Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2015 13 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Ólafsvík 2015 Bifreiðaskoðun verður við Fiskiðjuna Bylgjuna, Bankastræti 1 ATH. Allar stærðir ökutækja skoðaðar Upplýsingar í síma 863-0710 SK ES SU H O R N 2 01 5 Mánudaginn 28. sept. frá kl. 13.00 Þriðjudaginn 29. sept. frá kl. 8.00 Miðvikudaginn 30. sept. frá kl. 8.00 – 12.00 Framkvæmdir við byggingu Krauma, nýrra náttúrulauga ásamt veitingastað við Deildartungu II í Borgarfirði ganga vel þrátt fyr- ir að mannekla sé í röðum iðnað- armanna. Uppsteypa á veggjum í aðalbygginguna er að ljúka en eft- ir er að steypa upp minni bygging- ar sem hýsa munu gufuböð og slök- unarrými. Alls verður byggingin um 560 fm að grunnfleti. Fljót- lega verður farið í að byggja þak og stefnt á að húsið verði fokhelt fyrir lok október. Það er Sigurð- ur Á Magnússon húsasmíðameist- ari í Brekkuhvammi sem byggir, en eigendur Krauma eru tvenn hjón; Dagur Andrésson og Bára Einars- dóttir og Sveinn Andrésson og Jóna Ester Kristjánsdóttir. „Verkið gengur þannig lag- að ágætlega en við erum að glíma við alvarlegan skort á húsasmið- um í héraðinu. Eiginlega auglýsum við eftir fólki til starfa til að geta flýtt verkinu meira,“ sagði Dag- ur Andrésson í samtali við Skessu- horn. Benti hann áhugasömum á að snúa sér beint til Sigurðar yfirsmiðs í síma 861-5934. Í Krauma verður lögð áhersla á náttúrulaugar, gufubað og slök- un þar sem gestir geta notið heita vatnsins og horft um leið yfir vatns- mesta hver Evrópu. Í aðalbygging- unni verður síðan veitingasala og bar auk minjagripaverslunar. Dagur Andrésson segir að áfram sé stefnt að opnun nýja staðarins næsta vor og bindur hann vonir við að verk- efninu verði vel tekið í röðum sí- fellt vaxandi hóps ferðamanna um svæðið. mm Framkvæmdir við Krauma ganga vel en þó vantar smiði til starfa Sigurður yfirsmiður stýrir hér steypunni í mótin. Björn Jónsson er til hægri. Ljósm. da. Horft yfir veggina sem óðum eru að rísa í aðalbyggingunni. Ljósm. da. Útveggir hafa nú tekið á sig mynd. Smærri byggingar til vinstri sem hýsa munu gufuböð og slökunarrými er þó ekki búið að reisa. Ljósm. mm. Elkem Ísland kappkostar að starfa í víðtækri sátt við starfsfólk sitt, viðskiptavini, íslenskt samfélag og lífríki náttúrunnar. Með öryggi, fagmennsku og heiðarleika að leiðarljósi leggjum við okkar af mörkum til framleiðslu á hágæða kísilmálmi. Fyrirtækið ber virðingu gagnvart því jafnvægi sem ávallt þarf að ríkja á milli nýtingar og verndunar náttúruauðlinda. Elkem Ísland er hluti af Elkem A/S samsteypunni sem hefur í meira en hundrað ár verið frumkvöðull í tækniþróun í kísiliðnaði og haft frumkvæði að þróun margvíslegra lausna á sviði umhverfismála. Elkem Ísland starfar samkvæmt vottaðri gæða- og umhverfisstjórnun. Elkem Ísland - Grundartanga - 301 Akranesi - elkem@elkem.is - www.elkem.is Starfssvið:  Viðhald, eftirlit og viðgerðir  Undirbúningur og skipulag viðhaldsverkefna  Forgangsröðun verkefna  Vinna við fyrirbyggjandi viðhald  Vinna samkvæmt öryggisreglum  Samstarf við rekstrar- og tæknifólk Menntunar- og hæfniskröfur:  Sveinspróf í viðkomandi fagi  A.m.k. 3 ára starfsreynsla sem iðnaðarmaður  Frumkvæði og metnaður  Góðir samskiptahæfileikar  Gott skipulag og öguð vinnubrögð  Öryggisvitund  Reynsla af vinnu hjá stóriðju æskileg  Reynsla af vinnu við háspennubúnað æskileg fyrir stöðu rafvirkja Elkem Ísland óskar eftir að ráða rafvirkja og vélvirkja eða bifvélavirkja til að sinna fjölbreyttum og krefjandi störfum í tæknideild fyrirtækisins. Rafvirki & Vélvirki/Bifvélavirki Umsóknarfrestur er til og með 4. október nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Elkem Ísland, www.elkem.is CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA SPEGLAR SKORNIR AÐ ÞÍNUM ÓSKUM LED LÝSING - SANDBLÁSUM ispan@ispan.is • ispan.is 30% afsláttur af speglum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.