Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 20158 Velta eykst LANDIÐ: Velta í virðis- aukaskattskyldri starfsemi í maí og júní á þessu ári nam 683 milljörðum króna sem er 10,9% aukning miðað við sama tímabil árið 2014. Á síðustu 12 mánuðum er aukningin 9% samanbor- ið við 12 mánuði þar áður. Veltan hefur aukist mest í flokknum námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu. Mikil veltuaukning er einnig í framleiðsla annarri en fiskvinnslu, bygginga- starfsemi og rekstri gisti- og veitingastaða. Aukning er í öllum flokkum. –mm Sjö umsækjendur GRUNDARFJ: Starf skipulags- og bygginga- fulltrúa var auglýst laust til umsóknar í ágúst síðast- liðnum og er umsóknar- frestur nú liðinn. Sveitarfé- laginu bárust sjö umsóknir. Það eru: Andrea Kristins- dóttir skipulagsfræðingur, Gunnar Jóhann Ásgeirsson byggingafræðingur, Gunn- ar Sigurgeir Ragnarsson byggingafræðingur, Gunn- laugur Jónasson arkitekt, Ivan Nesterov verkfræð- ingur, Ragnar Már Ragn- arsson byggingafræðingur og Tómas Ellert Tómas- son byggingaverkfræðing- ur. Þetta kemur fram á vef Grundarfjarðarbæjar. –mm Viðbúnaður vegna drengs á fjöllum STRANDIR: Um þrjú- leytið síðastliðinn föstu- dag voru björgunarsveit- ir Landsbjargar á Strönd- um og austanverðu Snæ- fellsnesi kallaðar út vegna gangnamanns sem saknað var á Steinadalsheiði. Um var að ræða 12 ára dreng og þar sem mikil þoka var á svæðinu og fáar klukku- stundir til myrkurs var ákveðið að bæta við björg- unarsveitum frá Vestur- landi, sunnanverðum Vest- fjörðum og af höfuðborgar- svæðinu. Áður en liðsauk- inn kom á staðinn fannst drengurinn heill á húfi klukkan fimm síðdegi. –mm Tónleikar á Vogi DALIR: Laugardaginn 10. október næstkomandi verða tónleikar með Pálma Gunnarssyni og Magnúsi Eiríkssyni á Vogi á Fells- strönd. Á síðu sveitaset- ursins segir að í tilefni tónleikanna verði ýmis- legt spennandi á matseðli kvöldsins. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 12. - 18. september Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 7 bátar. Heildarlöndun: 46.175 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 23.652 kg í þremur lönd- unum. Arnarstapi 5 bátar. Heildarlöndun: 64.818 kg. Mestur afli: Tryggvi Eð- varðs SH: 29.562 kg í sex löndunum. Grundarfjörður 7 bátar. Heildarlöndun: 148.146 kg. Mestur afli: Hringur SH: 59.741 kg í einni löndun. Ólafsvík 15 bátar. Heildarlöndun: 107.149 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 20.983 kg í einni löndun. Rif 8 bátar. Heildarlöndun: 77.825 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 33.143 kg í fimm lönd- unum. Stykkishólmur 3 bátar. Heildarlöndun: 17.726 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 8.744 kg í fimm löndun- um . Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 59.741 kg. 16. september. 2. Helgi SH - GRU: 45.210 kg. 14. september. 3. Grundfirðingur SH- GRU: 40.833 kg. 14. sept- ember. 4. Saxhamar SH - RIF: 26.909 kg. 18. september. 5. Steinunn SH - ÓL: 20.983 kg. 17. september. grþ Olíuþjófar létu greipar sópa í Hval- firði um næstsíðustu helgi þegar þeir brutust inn í tæki og dráttarbíl í eigu Jónasar Guðmundssonar verktaka á Bjarteyjarsandi. Stolið var á að giska 300 lítrum af hráolíu af dráttarbíl og á að giska 100-200 lítrum af glussa af beltagröfu og hjólaskóflu. Tæk- in stóðu við Kalastaði en þar vinna Jónas og hans menn að endurnýj- un á hitaveitulögn. „Þetta var frek- ar sóðaleg aðkoma enda eru rumm- ungar eins og þessir ekki komnir til að ganga vel um; síum og lokum fleygt út í loftið til að þjófnaðurinn gangi sem hraðast fyrir sig. Líkast til hafa þeir átt við ílátaskort að glíma fyrst þeir einbeittu sér að glussan- um, enda kostar líterinn af honum þúsund krónur,“ sagði Jónas í sam- tali við Skessuhorn. Hann gerir ráð fyrir að þjófnaðurinn hafi átt sér stað á sunnudag eða aðfararnótt mánu- dagsins 14. september. Vélarnar