Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 20152 Hreyfivika UMFÍ stendur nú yfir og ýms- ir viðburðir tengdir henni hafa verið skipu- lagðir á Vesturlandi. Hreyfivikan er hluti af evrópsku lýðheilsuverkefni hvers mark- mið er að fá 100 milljónir Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Munum því að hreyfa okkur reglulega, kyrrseta getur verið okkar versti óvinur. Norðaustan 5-13 m/s og rigning á Norð- vesturlandi á fimmtudag. Annars norðan 3-8 m/s, skýjað með köflum og úrkomulít- ið norðaustan til. Bjartviðri um sunnanvert landið. Hiti 3-10 stig, svalast á Vestfjörðum. Norðlæg átt, 5-10 m/s og skúrir eða dálít- il rigning norðanlands á föstudag. Annars hægari vindur og bjart að mestu. Hiti 3-11 stig, hlýjast syðst. Gengur í suðaustan hvass- viðri eða storm með rigningu á laugardag, fyrst á Suðvesturlandi en hægari vindur og lítil úrkoma á norðaustan til. Hiti 7-12 stig. Fremur hæg suðvestanátt með skúrum á sunnudag og mánudag. Léttir til Norðaust- anlands og kólnar í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ætlar þú eða þínir að taka slátur í haust?“ 48,9% svöruðu „Nei, örugglega ekki“ en næstflestir, 26,65% sögðu „Já, örugglega.“ 13,17% sögðust kannski ætla að taka slátur og 6,27% vissu það ekki. Fæstir, eða 5,02% spurðu á móti: „Hvað er slátur?“ Í þessari viku er spurt: „Hversu stundvís ert þú?“ Dalamaðurinn Gísli Kristjánsson varð á dög- unum heimsmeistari í ólympískum lyft- ingum á heimsmeistaramóti öldunga sem haldið var í Finnlandi. Hann keppti í flokki 50-54 ára og setti að auki heimsmet í snör- un þegar hann lyfti 142 kg. Gísli er Vestlend- ingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Erlendir ferða- menn óundir- búnir hvassviðri VESTURLAND: Alls urðu átta umferðaróhöpp í umdæmi Lög- reglunnar á Vesturlandi í liðinni viku, flest voru þau minnihátt- ar. Tveir ökumenn voru gripnir við akstur undir áhrifum áfeng- is. Vegna óveðurs þá fuku tveir húsbílar út af á Snæfellsnesi. Sá fyrri fauk út af Útnesvegi við Syðri Knarrartungu miðviku- daginn 16. september. Í honum voru erlendir ferðamenn, tvær fullorðnar konur og tvö börn. Hlaut fólkið nokkur meiðsli og var það flutt á sjúkrahús. Hinn húsbíllinn fauk útaf veg- inum í Kolgrafafirði á Snæfells- nesi síðdegis á laugardaginn [sjá mynd]. Fór bíllinn heilan hring utan vegar og lenti að endingu á hjólunum. Þá hafði húsið rifn- að af honum og stýrishúsið var nánast eitt eftir á grindinni. Erlend hjón voru í bílnum og sluppu þau lítið meidd sem þyk- ir mikil mildi. Það voru erlend- ir ferðamenn sem voru á þess- um húsbílum, sem þeir höfðu tekið á leigu. Að sögn lögreglu gerði fólkið sér enga grein fyrir þeim veðurfarslegu aðstæðum sem geta ríkt hérlendis. „Spyrja má hvort að hægt sé að upplýsa þá betur með einhverjum hætti á þessari tækniöld. Víða erlend- is eru gagnvirk gps tæki í bíl- um þar sem kemur t.d. fram að unnið sé að vegaframkvæmd- um og því sé betra að fara aðra leið. Við Íslendingar þurfum að skoða þessi mál,“ segir Theódór Þórðarson hjá embætti Lög- reglunnar á Vesturlandi. -mm Leiðrétt AKRANES: Í frétt um breyt- ingar í safnamálum á Akranesi sem greint var frá í síðasta tölu- blaði var sagt að færa ætti rekst- ur Ljósmyndasafns Akraness undir héraðsskjalasafnið. Frétt- in byggði á skýrslu sem skrif- uð var í janúar á þessu ári. Hið rétta er að ljósmyndasafnið hef- ur alla tíð verið deild í héraðs- skjalasafninu. Leiðréttist það hér með. -mm Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Við Smiðjuvelli á Akranesi er búið að reisa nýja aðveitustöð fyrir raf- magn. Það eru Orkuveitu Reykja- víkur og Landsnet á Akranesi sem standa að verkefninu. Að sögn Ei- ríks Hjálmarssonar upplýsingafull- trúa OR ganga framkvæmdirnar ágætlega og reikna fyrirtækin með því að fá nýbygginguna afhenta í næsta mánuði og hefst þá uppsetn- ing rafbúnaðar og tenging stöðv- arinnar við aðra hluta raforkukerf- isins. Nýja aðveitustöðin kemur í stað annarrar eldri, sem staðsett er í flóanum sunnar verslunarmið- stöðvarinnar við Kalmansvelli, þar