Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 20168 Tilkynning um straumleysi sunnan Skarðsheiðar HVALFJ.SVÆÐIÐ: Rarik vill koma á framfæri tilkynningu til raforkunotenda vegna fyrirhug- aðs straumleysis tvisvar í næstu viku. „Rafmagnslaust verður sunnan Skarðheiðar vegna vinnu í aðveitustöð við Brennimel í Hvalfirði. Fyrra straumleysið er aðfararnótt þriðjudagsins 2. maí frá kl. 00:00 til kl. 03:00. Seinna straumleysið er aðfararnótt föstudagsins 6. maí frá kl. 00:00 til kl. 01:00 vegna ljúkningar verka og prófana. Um er að ræða allt svæðið sunnan Skarðsheið- ar, þ.e. Melasveit, Leirársveit, Melahverfi, Hvalfjörð, Hlíðarbæ, Hvalfjarðargöng, Innri Akra- neshrepp og Kjósarhrepp. Haf- ið ekki viðkvæm raftæki í notkun þegar rafmagnið fer af og hugið að endurstilla öll tímastillt raf- tæki sem kunna að hafa breytt sér. Rarik biðst velvirðingar á þeirri röskun sem rafmagnsleysið hefur í för með sér fyrir notend- ur,“ segir í tilkynningu frá Rarik á Vesturlandi. -mm Næturlokanir frá klukkan 22 HVALFJ.GÖNG: Komið er að árlegum viðburði í Hvalfjarðar- göngum sem er vorhreingern- ing og viðhald tækja og búnað- ar. Þess vegna verða göngin lok- uð í fjórar nætur í þessari viku, dagana 26.-29. apríl (mánudags- kvöld til og með fimmtudags- kvöldi). Vegfarendum er bent á að lokað verður klukkan 22 á kvöldin alla þessa daga og til klukkan 6:00 að morgni. „Hing- að til hefur verið lokað frá mið- nætti til kl. 6 að morgni í hlið- stæðu hreingerningar- og við- haldsstoppi en reynslan sýnir að það er ekki nóg. Þess vegna verður lokað nú kl. 22. Áríðandi að vegfarendur veiti því sérstaka eftirtekt,“ segir í tilkynningu frá Speli, rekstraraðila ganganna -mm VG félagar hvetja til forvals NV-KJÖRD: Tvö félög Vinstri hreyfingarinnar græns fram- boðs í Norðvesturkjördæmi hafa ályktað þess efnis að fram fari forval á lista flokksins um allt land fyrir alþingiskosningarnar í haust. Stjórn VG í Borgarbyggð fundaði á fimmtudaginn og árétt- aði mikilvægi þess að haldið verði leiðbeinandi forval. „Það er í anda þeirrar lýðræðislegu stefnu sem hreyfingin stendur fyrir en við teljum uppstillingu ekki jafn heppilega í því tilliti,“ segja VG félagar í Borgarbyggð. VG fé- lagið í Skagafirði hefur ályktað í sömu veru og Borgfirðingarnir og fara fram á forval. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er skoð- anamunur um hvort fara eigi í uppstillingu eða forval á landinu. Í Norðvesturkjördæmi ætti það að skýrast 14. maí næstkomandi þegar aðalfundur kjördæmisráðs er áætlaður. -mm Fjórir sóttu um stöðu skólastjóra STYKKISHÓLMUR: Staða skólastjóra Grunnskóla Stykk- ishólms var nýverið auglýst til umsóknar og rann umsóknar- frestur út 14. apríl síðastlið- inn. Alls sóttu fjórir um stöð- una; Berglind Axelsdóttir að- stoðarskólastjóri Grunnskóla Stykkishólms, Dorota Feria Escobedo vörustjóri, Drífa Lind Harðardóttir umsjónar- kennari hjá Hjallastefnu í Víf- ilstaðaskóla og Svandís Egils- dóttir skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar eystra. Starfs- menn ráðgjafafyrirtækisins At- tentus-Mannauður og ráðgjöf hafa veitt aðstoð vegna undir- búnings og munu leggja fram mat um hæfni umsækjenda. Að loknum viðtölum við um- sækjendur og að fengnu mati ráðgjafanna verður lög fram tillaga en bæjarstjórn Stykk- ishólmsbæjar tekur endanlega ákvörðun um ráðningu í stöð- una. -grþ Aflatölur fyrir Vesturland 16. apríl - 22. apríl Tölur (í kílóum) rá Fiskistofu: Akranes 13 bátar. Heildarlöndun: 75.959 kg. Mestur afli: Klettur MB: 19.619 kg í þremur löndun- um. Arnarstapi 13 bátar. Heildarlöndun: 52.828 kg. Mestur afli: Bárður SH: 161.141 kg í tveimur löndun- um. Grundarfjörður 11 bátar. Heildarlöndun: 242.002 kg. Mestur afli: Hringur SH: 63.533 kg í einni löndun. Ólafsvík 23 bátar. Heildarlöndun: 252.789 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 38.226 kg í tveimur löndun- um. Rif 12 bátar. Heildarlöndun: 153.541 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 61.221 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 2 bátar. Heildarlöndun: 1.387 kg. Mestur afli: Fjóla GK: 1.138 kg í einum róðri. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 63.533 kg. 20. apríl. 2. Helgi SH - GRU: 47.256 kg. 18. apríl. 3. Fjölnir GK - GRU: 43.094 kg. 19. apríl. 4. Farsæll SH - GRU: 43.047 kg. 19. apríl. 5. Tjaldur SH - RIF: 31.123 kg. 21. apríl. RARIK Vesturlandi Tilkynning um straumleysi Ágætu raforkunotendur. Rafmagnslaust verður sunnan Skarðheiðar vegna vinnu í aðveitustöð við Brennimel í Hvalfirði. Fyrra straumleysið er aðfararnótt þriðjudagsins 2. maí frá kl. 00:00 til kl. 03:00.• Se• inna straumleysið er aðfararnótt föstudagsins 6. maí frá kl. 00:00 til kl. 01:00 vegna lúkningar verka og prófana. Um er að ræða allt svæðið sunnan Skarðsheiðar, þ.e. Melasveit, Leirársveit, Melahverfi, Hvalfjörð, Hlíðarbæ, Hvalfjarðargöng, Innri Akraneshrepp og Kjósahrepp. Hafið ekki viðkvæm raftæki í notkun þegar rafmagnið fer af og hugið að endurstilla öll tímastillt raftæki sem kunna að hafa breytt sér. Rarik biðst velvirðingar á þeirri röskun sem rafmagnsleysið hefur í för með sér fyrir notendur. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Rarik www.rarik.is Bilanasími: 528 9390 SK ES SU H O R N 2 01 6 Ejub Purisevic, þjálfari meistara- flokks Víkings Ólafsvíkur, sem nú í sumar tekur í annað sinn þátt í Pepsídeildinni og yfirþjálfari yfir Snæfellsnessamstarfinu í fót- bolta, útskrifaðist á dögunum með UFEA-Pro licence en það er hæsta stig í menntun knattspyrnuþjálfara. Námið hefur hann stundað síðast- liðinn þrjú ár í Sarajevo í Bosníu. Aðspurður sagði hann það vera fyrst og fremst vegna þess að stigið væri ekki kennt hér á landi en einn- ig fannst honum þægilegra að læra og hlusta á fyrirlestra á sínu eigin tungumáli. Námið samanstóð af fjórum námskeiðum sem fram fóru í Sa- rajevo í Bosníu, einu fimm daga námskeiði í Nion, höfuðstöðvum UEFA, 15 daga kynningu og starfs- reynslu hjá dönsku meisturunum AaB og að lokum sjö daga dvöl í Sa- rajevo þar sem hann kynnti kynn- inguna sína og varði ritgerð. Ejub sagði að með þessu stigi öðlist hann meiri þekkingu og reynslu ásamt því að kennslan verði fjölbreyttari og betri. Ejub sagðist einnig vera mjög ánægður og stoltur af því að hafa náð hæsta stigi í knattrpyrnu- þjálfaramenntun og vildi sérstak- lega þakka stjórn meistarflokks Víkings og stjórn Ungmennafélag- anna Víkings og Reynis fyrir að að- stoða sig og sýna sér stuðning og skilning á meðan náminu stóð. Nánar er rætt við Ejub aftar í blaðinu í dag vegna þess að Íslands- mótið hefst á sunnudaginn, þar sem Víkingur fer í Kópavoginn og keppir við Breiðablik í fyrstu um- ferð. þa Ejub með hæsta stig í menntun knattspyrnuþjálfara Á sumardaginn fyrsta var hald- inn árlegur safna- og sýningadag- ur á Snæfellsnesi. Hin ýmsu söfn og sýningar opnuðu dyrnar upp á gátt fyrir íbúa Snæfelssness og aðra gesti. Meðal þeirra var Rjúkanda- virkjun í Ólafsvík. Þar var sýning á búnaði sem notaður hefur ver- ið í áranna rás. Á sýningunni er til sýnis ýmiskonar dót sem starfs- menn virkjunarinnar hafa fundið á sínu svæði hér og Skessuhorn hef- ur áður greint ítarlega frá. Hafa þeir tekið það til handargagns og sett upp. Ekki er neinn sérstak- ur opnunartími á þessari sýningu enda mest til gamans gert að sögn Snorra Böðvarssonar. En hægt er að fá að skoða þessa muni ef ein- hver er við í rafstöðinni. Meðal muna sem þarna má sjá eru síðasti ljósakúpullinn sem var í Krossavíkinni, ljúsakúpull af ljósa- staur sem stóð á horni Sandholts og Grundarbrautar og logaði á í tíu ár, sem er bara nokkuð góð end- ing á peru, dagbækur frá upphafi, gamlar launabækur, gamlir mæl- ar og þar á meðal einn sem ágætur viðskiptavinur hafði borað gat á og sett spítu í til þess að hægja á mæl- inum. Sýningin er mjög fróðleg og skemmtileg en það eru starfsmenn RARIK í Ólafsvík sem eiga veg og vanda af henni. þa Heimsókn í Rjúkandavirkjun á safnadegi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.