Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2016 29 Íþróttamót Snæfellings fór fram síðastliðinn laugardag í Stykk- ishólmi. Keppt var í opnum flokki, ungmenna-, unglinga- og barnaflokki. Samanlagður fjórgangssigurvegari í opnum flokki var Siguroddur Pétursson og var hann einnig samanlagður fimmgangssigurvegari. Í ungmennaflokki var það Guðný Mar- grét Siguroddsdóttir sem bar sigur úr býtum, Fanney Gunn- arsdóttir sigraði í unglingaflokki og samanlagður sigurvegari í barnaflokki var Kolbrún Katla Halldórsdóttir. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Fjórgangur opinn Siguroddur Pétursson og Stekkur frá Hrísdal Iðunn Svansdóttir og Ábóti frá Söðulsholti Hrefna Rós Lárusdóttir og Hnokki frá Reykhólum Fjórgangur ungmenni Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Reykur frá Brennistöðum Viktoría Gunnarsdóttir og Kopar frá Akranesi Louise Maria Adrianzon og Vordís frá Hrísdal Fjórgangur unglinga Fanney O Gunnarsdóttir og Sprettur frá Brimilsvöllum Inga Dís Víkingsdóttir og Hrafnkatla frá Snartartungu Brynja Gná Heiðarsdóttir og Lukku Láki frá Brú Fjórgangur Barnaflokkur Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sindri frá Keldudal Fjóla Rún Sölvadóttir og Dagur frá Ólafsvík Gísli Sigurbjörnsson og Frosti frá Hofsstöðum Fimmgangur Opinn flokkur Siguroddur Pétursson og Syneta frá Mosfellsbæ Lárus Hannesson og Magni frá Lýsuhóli Iðunn Svansdóttir og Nótt frá Kommu Tölt opinn flokkur Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal Iðunn Svansdóttir og Fjöður frá Ólafsvík Guðmundur Skúlason og Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð Tölt Ungmennaflokkur Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Reykur frá Brennistöðum Viktóra Gunnarsdóttir og Kopar frá Akranesi Louise Maria Adrianzon og Vordís frá Hrísdal Tölt unglingaflokkur Fanney O Gunnarsdóttir og Sprettur frá Brimilsvöllum Inga Dís Víkingsdóttir og Hrafnkatla frá Snartartungu Brynja Gná Heiðarsdóttir og Frami frá Grundarfirði Tölt Barnaflokkur Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sindri frá Keldudal Fjóla Rún Sölvadóttir og Dagur frá Ólafsvík Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Hylling frá Minni Borg Tölt T7 2 flokkur Margrét Þóra Sigurðardóttir Þór frá Saurbæ Sigrún Baldursdóttir og Örn frá Efra Núpi Torfey Rut Leifsdóttir og Móses frá Fremri Fitjum Þrígangur 2. flokkur Margrét Þóra Sigurðardóttir Þór frá Saurbæ Torfey Rut Leifsdóttir og Móses frá Fremri Fitjum Nadine Elisabeth Walter og Krummi frá Reykhólum Gæðingsskeið Guðmundur Skúlason og Fannar frá Hallkelsstaðarhlíð Siguroddur Pétursson og Syneta frá Mosfellsbæ Lárus Hannesson og Magni frá Lýsuhóli 100 m skeið Halldór Sigurkarlsson og Gná frá Borgarnesi Guðmundur Skúlason og Fannar frá Hallkelsstaðarhlíð Siguroddur Pétursson og Syneta frá Mosfellsbæ grþ/iss / Ljósm. iss Íþróttamót Snæfellings var haldið í Stykkishólmi Halldór Sigurkarlsson sigurvegari í 100m skeiði, Guðmundur Skúlason sigurvegari í gæðingaskeiði og Siguroddur Pétursson sigur- vegari í fimmgangi og samanlögðum fimmgangsgreinum. Keppendur í tölti í barnaflokki. Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal.Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sindri frá Keldudal sigruðu í tölti og fjórgangi í barnaflokki. Félagar í hestamannafélaginu Dreyra á Æðarodda fóru í árlega hestaferð á sumardaginn fyrsta. Um fjörutíu manns riðu sem leið lá frá Æðarodda fyrir hádegi og áleiðis að Höfða. Þar var áð og heilsað upp á íbúa áður en haldið var á Langasand. Líkt og í fyrri ferðum nutu bæði hestar og menn þess að spretta úr spori á Langasandi enda líklega vandfundinn betri reið- völlur. Nokkrir leyfðu hestunum að fara á sund. Ánægjulegt er að þess- ari gömlu hefð skuli viðhaldið enda kætast bæði menn og hestar á dögum sem þessum. mm Dreyramenn í fjöruferð á fyrsta sumardegi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.