-
ana sína og sötra kaffi eða hvítvín á
milli lykkja. Stemningin er að mestu
róleg og flestir gefa sér langan tíma
til að ræða um vöruna. Fyrir okkur
var sérstaklega gaman að hitta aftur
fólk sem hafði líka komið árið áður.
Eins var nokkur fjöldi sem keypti
sér miða á báða daga uppákomunn-
ar og kom þegar opnað var og fór í
lok dags, búið að spjalla með prjóna
í hönd og sitja alla fyrirlestrana sem
boðið var upp á.
Anna Dröfn stundaði um hríð
nám í Danmörku og fór því létt með
að halda bráðskemmtilegan fyrir-
lestur um íslensku kindina, smala-
mennskur og einangrunargildi ís-
lensku ullarinnar sem kom svo ber-
lega í ljós í óveðrinu fræga haust-
ið 2012. Sigrún spann óþvegna og
vel lyktandi mórauða ull á rokkinn á
meðan og áheyrendum var farið að
finnast svo mikið til íslensku ullar-
innar koma að við hlytum að rækta
kindur hennar vegna, en kjötið væri
aðeins aukaafurð. Þrátt fyrir að um
sölusýningu væri að ræða standa
kynningaraðilar sjálfir straum af
kostnaði við ferðalagið. En líkt og
í fyrra eigum við góða styrktarað-
ila að, því bæði Límtré Vírnet og
Kaupfélag Borgfirðinga styrktu
okkur aftur til fararinnar og kunn-
um við þeim bestu þakkir fyrir. Við
höfum trú á að við höfum staðið
okkur vel í að kynna heimavinnslu
í sveitum Vesturlands og gefið fólki
smá innsýn inn í lífið í sveitinni. Að
því sögðu drifum við okkur heim
seint á sunnudagskveldi til að kom-
ast í réttirnar í Svignaskarði daginn
eftir að sækja kindurnar okkar.
Sigrún Elíasdóttir og
Anna Dröfn Sigurjónsdóttir
Unnið er að framleiðslu tveggja
nýrra ostategunda á Rjómabúinu
á Erpsstöðum í Dölum. „Í sumar
vorum við með gesta-ostagerðar-
mann, eins og reyndar við höfum
haft á hverju sumri. Við ákváðum
að gera nokkrar nýjar ostategund-
ir fyrir matarmarkaðinn í Hörpu,
bæði til smakks og sölu og taka svo
í framhaldinu ákvörðun um hvort
og þá hvaða ost við myndum vera
með áfram,“ segir Þorgrímur Ein-
ar Guðbjartsson á Erpsstöðum. Á
fyrrnefndum markaði í Hörpu bauð
Rjómabúið upp á átta nýjar teg-
undir og fara tvær þeirra á mark-
að í haust. „Þeir verða tilbúnir fyr-
ir mánaðamótin nóvember og des-
ember og þá koma þeir á markað.“
Aðkallandi á vökva
Nýju ostarnir eru kærkomin við-
bót við Bóndabitann og Kúmenost,
sem Rjómabúið hefur verið með
á markaði síðustu tvö ár. Sá síðar-
nefndi hefur ekki verið fáanlegur
um hríð en Þorgrímur segir hann
væntanlegan á sama tíma og nýju
ostarnir verða tilbúnir. Annar nýju
ostanna er léttur á bragðið, bragð-
bættur með ólívum en hinn er tölu-
vert bragðsterkari. „Hann er með
chili, cajun pipar og reyktri papr-
iku. Það má segja að hann sé mjög
aðkallandi á vökva,“ bætir hann við.
Þorgrímur segir nýju ostana hent-
uga í ýmislegt nasl. „Þeir eru til
dæmis góðir á kex, með sultu og sal-
ötum eða einir og sér, skornir í bita.
Þetta eru kannski ekki beint brauð-
ostar en ólívuosturinn er fínn á rist-
að brauð með íslensku smjöri,“ seg-
ir Þorgrímur. Ostarnir verða seld-
ir í Ljómalind í Borgarnesi og hjá
Frú Laugu í Reykjavík. „Við erum
jafnvel að vonast til að með þessari
viðbót getum við kannski útbúið
skemmtilegar ostakörfur fyrir jólin
með þessu og fleiri vörum sem við
erum að framleiða.“
Lengri opnunartími
Þorgrímur segir að vel hafi geng-
ið á Erpsstöðum í sumar. Fjöldi
ferðamanna hefur lagt leið sína í
Rjómabúið og enn bætist við. „Við
höfum áætlað að gestirnir í sumar
hafi verið á bilinu fjórtán til fimm-
tán þúsund. Það er aukning á milli
ára og það sést til dæmis á því að við
höfum lengt opnunartímann, þurf-
um að opna fyrr á daginn.“ Hann
segir að enn séu að slæðast inn um
15 til 20 manns á dag. „Alveg þar
til í síðustu viku voru uppundir 40
manns á dag en þetta hefur aðeins
minnkað. Það er samt sem áður
töluvert bókað áfram í gistingunni,
hálfur októbermánuður er bókaður
núna sem er mun meira en í fyrra.
