Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 201528 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Tjónaskoðum fyrir öll tryggingafélög Borgarness PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.isparketlist@parketlist.is Pennagrein Það er kominn tími til að eyða orkunni í uppbyggingu Pennagrein Hvanneyrardeild Grunnskóla Borg- arfjarðar hefur verið í umræðunni undanfarið vegna áforma sveit- arstjórnar Borgarbyggðar um að leggja hana niður eða minnka hana. Sveitarstjórn hefur lýst því yfir að fjárhagslegur og faglegur ávinning- ur sé verulegur. Íbúasamtökin á Hvanneyri hafa ítrekað lýst áhyggjum sínum af því að Hvanneyrardeildin verði sett undir Kleppjárnsreykjadeild GBF, ekki af afturhaldssemi eða þröng- sýni, heldur miklu frekar vegna efa- semda um að það sé deildinni og Hvanneyrarstað til heilla. Um árabil hefur sveitarstjórn staðið í hagræð- ingaraðgerðum og þar hefur megin- stefið verið að halda úti starfsstöðv- um skólanna. Á fjölmennum íbúafundi á Hvanneyri um málefni skólans var sveitarstjórn eindregið hvött til þess að standa vörð um grunnskóladeild- ina með harðoruðum ályktunum. Af þessu má sjá að stór hluti íbúa á Hvanneyri er á þeirri skoðun að halda eigi úti skólastarfi á Hvann- eyri. Eitt af lykilverkefnum sveitar- stjórna er að standa vörð um og styðja við fyrirtæki og stofnanir sem í sveitarfélaginu starfa. Hingað til hafa íbúar á Hvanneyri og sveitar- stjórn Borgarbyggðar átt gott sam- starf um uppbyggingu Hvanneyrar- staðar og sveitarstjórn lagt íbúum lið þegar kallað hefur verið eftir því. Þá hefur Borgarbyggð lagt hundruðir milljóna til uppbyggingar innviða á Hvanneyri, m.a. til að geta stutt við uppbyggingu Landbúnaðarháskól- ans. Þegar skoðun heimamanna fer á skjön við skoðanir sveitarstjórnar þá eru þeir með óþarfa afskiptasemi af málum sem koma þeim ekki við. Sveitarstjórn Borgarbyggðar ber skylda til að gæta hagsmuna íbúa og hafa skoðun á því þegar framtíð eins mikilvægasta þéttbýliskjarna í hér- aði er um að ræða, eins og í tilviki Hvanneyrarstaðar. Einnig er það afar sorglegt að fyrrnefndir sveit- arstjórnarmenn og sveitarstjóri tala nú ítrekað niður mikilvægi þess að hafa grunnskóla á Hvanneyri. Hvað gengur fólki til? Íbúar á Hvanneyri hafa ítrekað lýst vilja sín- um til samstarfs við sveitarstjórn um eflingu Hvanneyrardeildar GBF og tekið frumkvæði í því að kalla aðila til samstarfs. Sveitarstjórn Borgarbyggð- ar ætti hér eftir sem hingað til að vera reiðubúin til að vinna af krafti að uppbyggingu Hvanneyrarstað- ar með öllum þeim aðilum sem láta sig vöxt og viðgang staðarins varða. Því legg ég til að aðilar máls skipti nú um takt, hætti að atast í fjölmiðl- um og ræði saman af yfurvegun og ábyrgð, skólanum og Hvanneyrar- stað til heilla. Þessi grein er unnin upp úr grein Björns Bjarka Þorsteinssonar, „Hvað er sveitarstjórn Borgarbyggðar að skipta sér af?“ sem birtist 15. apríl 2014 á vef Skessuhorns og er að finna á: http://skessuhorn.is/skessu- horn/adsendar-greinar/nr/186284/. Gott er að lesa þessar tvær greinar samhliða. Aðilum hefur verið breytt og nokkur atriði felld út. Eftir stendur að sveitarstjórn Borgarbyggðar var tilbúin til að berjast fyrir áframhaldandi til- vist Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, Hvanneyrarstað til heilla, en það sama virðist ekki eiga við þegar um grunnskóla á vegum sveitarfélagsins er að ræða. Sömu röksemdafærslur gilda þó um bæði mál og sveitarstjórnarmenn geta illa vikið sér undan eigin röksemdum. Borgarbyggð berst nú í bökkum við að gera skudastöðu sveitarfélagsins sjálfbæra og hefur Samfylkingin í Borgarbyggð ítrekað bent á einfald- ar og áhrifaríkar leiðir til þess. Sala á hlut í Orkuveitunni og/eða Faxa- flóahöfnum gæti minnkað skulda- byrði sveitarfélagsins nægjanlega til að það geti staðist skilyrði um þriggja ára rekstrarafkomu. Ívar Örn Reynisson. Höfundur er kennari í MB, áhuga- maður um menntun og sveitarstjórn- armál. Hvað er ég að skipta mér af? Nú er búið að ákveða að loka skól- anum á Hvanneyri. Það er óþol- andi tilhugsun að eftir umtalsvert spreð sveitarfélagsins í Borgarnesi rétt fyrir kosningar skuli þeir ætla að sækja sparnað á móti uppeftir til okkar í sveitina. Sveitarstjórnir Borgarbyggðar síðan í sameiningu 2006 hafa verið mjög lunknar við að nota peningana okkar til fjárfestinga í Borgarnesi. Besta dæmið er auðvitað Mennta- skólinn í Borgarnesi sem stendur þar með sína fínu koparklæðningu, en skólarútan fyrir sveitakrakkana entist ekki í heila önn. Sveitarstjórn fór illa að ráði sínu í ákvarðanatökuferli um fræðslumál í firðinum. Yfirlýsing