Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Að öðlast betra líf Síðastliðinn föstudag tók forseti Íslands fyrstu skóflustunguna að nýrri tæplega þrjú þúsund fermetra meðferðarstöð sem reisa á að Vík á Kjal- arnesi. Auk þeirra húsa sem fyrir eru verður eftir stækkunina rými fyrir 61 sjúkling. Allt er þetta jákvætt og ber að fagna, ef frá er talið að sam- hliða því að framkvæmdum lýkur mun SÁÁ hætta starfsemi á Staðar- felli í Dölum. Þrátt fyrir að ekki tapist mörg störf þá munar um hvert eitt í ekki fjölmennara samfélagi. Það verður einnig eftirsjá af Stað- arfelli fyrir fólkið sem þar hefur fengið bót meina sinna. Ég hef rætt við nokkra karla sem á undanförnum árum hafa dvalið þar og láta þeir afar vel af staðnum. Þar hafa þeir lært á tiltölulega afskekktum stað úti í sveit að lifa lífinu upp á nýtt án Bakkusar. Umhverfið og ekki síst náttúran hefur þar skipað veigamikið hlutverk enda hvar er betra að efla hið jákvæða í sér til að vinna á því neikvæða, en einmitt úti í fal- legri sveit fjarri ys og þys? Vonandi felast ný tækifæri í því að húsakost- ur gamla húsmæðraskólans á Fellsströndinni verði nýttur undir annað. Breytingar fela yfirleitt í sér tækifæri. Margir eiga Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann mikið að þakka og þúsundir hafa farið í gegnum meðferð þar á þeim tæplega fjóru áratugum sem liðnir eru frá því samtökin voru stofnuð. Á þessum tíma hefur þekking á áfengissýki og vímuefnafíkn vaxið hröðum skrefum. Munar þar mestu um undraverðar framfarir í þekkingu á upp- byggingu og starfsemi heilans og áhrifum vímuefna á hann. Í kjölfarið hefur áhugi heilbrigðisstarfsmanna á fíkn aukist sem aftur hefur leitt til mikilla framfara í meðferð. SÁÁ hefur notfært sér þetta og miklar breyt- ingar hafa orðið til batnaðar í áfengis- og vímuefnameðferðinni sem samtökin bjóða upp á. Hjá samtökunum má segja að fólk endurheimti lífið. Þar fá alkóhólistar stuðning til að vinna á áfengissýkinni. Ekki síður geta aðstandendur þeirra einnig leitað hjálpar eftir sambúð með fárveik- um einstaklingi. Hjálp sem alls ekki er sjálfgefið að sé yfir höfuð í boði. Á Íslandi höfum við öll jafnan aðgang að áfengismeðferð hver svo sem stétt okkar eða þjóðfélags staða er. Þar eru allir jafnir; þingmenn og þjónar, bændur og bílstjórar, sjómenn og snyrtifræðingar. Á nokkrum stofnun- um SÁÁ, til dæmis á Vogi og Vík, hafa nefnilega allir jafna möguleika á að komast í meðferð og sækja sér hjálpar. Það eina sem þarf er viljinn til að hætta að drekka eða nota þau efni sem viðkomandi hefur ánetjast. Jafnvel þótt menn komist í gegnum þann pakka sem felst í edrú- mennsku er það sjaldnast dans á rósum, frekar en lífið sjálft. Gengur fólki því misjafnlega vel eftir að hinni eiginlegu meðferð lýkur og vissu- lega tekst ekki öllum að ná tökum á sjálfum sér og tilverunni. Alkóhól- ismi er svo flókið fyrirbæri. Bataleiðir þarf því að feta með stuðningi og aðstoð annarra sem verið hafa í sömu sporum og skilja vandamálið. Það er m.a. gert í gegnum AA samtökin sem líklega eru ein bestu mannrækt- arsamtök sem til eru. Það eru forréttindi að geta leitað aðstoðar frá því að vera virkur sjúklingur í að verða virkur þjóðfélagsþegn, með bæld- an sjúkdóm. Batinn í tilfelli alkóhólistans er nefnilega aldrei endanleg- ur. Miklu frekar lífsstíll sem fólk velur en þarf sífellt að minna sig sjálft á það sem á undan er gengið. Fólk getur hins vegar lært að elska lífið upp á nýtt. Að verða á ný nýtir þjóðfélagsþegnar en ekki byrði á sér og sín- um. Af þessum sökum gleðst ég yfir því að SÁÁ hafi þrótt til að bæta að- stöðu sína og leggja áfram grunn að bata þúsunda einstaklinga til að þeir og fjölskyldur þeirra öðlist betra líf. Kaupum því álfinn næst þegar okk- ur er boðinn hann. Magnús Magnússon Leiðari Framkvæmdir við sundlaug Grund- arfjarðar ganga vel þó að þær séu lítillega á eftir áætlun. Gerðar voru smávægilegar breytingar eftir að verkið hófst. Það styttist þó í opn- un og geta sundþyrstir Grundfirð- ingar og ferðamenn