Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 201616 Kl. 10–12 Hátíðarsalur Snorrastofu í Héraðsskólahúsi og Nítjándu aldar kirkja Börn í grunnskólum Vesturlands sýna verk, sem orðið hafa til í námi þeirra um Snorra Sturluson og samtíð hans: Söngur, ljóðalestur, leikþættir, myndlist, miðaldafatnaður Kl. 12–13 Hádegishressing Kl. 13–16 Miðaldasmiðjur úti og inni í Reykholti Nemendahópurinn fer á milli og tekur þátt smiðjustörfum: Matarsmiðja, ritsmiðja, eldsmiðja, ratleikur Kl. 16 Heimferð Snorrastofa í Reykholti Þriðjudagurinn 3. maí 2016 Miðaldalíf á Barnamenningarhátíð Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Tónlistarfélag Borgarfjarðar var stofnað árið 1966 og fagnar hálfr- ar aldar afmæli um þessar mundir. Af því tilefni verður boðið til tón- listarveislu í Borgarnesi á upps- tigningardag 5. maí næstkomandi. Haldnir verða alls tíu tónleikar sem allir hefjast á heila tímanum. Veislan hefst kl. 11 með söng karlakórsins Söngbræðra í sam- komusal Brákarhlíðar. Stjórnandi er Viðar Guðmundsson. Klukkan 12 leikur Birgir Þórisson djass- og rokkskotna tónlist á barónsflygil- inn í Safnahúsinu og kl. 13 flytja kennarar og nemendur kveðju frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar í sal skólans. Reykholtskórinn tekur ásamt kór Borgarneskirkju þátt í guðsþjónustu kl. 14 en þar verður flutt Þýsk messa eftir Schubert við íslenskan texta Jóns Björnssonar fyrrum organista við Borgarnes- kirkju. Branddís Margrét Hauks- dóttir og Zsuzsanna Budai flytja létt sönglög í Landnámssetri kl. 15 og kl. 16 verður söngstund í Brákarhlíð í umsjón Bjarna Guð- mundssonar og Snorra Hjálmars- sonar þar sem m.a. verður boðið upp á fjöldasöng. Þá taka við þrennir tónleikar í Borgarneskirkju. Fjórar ungar söngkonur, þær Ásta Marý Stef- ánsdóttir, Hanna Ágústa og Sig- ríður Ásta Olgeirsdætur og Stein- unn Þorvaldsdóttir flytja sönglög, aríur og dúetta við undirleik Jón- ínu Ernu Arnardóttur í Borgar- neskirkju kl. 17. Steinunn Árna- dóttir organisti leikur verk eftir Jón Ásgeirsson, Buxtehude, Bach og Mendelssohn kl. 18 og loks syngja Freyjukórinn og Gleðigjaf- ar kl. 19 undir stjórn Zsuzsönnu Budai og við undirleik Sigurðar Jakobssonar. Dagskránni lýkur svo með tónleikum sem hefjast kl. 20 í Landnámssetri. Þar flytur Soffía Björg Óðinsdóttir ásamt hljóm- sveit sinni frumsamda tónlist. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir, segir í tilkynningu frá félaginu. Sjá nánar um afmæli Tónlist- arfélags Borgarfjarðar í viðtali við Jónínu Eiríksdóttur aftar í blaðinu. mm Tónlistarveisla á hálfrar aldar afmæli Tónlistarfélagsins Eva Hlín Alfreðsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Unglingalands- móts UMFÍ sem fram fer í Borgar- nesi um verslunarmannahelgina. Hún mun vinna að skipulagningu mótsins með Ómari Braga Stefáns- syni, landsfulltrúa og framkvæmda- stjóra landsmóta UMFÍ. Eva Hlín er á heimavelli í Borgarnesi en hef- ur búið í Borgarbyggð undanfarinn áratug. Hún lauk námi í viðskipta- fræði við Háskólann á Bifröst með áherslu á markaðssamskipti vorið 2015. Þar af var hún eitt ár í skipt- inámi í Otaru í Japan. Þangað flutti hún með manni sínum og tveim- ur börnum. Þriðja barnið fæddist ytra. Eva Hlín kveðst spennt fyr- ir verkefninu. „Það er gaman að fá tækifæri til að taka þátt í stóru og mikilvægu innanbæjarverkefni á borð við Unglingalandsmót UMFÍ. Það eru mörg tækifæri í Borgarnesi og nauðsynlegt að fá bæjarbúa til að taka þátt í þessu skemmtilega og já- kvæða verkefni,“ segir hún. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhá- tíð sem haldin er um verslunar- mannahelgina á hverju ári. Mótin eru haldin til skiptis víðsvegar um landið. Unglingalandsmót er opið öllu ungu fólki á aldrinum 11-18 ára. Allir geta tekið þátt í mótinu, óháð hvort viðkomandi er í ein- hverju íþróttafélagi eða ekki. Móts- gjald er 7.000 krónur á hvern ein- stakling 11-18 ára sem skráir sig til keppni. Í Borgarnesi er ljóm- andi góð keppnisaðstaða fyrir all- ar keppnisgreinar og mörg keppn- issvæði liggja mjög þétt. Skráning á mótið hefst 1. júlí 2016 og lýkur um miðnætti laugardaginn 23. júlí. mm/jab Eva Hlín ráðin verkefnastjóri Unglingalandsmóts Meistaraflokkur grundfirskra kvenna í blaki hélt kótilettukvöld í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga síð- asta vetrardag. Þetta er liður í fjár- öflun liðsins og hefur verið haldið áður við góðan orðstír. Góð mæt- ing var á samkomuna enda kótilett- ur í raspi með kartöflum, smjöri og grænum baunum herramanns mat- ur. Boðið var upp á grínmyndbönd, söngatriði og teningaspil þar sem hægt var að vinna sér inn drykkjar- föng að eigin vali. Það er því ljóst að gestir hafi gengið vel mettir til svefns þennan síðasta vetrardag. tfk Kvöddu vetur á kótilettukvöldi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.