Þá datt þetta niður í september og
það var ekkert að gera frá nóvem-
ber og fram í febrúar.“
grþ
Fyrir nærri þrjátíu árum var undir-
ritaðri boðið í eftirminnilega heim-
sókn að Sunnubraut 17 hér á Akra-
nesi. Hjónin Rafnhildur og Guð-
mundur sem þar bjuggu áttu er-
indi við mig, þá ungan bæjarfull-
trúa. Ég man það eins og það hefði
gerst í gær hvað ég var forvitin að
vita hvað lægi þessum ágætu hjón-
um á hjarta.
Áður en ég komst að raun um
hvert erindið var hafði ég sporð-
rennt pönnsum og kleinum í nota-
lega eldhúsinu, rætt um heima og
geyma og skoðað ýmiskonar frum-
legt og fallegt handverk þeirra og
einstakan blómagarð við húsið.
Það var ekki flanað að erindinu á
þeim bænum. En nú var komið að
kjarna málsins eftir að Guðmund-
ur hafði ræskt sig nokkrum sinn-
um og Rafnhildur gefið merki um
að tími væri kominn til að láta til
skarar skríða! Málið var það að þau
höfðu áhuga á að fá nokkra hektara
upp í svokölluðu Klapparholtslandi
til að rækta skóg. Þau áttu sér sem
sagt draum um framtíðarland fyrir
komandi kynslóðir, land sem ég leit
þá á sem einungis urð og grjót.
Ég horfði á þessi hjón sem voru
bæði harðvinnandi manneskjur og
að mér fannst þá komin af léttasta
skeiði. Aðdáun er orðið sem kom
upp í huga mér þá og ávallt síðan
þegar ég fylgdist með þessu hug-
sjónafólki.
Allt hefur sinn tíma, segir kerf-
ið, en ég vona svo sannarlega að það
sé rétt munað hjá mér að þarna hafi
kerfið ekki verið óbærilega svifa-
seint. Draumalandið í Klapparholti
reis með undraverðum hraða og er
sönnun þess að allt er hægt ef fólk
er tilbúið að fylgja hugsjónum eft-
ir. Ómældum tíma og fjármunum
vörðu þau í að gróðursetja þúsundir
plantna og óhikað gerðu þau tilraun-
ir með margvísleg yrki sem uxu og
döfnuðu í umhyggju og alúð vinnu-
glaðra handa. Nú njótum við Akur-
nesingar afrakstursins enda skiluðu
þau Akranesbæ svæðinu blómstr-
andi fögru tæpum 20 árum síðar.
Þeir sem koma í Klapparholt, sem
er einn af unaðsreitum Akurnesinga,
eiga að muna að allir sem eiga sér
draum eiga að fylgja honum fast eft-
ir á hvaða aldri sem þeir eru! - Það
gerðu þessi heiðurshjón.
Nú eru þau bæði horfin á braut
og þegar Rafnhildur var kvödd frá
Akraneskirkju í september skartaði
Akranes sínu fegursta í sól og blíðu.
Án efa var það í þakklætisskyni frá
almættinu fyrir alla þá óeigingirni
og dugnað sem hjónin höfðu sýnt í
lífi sínu.
Með virðingu og þakklæti.
Ingibjörg Pálmadóttir
Með Köben á prjónunum
Hjónin Guðmundur og Rafnhildur við hliðið að Klapparholti.
Þakklæti til heiðurshjónanna Rafnhildar
K. Árnadóttur og Guðmundar Á. Guð-
jónssonar sem glæddu líf við Klapparholt
Nýir ostar frá Erpsstöðum
Erpsstaðir kynntu vörur sínar á Matarhátíð Búrsins í Hörpu í ágúst.
Hér má sjá bjórost, sem boðið var upp á í Hörpu.
Undirbúningur á Erpsstöðum fyrir Matarhátíð Búrsins.
Pennagrein