Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 201612 Freyjukórinn í Borgarfirði og Karlakórinn Söngbræður halda sameiginlega tónleika í Reykholts- kirkju laugardaginn 30. apríl kl. 16:00. Á dagskránni eru skemmti- leg lög úr ýmsum áttum, bæði klassísk kóralög og sígild dægur- lög. Kórarnir munu fyrst syngja í sitt hvoru lagi, en taka að lokum nokkur sameiginleg lög. Freyjukórinn í Borgarfirði var formlega stofnaður haustið 1990. Fyrsti stjórnandi kórsins var Bjarni Guðráðsson organist og bóndi í Nesi í Reykholtsdal. Árið 1998 tók Zsuzsanna Budai tónlistar- kennari við stjórn kórsins og hefur stjórnað honum síðan. Freyjukór- inn hefur staðið fyrir margs kon- ar uppákomum í gegnum tíðina í samstarfi við aðra listamenn inn- an héraðs og utan, boðið kórum til samstarfs um tónleikahald og þeg- ið boð frá öðrum kórum svo fjöl- breytnin sé sem mest. „Syngjandi konur á Vesturlandi“ er viðburður sem Freyjukórinn hefur staðið fyr- ir og konur alls staðar af Vestur- landi hafa sótt vel. Þessi viðburð- ur hefur verið haldinn í samstarfi við Kristjönu Stefánsdóttur söng- konu. Kórinn hefur haldið tón- leika erlendis m.a. í Ungverjalandi og Ítalíu og næsta vor er svo stefn- an tekin á Írland og er mikil til- hlökkun komin í hópinn. Kórinn er styrkþegi Uppbyggingarsjóðs Vesturlands. Karlakórinn Söngbræður var stofnaður 1978 og var fyrsti stjórn- andi hans Sigurður Guðmundsson organist og bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Síðar voru þeir Jacek Tosik Warsawiak og Pavel Mana- sek stjórnendur, en hin síðari ár hefur Viðar Guðmundsson hald- ið um tónsprotann. Kórinn hefur haldið fjölda tónleika hér á landi í gegnum tíðina og hefur sungið í Póllandi, Tékklandi, Austurríki og Írlandi. Kórinn hefur hlotið styrki frá Menningarsjóði Vesturland og nú Uppbyggingarsjóði Vestur- lands og frá Menningarsjóði Borg- arbyggðar, en jafnframt var hon- um veitt viðurkenning frá Minn- ingarsjóði Guðmundar Böðvars- sonar og Ingibjörgu Sigurðardótt- ur. Efnisskrá kórsins hefur löngum einkennst af léttri tónlist, en kór- inn hefur flutt hefðbundin karla- kórslög auk sígildra dægurlaga. Ef eitthvað er þá verður tónlistar- flutningur kórsins alltaf fjörugri, sem vonandi hefur, að minnsta kosti fyrir suma, meira skemmt- anagildi. Allir eru hjartanlega vel- komnir. -fréttatilkynning Freyjukór og Söngbræður saman með tónleika Elín Elísabet Einarsdóttir er ungur teiknari úr Borgarnesi. Hún lýkur um þessar mundir diplómanámi við teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík. Lokaverkefni Elínar er teiknuð myndabók og hyggur hún á almenna útgáfu bókarinnar á næstu misserum. „Nýlega varði ég nokkrum vikum á Borgarfirði eystri við að teikna fólk og um- hverfi á staðnum. Afraksturinn af þeirri vinnu er uppistaðan í bók- inni Onyfir sem kemur út í maí,“ segir Elín. Titillinn er vísun í mál- notkun bæjarbúa, sem tala gjarnan um að fara onyfir (ofan yfir) þegar þeir koma til Borgarfjarðar, t.d. frá Egilsstöðum. Aðspurð hvers vegna þessi bær varð fyrir valinu segir Elín að leið hennar hafi legið þangað óvænt fyrir nokkrum árum. „Haustið 2011 vantaði mig og