Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 201624 Í sumar verður sett upp ljósmynda- sýningin STEYPA í Sjávarsafn- inu í Ólafsvík. Um er að ræða sýn- ingu sem undanfarin ár hefur verið sýnd í Gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpuvík en er nú í fyrsta sinn sýnd á öðrum stað. Eru þar sýnd verk níu íslenskra og erlendra ljósmynd- ara þar sem þeir birta óhefðbundn- ar ljósmyndir. Myndirnar eru allar teknar á Íslandi og voru ljósmynd- ararnir beðnir um að óhefðbundn- ar myndir, sem fæstar landslags- eða náttúrumyndir. Það er Þjóðverjinn Claus Sterneck sem stendur fyr- ir sýningunni ásamt hinni dönsku Emilie Dalum. „Þetta byrjaði allt sem tilraun árið 2013 þar sem okkur langaði að sýna á einni sýningu verk eft- ir ólíka ljósmyndara víðsvegar að sem allir hefðu tengingu við Djúpu- vík á Ströndum. Markmiðið var að sýna breitt ljósmyndasvið af Ís- landi en ekki hefðbundnar lands- lags- og náttúrumyndir líkt og flest- ir taka. Þremur árum síðar er hug- myndin enn sú sama, við erum enn að sýna óhefðbundnar ljósmynd- ir frá Íslandi,“ segir Claus. Sýning- in verður opin alla daga frá 1. júní til 31. ágúst og er frítt inn. „Til að dekka kostnaðinn við að prenta út bæklinga, auglýsingaspjöld og sitt- hvað fleira settum við af stað söfnun á Karolina fund. Okkur langar líka að prenta út bók eða bækling með þeim ljósmyndum sem sýndar eru á sýningunni en kostnaðurinn við að framkalla myndirnar sem sýndar eru sýningunni eru greiddar af lista- mönnunum sjálfum.“ Hann segir að til standi að dreifa bæklingnum um allt land. Í honum megi finna upp- lýsingar um hvern ljósmyndara, staðsetningu, leiðbeiningar hvernig megi komast til Ólafsvíkur og sitt- hvað fleira. Claus segir sýninguna verða sí- fellt vinsælli með hverju árinu og er ánægður með nýja staðsetningu fyr- ir sýninguna. „Þessi staður er alveg frábær og passar mjög vel. Á Sjáv- arsafninu má enn finna muni sem tilheyra safninu og þarna blandast saman tveir ólíkir heimar. Annars vegar sú saga og menning sem til- heyrir staðnum og hins vegar list- in sem kemur með ljósmyndunum. Ljósmyndararnir í ár koma líkt og áður víðs vegar að úr heiminum, svo sem frá Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi og Íslandi. Claus seg- ir STEYPU vera komna til að vera. „Þið megið búast við að sjá okkur aftur á næsta ári. Með því að styrkja verkefnið hjálpið þið hjólunum að snúast til framtíðar. Sjáumst í Ólafs- vík í sumar!“ grþ Ljósmyndasýning í Sjávarsafninu í sumar Hér má sjá sýningarrýmið í Sjávarsafninu. Claus Sterneck og Emilie Dalum standa fyrir ljósmyndasýningunni STEYPA. „Brot á vinnuverndarlöggjöfinni virðast hafa lítið vægi hjá lög- regluembættum landsins, jafnvel þó um vítaverð brot gegn barni sé að ræða. Það sýnir mál sem Vinnu- eftirlit ríkisins kærði til lögregl- unnar í Vestmannaeyjum í febrú- ar árið 2012 vegna fiskvinnslufyr- irtækis í bænum. Ástæða kærunn- ar var þríþætt brot fiskvinnslufyr- irtækisins á 14 ára barni sem end- aði með alvarlegu vinnuslysi þar sem barnið missti m.a. framan af fingri og hlaut varanlega örorku,“ segir í harðorðri tilkynningu sem Alþýðusamband Íslands hefur sent frá sér. Brotin sem um ræðir í þessu til- viku voru eftirfarandi: 1. Barnið var látið vinna við hættulega vél sem er með öllu óheimilt að láta börn vinna við. 2. Barnið vann á 12 tíma vökt- um. 3. Barnið var látið vinna á næt- urvöktum. „Með þessari háttsemi braut fiskvinnslufyrirtækið gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og ör- yggi á vinnustöðum og reglugerð um vinnu barna og unglinga. Slysið átti sér stað í júlí 2011 og var það rannsakað áfram árið 2012. Starfsmaðurinn sem sá um málið hjá lögregluembættinu í Vestamannaeyjum hætti hins veg- ar störfum árið 2012 og þar með stöðvaðist framgangur málsins hjá embættinu. Þar sem refsing- ar vegna brota á vinnuverndarlög- gjöfinni varða eingöngu