Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2015 25
og Guðrún eignuðust fimm syni,
heiðurs- og sómamenn sem all-
ir voru kenndir við Marbakkann.
Elstur var Sigurður Sveinn, kvænt-
ur Sigríði Jónsdóttur frá Flanka-
stöðum, Hallvarður, kvæntur Að-
alheiði Arnfinnsdóttur frá Vestra-
Miðfelli, Albert, kvæntur Helgu
Indriðadóttur frá Hömrum í Lýt-
ingsstaðahreppi, Guðmundur sem
lést 15 ára og Jósef Björgvin sem
var yngstur þeirra bræðra. Fyrri
kona Jósefs var Elínborg Sigur-
dórsdóttir, héðan af Akranesi og
seinni kona hans var Christel Ein-
varðsson, fædd í Königsburg í
Austur-Prússlandi. Hallvarður og
Aðalheiður bjuggu í næsta húsi
fyrir ofan Marbakka, þ.e. Vest-
urgötu 87 frá 1942 en Albert og
Helga bjuggu á Marbakka frá 1942
til 1963. Yngsti bróðirinn Jósef
var trúr Vesturgötunni, fæddur á
Marbakka, en bjó síðar ásamt fjöl-
skyldu sinni í Georgshúsi (Vestur-
götu 38), á Litlabakka (Vesturgötu
103), á Arnarstað (Vesturgötu 59)
og síðast á Bjargarsteini (Vestur-
götu 64). Þriðja húsið á Marbakka
stendur enn, og hafa íbúar þar ver-
ið margir, m.a. Lilja Lárusdóttir
ásamt börnum sínum. Hún bjó á
Marbakka frá 1973 til 1990. Hún
var gift Guðlaugi Helgasyni, en
þau skildu. Hún bjó síðar á Mar-
bakka með Albert Ágústssyni frá
Nýlendu. Frá 1990 hafa búið í
húsinu Sveinn Kristinsson og fjöl-
skylda hans, en Sveinn er ættað-
ur frá Dröngum í Strandasýslu.
Sveinn var kennari og bæjarfulltrúi
hér á Akranesi, en er nú formað-
ur Rauða Krossins á Íslandi. Fyrri
kona hans var Gunnvör Björns-
dóttir, en síðari kona hans er Borg-
hildur Jósúadóttir. Sveinn hefur
endurbætt Marbakkann, svo húsið
er nú í góðu standi og mun vænt-
anlega setja svip á Vesturgötuna
um ókomin ár.
Ásmundur Ólafsson tók saman
Heimildir: Rit Ólafs B. Björnsson-
ar, Greinar Árna Óla í Lesbók Mbl.
og Borgfirskri blöndu Braga Þórðar-
sonar, Akraneskirkja eftir Gunnlaug
Haraldsson, Borgfirzkar æviskrár,
Æviskrár Akurnesinga, Úr byggð-
um Borgarfjarðar eftir Kristleif Þor-
steinsson og ritið Ljósmyndir Árna
Böðvarssonar með texta Árna Ibsen.
Kirkjukór Ólafsvíkur lagði land
undir fót á dögunum. Var ferðinni
heitið til Bernau am Chiemsee í
Suður-Þýskalandi þar sem halda
átti tónleika í heimabæ kórstjór-
ans Veronicu Osterhammer. Lagt
var af stað frá Keflavíkurflugvelli
rétt eftir miðnætti í frekar vondu
veðri miðvikudaginn 9. septem-
ber. Lent var í München snemma
morguns og ekið með rútu sem
leið lá til Bernau. Í rútunni voru
þreyttir ferðalangar sem glað-
vöknuðu við þau tíðindi að þegar
til Bernau kæmi væri allur hópur-
inn boðinn í morgunmat hjá for-
eldrum Veronicu þeim Gundu
og Albert, þar sem ferðalangarn-
ir gæddu sér á ljúfum morgunmat
úti í garði.
Eftir dálitla hvíld yfir daginn
í hótelinu hófst dagskrá ferðar-
innar seinna þennan dag með
því að farið var til Rosenheim á
„Herbstfest” sem er minni út-
gáfa af Oktoberfest. Mikil bæ-
versk stemning ríkir þar í bjór-
tjöldunum. Næsta dag var ferð-
inni svo heitið til Berchtesgaden
þar sem skoðuð var saltnáma. Að
því loknu var förinni heitið upp í
fjöllin þar sem Arnarhreiðrið og
útsýnið þaðan var skoðað. Degin-
um lauk svo í Salzburg í Austurríki
þar sem snæddur var kvöldverð-
ur áður en haldið var aftur til Ber-
nau. Föstudeginum var svo varið í
hinni fallegu Wasserburg þar sem
rölt var um borgina, kíkt í búðir og
notið góða veðursins. Um kvöld-
ið var svo haldið til fjalla þar sem
kórfélagar og makar hittu vini sína
úr Kirkjukórnum í Frasdorf og áttu
með þeim skemmtilega kvöldstund
þar sem voru sungin bæði íslensk
og bæversk lög, dansaðir þjóðdans-
ar og snæddur bæverskur matur.
