Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2016 17 Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, VR, FIT Félag iðn- og tæknigreina, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí 1. MAÍ AKRANESI! Félagsmenn fjölmennið! Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á Neðri-Skaga. Undirleik í göngu annast Skólahljómsveit Akraness. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á þriðju hæð Kirkjubrautar 40. Fundarstjóri: Vilhjálmur Birgisson Ræðumaður dagsins: Drífa Snædal Kvennakórinn Ymur syngur nokkur lög Kaffiveitingar Athugið! Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00 SK ES SU H O R N 2 01 6 Háskólinn á Hólum Hagnýtt háskólanám • Ferðamálafræði • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla Tækifærin eru í okkar greinum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is ný pr en t 0 2 /2 0 16 Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. w w w .h ol ar .is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is VS Tölvuþjónusta ehf. á Akra- nesi fékk nýverið staðfesta alþjóð- lega upplýsingaöryggisvottun á starfsemi sína á Íslandi samkvæmt staðlinum ISO 27001. Um er að ræða alþjóðlegan staðal frá vott- unarstofunni BSI og felur vottun- in í sér að fyrirtækið uppfyllir fyr- irfram staðlaðar kröfur sem byggja á árlegum úttektum á fyrirtæk- inu. VS Tölvuþjónusta hefur verið starfandi frá því í júlí 2014 þegar eigendur fyrirtækisins, Valdimar Þór Guðmundsson og Sigurþór Þorgilsson, tóku við þeim hluta af rekstri Tölvuþjónustunnar Sec- urstore ehf. sem sneri að hýsingu á tölvubúnaði, rekstrarþjónustu og skýjalausnum. Þá er VS Tölvu- þjónusta þjónustu- og umboðsað- ili fyrir fyrirtækið Keepitsafe, fyr- irtæki staðsett í Írlandi sem keypti afritunarþjónustu Securstore. „Við erum fyrirtæki sem getur aðstoðað við alla þjónustu í kring- um tölvur, tölvubúnað og rekstur tölvukerfa fyrir stór og smá fyrir- tæki.Við getum því veitt hýsingu, þjónustu og gott aðgengi að sér- fræðiþjónustu,“ segja Valdimar og Sigurþór í samtali við Skessu- horn. Þeir segja vottunina mikinn áfanga, enda sýni hún að fyrirtækið fylgi ákveðnum reglum og ferlum varðandi öryggi upplýsinga. „Það tók hátt í ár að fá vottunina end- anlega. Svo er henni haldið við, það kemur úttektarmaður til okkar á hverju ári sem tryggir að starfað sé eftir þessum ferlum,“ segja þeir. Til að fá vottunina þurfti fyrirtæk- ið að innleiða ákveðið stjórnkerfi. Í tilfelli VS Tölvuþjónustu þá nær stjórnkerfið utan um allan rekst- ur fyrirtækisins en það er algeng- ast að fyrirtæki fái aðeins vottun á takmarkaðan hluta starfseminn- ar. „Við erum einnig búnir að skil- greina allar hættur sem við teljum að geti haft áhrif á reksturinn og erum búnir að hugsa upp og inn- leiða ýmsar fyrirbyggjandi aðgerð- ir. Við þurfum að vita hvað er hægt að gera ef rafmagnið fer af, ef það er brotist inn, gerðar tilraunir til upplýsingastuldar eða ef við skyld- um lenda í eldsvoða eða vatnstjóni, svo dæmi séu tekin. Það þarf að hugsa fyrir þessu öllu og gera að- gerðaráætlanir. Við erum því ávallt í viðbragðsstöðu og sífellt á tánum við að finna nýjar leiðir til að fyr- irbyggja að gögn tapist.“ Sigurþór og Valdimar segja að ekki sé gerð krafa um að fyrirtæki í tölvugeir- anum hafi þessa alþjóðlegu upplýs- ingaöryggisvottun. „Almennt eru ekki mörg fyrirtæki á Íslandi sem hafa þessa vottun. En við leggjum mikið upp úr því að hafa þetta til að sýna fram á að við tryggjum ör- yggi til okkar ýtrasta. Vottun sem þessi er mikils metin og vel þekkt í alþjóðlegu samhengi. Með þessu erum við líka búnir að sýna fram á að við erum vel samkeppnishæf- ir á erlendum markaði þar sem eru gerðar mun strangari kröfur um slíkar vottanir.“ grþ VS Tölvuþjónusta á Akranesi fær alþjóðlega vottun Valdimar og Sigurþór með vottunina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.