Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 201614 Hluti af komandi sumri www.n1.is facebook.com/enneinn Leitum að metnaðarfullum matreiðslumanni eða matartækni til að leysa kokkinn okkar af í sumar. Starfið felst í matreiðslu og umsjón með eldhúsi. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af sambærilegum störfum eða menntun sem nýtist í starfi og vera góður í mannlegum samskiptum. Vinnutími er frá kl. 8.00-16.00 virka daga. Sumarstörf í Borgarnesi N� óskar eftir kraftmiklu og duglegu starfsfólki í sumar- afleysingar á Þjónustustöð N� í Borgarnesi. Þjónustustöðin okkar er fjörugur vinnustaður sem iðar af mannlífi frá morgni til kvölds. Fjölbreytt verkefni í veitingasölu og bensínafgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir Herdís Jónsdóttir í síma 440 1333 Ef þú ert orðinn 18 ára og hefur áhuga á að taka þátt í skemmtilegu sumri með okkur endilega sendu umsókn á www.n1.is. Nánari upplýsingar veitir Herdís Jónsdóttir í síma 440 1333 Áhugasamir sendi inn umsókn á www.n1.is Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá fyrirtækinu. VR-15-025 Matreiðslumaður – sumarafleysing Taktu þátt í fjörinu með N1 í sumar Eins og kunnugt er ákvað Íslands- póstur að skerða þjónustu sína á landsbyggðinni frá og með 1. apríl síðastliðnum. Breytingin felst í því að póstferðir í dreifbýlið eru nú ein- ungis tvær aðra hverja viku (þriðju- daga og fimmtudaga), en þrjár hina vikuna (mánudaga, miðvikudaga og föstudaga). Margir íbúar í dreif- býli, auk nokkurra sveitarstjórna á landsbyggðinni, hafa líst yfir and- úð sinni á þessari skertu þjónustu og telja að með þessu sé hið opin- bera, í skjóli opinbers hlutafélags, að ganga á rétt landsbyggðarfólks. Viðmælendur sem Skessuhorn hefur rætt við síðustu daga telja að stjórnendur Íslandspósts ættu að endurskoða ákvörðun sína hið snarasta og reyna að minnsta kosti að hafa póstþjónustuna ekki verri en hún var fyrir hálfri öld. Þessi slaka þjónustu Íslandspósts keyrði um þverbak í síðustu viku þar sem póstferð á fimmtudegi féll nið- ur þar sem um frídag var að ræða, sumardaginn fyrsta. Íslandspóstur bætti ekki upp þessa glötuðu póst- ferð á föstudegi og því fengu þeir íbúar sem áttu að fá póst á fimmtu- degi engan póst frá þriðjdegi í síð- ustu viku til mánudags í þessari viku. Sambærileg staða kemur svo væntanlega upp aftur í næstu viku á sömu akstursleiðum póstsins þar sem fimmtudagurinn 5. maí er lög- bundinn frídagur. Áskrifandi að Morgunblaðinu sem hafði sam- band við ritstjórn Skessuhorns síð- astliðinn mánudagsmorgun upp- lýsti að þann dag ætti hann von á sex daga skammti af Mogganum; „ef Guð og Íslandspóstur lofar,“ eins og hann orðaði það. Nokkrir áskrifendur Skessuhorns hafa einnig kvartað yfir því að hafa ekki fengið blaðið sitt fyrr en á mánudegi í þessari viku. Ritstjórn harmar þetta, en hvetur til þess að kvörtunum verði komið á framfæri við stjórnendur Íslandspósts. Pólitísk ákvörðun þar sem fyrirtækið er ohf. Íslandspóstur er opinbert hluta- félag sem þýðir að það eru stjórn- málaflokkarnir sem skipa stjórn þess og bera sem slíkir beina ábyrgð á öllum stefnumarkandi ákvörðun- um sem þar eru teknar. Forstjóri Íslandspósts er Ingimundur Sig- urpálsson. Samkvæmt heimasíðu Íslandspóst skipa eftirtaldir fimm einstaklingar stjórnina, en hún er æðsta vald innan fyrirtækisins: Ei- ríkur Haukur Hauksson er for- maður stjórnar og búsettur á Ak- ureyri, Jón Ingi Cæsarsson búsett- ur á Akureyri, Ólöf Kristín Sveins- dóttir búsett í Keflavík, Preben Jón Pétursson búsettur á Akureyri og Svanhildur Hólm Valsdóttir búsett í Reykjavík. mm „Ef Guð og Íslandspóstur lofar fæ ég sex daga Moggaskammt í dag“ „Ég hef tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér í efsta sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Norðvesturkjör- dæmi í prófkjöri fyrir kosningarn- ar í haust,“ segir Haraldur Bene- diktsson alþingsmaður og bóndi á Vestra-Reyni í samtali við Skessu- horn í síðustu viku. Eins og nýver- ið kom fram hefur Einar Kristinn Guðfinnsson, núverandi oddviti flokksins og forseti Alþingis, ákveð- ið að draga sig til hlés frá stjórnmál- um þegar yfirstandandi þingi lýkur. Haraldur segist hafa, eftir að Einar Kristinn gaf út yfirlýsingu sína, velt stöðunni fyrir sér, en hafi nú í sam- ráði við fjölskyldu sína tekið þessa ákvörðun. mm Haraldur hyggst bjóða sig fram í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins Haraldur í góðra vina hópi í fjósinu á Vestra-Reyni. Ljósm. fh. Slysavarnafélagið Landsbjörg og Landsbankinn hafa skrifað undir samning þess efnis að bankinn verði einn af aðalstyrktaraðilum félagsins næstu þrjú árin. Auk fjárframlags fel- ur samningurinn m.a. í sér samstarf um fræðslu og kynningu á starfsemi félagsins. Smári Sigurðsson formað- ur stjórnar Landsbjargar sgir ánægju- legt að Landsbankinn hafi ákveðið að styrkja félagið með svo myndarlegum hætti og renna með því styrkari stoð- um undir björgunar- og slysavarna- mál á Íslandi. „Það kostar mikla fjár- muni að halda úti öflugu björgunar- starfi og standa fyrir virkum slysa- vörnum. Samstarfssamningar við fyrirtæki eru afar mikilvæg viðbót við aðrar fjáröflunarleiðir til góðra verka,“ sagði Smári. Á meðfylgjandi mynd eru Smári og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. mm Landsbankinn gerist styrktaraðili Landsbjargar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.