Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 201512 Á framhaldsaðalfundi Eyrbyggju- Sögumiðstöðvar 31. ágúst síðast- liðinn samþykktu 12 stofnmeðlimir félagsins samhljóða að leggja niður sjálfseignarstofnunina Eyrbyggju- Sögumiðstöð. Á þeim fundi var sjálfseignarstofnuninni kosin slit- astjórn sem fundaði fyrst 2. septem- ber síðastliðinn og lagði fram tillögu um hvernig slitum á félaginu skyldi háttað. Horfa yrði til þess að í stofn- samningi um Eyrbyggju-Sögumið- stöð væri kveðið á um að kæmi til þess að félagið yrði lagt niður skyldi eignum þess ráðstafað þannig að þær fari til sambærilegra mála og mark- mið sögumiðstöðvarinnar haldist. Tillaga slitastjórnar frá fundinum er eftirfarandi: „Slitastjórn Eyrbyggju- Sögumiðstöðvar leggur til að bæjar- stjórn Grundarfjarðarbæjar taki við öllum verkefnum, eignum og skuld- um Eyrbyggju-Sögumiðstöðvar og feli menningarnefnd þau verkefni sem Eyrbyggja-Sögumiðstöð hef- ur staðið fyrir.“ Þetta kemur fram í fundargerð slitastjórnarinnar, dag- sett 2. september 2015. Í bókun bæjarstjórnar frá 10. sept- ember síðastliðnum segir: „Bæjar- stjórn Grundarfjarðar tekur undir tillögu slitastjórnar sem fram kem- ur í 2.tl. fundargerðar hennar frá 02.09.2015 um það að bæjarstjórn taki við öllum verkefnum, eignum og skuldum Eyrbyggju-sögumið- stöðvar og feli menningarnefnd þau verkefni sem Eyrbyggja-Sögumið- stöð hefur haft með höndum.“ Menningarnefnd sinni sömu málefnum Þrátt fyrir að Eyrbyggja-Sögumið- stöð hafi formlega verið lögð niður segir Þorsteinn Steinsson, bæjar- stjóri Grundarfjarðarbæjar, að mál- efnum hennar verði sinnt áfram, líkt og kveður á um í stofnsamþykkt félagsins. „Menningarnefnd á að sinna þessum sömu hlutum áfram. Eini munurinn er að þetta verður ekki lengur Eyrbyggja-Sögumið- stöð heldur munu málefni sem hún sinnti áður heyra undir menningar- nefnd Grundarfjarðarbæjar,“ sagði Þorsteinn Steinsson í samtali við Skessuhorn. Að sögn hans var sjálfseign- arstofnunin um sögumiðstöðina skuldlaus. Orðalagið í bókun sveit- arstjórnar, þar sem talað er um að bæjarstjórn taki við „eignum og skuldum,“ sé einungis formsins vegna. Venja sé að tala um bæði eignir og skuldir þegar félög eru lögð niður og eignum þeirra skipt. Sveitarfélagið sé því ekki að taka á sig neinar skuldir. Eyrbyggja-Sögumiðstöð hefur fengið föst framlög sveitarfélags- ins til verkefna sinna og segir Þor- steinn að það hafi verið einu tekjur hennar. Þó sjálfseignarstofnun- in hafi verið lögð niður verði þeim peningum áfram varið til málefna sem sögumiðstöðin sinnti áður. „Einu tekjurnar sem sögumiðstöð- in hefur eru framlagið sem bærinn hefur lagt inn í verkefnið. Þetta á bara að vera rekið á sléttu og upp- leggið er að framlögin nýtist áfram til þessara mála,“ sagði Þorsteinn. kgk Eyrbyggja-Sögumiðstöð lögð niður Fjölmenni var á Bókasafni Akra- ness í gær þegar Illugi Gunnars- son, mennta- og menningarmála- ráðherra og fulltrúar þriggja sveit- arfélaga á Vesturlandi skrifuðu undir þjóðarsáttmála um læsi. Það voru Regína Ásvaldsdóttir bæjar- stjóri Akraneskaupstaðar, Skúli Þórðarson sveitarstjóri í Hvalfjarð- arsveit og Árni Hjörleifsson odd- viti Skorradalshrepps sem undir- rituðu þjóðarsáttmálann