Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2015 23 Pennagrein Landsbyggðar- gleraugun og þjóðarkakan Fjárlögin liggja nú fyrir, fyrsta um- ræða hefur farið fram og frumvarpið komið til fjárlaganefndar. Nú þegar afrakstur erfiðra aðgerða sem gerð- ar voru vegna efnahagshrunsins er að skila ríkissjóði góðum tekjuaf- gangi mætti ætla að fjárlögin bæru þess vitni og veruleg innspýting væri í málaflokka sem höfðu tekið á sig skerðingar og nú væri komið að því að setja verulega fjármuni í innviða- uppbyggingu samfélagsins. Nei, því er nú ekki fyrir að fara heldur eru málaflokkar eins og sam- göngumál svelt, fjarskiptaáætlun og fyrirætlanir um ljósleiðaratengingu til dreifðra byggða vanfjármögnuð, framhaldsskólarnir skornir niður í nemendaígildum, skorið er niður til byggða- og sóknaráætlana og stuðn- ingur til brothættra byggða felldur niður. Þessar áherslur bera þess ekki merki að hagsmunir landsbyggðar- innar séu ofarlega á blaði hjá þess- ari ríkisstjórn. En áfram skal haldið og dregið er úr jöfnun námskostnaðar. Enn vant- ar mikið uppá að jöfnun orkukostn- aðar sé komin í höfn og enn er sami vandræðagangurinn með fjármögn- un Framkvæmdasjóðs ferðamanna- staða og í hann settir alltof litlir fjár- munir miðað við þá gífurlegu aukn- ingu ferðamanna sem streymir til landsins. Húsnæðismálin eru enn óleyst og ríkisstjórnin kemur sér ekki saman um hvernig eigi að mæta þeim mikla húsnæðisvanda sem blasir við og þá sérstaklega gagnvart ungu fólki og þeim efnaminni. Það vill gleymast að margir staðir á landsbyggðinni glíma við húsnæðisskort og víða er það vandamál að fólk sem vill setjast þar að fær ekkert húsnæði og enginn treystir sér í að byggja því eignin er verðfelld um leið og fasteignamat- ið liggur fyrir. Í þessum málaflokki liggja engar heildarlausnir fyrir og alltof litlum fjármunum er varið í væntanlegar úrbætur. Vaxtabætur eru skornar niður um 1,5 milljarð og barnabætur fylgja ekki verðlagi og fæðingarorlofssjóður er sveltur. Ríkisstjórnin gefur á garðinn áfram til þeirra efnameiri og lækkar á þá skatta eins og enginn sé morg- undagurinn. Hverjir eiga að standa undir velferðarkerfinu og skuld- bindingum inn í framtíðina ef okk- ar kynslóð ætlar ekki að leggja sitt af mörkum miðað við efni og aðstæð- ur? Verið er að leggja af þrepaskipta skattakerfið sem er miklu sann- gjarnara gagnvart þeim tekjuminni, eflaust hefði mátt endurskoða pró- sentutöluna og bilið á milli þrepa en fækkun þrepa þýðir bara eitt, þ.e. lægri skatta á þá efnameiri. Ríkisstjórnin hefur frá því að hún tók við aflétt sköttum allt að 45 milljörðum í formi skatta, auð- legðarskatts, orkuskatts, veiðigjalda, vörugjalda og tolla sem hún hampar nú svo mjög. En gleymum ekki því að hún hækkaði matarskattinn svo um munaði og aukinn kostnaður er í ýmiss konar beinum kostnaði fyrir almenning í heilbrigðis- og mennta- kerfinu. Það er gamalkunnur leikur hægri manna að tala fyrir lágum skött- um en íþyngja svo almenningi með beinum þjónustugjöldum sem koma verst niður á þeim tekjuminni. Tryggingagjaldið er lækkað sáralítið en það hefði ýtt undir fjölgun starfa og ætti að lækka í takt við minna at- vinnuleysi. Hægri menn tala fjálg- lega um að fólkið eigi að ráðstafa sínum tekjum sjálft og skattar séu af hinu vonda. En fólkið í landinu ger- ir kröfur til jöfnuðar, til öflugs heil- brigðiskerfis og menntakerfis, góðra samgangna og fjarskipta. Einn- ig að laun elli- og örorkulífeyris- þega fylgi launaþróun svo hægt sé að lifa sómasamlegu lífi og að þeim sé tryggt