Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2015 13
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Ólafsvík 2015
Bifreiðaskoðun verður við
Fiskiðjuna Bylgjuna, Bankastræti 1
ATH. Allar stærðir ökutækja skoðaðar
Upplýsingar í síma 863-0710
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Mánudaginn 28. sept. frá kl. 13.00
Þriðjudaginn 29. sept. frá kl. 8.00
Miðvikudaginn 30. sept. frá kl. 8.00 – 12.00
Framkvæmdir við byggingu
Krauma, nýrra náttúrulauga ásamt
veitingastað við Deildartungu II
í Borgarfirði ganga vel þrátt fyr-
ir að mannekla sé í röðum iðnað-
armanna. Uppsteypa á veggjum í
aðalbygginguna er að ljúka en eft-
ir er að steypa upp minni bygging-
ar sem hýsa munu gufuböð og slök-
unarrými. Alls verður byggingin
um 560 fm að grunnfleti. Fljót-
lega verður farið í að byggja þak
og stefnt á að húsið verði fokhelt
fyrir lok október. Það er Sigurð-
ur Á Magnússon húsasmíðameist-
ari í Brekkuhvammi sem byggir, en
eigendur Krauma eru tvenn hjón;
Dagur Andrésson og Bára Einars-
dóttir og Sveinn Andrésson og Jóna
Ester Kristjánsdóttir.
„Verkið gengur þannig lag-
að ágætlega en við erum að glíma
við alvarlegan skort á húsasmið-
um í héraðinu. Eiginlega auglýsum
við eftir fólki til starfa til að geta
flýtt verkinu meira,“ sagði Dag-
ur Andrésson í samtali við Skessu-
horn. Benti hann áhugasömum á að
snúa sér beint til Sigurðar yfirsmiðs
í síma 861-5934.
Í Krauma verður lögð áhersla á
náttúrulaugar, gufubað og slök-
un þar sem gestir geta notið heita
vatnsins og horft um leið yfir vatns-
mesta hver Evrópu. Í aðalbygging-
unni verður síðan veitingasala og
bar auk minjagripaverslunar. Dagur
Andrésson segir að áfram sé stefnt
að opnun nýja staðarins næsta vor
og bindur hann vonir við að verk-
efninu verði vel tekið í röðum sí-
fellt vaxandi hóps ferðamanna um
svæðið. mm
Framkvæmdir við Krauma ganga
vel en þó vantar smiði til starfa
Sigurður yfirsmiður stýrir hér steypunni í mótin. Björn Jónsson er til hægri.
Ljósm. da.
Horft yfir veggina sem óðum eru að rísa í aðalbyggingunni.
Ljósm. da.
Útveggir hafa nú tekið á sig mynd. Smærri byggingar til
vinstri sem hýsa munu gufuböð og slökunarrými er þó ekki
búið að reisa. Ljósm. mm.
Elkem Ísland kappkostar að starfa í víðtækri sátt við starfsfólk sitt, viðskiptavini, íslenskt samfélag og lífríki náttúrunnar. Með öryggi, fagmennsku og heiðarleika að
leiðarljósi leggjum við okkar af mörkum til framleiðslu á hágæða kísilmálmi. Fyrirtækið ber virðingu gagnvart því jafnvægi sem ávallt þarf að ríkja á milli nýtingar og
verndunar náttúruauðlinda. Elkem Ísland er hluti af Elkem A/S samsteypunni sem hefur í meira en hundrað ár verið frumkvöðull í tækniþróun í kísiliðnaði og haft
frumkvæði að þróun margvíslegra lausna á sviði umhverfismála. Elkem Ísland starfar samkvæmt vottaðri gæða- og umhverfisstjórnun.
Elkem Ísland - Grundartanga - 301 Akranesi - elkem@elkem.is - www.elkem.is
Starfssvið:
Viðhald, eftirlit og viðgerðir
Undirbúningur og skipulag viðhaldsverkefna
Forgangsröðun verkefna
Vinna við fyrirbyggjandi viðhald
Vinna samkvæmt öryggisreglum
Samstarf við rekstrar- og tæknifólk
Menntunar- og hæfniskröfur:
Sveinspróf í viðkomandi fagi
A.m.k. 3 ára starfsreynsla sem iðnaðarmaður
Frumkvæði og metnaður
Góðir samskiptahæfileikar
Gott skipulag og öguð vinnubrögð
Öryggisvitund
Reynsla af vinnu hjá stóriðju æskileg
Reynsla af vinnu við háspennubúnað æskileg
fyrir stöðu rafvirkja
Elkem Ísland óskar eftir að ráða rafvirkja og vélvirkja eða bifvélavirkja til að sinna fjölbreyttum og krefjandi störfum í
tæknideild fyrirtækisins.
Rafvirki & Vélvirki/Bifvélavirki
Umsóknarfrestur er til og með 4. október nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Elkem Ísland,
www.elkem.is
CLARVISTA
STURTUGLER
FYRIR
VANDLÁTA
SPEGLAR SKORNIR AÐ
ÞÍNUM ÓSKUM
LED LÝSING - SANDBLÁSUM
ispan@ispan.is • ispan.is
30%
afsláttur af speglum