Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 17. tbl. 19. árg. 27. apríl 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Fæst án lyfseðils LYFIS 20% AFSLÁTTUR DÖMU og HERRAFATNAÐI TILBOÐSDAGAR AF OG Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Blómasetrið Kaffi kyrrð í Borgarnesi afhenti í gær síðustu rósirnar að sinni í Vetrarkærleiknum. Að sögn þeirra Kötu og Svövu í Blómasetrinu eru enn nokkrar tilnefningar eftir sem verða geymdar, en ekki gleymdar. Handhafar rósanna nú í sumarbyrjun er starfsfólk Brákarhlíðar í Borgarnesi. Í tilnefningu um það segir: „Þetta indælisfólk sinnir starfi sínu af nærgætni við íbúa heimilisins og aðstandendur þeirra. Þarna er unnið óeigingjarnt starf af alúð, hlýleika, ást og kærleik.“ Á myndinni er starfsfólkið sem var við vinnu síðdegis í gær, en þeir eru að sjálfsögðu jafnframt rósahafar sem voru á frívakt þá. „Já, það er mokveiði hérna skammt undan,“ sagði Guðmundur Ívars- son hafnarvörður á Arnarstapa í samtali við Skessuhorn. Hann segir að netabáturinn Bárður SH hafi komið með 23 tonn að landi á laugardaginn í fá net. Guðmund- ur segir að þeir séu búnir að fá yfir þúsund tonn frá áramótum. „Bárð- ur SH hefur landað hér og í Ólafs- vík í vetur og eru þeir þrír um borð og svo hefur fjórði maðurinn bæst við eftir þörfum. Núna eru 18 bátar gerðir út frá Arnarstapa og 16 þeirra eru handfærabátar og hefur til dæmis Hrólfur SH einu sinni tvílandað en handfærabátar hafa komið með allt að 2,7 tonn að landi af góðum þorski,“ seg- ir Guðmundur sem á von á fjölda báta þegar strandveiðar hefjast 2. maí næstkomandi. „Síðasta sum- ar voru hér 36 bátar og á ég von á fleirum þetta sumarið haldist veið- in áfram góð.“ Góð aflabrögð hafa einnig verið í Rifi og Ólafsvík síðan hrygning- arstoppinu lauk. Vel hefur fiskast í öll veiðarfæri, en handfærabátar eru byrjaðir að róa og eru mjög góð aflabrögð hjá þeim. Menn eru því bjartsýnir á að strand- veiðarnar gangi vel í sumar. Lesa má nánar fréttir um strandveiði- tímabilið sem framundan er á bls. 6. af Mokveiði og bjartsýni fyrir strandveiðarnar Bárður SH kemur vel lestaður til hafnar á Arnarstapa. Ljósm. af. Unnið við löndun úr Bárði. Boltafiskur á leið í land. Ljósm. af. Þessa mynd tók Sverrir Karlsson síðast- liðið fimmtudagskvöld í Grundarfirði. Mokafli var þann daginn hjá bátum, líkt og í Snæfellsbæ. Í fyrsta túr eftir hrygn- ingarstopp kom Magnús Jónsson á Sæstjörnunni BA með 3,4 tonn að landi. Var uppistaðan í aflanum aulaþorskur eins og meðfylgandi mynd sýnir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.