Þá var komið að aðaldeginum;
laugardeginum. Kirkjukórsfélagar
mættu hressir og kátir á lokaæfingu
fyrir tónleikana sem fara áttu fram
síðar um daginn í St. Laurentius-
kirkjunni á meðan makarnir slök-
uðu á, hjóluðu í kringum Chiem-
seevatnið eða spiluðu minigolf.
Tónleikarnir hófust svo stundvís-
lega klukkan 17 þennan dag. Efn-
isskráin var mjög fjölbreytt; íslensk
og erlend lög allt frá lofgjörðar-
versum til dægurlaga. Mjög vel var
mætt á tónleikana en rúmlega
200 manns hlýddu á kórinn. Við
upphaf tónleikanna bauð Mic-
haela Leidinger gesti og kórinn
velkominn fyrir hönd bæjarstjór-
ans í Bernau. Að því loknu sagði
Veronica nokkur orð og sá um að
kynna dagskrána. Heppnuðust
tónleikarnir sérlega vel og voru
gestirnir afar ánægðir með þá. Að
tónleikum loknum var kórnum
og mökum þeirra boðið til sam-
sætis af Kirkjukórnum í Bernau.
Síðan hélt hópurinn út að borða
saman og hélt svo skemmtikvöld
á hótelinu. Þetta voru yndisleg-
ir dagar í alla staði, frábært veður
og sérlega góður andi var í ferða-
hópnum sem taldi 37 manns.
Elsti ferðalangurinn í hópnum
Vigfús Vigfússon er aðeins 90 ára
og tók þátt í allri dagskrá.
Það voru þreyttir og glað-
ir ferðafélagar sem kvöddu Ber-
nau á sunnudagsmorgninum og
héldu til München þar sem deg-
inum var varið og farið í skoðun-
arferð um höuðborg Bæjaralands
þar til tími var komin á heimferð.
-fréttatilkynning
Söngferð Kirkjukórs Ólafsvíkur til Þýskalands
menn við það að færa björg í bú.
Sem dæmi drukknuðu bæði fað-
ir, afi og langafi Magnúsar á Mar-
bakka –fjórir ættliðir-, allir á 19.
öldinni, öld árabátanna. Faðir hans
Helgi Magnússon í Lambhús-
um, drukknaði á leið úr Reykjavík
10. nóv. 1862; Magnús faðir hans
Ólafsson í Melshúsum og Heima-
skaga drukknaði af Akranesi 26.
apríl 1834 ásamt 6 öðrum, en alls
fórust þá 16 af Akranesi og margir
úr öðrum verstöðvum; faðir hans
Ólafur Magnússon vefari frá Götu
á Akranesi drukknaði einnig 26.
apríl 1834.
Nýtt hús byggt á
Marbakka
Árið 1894 er Hallgrímur Tómas-
son frá Bjargi líka á Marbakka, en
árið 1895 kemur þangað Ármann
Þórðarson frá Fiskilæk ásamt konu
sinni Steinunni Þórðardóttur frá
Leirá. Ármann var lærður snikk-
ari, en sveinsstykki hans var alt-
arið í Akraneskirkju. Hann var
bóndi á Fiskilæk 1891-1895, flutti
þá á Akranes og byggði hús á Mar-
bakka, 1895, í stað hins fyrsta sem
þar var byggt af séra Helga Sveins-
syni eins og áður sagði. Hann var
söngvinn og spilaði á orgel, var
organisti við kirkjuna á Akranesi
frá 1895-1902. Ármann stund-
aði smíðar og vitað er um lærlinga
sem lærðu smíðar hjá honum, m.a.
Helga Helgason, sem var þekkt-
ur byggingameistari í Reykjavík.