fyrir hönd sinna sveitarfélaga, ásamt Sylvíu Heru Skúladóttur fulltrúa Heim- ilis og skóla. Þjóðarsáttmáli um læsi er átak sem mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið stendur fyr- ir í samvinnu við sveitarfélög og skóla. Markmið átaksins er að öll börn geti lesið sér til gagns þegar grunnskólagöngu lýkur. Með und- irritun sáttmálans skuldbinda sveit- arfélögin og ríkið sig til að vinna með öllum tiltækum ráðum að því markmiði. Framlag ráðuneytisins til verkefnisins verður í formi ráð- gjafar, stuðnings, lesskimunar og aukins samstarfs við foreldra. Stjórnendur frá öllum skólum sveitarfélaganna voru viðstaddir undirritunina ásamt nemendum úr 8. bekk beggja skólanna á Akranesi og kennurum þeirra. Við athöfn- ina fluttu Regína Ásvaldsdóttir og Illugi Gunnarsson ávörp, nemend- ur úr Tónlistarskóla Akraness léku á klarínett og Ingó Veðurguð söng lag herferðarinnar, „Það er gott að lesa“ við góðar undirtektir. Að lok- um var boðið upp á kaffi og veit- ingar. grþ Skrifað undir þjóðar- sáttmála um læsi Nemendur 8. bekkjar grunnskólanna á Akranesi tóku vel undir þegar Ingó veður- guð söng. Sylvía Hera Skúladóttir, Skúli Þórðarson, Regína Ásvaldsdóttir, Árni Hjörleifsson og Illugi Gunnarsson við líkanið sem inniheldur undirskriftir vegna átaksins. Gestir frá franska bænum Paimpol komu í heimsókn til Grundarfjarð- ar síðastliðinn sunnudag. Paimpol er vinabær Grundarfjarðar. Að sögn Sigríðar Hjálmarsdóttur markaðs- og menningarfulltrúa Grundar- fjarðar gistir hópurinn hjá grund- firskum fjölskyldum og hefur nýtt tímann til að heimsækja bæði fyrir- tæki og stofnanir í bænum. Tengslin milli vinabæjanna eru sterk og mik- ill áhugi er fyrir því að efla þau enn frekar. Til þess voru ræddar ýmsar leiðir í heimsókninni. Megintengsl bæjanna tveggja byggja á sjávar- útvegi en franskir sjómenn veiddu við Íslandsstrendur um þriggja alda skeið. Hópurinn fer frá Grundar- firði í dag og stefnir á vikuferðalag um Vestfirði. grþ Gestir frá frönskum vinabæ í heimsókn í Grundarfirði Gestirnir frá vinabænum Paimpol ásamt Þorsteini Steinssyni bæjarstjóra Grundarfjarðar og Sigurlaugu R. Sævarsdóttur skrifstofustjóra bæjarskrif- stofunnar. Ljósm. Sigríður Hjálmarsdóttir. Í síðustu viku fór fram við strönd Mýra sjókajaknámskeið á vegum Keilis og Thompson Rivers Uni- versity í Kanada. Námskeiðið var liður í leiðsögunámi í ævintýra- ferðamennsku við kanadíska há- skólann sem er unnið í samstarfi við íþróttaakademíu Keilis, eins og Skessuhorn hefur áður greint frá. Námið er ætlað þeim sem hafa mikinn áhuga á ferðamennsku og útivist við krefjandi aðstæður. Að útskrift lokinni öðlast nemend- ur möguleika á að starfa á óhefð- bundnum og fjölbreyttum vett- vangi víða um heim í ört vaxandi grein ævintýraferðamennskunnar. Nemendum býðst að ljúka fyrri hluta námsins hér á landi, samtals 80 ECTS einingum. Hafi þeir hug á að ljúka leiðsögunámi í ævin- týraferðamennsku eiga þeir síðan greiða leið í bæði BS og diplóm- anám við kanadíska háskólann. kgk Sjókajakar við strendur Vesturlands Nemendur reru kajökum á námskeiði á Mýrum í síðusutu viku. Það gekk ekki alltaf snurðulaust fyrir sig að lenda í fjörunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.