sveitarstjóra um að skýrslur séu aldrei skrifaðar nema til að rökstyðja fyrirfram ákveð- inn málstað er í besta falli klaufa- leg, í versta falli grafalvarleg. Sveit- arstjórnarfulltrúar sumir fara mjög klaufalegum höndum um sannleik- ann þegar hentar. Allt er þetta vont. Og ég gæti alveg haldið áfram. En nú er komið gott. Lífið held- ur áfram. Helsta röksemdafærslan fyrir því að ekki megi loka skólan- um á Hvanneyri er sú að það hafi stefnumarkandi áhrif á búsetuþróun á svæðinu. En ég er farinn að hafa áhyggjur af því að umræðan í sveit- arfélaginu sé farin að hafa áhrif á íbúaþróun. Sú hagsmunagæsla sem þeg- ar hefur farið fram hefur skilað því að það munu þó verða tveir bekk- ir áfram á Hvanneyri, ef íbúar það kjósa, og for- eldrar munu fá að ráða því hvert börnin fara restina af skóla- göngunni. Það er ekki hægt að líta fram hjá því að þar er sveitarstjórn sannanlega að koma til móts við íbúana. Það þarf líka að sameina leik- skólana í Borgarnesi. Menn verða að vera tilbúnir að spara heima hjá sér. Lítum nú fram á veginn. Við skul- um ekki slíta sveitarfélagið í sundur. Hvorki „á sál né líkama“. Það er kominn tími til að eyða orkunni í uppbyggingu. Bjarni Benedikt Gunnarsson Hlíðarkletti Pennagrein Það er ekki hægt að halda öðru fram en að ýmis jákvæð teikn séu nú á lofti í íslensku samfélagi og efnahagslífi. Fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja Sili- cor Materials á Grundartanga er til marks um þetta. Verksmiðjan mark- ar tímamót þegar horft er til umfang fjárfestingar, orkunýtingar og hvers eðlis starfsemin er. Hátæknifyrirtæki með 450 störfum Þessar áherslur birtast með skýrum hætti í áformum bandaríska fyrirtæk- isins Silicor Materials, um uppbygg- ingu sólarkísilsverksmiðju á Grund- artanga. Um er að ræða gríðarstóra fjárfestingu upp á 120 milljarða. Með tilkomu verksmiðjunnar munu skap- ast 450 varanleg störf, þar af 150 störf fyrir háskólamenntaða. Orkuþörf verksmiðunnar eru 85 MW sem þýð- ir að 5,3 störf verða til á hvert MW. Hvað gerir Silicor Materials? Silicor Materials hreinsar kísil svo úr verði sólarkísill fyrir sólarsellur en sólarsellur eru notaðar til að virkja sólarorku. Þetta er gert með því að bræða saman hráefnin kísil og ál. Við kólnun kristallast kísillinn. Ferlið er endurtekið nokkrum sinnum og við hvert skipti hreinsast kísillinn enn betur. Kísllinn er þveginn með áli og eftir situr sólarkísill sem er 99,9999% hreinn kísill. Þess ber að geta að allt þetta ferli er hannað með það að markmiði að það hafi lítil sem eng- in áhrif á umhverfið. Framleiðsluferli Silicor notar eingöngu 1/3 af raforku hefðbundinnar framleiðslu á sólarkís- il. Þetta ferli gefur af sér tvær örugg- ar aukaafurðir. Annars vegar álblönd- ur sem notaðar eru í bíla– og flugvéla- iðnaðinum og hins vegar álklóríð sem notað er við hreinsun vatns. Græn orka notuð til að framleiða græna orku Silicor Materials nýtir íslenska græna raforku til að framleiða sólarkísil, sem getur framleitt enn meiri raforku með virkjun sólarorku. Ef horft er til upp- setts afls verður hvert megavatt sem Silicor nýtir til framleiðslu sinnar að 38 megavöttum með virkjun sólar- orku. Endurnýjanlegir orkugjafar á Íslandi nýtast þannig umhverfisvernd á heimsvísu, þar sem notkun sólar- sella dregur úr þörf fyrir jarðefnaelds- neyti. Áætlað er að ársframleiðsla Sili- cor muni duga í sólarsellur fyrir allt að 800 þúsund heimili. Umhverfisáhrif af starfsemi Sili- cor Materials eru óveruleg. Það þýð- ir að möguleg umhverfisáhrif eru inn- an allra viðmiða sem gilda í lögum um umhverfismat um loftgæði, hljóðvist, þynningarsvæði og fráveitu. Ástæða til að fagna Það er full ástæða til þess að fagna áformum Silicor Materials á Grund- artanga. Að verkefninu standa fjár- sterkir aðilar, frá Bandaríkjunum, Danmörku og Þýskalandi. Forsvars- menn fyrirtækisins hafa komið fram í umræðunni hér á Íslandi og talað um mikilvægi þess að vinna í sátt við sam- félagið og umhverfið. Þetta eru jákvæð atriði, sem gera verkefnið mjög svo ákjósanlegt fyrir íslenskt samfélag. Silicor Materials mun hafa afar já- kvæð efnahagsleg áhrif hér á Íslandi. Tölulegar staðreyndir sýna að útflutn- ingstekjur fyrirtækisins munu nema yfir 50 milljörðum króna. Þessum fjármunum þarf íslenskt samfélag á að halda. Hér þarf að auka tekjur þjóð- arbúsins, m.a. til að við getum hald- ið áfram að byggja hér upp öflugt og traust velferðarsamfélag. Elsa Lára Arnardóttir Ásmundur Einar Daðason Höf. eru þingmenn Framsóknar- flokksins. Fögnum uppbyggingu á Grundartanga Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.