fljótlega skellt sér í nýja vaðlaug og potta og von- andi baðað sig í sólinni innan tíðar. Stefnt er á að hefja skólasund um miðjan maí og að sundlaugin verði opnuð almenningi í kringum 20. maí, en það gæti þó breyst. tfk Styttist í lok framkvæmda við Sundlaug Grundarfjarðar Íbúðalánasjóður undirritaði í síð- ustu viku samning við leigufélagið Heimavelli um kaup fyrirtækisins á 139 fasteignum af sjóðnum í einu lagi. Þar af eru 33 íbúðanna á Vest- urlandi og Vestfjörðum. Heima- vellir áttu hæsta tilboðið í íbúðirn- ar í opnu söluferli sem hófst í des- ember síðastliðnum. Í heild aug- lýsti Íbúðalánasjóður 504 fasteignir til sölu samtímis og skipti þeim upp í fimmtán eignasöfn. Gátu allir sem vildu boðið í eignirnar. „Alls bárust kauptilboð frá 43 ólíkum aðilum í eignirnar. Gengið verður frá sölu á fleiri eignum á næstu dögum. Sala íbúðanna 139 til Heimavalla mun hafa jákvæð áhrif á afkomu Íbúðal- ánasjóðs en söluverðmæti þeirra nemur alls um 1,8 milljarði króna,“ segir í tilkynningu frá sjóðnum. Jákvæð merki sjást á landsbyggðinni Eignirnar sem Heimavellir hafa nú keypt af Íbúðalánasjóði eru í fjórum eignasöfnum á Austfjörð- um, Vestfjörðum og Vesturlandi. Langflestar þeirra eru á Austfjörð- um. Tilboðsgjafar í eignirnar hafa talið að jákvæð merki sem nú sjá- ist á landsbyggðinni, breyting- ar í atvinnurekstri, fjölgun ferða- manna og meira framboð afþrey- ingar muni styðja við þessi svæði. Innkoma traustra leigufélaga mæti mikilli eftirspurn sem verið hefur eftir leigueignum á þessum stöðum að undanförnu. Það hefur verið yf- irlýst stefna Íbúðalánasjóðs að losa um meirihluta fasteigna sjóðsins á þessu ári. Sjóðurinn fór í framhald- inu í frekari samningaviðræður við tilboðsgjafa sem áttu hæstu tilboð í önnur eignasöfn. Nú þegar hef- ur verið gengið að tilboðum í 356 eignir af þeim 504 sem auglýstar voru og er söluverð þeirra um 6,4 milljarðar króna. „Þessi samningur er afar jákvæð- ur fyrir nokkur bæjarfélög á lands- byggðinni. Með honum er leyst úr því óvissuástandi sem verið hef- ur um þessar eignir nú þegar þær komast í hendur framtíðareigenda. Ég fagna því hve mikil þátttaka var af hálfu fjárfesta og okkur virðist Íbúðalánasjóður fá gott verð með því að selja eignirnar í opnu sölu- ferli. Þá er mikilvægt að þessi sala hefur jákvæð áhrif á afkomu sjóðs- ins,“ segir Hermann Jónasson, for- stjóri Íbúðalánasjóðs. mm Heimavellir kaupa 33 íbúðir á Vestfjörðum og Vesturlandi „Auka má öryggi ferðafólks mik- ið með uppsetningu og kynningu björgunarlykkju, svokölluðu Björg- vinsbelti, við áfangastaði þar sem hætta getur verið á drukknun, svo sem við sjó, vötn og ár. Því hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg, auk tryggingafélagsins Sjóvár og Vega- gerðinni, tekið höndum saman um að setja upp slíkan öryggisbúnað víða. Í fyrsta áfanga á 100 stöðum í sumar. Vinnuhópur hefur áhættu- greint og forgangsraðað stöðum við þjóðvegi landsins með tilliti til drukknunarhættu. Þessir 100 stað- ir, sem fjölsóttir eru af íbúum og er- lendu sem innlendu ferðafólki, voru settir í fyrsta forgang og hafist verð- ur handa við að setja upp björgun- arlykkjur á þeim í þessum mánuði. Vegagerðin mun taka að sér upp- setninguna. Einnig er í bígerð að gefa búnað í lögreglubifreiðar og til slökkviliða. mm Björgunarlykkjur settar upp á hundrað stöðum Notkun björgunarlykkjunnar sýnd við Jökulsárlón í síðustu viku þegar verkefnið var kynnt. Það vakti athygli þegar bygginga- krana nokkrum var komið fyrir niðri á hafnarsvæði í Grundarfirði í vikunni sem leið. Þetta mun vera í fyrsta skipti í sögu Grundarfjarð- ar að slíkt verkfæri verður brúkað. Kraninn verður settur upp við nýju spennustöðina fyrir ofan iðnaðar- svæðið þar sem hann mun gegna sínu hlutverki meðan bygginga- framkvæmdir standa yfir. Gárung- arnir segja að nú loksins sé góðær- ið komið til Grundarfjarðar, enda mæla margir slíkt með fjölda bygg- ingakrana á lofti. tfk Góðærið komið í Grundarfjörð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.