öruggt ævikvöld. Ef þetta á að ganga eftir þá verða allir að leggja sitt af mörkum til sameigin- legra sjóða og krefjast þess af ríkinu að það skili skattfénu í þau verkefni sem brenna á þjóðinni sem eru orð- in æði mörg og bíða úrlausnar. Við hefðum getað gert ýmislegt við þá 45 milljarða sem ríkisstjórnin hefur kosið að afsala sér í tekjum frá þeim best settu og nýtt t.d. í uppbyggingu Landspítalans og annarra þjóðþrifa- mála sem ég hef nefnt hér að ofan. En veldur hver á heldur og ég gef þessari ríkisstjórn ekki háa einkunn fyrir stjórn landsins en það kemur kannski ekki á óvart af hægri stjórn að mylja undir þá sem nóg eiga fyr- ir! Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höf. er alþingismaður VG í Norð- vesturkjördæmi. „Ef maður getur leyft sér að kvarta undan slælegri vegheflun á þessum sveitavegum okkar, eins og ég gerði í Skessuhorni fyrr í sumar, þá ber manni á sama hátt að geta þess þeg- ar menn eru að standa sig vel í þeim efnum,“ segir Þórarinn Skúlason bóndi á Steindórsstöðum í Reyk- holtsdal. Þórarinn segir að sami veghefilsstjóri og veghefill hafi far- ið um veginn í síðustu viku og nú sé hann eins og best verður á kosið af malarvegi að vera. „Ég þakka kær- lega fyrir þessa vegheflun. Góð- ir malarvegir hafa ótrúlega mik- ið að segja fyrir okkur sem búum við slíkar aðstæður. Ekki hvað síst er þakkarvert að ferðamenn þurfi ekki að aka eftir holóttum vegi með þvottabrettum og tilheyrandi. Þeir eru einfaldlega ekki vanir akstri á slíkum vegum og geta farið sér að voða,“ segir Þórarinn. mm Þakkar góða vegheflun Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessu- horni. 74 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Samheiti.“ Vinningshafi er: Bára Sigurjónsdóttir, Fögrukinn 27, 220 Hafnarfirði. mm Vindast Útlit Sem Ugga Prjál Óhóf Skraut Blása Skortur Rödd Við- kvæm Gutl Hroki Seiður Þegar Bónus Féll Óbyggð- ur Bardagi Gætni Erta Pípa Grugg Röst Vegvís Makar Titill Andar- tak Fjörug 1 8 Órói Hvíla Veisla Skel Áferð Rölt Lýsa 3 Ögn Hljóp Áfjáð Funi Sofa Kæn 17 Herma Titill Muldur Haki Samtíð Basla Þýtur Þegar 6 Bóka Furða Tala 11 15 Rusl Þegar Hress 9 Hvíldi Fjör- ugur Veisla Sáð- lönd 7 Fiska Átt Þefar Fluga Kúgun Tvíhlj. Bráðum Tunnu 13 Kannski Sérhlj. Titill Reifi 12 Hávaði Ójafna Beiskja 4 Bjarga 2 Reipi Andi Til sölu Tvíhlj. Elska 16 Kl. 3 Laðaði Samhlj. Grípa Næði 14 Núna Tónn Letur - tákn Tvenna Hlass Sár Sverta Ras Lær- dómur Fjör Vekja Kvað 10 Elfan Óreiða Læti Glotta Daprar Fé Ker 1000 5 Á fæti Eind Nagdýr 1 2 3 5 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Vegslám á ytri akreinum áskrifenda við gjaldskýli Hvalfjarðarganga var fyrst og fremst ætlað að draga úr umferðar- hraða í og við gjaldhliðin. Síendurtek- inn hraðakstur þar kallaði á aðgerðir og vegslárnar hafa ótvírætt sannað til- verurétt sinn að því leyti og aukið þar með öryggi vegfarenda og starfsmanna Spalar í gjaldskýlinu. Vegslánum var sömuleiðis ætlað að hefta för íslenskra og erlendra öku- manna, sem óku um gjaldhliðið á ytri akreinum án þess að greiða veggjald. Það var augljóst réttlætismál gagnvart skilvísum viðskiptavinum Spalar að láta eitt yfir alla ganga og ná til þeirra sem „svindluðu sér í gegnum hliðið“. Vegslár eru einfaldasta og ódýrasta leiðin til þess og hafa sannað tilveru- rétt sinn að því leyti líka. Í 38. tölublaði Skessuhorns 2015 reiðir Jóhanna Harðardóttir hátt til höggs, gagnrýnir Spöl meðal annars harkalega fyrir vegslárnar og segir að rekstur félagsins einkennist af „fyrir- hyggjuleysi, leti og skorti á þjónustu- lund“ – hvorki meira né minna! Hún segir það vera „einfalt mál“ að semja við bílaleigufyrirtæki um að rukka veggjaldið hjá viðskiptavin- um sínum og þá væri hægt að sleppa vegslánum við göngin. Einfalda svar- ið við því er að bílaleigufyrirtæki hafna því að ábyrgjast greiðslu veggjalds við- skiptavina sinna og innheimta gjaldið hjá þeim. Þá verður í leiðinni að benda á alla þá bíla sem koma með Nor- rænu til Íslands og fara um vegi lands- ins. Ekki nær Spölur til þeirra gegn- um bílaleigufyrirtæki, hvað þá til Ís- lendinga sem leika það að „svindla sér í gegn“! Til sumra þeirra síðastnefndu náðist með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði en einfaldast og ódýrast er að sjálfsögðu að innheimta hjá þeim veg- gjaldið strax á staðnum. Það hefur gengið eftir. Blikkandi ljós á vegslánum gerir þær sýnilegar löngu áður en að þeim er komið. Rétt er það að í nokkur skipti hefur bil á milli bíla í gjaldhliðinu ver- ið svo stutt að vegslár hafa fallið nið- ur og bílum verið ekið á þær. Vegslár skemmast og bílar rispast í sumum til- vikum, sem auðvitað er mjög miður. Ef óhöppin skrifast á sjálfan tæknibún- aðinn bætir Spölur tjónið að sjálfsögðu en ekki ef aksturslagi er um að kenna. Myndir úr öryggismyndavélakerfinu stuðla að skjótri og réttlátri niðurstöðu um ábyrgð ef og þegar slík óhöpp eiga sér stað. Vert er að nefna að svona slár eru í gjaldhliðum í þjóðvegakerfi annarra Evrópuríkja og þykja sjálfsagður hlut- ur, eins og þeir fjölmörgu Íslending- ar þekkja sem aka erlendis. Fulltrú- ar Vegagerðarinnar tóku út slárnar í Hvalfirði og höfðu ekkert við þær að athuga. Þá er vert minna á að slárnar voru uppi allar helgar í sumar, eins og ákveðið hafði verið. Fullyrðingar um að þær hafi tafið umferð stórlega og jafnvel myndað umferðarhnúta eru beinlínis rangar. Eini umferðarhnút- urinn í sumar myndaðist á Kjalarnesi á sunnudagskvöldi seint í júní og átti upptök á hringtorgi í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að umferð tafðist allt norður fyrir Hvalfjörð. Þetta kom gjaldskýlinu og göngunum ekkert við og því síður vegslánum! Fyrir kem- ur af og til að bílstjórar velji óvart ytri ak- rein og þurfi komast til hliðar að gjald- skýli til að borga. Umferð tefst á með- an þeir færa sig en það varir ekki lengi. Fyrir kemur líka að áskrifendur komist að því í gjaldhliðinu að þeir eigi enga inneign á veglyklinum og þá komast þeir ekki leiðar sinnar. Enn má nefna tilvik þegar áskrifendur komast að því í gjaldhliðinu að rafhlöður á veglyklun- um þeirra eru straumlausar og lyklarn- ir virka því ekki. Það veldur einhverj- um töfum. Að lokum þetta. Spölur hefur var- ið miklum fjármunum í aðgerðir til auka öryggi vegfarenda í göngunum með ýmsu móti, til dæmis með því að stórauka lýsingu og steypa vegaxl- ir til að auðvelda þrif. Ákvæði reglu- gerðar um öryggismál hafa verið upp- fyllt og í sumum tilvikum gott betur. Það geta þeir staðfest sem hafa á sinni könnu eftirlit með að öryggisreglum sé framfylgt og er málefnalegt svar við hluta af skrifum Jóhönnu Harðardótt- ur. Ásakanir hennar um leti og slóða- hátt starfsmanna Spalar í göngunum eru hins vegar alvarlegar, ómálefna- legar og dæma sig sjálfar. Þátttakend- ur í opinberri umræðu velja sér orð- færi sem þeir telja sér sæmandi. Sumt er þess eðlis að ekki er svara vert. Það á við þarna. Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar Fáein orð um gjaldhlið Spalar og fleira Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.