Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 201634 „Hver er uppáhalds kakan þín?“ Spurning vikunnar (spurt á Akranesi) Ingibjörg Sigurvaldadóttir (Björgvin Óskarsson er með á myndinni): „Hjónabandssæla.“ Hrafn Jónsson: „Djöflaterta, hún er alveg djöf- ull góð.“ Unnur Svavarsdóttir (Fannar Darri Sölvason er með á mynd- inni): „Hjónabandssæla.“ Elí Halldórsson: „Hjónabandssæla.“ Björk Gunnarsdóttir: „Gamla rjómatertan, með kok- teilávöxtum og vanillubúðingi í miðjunni. Það er líka mjög gott að kaupa rjómaís úr vél og hafa ofan á.“ SamVest er samstarf í frjálsum íþróttum milli sjö héraðssam- banda á Vesturlandi, sunnanverð- um Vestfjörðum og Ströndum. Föstudaginn 22. apríl síðastlið- inn var haldin samæfing í frjálsum íþróttum á vegum SamVest og var æfingin ætluð þeim sem eru 10 ára á árinu og eldri. Fyrir ári sömdu SamVest og frjálsíþróttadeild FH um samstarf og eru samæfingar nú haldnar þrisvar á vetri í nýju frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika. Frjálsíþróttaþjálfarar FH aðstoða sem gestaþjálfarar á þessum æfing- um, sem yfirleitt eru fyrir tíu ára og eldri. Að þessu sinni mættu 25 krakkar á æfinguna sem stóð í tæp- ar þrjár klukkustundir með upp- hitun, nestispásu og teygjum í lok æfingar. Krakkarnir fengu að æfa spretthlaup og grindahlaup, langstökk, hástökk, kúlu, spjót og kringlu en hópnum er skipt í þrennt eftir aldri. Á laugardeginum var svo haldið Vinamót á vegum SamVest, HSK - Selfoss og FH. Mótið var hald- ið í Kaplakrika og gafst iðkendum SamVest þar tækifæri til að spreyta sig og fá árangur sinn skráðan. Mót- ið var fyrir 11-14 ára og voru marg- ir að mæta á sitt fyrsta mót. Tólf þátttakendur voru frá SamVest af um 80 keppendum mótsins. Sjá má úrslit mótsins í mótaforriti FRÍ, en skv. því má sjá að margir voru að bæta sinn persónulega árangur. Á mótinu bætti Birta Sigþórsdóttir úr Stykkishólmi héraðsmet HSH í kúluvarpi innanhúss í flokki 13 ára stúlkna með 2 kg kúlu. Hún kast- aði 12,31 m en héraðsmetið innan- húss átti hún sjálf síðan í nóvem- ber sl. þegar hún kastaði 12,17 m og bætti þá bæði metið í flokki 12 og 13 ára. Björg Ágústsdóttir / grþ Æfing og mót hjá SamVest í frjálsum Í síðustu viku fór fram söngvara- keppni fyrir nemendur í 4. – 7. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi. Keppnin var glæsileg í alla staði og fjölmargir áhorfendur mættu. Ell- efu lög voru flutt í keppninni. Flytj- endur stóðu sig ljómandi vel og voru greinilega búnir að leggja tölu- verða vinnu í æfingar. Sigurvegari í ár varð Signý María Völundardóttir í 6. bekk. Hún söng lagið Heim, sem Alda Dís Arnardóttir gerði frægt, en Signý María flutti lagið án undirleiks. Í öðru sæti voru Eydís Alma Krist- jánsdóttir í 6. bekk og Edda María Jónsdóttir í 5. bekk. Þær fluttu lag- ið Ást. Edda söng og Eydís lék undir á píanó. Í þriðja sæti voru Atli Freyr Ómarsson og Birgir Benediktsson í 4. bekk. Þeir fluttu lagið Ég man það svo vel, lag Friðriks Dórs, við gít- arundirleik Benedikts pabba Birgis. Dómnefnd skipuðu Birna Þorsteins- dóttir tónlistarkennari, Rúnar Gísla- son menntaskólanemi og Bára Sara Guðfinnsdóttir grunnskólanemi. Tæknistjórn var í höndum Hlyns Halldórssonar í 10. bekk, Axels Arn- ar Bergssonar og Sigurðar Þor- steinssonar í 9. bekk. Kynnar kvölds- ins voru Snæþór Bjarki Jónsson og Alexander Gísli Hlynsson í 10. bekk. Keppnin var samstarfsverkefni UMSB og skólans. hhs Söngvarakeppni í Grunnskóla Borgarness Signý María Völundardóttir bar sigur úr býtum. Keppendur í Söngvarakeppninni. Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni á Akranesi fóru fram í Tónbergi síð- astliðið þriðjudagskvöld. Þar lásu 12 börn úr 7. bekk Grundaskóla og Brekkubæjarskóla sögur og ljóð fyrir dómnefnd og gesti. Hlutverk dómnefndar var að velja einn sig- urvegara úr hvorum skóla. Krakk- arnir lásu sögubrot úr bókinni Mamma klikk eftir Gunnar Helga- son. Þá lásu þau ljóð úr bók Bubba Morthens, Öskraðu gat á myrkrið, en að lokum ljóð að eigin vali. Við athöfnina var auk þess boðið upp á tónlistarflutning og þá flutti ung stúlka ljóð á þýsku. Úrlit urðu þau að úr Brekkubæjarskóla varð Sig- ríður Sól Þórarinsdóttir hlutskörp- ust, en úr Grundaskóla Ásdís Ýr Þorgrímsdóttir. Krakkarnir fengu allir bókargjöf en verðlaunahafar pening að auki. mm Stóra upplestrarkeppnin á Akranesi Tólf krakkar sem kepptu til úrslita. Hér eru þær Sigríður Sól og Ásdís Ýr sem báru sigur úr býtum. Dómnefndina skipuðu þau Sindri Birgisson, Þráinn Haraldsson og Anna Leif Elídóttir. Hér eru þau ásamt Svölu Hreinsdóttur deildarstjóra á skóla- og frístundasviði og Þórunni Vilborgu Guðbjartsdóttur bæjarfulltrúa og kennara. Kennarar og leiðbeinendur krakkanna voru einnig kallaðir upp á svið og þakkað þeirra þáttur í undirbúningi og framkvæmd keppninnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.