sem samkvæmt aðalskipulagi á að rísa íbúðahverfi. „Bygging nýrrar aðveitustöðvar var orðin tímabær þar sem orkuþörf, einkum fyrir at- vinnulífið á Akranesi, hefur aukist og auka þurfti rekstraröryggi með nýrri búnaði en þeim sem er í eldri stöðinni,“ segir Eiríkur í samtali við Skessuhorn. Hann segir áætl- aðan kostnað við bygginguna vera um 800 milljónir króna og er fram- kvæmdin að 70% á forræði Orku- veitunnar og 30% Landsnets. Verk- lok eru áætluð sumarið 2016 og eru það Íslenskir aðalverktakar sem sjá um byggingu hússins. Byggingin er á einni hæð auk kjall- ara. Meginhluti jarðhæðar er með talsverðri yfirhæð sem nauðsynleg er fyrir búnað sem í bygginguna fer en heildarflatarmál byggingarinn- ar er 1035,8 fermetrar. Endaveggir spennarýma eru uppbyggðir úr létt- um flekum sem falla út ef sprenging verður í spennarýmum. Þak bygging- arinnar er létt og getur því lyfst upp ef sprenging verður. Sjálfvirkt bruna- viðvörunarkerfi er í byggingunni sem tengt er viðurkenndri vaktstöð. Veggir umhverfis spennarými upp- fylla 120 mínútna brunamótstöðu og eru allflest rými með sér bruna- hólf. Byggingin er að jafnaði mann- laus. Það er eingöngu í bilanatilvik- um sem starfsmenn dvelja í skamm- an tíma í byggingunni. Byggingin er hönnuð af Studio strik arkitektum en VSÓ ráðgjöf sá um burðarþols- og lagnahönnun. grþ Ný aðveitustöð risin á Akranesi Íslenskir aðalverktakar hafa undanfarið ár unnið að byggingu nýju aðveitustöðvar- innar. Orkuveita Reykjavíkur og Landsnet fá bygginguna afhenta fljótlega og þá hefst uppsetning rafbúnaðar og tenging við aðra hluta raforkukerfisins. Hörður Pálsson, bakarameistari á Akranesi lést 15. september síðast- liðinn, 82 ára að aldri. Hörður fædd- ist á Skagaströnd 27. mars 1933 en ólst upp á Sauðárkróki. Eftir ferm- ingu var hann á síld í eitt sumar en hóf þá nám í bakaraiðn hjá Guðjóni Sigurðssyni bakarameistara á Sauð- árkróki. Lauk hann sveinsprófi á tvítugsafmælisdegi sínum og stund- aði eftir það framhaldsnám í bakstri í Þrándheimi í Noregi árin 1953 til 1954. Hörður starfaði við bakstur á Sauðárkróki til 1958 en tók þá við rekstri Alþýðubrauðgerðarinnar á Akranesi og rak hana 1958-1963. Þá keypti hann bakaríið, breytti nafni þess í Harðarbakarí og starf- rækti það allt til ársins 1998. Hörður Pálsson tók virkan þátt í félagsstörfum og sveitarstjórnar- pólitík. Hann var einn af stofnend- um íþróttafélagsins Drangeyjar á Sauðárkróki en það félag sameinað- ist Tindastóli 1948. Hann æfði og keppti í frjálsum íþróttum, sat síð- ar í knattspyrnuráði Akraness og var formaður þess 1988-89. Hörð- ur gekk ungur í stúku, var æðsti templar stúkunnar Gleymmérei á Sauðárkróki, starfaði í stúkunni Ak- urblóminu á Akranesi og sat lengi í stjórn Stórstúku Íslands. Hörður var prýðilegur söngmaður og söng í Kirkjukór Sauðárkróks og síðan í Kirkjukór Akraness. Hann stofn- aði, ásamt þremur öðrum, Skagakv- artettinn 1967 og starfaði í Odd- fellowreglunni frá 1960. Hann var sæmdur fálkaorðunni árið 2003. Hörður var bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins á Akranesi 1974 til 1986, sat m.a. í skólanefnd Fjöl- brautaskóla Vesturlands, í stjórn Dvalarheimilisins Höfða og var stjórnarformaður Skipasmíðastöðv- arinnar Þorgeirs & Ellerts á Akra- nesi 1994-2008. Eftirlifandi eiginkona Harðar er Þórey Sigurðardóttir. Þau eiga fjögur börn og 13 barnabörn. Útför Harðar verður frá Akra- neskirkju fimmtudaginn 24. sept- ember kl. 11. mm Andlát - Hörður Pálsson bakarameistari Um hádegisbilið síðastliðinn laug- ardag var Lögreglunni á Vestur- landi tilkynnt um mann sem væri við ólöglegar stangveiðar í Botnsá í Hvalfirði. Á fréttasíðu embættisins segir að viðkomandi hafi hlaupist á brott er sást til hans en lögreglan hafi náð honum og tekið hann tali. Viðurkenndi maðurinn að hafa verið við stangveiðar í Botnsá án leyfis. Má viðkomandi maður eiga von á að þurfa að greiða allháa sekt fyrir brotið, að sögn lögreglu. mm Staðinn að ólöglegum veiðum í Botnsá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.