Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 201530 „Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?“ Spurning vikunnar (spurt á Akranesi) Sigurjón Skúlason „Ég sé engan fyrir mér sem ég gæti hugsað mér. En hann þyrfti helst að vera alveg ópólitískur.“ Nanna Jóhannsdóttir „Ég gæti vel hugsað mér að hafa Ólaf Ragnar áfram.“ Ólafur Ólafsson „Mér dettur enginn í hug sem mér þykir nógu frambærilegur.“ Ingunn Ríkharðsdóttir „Ég gæti vel hugsað mér Rögnu Árnadóttur sem forseta.“ Auður Elísabet Baldursdóttir „Ég væri alveg til í Ólaf Ragn- ar áfram.“ Það var sannkölluð hátíðarstund í Ólafsvík á laugardaginn þegar loka- leikur fyrstu deildar karla í knatt- spyrnu var spilaður í viðureign Víkings og Fjarðabyggðar. Rok og rigning sló alls ekki á stemninguna. Mikil eftirvænting var fyrir leik- inn. Víkingur hafði þegar tryggt sér efsta sætið og með sigri gat liðið sett stiga- og/eða markamet í deild- inni. Áður en leikurinn hófst voru Umf. Víkingur og Reynir með skemmtun fyrir yngri flokka félags- ins í íþróttahúsinu þar sem börnin tóku þátt í knattspyrnuþrautum og lögreglan mætti á svæðið og mældi skothraða barnanna. Náðu mörg þeirra góðum hraða á knettinum. Að endingu var boðið upp á grill- aðar pylsur fyrir alla áður en flaut- að var til leiks. Þrátt fyrir leiðinda- veður mættu margir áhorfendur og gríðarleg stemning var á vellinum. Víkingar hreinlega yfirspiluðu gestina sem áttu aldrei neinn mögu- leika í leiknum. Þrátt fyrir að aðal- markaskorari liðsins Hrvoje Tokic hvíldi sig á bekknum sigraði Vík- ingur 6-2 sem sýnir að liðið hef- ur mikla breidd og leikmenn spila með hjartanu og gefa allt sitt í leik- ina. Eftir leikinn braust út gífurleg- ur fögnuður meðal leikmanna og stuðningsmanna liðsins sem féllust í faðma. Markametið í 1. deild er 56 mörk en ekki 53 eins og fram kom í mörgum fjölmiðlum um síðustu helgi. Víkingur Reykjavík skoraði 56 mörk árið 2013 og vann einn leikinn 16-0 gegn Völsungi. En aft- ur á móti eru 17 sigurleikir Víkings að þessu sinni met eða metjöfnun. Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, sagði í samtali við Skessuhorn að þeir réru öllum árum að halda leikmönn- um áfram og hafa þegar gert samn- ing við fimm leikmenn, þá Tomasz Luba, Admir Kubat, Kenan Turu- dija, William da Silva og Christian Martinez. Einnig hefur félagið gert tveggja ára samning við Ejub Pur- isevic þjálfara meistaraflokks karla, sem einnig er yfirþjálfari yngri flokka og Björn Sólmar Valgeirsson þjálfara meistaraflokks kvenna. Um kvöldið var svo lokahóf meistaraflokks karla og kvenna hjá Víkingi haldið með borðhaldi og skemmtiatriðum auk dansleiks. Á hófinu voru leikmenn heiðraðir og leikmaður tímabilsins var val- inn Admir Kubat hjá körlunum en Berglind Ósk Kristmundsdótt- ir hjá körlunum. Fehima Líf Pur- isevic var valin efnilegasti leikmað- ur kvennaflokks en Kristinn Magn- ús Pétursson efnilegasti leikmaður karlaliðsins. af Bikarinn á loft í Ólafsvík Víkingar fagna að leikslokum. Ljósm. af. Víkingar fagna með stuðningsmönnum. Ljósm. af. Alfreð Már Hjaltalín, Hrvoje Tokic, Elísa Dögg Helgadóttir en hún tók við viðurkenningunni fyrir Fehimu, Líf Purisevic, Kristinn Magnús Pétursson, Berglind Ósk Kristmundsdóttir og Admir Kubat. Ljósm. þa. Hreyfivika UMFÍ stendur nú yfir, hófst síðastliðinn mánudag og lýkur eftir helgina. Dagskrá er á þremur stöðum á Vesturlandi. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu. „Við þurfum að koma þeim skilaboðum út í samfélagið að hreyfing er orð sem nær yfir margar fjölbreyttar frá morgni til kvölds. Hins vegar þarf hjartadælan okkar að fá að slá kröft- uglega að minnsta kosti 30 mínút- ur á dag til að lengja líftíma sinn. Þessar 30 mínútur er hægt að upp- fylla í lotum jafnt og þétt yfir dag- inn með þremur tíu mínútna lot- um. Kyrrseta er verst en rannsókn- ir sína að fjórir af hverjum fimm Evrópubúum uppfylli ekki ráðlagð- an dagsskammt af hreyfingu. Kyrr- seta hefur á nokkrum áratugum orðið einn af stærri áhættuþáttum fyrir ótímabærum dauða í Evrópu og stærri áhættuþáttur en reyking- ar. Við þurfum að snúa þessari þró- un við og fá fleiri til að finna sína uppáhalds hreyfingu sem nærir lík- ama og sál. Virkur lífsstíl hefur um- talsverð áhrif á daglegt líf okkar og eykur lífsgæði til muna,“ segir í fréttatilkynningu frá UMFÍ. Ýmsir viðburðir á Vesturlandi Víða um land eru félagar í ung- mennafélagshreyfingunni, sveitar- félög, stofnanir, fyrirtæki og ein- staklingar að gefa hreyfingu gaum. Á Vesturlandi eru skipulagðir við- burðir á vegum UMSB í Borgar- byggð en einnig verða viðburð- ir í Grundarfirði og Stykkishólmi. Í Borgarnesi er m.a. frítt í sund og þreksal á milli klukkan 6 og 8 alla daga Hreyfivikunnar og verður ókeypis inn á þá fjölmörgu íþrótta- viðburði sem verða í Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum í vikunni. Í Stykkishólmi eru haldin heilsu- tengd námskeið og Zumbatímar í tilefni Hreyfivikunnar og í Grund- arfirði verða ýmsir skipulagðir tímar og fræðsla, svo sem foreldra- fótbolti, boccia, jóga, skokk, morg- ungöngur ásamt því að Líkams- ræktin í Grundarfirði býður upp á fría prufutíma í stöðvaþjálfun, svo eitthvað sé nefnt. grþ Hreyfivika UMFÍ stendur nú yfir ÍA heimsótti botnlið Keflvíkinga í tuttugustu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í gær. Með sigri gátu Skagamenn tryggt sæti sitt í deildinni, að því gefnu að Leikn- ir tapaði fyrir Fylki. Gestgjafarnir í Keflavík voru hins vegar fallnir. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki upp á marga fiska, slag- veðursrigning og rok. Skagamenn mættu ákveðnir til leiks og kom- ust yfir strax á 15. mínútu. Hall- ur Flosason leiddi sókn ÍA upp hægri kantinn, sendi laglega send- ingu fyrir markið þar sem Garðar Gunnlaugsson tók við boltanum og skoraði. Tíu mínútum síðar barst boltinn á Þórð Þorstein Þórðarson utan vítateigs. Hann gerði sér lít- ið fyrir og lét vaða á markið, beint í fjærhornið og jók forystu ÍA í tvö mörk. Næstur á blað var Hallur Flosason, sem skoraði með góð- um skalla eftir fyrirgjöf Ólafs Vals Valdimarssonar. Aðeins hálftími liðinn af leiknum og Skagamenn komnir þremur mörkum yfir. Þegar síðari hálfleikur var að- eins fimm mínútna gamall skall- aði Ásgeir Marteinsson boltann inn fyrir vörn Keflvíkinga á Garð- ar Gunnlaugsson, sem átti í bar- áttu við varnarmann heimamanna. Garðar hafði betur, komst einn á móti markmanni og lagði boltann snyrtilega í netið. Eftir að Skagamenn höfðu skor- að fjórða mark leiksins féll liðið til baka og hélt fengnum hlut. Kefl- víkingar sköpuðu sér engin afger- andi færi og leiknum lauk með 0-4 sigri ÍA. Á sama tíma tapaði Leikn- ir fyrir Fylki. Skagamenn eru því átta stigum frá fallsæti þegar tveir leikir eru eftir af mótinu og halda því sæti sínu í deild þeirra bestu á næsta keppnistímabili. kgk Skagamenn halda sæti sínu í úrvalsdeild Fyrir leik ÍA og Keflavíkur. Skagamenn sigruðu með fjórum mörkum gegn engu og halda sæti sínu í úrvaldeild að ári. Ljósm. mg. Vestlendingarnir Helgi Guðjóns- son, sem spilar með Fram, og Arn- ór Sigurðsson ÍA voru valdir í U-17 landsliði í knattspyrnu sem keppir þessa dagana í undankeppni Evr- ópumótsins í knattspyrnu. Leikirn- ir fara fram hér á landi. Í gær mætti landsliðið Kasakstan á Grindavíkur- velli. Spilað verður við Grikkland á Laugardalsvellinum 24. september kl. 19.15 og við Danmörku á Kefla- víkurvelli sunnudaginn 27. septem- ber kl. 16.00. mm Tveir Vestlendingar í landsliðinu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.