Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Qupperneq 17

Skessuhorn - 03.02.2016, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 17 hjá ferðamönnunum. „Þeir dýrka Vesturland, eins og það leggur sig. Enda er það þannig að þegar þú hefur bókað þína ferð, þá hefurðu sett þína trú og traust á mig. Ég myndi aldrei fara með þig á staði sem mér þættu ekki frábærir. Og Vesturland er algerlega æðislegt, það er frábært!“ Heldur íslenska hátíð Næst á dagskrá hjá leðurblöku- og Krummakonunni er að fjármagna hátíðina „Iceland affair“, sem hún heldur árlega. Þar fagnar hún öllu sem er íslenskt og vill kynna það fyrir Bandaríkjamönnum. Hún hef- ur sjálf fjármagnað viðburðinn síð- ustu fjögur ár og markmiðið er að byggja upp stærstu menningarhá- tíð Bandaríkjanna, þar sem Ísland er kynnt. „Þarna kynnum við ís- lenskan mat, náttúruna, listir og menningu. Við fáum í heimsókn íslenska tónlistar- og listamenn og erum með fyrirlesara frá Íslandi. Ég trúi því að þegar þú upplifir það sem landið hefur upp á að bjóða, þá verðir þú ástfanginn af landi elds og ísa,“ segir Gerri Griswold að end- ingu. grþ Gerri og Hjörleifur Stefánsson í Ensku húsunum. Þarna er Hjörleifur í þann mund að skera flís af hangikjöti sem hann reykir sjálfur. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Ragna Benedikta Steingrímsdótt- ir, nemandi í 10. bekk í Brekku- bæjarskóla á Akranesi, fékk ný- verið afhenta viðurkenningu fyr- ir að hafa átt besta botn unglinga- stigsnema í Vísubotni 2015, vísna- keppni grunnskólanema. Keppnin var haldin í tilefni Dags íslenskr- ar tungu en þetta var í fimmta sinn sem Menntamálastofnun efn- ir til vísnasamkeppni grunnskóla- nema. Í keppninni spreyttu nem- endur sig á því að botna fyrriparta eftir Helga Zimsen. Um var að ræða tvo fyrriparta fyrir hvern ald- ursflokk og fengust bókaverðlaun og viðurkenningarskjöl fyrir besta vísubotninn. Þetta er í annað sinn sem Ragna Benedikta sigrar í þess- ari sömu keppni en hún átti einnig besta botninn þegar hún var nem- andi í 8. bekk. Fyrri part vísunnar, „Þegar mesta myrkrið er, minnstu ljósin greinast.“ botnaði Ragna Benedikta svona: „Sólardraumur sýnist mér í sálartetri leynast. grþ Átti besta vísubotninn Ungskáldið Ragna Benedikta Steingrímsdóttir með viðurkenningarskjalið og bókaverðlaunin. Ljósm. Brekkubæjarskóli.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.