Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 201620 Nú hefur leikskóladeildin Eldhamr- ar verið opnuð í Grunnskóla Grund- arfjarðar. Það hefur verið þétt setið í leikskólanum Sólvöllum undanfarið og því var brugðið á það ráð að opna deild innan grunnskólans fyrir elstu nemendur leikskólans. Mánudaginn 25. apríl röltu nemendur í 5. og 6. bekk grunnskólans niður á leikskóla og fylgdu fyrstu nemendum fimm ára deildarinnar upp í grunnskólann og sýndu þeim nýju skólastofuna þeirra. Nemendur í fimm ára deildinni eru sex talsins en þeim mun fjölga tals- vert næsta haust þegar næsti árgang- ur kemur. Það var kátt á hjalla þegar fréttaritari leit inn í stofuna til þess- ara nýjustu nemenda skólans og ekki var hægt að sjá annað en að krakk- arnir væru hinir sprækustu. tfk Fengu verðandi nemendur í heimsókn Tónlistarfélag Borgarfjarðar fagn- ar fimmtíu ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni hefur verið efnt til tón- listarhátíðar í Borgarnesi fimmtu- daginn 5. maí næstkomandi. „Það verða haldnir ýmsir smátónleikar, eða örtónleikar, á klukkustundar- fresti allan daginn. Tónleikarnir verða haldnir víðsvegar um bæinn, svo sem í kirkjunni, húsnæði tónlist- arskólans, hjúkrunarheimilinu Brák- arhlíð, Safnahúsi Borgarfjarðar og Landnámssetri,“ segir Jónína Ei- ríksdóttir í samtali við Skessuhorn. Alls verða haldnir tíu mismundandi tónleikar og byrja þeir á heila tím- anum frá klukkan 11 fyrir hádegi til klukkan 20 um kvöldið. Tónleikarnir verða allir um 40 mínútna langir. Að sögn Jónínu verða flytjendur af ýms- um toga en eiga það þó sameiginlegt að vera Borgfirðingar. „Þetta verða héraðsmenn sem fram koma. Tón- listarskólinn mun til dæmis flytja kveðju til félagsins, enda var það fyrsta verk þess að stofna tónlistar- skólann 1967.“ Þá koma bæði fram ungir og eldri tónlistarmenn og kór- arnir, Söngbræður, Freyjukórinn og Gleðigjafar, kór eldri borgara í Borg- arnesi og nærsveitum. „Borgarnes- kirkja leikur stórt hlutverk á þessum degi, uppstigningardagur er svokall- aður kirkjudagur hennar og fer vel á því. Hún hefur um árabil fóstrað starf félagsins ásamt Reykholtskirkju og auk fleiri viðburða í henni flytja Reykholtskórinn og kór Borgarnes- kirkju Þýska messu eftir Schubert við guðsþjónustu kl. 14. Óformlegur félagsskapur Tónlistarfélag Borgarfjarðar var stofnað haustið 1966. Þá var skipuð undirbúningsnefnd til þess að auðga og efla tónlistarlíf í héraðinu. Það var þáverandi sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Ásgeir Péturs- son, sem fól Friðjóni Sveinbjörns- syni, Hirti Þórarinssyni og Jakobi Jónssyni að koma málinu áfram. Jónína hefur verið stjórnarmeðlim- ur í tónlistarfélaginu í rúm þrjátíu ár og segir hún félagsskapinn enn vera óformlegan líkt og hann var í upp- hafi. „Í raun er stjórn félagsins enn bara undirbúningsnefnd. Það hafa aldrei verið haldnir formlegir félags- fundir eða aðalfundir. Að sjálfsögðu hefur samt sem áður verið haldið formlega utan um fjármál félagsins og reikninga en ekki kallað til form- legra funda eða haldnar kosningar,“ útskýrir hún. Í þá hálfu öld sem fé- lagið hefur starfað hefur það staðið fyrir tónleikum víðsvegar um Borg- arfjörð og lagt