Einnig var hann sjómaður. Ekki
safnaði Ármann auði, fór því vest-
ur um haf árið 1903 að leita betri
fanga. Hann var síðast í Lundar
og andaðist þar. Hann reisti þar
hveitimyllu og nágrannarnir töldu
hann geta smíðað hvaða stykki sem
var í henni. Var bráðvel gefinn og
mannkostamaður. Meðal bræðra
Ármanns var Albert, sem byggði
Albertshús nr. 24 við Vesturgötu
á Akranesi og var faðir Kristjáns
rithöfundar og Þórðar, umboðs-
manns fiskframleiðenda. Einnig
voru bræður Ármanns þeir Ágúst
Flygenring, kaupmaður og alþing-
ismaður í Hafnarfirði og Matthías
Þórðarson, þjóðminjavörður, sem
einnig sótti kvonfang sitt á Vest-
urgötuna, en seinni kona hans var
Guðríður dóttir hjónanna Guð-
mundar Guðmundssonar útvegs-
bónda og Guðríðar Teitsdóttur
í Lambhúsum, neðst við Vestur-
götu.
Árið 1903 er Guðmundur
Narfason á Marbakka, en hann bjó
lengst af á Völlum (Suðurgötu 47)
ásamt eiginkonu sinni Júlíönnu
Jónsdóttur og þremur fósturson-
um. Árið 1904 er Sigurður Gísla-
son á Marbakka, en hann bjó síðar
á Hjarðarbóli (Suðurgötu 49) og
lengst af kenndur við þann stað;
einnig voru á Marbakka mæðg-
urnar frá Oddsstöðum í Lund-
arreykjadal, þær Ólöf, Herdís og
Jónína og uppeldisdóttir þeirra
Rannveig Magnúsdóttir, sem síð-
ar giftist Árna Böðvarssyni, ljós-
myndara og sparisjóðsstjóra, en
Árni og fjölskylda hans bjó síðar í
Ási, sem er húsið nr. 78 við Vestur-
götu. Jón Auðunsson keypti Mar-
bakka árið 1905 og bjó þar til 1908;
hann byggði síðan Höfn og bjó þar
frá 1908-1925 og síðan Nýhöfn og
bjó þar 1925-1929, en þau hús eru
einnig við Vesturgötu, Höfn nr.
66 og Nýhöfn nr. 69. Kona Jóns
var Ragnheiður L. Guðmunds-
dóttir, og börn þeirra Magnhildur,
sem síðar bjó í húsinu nr. 93 við
Vesturgötu, Guðmundur á Innra-
Hólmi og Þorgrímur á Kúludalsá,
báðir nafnkunnir bændur.
Þriðja húsið á
Marbakka
Árið 1912 kaupir Marbakkann
Guðmundur Jónsson, sem áður
hafði búið í Móakoti og á Tyrf-
ingsstöðum í Innrahólmshverf-
inu. Kona Guðmundar var Þórný
Sigríður Einvarðsdóttir, fædd á
Ökrum á Mýrum árið 1857. Son-
ur þeirra Einvarður Guðmunds-
son er á Marbakka 1912-14, en fór
þá til Reykjavíkur. Hann kom aft-
ur að Marbakka 1916, eignast býl-
ið og bjó hann þar eftir foreldra
sína. Kona hans var Guðrún Sig-
urðardóttir frá Akrakoti, Sigurðs-
sonar frá Jaðri. Einvarður reif hið
gamla hús á Marbakka og byggði
nýtt hús, ofar í lóðinni, nær göt-
unni; hið nýja hús var byggt á ár-
unum 1925-26. Þau Einvarður
Hópganga stráka á Vesturgötu. Fjölbreytt starf KFUM & K fór fram við Vesturgötu, þ.e. í Frón, Vesturgötu 35. Helsti forystu-
maður þess kristilega ungmennastarfs var sér Friðrik Friðriksson en hann varð heiðursborgari Akranesbæjar 1. marz 1947.
Séra Friðrik safnaði drengjum í skrúðgöngu á vorin og var gengið um bæinn og strákarnir bættust í hópinn með skóflurnar
sínar. Göngunni lauk við Vesturgötu 37, Reynisstað, þar sem KFUM leigði kartöflugarða til að standa straum af kostnaði við
reksturinn. Séra Friðrik fer fyrir göngunni, en húsin á myndinni eru frá vinstri Marbakki (Vg. 85), Vesturgata 93, Svalbarði (Vg.
95), Kothús (Vg. 101), Litlibakki (Vg. 103) og Garðbær (Vg. 105). Ljósmynd: Árni Böðvarsson. Ljósmyndasafn Akraness.
Marbakkinn í dag. Eigendur og íbúar Sveinn Kristinsson og Borghildur Jósúa-
dóttir. Ljósmynd í eigu Sveins Kristinssonar.