Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2016 15 Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa um 600 manns með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli. HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is MENNTUN OG HÆFNI: • Háskólapróf á sviði tölvunar-, kerfis- eða verkfræði eða sambærilegra greina • Víðtæk þekking á SQL gagnagrunnum, töfluskilgreiningum og SQL fyrirspurnum • Þekking á forritunarumhverfi eins og MS Visual Studio, MS SQL Server Managment Studio, .Net framework o.fl. • Almenn þekking á MS hugbúnaði og SharePoint • Þekking á hagnýtingu upplýsingatækni við gagnaöflun og framsetningu • Góð kunnátta í íslensku og ensku • Metnaður og rík þjónustulund Við leitum að metnaðarfullum og öflugum liðsmanni sem hefur áhuga á að vinna að margþættum og krefjandi verkefnum á sviði upplýsingatækni. Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2016. Sótt er um starfið á www.nordural.is. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. Hjá Norðuráli leggjum við áherslu á jafna möguleika karla og kvenna, endur- menntun og starfsþróun, frábæran starfsanda og samstarfsfélaga. Starfinu fylgir góð starfsaðstaða í lifandi umhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. SÉRFRÆÐINGUR Í UPPLÝSINGATÆKNIDEILD VERKSVIÐ OG ÁBYRGÐ: • Rekstur og stýring SQL gagnagrunna og umsjón, viðhald og eftirlit með öðrum gagnagrunnum • Forritun og tengingar gagnagrunna við ytri og innri kerfi/gagnagrunna • Ýmis forritun kerfa sem styðja við framleiðslu • Gagnagreining, skýrslugerð ásamt stuðningi við aðrar deildir • Önnur tilfallandi verkefni á sviði upplýs- ingatækni Upplýsingar um starfið veitir Emil Hilmarsson, deildarstjóri upplýsingatæknideildar, og Valka Jónsdóttir, starfsmannastjóri, í síma 430 1000. Gat kom á stofnlögn aðveitunnar við Sæból í Grundarfirði mánudaginn 25. apríl. Af þeim sökum þurfti að taka neysluvatn af hluta bæjarins á meðan við- gerð fór fram. Þá var með- al annars Fjölbrautaskóla Snæfellinga lokað rétt eft- ir hádegi þar sem vatnslaust var orðið í húsinu. Orku- veita Reykjavíkur sem rekur vatnsveituna sá svo um við- gerð og vatn komst aftur á seinnipart dags. tfk Aðveituæðin bilaði Rjúfa þurfti götuna Sæból til að komast að vatnslekanum. Sauðburður að hefjast í sveitum landsins Nú um mánaðamótin og framan af maí hefst sauðburður almennt í sveitum landsins. Vissulega eru þó víða kom- in lömb, hvort sem um ótímabæran getnað hefur verið að ræða vegna lausbundinna hrúta, eða til kominn með vilja fjáreigenda. Mikill annatími er því framundan hjá bændum. Fjöldi frístundabænda er í Snæfellsbæ og bíða margir þeirra nú með eftirvæntingu eftir sauðburði og hafa verið að undirbúa hann undanfarið. Ólafur Helgi Ólafsson er einn þeirra sem hefur sauðfjárræktina sem áhugamál. Hann sagði í samtali við fréttaritara Skessu- horns að sauðburðurinn hafi byrjað hjá honum síðastlið- inn laugardag, en hann er með 35 fullorðnar kindur og fjóra hrúta. Fjórar þeirra eru þrílemdar og lofar því frjó- semin góðu um framhaldið. af Almenna umhverfisþjónustan hef- ur síðustu misseri verið að endur- nýja steypustöðina sem hún rekur í Grundarfirði. Nú er því verki nánast lokið og er stutt í að stöðin geti far- ið að afgreiða steypu aftur. Friðrik Tryggvason framkvæmdastjóri fyr- irtækisins var kampakátur þegar ver- ið var að dæla sementi inn í stöðina síðastliðinn miðvikudag. Nú stytt- ist því í formlegt reisugill og opnun stöðvarinnar. tfk Fara brátt að afgreiða steypu á nýjan leik Garðaþjónustan Sigur-Garðar Tökum að okkur alla almenna skrúðgarðavinnu Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663 Hellulagnir - Hleðsla - Þökulagnir - Jarðvegsskipti Trjáklippingar - Gróðursetningar - Garðsláttur - Plöntusala Þjónusta í yfir 25 ár SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.