sig fram við að hafa þá fjölbreytta. „Heimamenn hafa fengið tækifæri til að koma fram þó stærsta hlutverkið hafi ævinlega ver- ið að sækja framúrskarandi listafólk hingað í héraðið. Við höfum einnig unnið að því að veita fjölbreyttri tón- list inn í grunnskólanna. Við höfum meðal annars tekið þátt í; „Tónlist fyrir alla“ sem var á vegum mennta- málaráðuneytisins og Landsbyggðar- tónleikum FÍT. Við höfum því notið góðs af því að ýmsir tónlistarmenn hafa fengið styrki til að koma fram í Borgarfirði.“ Blikur á lofti Tónlistarfélagið hefur staðið fyr- ir fjórum til átta tónleikum á hverju starfsári. Jónína segir þó líklegt að nú verði breyting þar á og segir blik- ur á lofti varðandi framtíð félags- ins. „Samfélagsbreytingar hafa vald- ið því að það hefur fækkað í félaginu. Kannski finnst fólki ekki akkur í því að sækja fyrirfram ákveðna tónleika í heimabyggð, enda hefur afþreying aukist og það er auðveldara að sækja ýmsa skemmtun,“ segir hún. Sjóð- ir félagsins hafa rýrnað og opinberir styrkir hafa dregist saman. „Grund- völlurinn er við það að bresta. Sjóð- ir félagsins munu tæmast með þessu áframhaldi. Aðsókn er ekki það góð að þetta muni standa undir sér lengi,“ bætir hún við. „Við horfum því fram til þess að kannski eru dagar félagsins að verða taldir.“ Jónína segist horfa fram til breyt- inga á störfum félagsins. Núver- andi stjórn félagsins sé að eldast og líða fari að því að stjórnarmeð- limir vilji afhenda fánann einhverj- um öðrum. „Það þarf að hugsa fyr- ir því að allt er að breytast og félagið þarf að breytast með. Félagið þarf að mótast með samfélaginu, það er hluti þess og ef það á ekki að lognast útaf, þarf að taka meðvitaða ákvörð- un um hið gagnstæða.“ Hún segir þörf á að Borgfirðingar taki hönd- um saman og meti stöðuna í menn- ingar- og listamálum, móti stefnu og skapi framtíðarsýn í þessum málum. Tónlist er bara ein grein listalífsins og henni þarf að sinna eins og öllum hinum. „Félagið hyggur á málþing á afmælisári í samstarfi við Snorrastofu í Reykholti þar sem umræða af þess- um toga verður í fyrirrúmi. Þó auð- velt sé að nálgast afþreyingu í dag, þá þarf að hlúa að grasrótinni, að list geti orðið til og skapa ennfremur vettvang þar sem hægt er að flytja og njóta lista.“ grþ Afmælishátíð Tónlistarfélags Borgarfjarðar framundan Jónína Eiríksdóttir og Hjörtur Þórarinsson. Hluti tónlistarfólks, sem fram komu á afmælistónleikum félagsins 2007. F.v: Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Guðrún Ingimarsdóttir, Jónína E. Arnardóttir, Þórður Þorsteinsson og Eygló Dóra Davíðsdóttir. Jón Stefánsson leikur hér undir á lokahátíð Söngdaga í Kleppjárnsreykjaskóla á vegum Tónlistarfélagsins á fyrri hluta tíunda áratugarins. Það voru frændsystkinin Jón og Margrét Bóasdóttir sem stjórnuðu söngdögum í tvígang. Bræðurnir Jakob og Pétur Jónssynir á minningarhátíð um Björn Jakobsson, sem haldin var í Borgarneskirkju 1994.Nokkrar af stjórnarkonum í gegnum árin saman komnar á 40 ára afmælinu. F.v: Rebekka Þiðriksdóttir, Jónína, Steinunn Ingólfsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Helga Vilhjálmsdóttir og Margrét Guðjónsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.