sektum þá fyrnast slík mál á aðeins tveim- ur árum. Af þessum sökum felldi lögreglustjórinn í Vestmannaeyj- um málið niður með bréfi dagsettu 9. mars 2016. Eftir situr einstak- lingur sem varð fyrir vinnuslysi þar sem hann starfaði við aðstæð- ur sem voru vítaverðar þegar barn á í hlut. Þetta mál er því miður ekkert einsdæmi. Kærur Vinnueftirlits- ins lenda gjarnan neðarlega á for- gangslist lögreglu m.a. vegna þess hversu vægar refsingarnar eru. Til að koma í veg fyrir að þetta gerist þarf því að herða refsirammann og kveða á um að brot á vinnuvernd- arlöggjöfinni varði a.m.k. sektum eða tveggja ára fangelsisvist, en við það lengist fyrningarfrestur slíkra mála í 5 ár,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. mm Mál vegna vinnu- slyss barns fyrnist hjá lögreglu Freisting vikunnar að þessu sinni er lágkolvetna hrökkkex. Kexið er meinhollt og ótrúlega bragð- gott. Það er gott að grípa í hrökk- kex með góðum ostum, túnfisk- salati eða öðru áleggi og þá er ekki slæmt ef kexið er í hollari kantinum. Þetta kex er bæði syk- ur- og hveitilaust og fullt af holl- um og góðum fræjum. Einfalt er að útbúa kexið en það má búast við því að það klárist fljótt, enda frábært sem millimál eða til að nota í staðinn fyrir hefðbundið brauð. Lágkolvetna hrökkkex (um 20 stk) Innihald: 2 egg 2 dl rifinn ostur 1 dl kotasæla ½ tsk. salt ½ tsk. lyftiduft 3 dl sesamfræ 1 dl hörfræ Aðferð: Byrjið á því að stilla ofn- inn á 180°C. Blandið því næst öllu innihaldinu saman og fletjið það út á eina bökunarplötu. Sting- ið plötunni inn í ofninn og bak- ið í 20 mínútur. Skerið kexið í bita um leið og það er tekið út úr ofn- inum. Hollt og gott hrökkkex Freisting vikunnar Sjúkraþjálfara í Borgarnesi Dag ur í lífi... Nafn: Hilmar Þór Hákonarson Fjölskylduhagir/búseta: Gift- ur Dórótheu Elísdóttur og við eigum saman fjögur börn og erum búsett í Borgarnesi. Starfsheiti/fyrirtæki: Ég er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari í Borgarnesi. Hvað er það besta við starfið? Bæta líðan og getu fólks. Áhugamál: Golf og enski bolt- inn. Þetta er ekki flókið líf. Dagurinn: Mánudagurinn 18. apríl Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vakna kl. 7.25 og það fyrsta sem ég geri er að snooza vekjaraklukkuna til 7.34. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? AB mjólk með múslí og slatti af kaffibollum. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Klukkan 7.55 labba ég í vinnuna og það tekur ca. 3 mínútur að komast til vinnu. Fyrstu verk í vinnunni: Það er að taka á móti fyrsta sjúlla og sinna honum. Hvað varstu að gera klukkan 10? Í miðri meðferð. Hvað gerðirðu í hádeginu? Smá heimalagað nesti í hádeg- inu, en annars haldið áfram að vinna. Hvað varstu að gera klukkan 14? Á týpísk- um vinnudegi hjá mér tekur ein meðferð við af annarri, þannig að kl. 14 var ég í einni slíkri. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Lauk síðustu meðferð um kl 16.30, en átti þá eftir að gera smá tölvuvinnu sem tók um 20 mínútur. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég fór með bíl- inn til Frumherja þar sem það á að skoða hann í fyrramálið. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Það voru dýrindis pullur í matinn og kallinn eldaði, en remúlað- ið var útrunnið, þannig að sum- ir voru ekki alveg sáttir við að fá það ekki á pulluna sína. Hvernig var kvöldið? Einn leikur í enska. Málaði hurðar- lista í bílskúrnum. Heitt bað og kallinn rakaði sig. Upp í rúm og kíkt í tölvuna. Hvenær fórstu að sofa? Rúm- lega 11. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Bauð góða nótt. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Stress. Það var óvenju mikið stress á mér þennan dag- inn og helgast það að mestu leyti af því að ég er að standa í því að selja bílinn minn og þurfti að redda ýmsu vegna þess.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.