vinkonu mína vinnu í rúman mánuð. Við hringd- um í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystri, aðallega af því að okkur fannst nafnið á fisk- verkuninni fyndið. Það vildi svo skemmtilega til að hann var stadd- ur á kaffihúsi þar í bæ með Stebba á Litlu-Brekku á Mýrum [Stefáni Ólafssyni]. Við fengum því óvænt meðmæli þá og þegar og vorum síðan ráðnar,“ segir Elín. „En það var algjör vendipunktur að fá þessa vinnu. Síðan hef ég snúið þangað aftur á hverju ári í nokkrar vikur til að vinna þó það sé varla hægt að komast lengra að heiman án þess að fara úr landi,“ bætir hún við. Hversdagsleikinn er sérstakur Þegar Elín dvelur fyrir austan hefur hún jafnan skissubókina meðferð- is. Viðfangsefni bókarinnar Onyf- ir er nefnilega daglegt líf á Borgar- firði eystri. Blýants- og vatnslita- teikningar segir hún að henti því viðfangsefni vel. „Mig langaði að fanga hversdagsleikann og fannst þetta rétta formið til þess. Mynd- irnar eru mikið teiknaðar á staðn- um og ég var alltaf með skissubók- ina meðferðis. Ég fór í fiskverk- unina á staðnum og þetta hentaði mér vel til að fanga augnablikið,“ segir hún. „Þarna var allt niðri á jörðinni og ég reyndi að fanga bara það sem ég sá hverju sinni.“ Hún segir að verkefnið hafi höfðað til hennar. Hversdags- leikinn í þorpinu á Borgarfirði eystri hafi verið skemmtilegt við- fangsefni. „Mannlífið á Borg- arfirði er magnað. Þar er til að mynda að finna gælutjaldinn Bald- ur sem svarar kalli og étur lifur í fiskverkuninni. Allir vita yfirleitt hvar allir aðrir eru staddir út frá því hvar bíllinn þeirra er og bæj- arbúar halda móttökuathöfn fyrir lundann á vorin,“ nefnir hún sem dæmi. „Þetta langaði mig að fanga með teikningunum. Þennan sér- staka hversdagsleika á Borgarfirði eystri,“ bætir hún við. Jákvæð viðbrögð fólks Hún telur að almennt mætti meira vera gert af því að teikna mannlíf- ið og hversdagsleikann. „Fólk hef- ur áhuga á að skoða og að fá list- ræna sýn á eitthvað hversdagslegt sem það þekkir,“ segir hún. „Við- brögð fólks við því að ég væri að teikna það voru mjög jákvæð. Fólki fannst skemmtilegt að sjá sig á mynd þegar ég sýndi því teikn- ingarnar og margir urðu hissa, en á góðan hátt,“ segir Elín og bætir því við að Borgfirðingar eystra hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga. „Ég ætla að halda sýningu þar í kring- um Bræðsluna sem er í lok júlí,“ segir hún. Fyrst mun hún þó sýna verkin á útskriftarsýningu Mynd- listaskólans í Reykjavík sem verður opnuð 12. maí næstkomandi. Þar að auki verður vitanlega hægt að fletta í gegnum verk Elínar í bókinni Onyfir sem kemur út í maímánuði. Áhugasömum er bent á að þessa dagana stendur yfir hópfjármögnun fyrir útgáfu bók- arinnar á Karolina Fund. Nánari upplýsingar um bókina má finna á https://www.karolinafund.com/ project/view/1343. kgk Elín Elísabet gefur út myndabók Langaði að fanga hversdagsleikann á Borgarfirði eystri Elín Elísabet Einarsdóttir, teiknari úr Borgarnesi. Borgarfjörður eystri er viðfangsefni bókarinnar Onyfir. Fiskverkunarfólk að störfum í Fiskverkun Kalla Sveins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.