Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 201622 Vortónleikar Tónlistarskóla Stykkis- hólms fóru fram í Stykkishólmskirkju á sumardaginn fyrsta. Sama dag var sitthvað fleira um að vera í Hólmin- um. Í Leir7 voru kynntar nýjar afurð- ir úr leir og tré og í Ásbyrgi var settur upp markaður í Setrinu. Þar er end- urnýting í forgrunni og frábær vinna sem fer fram. sá Ljúfir tónar og sýningar í sumarbyrjun Smáforritið KeyWe er hannað fyrir spjaldtölvur og önnur snjalltæki og ætlað til kennslu í grunnskólum. Að- standendur forritsins telja að það geti í framtíðinni orðið grundvallarnáms- tæki í hugvísindum. „KeyWe er staf- ræn glósubók sem býr sjálfkrafa til leiki úr því efni sem notandinn set- ur inn í það,“ segir Ólafur Stefánsson hugmyndasmiður og einn eigenda KeyWe. Gildir þá einu hvort for- ritið er matað á texta, myndum eða vefslóðum, svo dæmi séu tekin. „Allt efnið, eins konar stafræn hugkort og „taggarnir,“ sem hafa sömu virkni og „hashtögg“ á Instagram eða Pintrest, verður síðan að einstaklingsbundnu efni í tölvuleikina sem við erum enn að vinna að,“ bætir hann við. Ólafur segir að forritið hafi ver- ið kynnt fyrir breiðum aldri grunn- skólanema. „Við höfum verið að vinna með börnum allt frá átta ára og upp í 15 ára. Allir aldurshópar taka þessu vel því leikirnir verða til út frá því efni sem hver og einn setur inn í forritið. Þar af leiðandi verða leik- irnir alltaf einstaklingsmiðaðir,“ seg- ir hann og bætir því við að vel hafi gengið að innleiða forritið í skóla. „Við náðum okkar markmiði, sem var að koma fyrstu útgáfu forritsins til þúsund nemenda í sjö skólum. Við vildum ekki fara hraðar af stað því forritið leyfði ekki meiri umgang. En nú erum við komin með næstu gerð sem er enn betri og erum að prófa hana með nemendum og kennur- um í sömu skólum. Í haust verður þriðja útgáfa tilbúin, sem mun með- al annars innihalda fyrstu leikina. Þá getum við farið að nálgast enn fleiri skóla,“ segir Ólafur. Hann segir bæði nemendur og kennara ánægða með verkefnið. „Krakkarnir hafa gam- an af þessu og kennararnir eru mjög ánægðir. Fyrsta útgáfan var fyrst og fremst hugsuð til að fá skólaverk- efni gerð inn í forritið, hún var ekki nógu þroskuð til að krakkarnir léku sér í henni eftir að þeir komu heim úr skólanum. En það mun gerast með þriðju útgáfunni sem kemur í haust,“ segir Ólafur ánægður. Fannst þekkingin sitja í glósunum Aðspurður um tilurð verkefnisins segir Ólafur að hugmyndina megi rekja til þess þegar hann sjálfur fet- aði menntaveginn. „Sjálfur var ég lengi í fjarnámi í heimspeki, sálfræði og bókmenntum samhliða handbolt- anum. Ég blandaði alltaf saman líf- spælingum og námspælingum og hafði í einni minnis- og pælingabók. Þessar bækur hlóðust síðan bara upp og enduðu einhvers staðar úti í skúr, veruleiki sem flest okkar kannast við. Eftir langt nám átti ég vissulega gráðu og diplóma en fannst öll þekk- ingin, vinnan og erfiðið, sitja einung- is þarna í bókunum en ekki vera mér til mikils gagns,“ segir hann. Í fram- haldinu kveðst Ólafur hafa farið að skoða möguleika á starfrænum lær- dómsforritum og geymsluforritum. „Eitthvað sem gæti gert hugsanir líf- legri og lífvænlegri til langs tíma. Ég fann engin slík forrit sem mér fannst henta sjálfum mér þannig sú að hug- mynd fór að gerjast að búa til eitt slíkt sjálfur,“ segir hann „og ekki bara glósubók, heldur tölvuleiki byggða á efni glósubókar hvers og eins. Ég fór og hitti gott og klárt fólk og fuglinn byrjaði að rölta af stað, boltinn fór að rúlla,“ bætir hann við. Gengið vel í Grundaskóla Grundaskóli á Akranesi er einn þeirra skóla þar sem KeyWe hef- ur verið til prófunar. Hjördís Dögg Grímarsdóttir, kennari við unglinga- deild skólans, segir vel hafa geng- ið að innleiða forritið. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með for- ritið í vetur og það hefur gengið vel. Þessa rafrænu glósubók sem hver og einn getur tileinkað sér. Nemend- ur hafa kynnst forritinu í vetur og hvernig þeir geta nýtt sér það til að tengjast námsefninu hver með sínum hætti,“ segir Hjördís ánægð og segir að ætlunin sé að halda áfram að nota KeyWe við kennslu í Grundaskóla. „Undanfarið ár hefur verið innleið- ingarár hjá okkur. Næsta haust sé ég fram á að forritið verði orðinn fast- ur hluti af hjálpargögnum nemenda, eins hver önnur stílabók. Krakkarnir verða þá búnir að kynnast forritinu og þekkja hvernig það virka. Ég trúi því að forritið muni hjálpa nemend- um að sækja þekkingu sína á skjótan hátt og að í framtíðinni verði nem- endum eðlislægara nemendur að nota forritið í staðinn fyrir að skrifa bara glósur á pappír,“ segir Hjördís. Efnið alltaf aðgengilegt Hún segir KeyWe vera mjög einstak- lingsmiðað forrit og að það sé mikill kostur. „Það gerir hverjum og einum kleift að tileinka sér það sem hann lærir og setja inn í forritið þannig að hann sjálfur eigi auðveldara með að rifja það upp seinna. Nemendur fá tækifæri til að tengja við námsefn- ið á eigin forsendum,“ segir Hjör- dís. „Síðan mun næsta útgáfan, sem kemur í haust, auðvitað vera fær um að búa til leiki og þrautir úr efninu sem það er matað á. Það mun hjálpa til við að gera upprifjun á námsefn- inu skemmtilegri,“ bætir hún við. Þó engir leikir séu væntanlegir fyrr en í þriðju útgáfu KeyWe sem kemur næsta haust segir Hjördís nemend- ur sína engu að síður ánægða. „Þeir hafa tekið þessu mjög vel. Þróunin á forritinu hefur verið mjög góð og við erum ánægð með þá útgáfu sem er í notkun núna. Nemendur ná betri tengslum við námsefnið og eru farn- ir að prófa að nota forritið við heima- lærdóm utan skóla. Þeir hafa fundið að þetta er góð leið til að koma frá sér hugmyndum sínum og hugsun- um. Það sem sett er inn í forritið er alltaf aðgengilegt, ekki í 20 mismun- andi stílabókum sem þarf að leita í,“ segir hún. Ný tækni getur hjálpað nemendum Aðspurð kveðst Hjördís aldrei hafa verið feimin við að tileinka sér tæknina. Enn fremur segir hún um þessar mundir vera mikið framboð af sniðugri tækni sem nýta má við kennslu. „Ég hef alltaf verið opin fyrir tækninýjungum, alveg frá því ég var í námi,“ segir hún. „Núna er að koma inn mikið af skemmtileg- um tækninýjungum þannig mað- ur drekkur í sig þekkingu og reyn- ir að fylgjast vel með,“ bætir hún við og segir að samkennarar hennar séu flestir mjög opnir að taka tæknina í sína þjónustu. „Markmiðið hjá okkur í Grundaskóla er að tæknivæðast enn frekar. Við viljum vera framsækin í þessum málum,“ segir hún. Ástæð- una segir hún einfaldlega vera að ný tækni geti komið nemendum til góða og kennarar verði að hafa augun opin fyrir öllu slíku. „Það er mikilvægt að vera opinn fyrir nýjungum og reyna að sjá möguleika sem geta hjálpað nemendum. Kennarar verða alltaf að spyrja sig: „hvernig get ég hjálpað krökkunum að læra?“ Því öll lærum við á mismunandi hátt,“ segir Hjör- dís að lokum. kgk Smáforritið KeyWe er nokkurs konar rafræn glósubók „Nemendur fá tækifæri til að tengja við námsefnið á eigin forsendum“ Ólafur Stefánsson fræðir nemendur Grundaskóla um KeyWe. Hjördís Dögg Grímarsdóttir leiðbeinir nemendum sínum við notkun forritsins. Ljósm. bbm. Forritið er matað á efni með því að búa til svokallaða kubba, sem halda utan um efnið. Hér má sjá nokkra slíka. Í þriðju útgáfu KeyWe, sem væntanleg er í haust, mun forritið sjálft búa til leiki úr því efni sem það er matað á. Hér má sjá valmyndina og hvaða leikir verða meðal annars í boði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.