hafi þó staðið þarna frá því á fimmtudeg- inum áður en verktakarnir voru við annað verk á föstudaginn og stóðu vélarnar ónotaðar á meðan. „Þetta gæti því hafa átt sér stað einhvern tímann á tímabilinu frá föstudegi og fram á aðfararnótt mánudags,“ seg- ir Jónas. Hann hefur tilkynnt þjóf- aðinn til lögreglu en biðlar til fólks sem hugsanlega hafi orðið vart við grunsamlegar mannaferðir þarna við norðanverðan Hvalfjörð á tíma- bilinu 11. til 14. september, að láta lögregluna vita í síma 444-0300. mm Þjófar stálu olíu fyrir hundruð þúsunda í Hvalfirði Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þjófar ráðast á vélar Jónasar á Bjarteyjarsandi. Í nóvember síðastliðnum var hurðum af traktorsgröfu stolið. Þær fundust reyndar þegar snjóa leysti síðasta vor. Myndin er úr safni Skessuhorns. Rakel Garðarsdóttur voru í síðustu viku afhent hvatn- ingarverðlaun JCI hreyf- ingarinnar á Íslandi sem veitt eru framúrskarandi ungum Íslendingum. Rakel stofnaði velferðarsamtök- in Vakandi upp á sitt eins- dæmi en samtökin berjast gegn sóun matvæla. Síð- an samtökin voru stofnuð í ársbyrjun 2014 hefur orðið mikil vitundarvakning og viðhorfsbreyting í samfélaginu um sóun á mat. Rakel gaf út bók fyr- ir síðustu jól í nafni Vakanda. Hún hefur unnið allt sitt starf með Vakanda í sjálfboða- vinnu og nýtt frítíma sinn í að berjast gegn sóun. Hún hefur reynt að bæta umhverfi sitt, heiminn allan og segir: „Lítil skref byrja alltaf hjá okkur sjálfum.“ Nú stendur Rakel í fjáröflun fyrir heimildamynd sem fjallar um sóun á mat og tískufatnaði. mm Fékk hvatningarverðlaun fyrir átak gegn matarsóun Lundey NS, skip HB Granda, land- aði um miðja síðustu viku síld úr norsk-íslenska stofninum á Vopna- firði. „Búið er að skerða kvótann það mikið milli ára að beinum síldveiðum, sem hófust í síðustu viku, er nú lok- ið,“ sagði í frétt á vef HB Granda. Að líkindum var þetta síðasti afli Lund- eyjar áður en skipið verður selt eða rifið. Þetta var eini hreini síldveiðitúr Lundeyjar á þessari snörpu vertíð en makrílveiðum skipsins lauk þremur dögum áður, laugardaginn 12. sept- ember. Lundey fer í slipp fljótlega þar sem sinnt verður reglubundnu viðhaldi. Skipinu verður svo lagt eða það selt þegar Víkingur AK, sem er í smíðum í Tyrklandi, kemur til lands- ins fyrir jól. mm Lundey að líkindum hætt veiðum fyrir núverandi eigendur Landfestum kastað upp á bryggjuna á Akranesi í febrúar síðastliðnum þegar loðnuveiðar voru að hefjast. Ljósm. fh. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur ákveðið að hefja bein- ar áætlunarferðir milli Akureyr- ar og Keflavíkurflugvallar næsta vor. Um leið mun Strætó bs. fá samkeppni á hluta þessarar leiðar, þ.e. frá Mjóddinni í Reykjavík til Akureyrar. „Í apríl og maí verður ekið þrisvar í viku en daglega yfir sumarið fram í miðjan septem- ber,“ segir í tilkynningu frá Gray Line. Áætlun Gray Line verður með þeim hætti að brottför verð- ur frá Keflavík kl. 17:00 og kom- ið til Akureyrar um kl. 23:00. Það- an verður haldið kl. 23:15 og kom- ið til Keflavíkur kl. 05:15. Flugfar- þegar sem koma til landsins síð- degis komast þannig norður fyr- ir miðnætti og farþegar að norðan komast beint í morgunflug. Á leið- inni verður stoppað fyrir farþega í Borgarnesi, Staðarskála, Blönduósi og Varmahlíð. Fargjald aðra leið verður 11.000 kr. milli Akureyrar og Keflavíkur, Varmahlíð 10.000 kr., Blönduós 9.000 kr., Staðarskáli 7.000 kr. og Borgarnes 4.500 kr. „Gray Line leggur áherslu á að ferðalagið verði þægilegt og ánægjulegt og verða eingöngu lúx- usrútur úr flota fyrirtækisins not- aðar á leiðinni. Þær eru með sal- ernum og veitingaaðstöðu ásamt internetteningu og tveir bílstjórar verða ávallt með í för til að tryggja gæði þjónustunnar,“ segir í til- kynningu frá Gray Line. mm Samkeppni eykst næsta vor í akstri milli Keflavíkur og Akureyrar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.