Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 11.05.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2016 11 ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Hótel Borgarnes óskar eftir starfsfólki í gestamóttöku og næturvaktir í sumar. Umsóknir með ferilskrá og fyrirspurnir sendist á info@hotelborgarnes.is ATVINNA SK ES SU H O R N 2 01 6 Hvalfjarðarsveit, Veitur ohf, Míla ehf og Rarik ohf, óska eftir tilboðum í verkið: Melahverfi í Hvalfjarðarsveit Háimelur og Brekkumelur Ný gatnagerð og lagnir Verkið felur í sér í jarðvinnu og lagnir við Háamel og hluta Brekkumels í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit. Lengd götunnar Brekkumels er um 65 m, en Háamels um 215 m., samtals um 280 m. Leggja skal fráveitu-, vatns-, hitaveitu- og fjarskiptalagnir og annast jarðvinnu fyrir raflagnir. Setja upp ljósastaura án ljósbúnaðar. Landið er að mestu leyti óhreyft. Helstu magntölur eru: Gröftur fyrir götum og gangstéttum 5.765 m³ Klapparskering 641 m³ Fylling, aðflutt efni 5.115 m³ Mulningur 2.634 m³ Kaldavatnslagnir, plast ø32-180 386 m Fráveitulagnir, steinn ø150-250 702 m Hitaveitulagnir, DN20-80 505 m Fjarskiptalagnir 1.140 m Skiladagur verksins er 15. október 2016. Útboðsgögn verða afhent rafrænt og án endurgjalds. Hægt er að óska eftir gögnum hjá Verkís verkfræðistofu á netfangið jh@verkis.is eða í síma 422-8000. Tilboð verða opnuð 30. maí 2016, kl. 11:00 á skrifstofu Hvalfjarðar- sveitar, Innrimel 3, 301 Akranes. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Um 200 ungmenni voru saman- komin á dansleik á Reykhólum á dögunum. Skemmtunin var haldin á vegum Reykhólaskóla og var það Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tóm- stundafulltrúi Reykhólahrepps, sem átti veg og vanda að skipulagi dansleiksins ásamt skólanum. Auk nemenda Reykhólaskóla skemmtu sér á ballinu ungmenni frá Búðardal, Snæfellsnesi, Klepp- járnsreykjum og Varmalandi í Borgarfirði, Borgarnesi, Vestur- byggð, Tálknafirði og Hólmavík. Rapparinn Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur, ásamt DJ, héldu uppi stuð- inu. Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skóla- stjóri Reykhólaskóla segir ballið hafa farið vel fram og að ungmenn- in hefðu verið til fyrirmyndar. Enn fremur kvaðst hún hafa stig- ið nokkur spor sjálf og skemmt sér konunglega. „Þetta ball var æði,“ segir Ásta. kgk Stórdansleikur á Reykhólum Rappararnir sameinuðust á sviðinu og tóku lagið saman undir lok dansleiksins. Sýning á verkum eftir Hallfríði Eiðsdóttur var opnuð í Átthag- astofu Snæfellsbæjar 4. maí síð- astliðinn. Það er Félag eldri borg- ara í Snæfellsbæ sem stendur fyrir sýningunni. Guðrún Tryggvadótt- ir bauð gesti velkomna og opnaði sýninguna. Í ræðu sinni fór hún yfir það hvernig það kom til að félagið eignaðist þessa muni og af hverju sýningin er haldin. Hallfríður, eða Fríða eins og hún var alltaf kölluð, rak gallerí á árum áður með manni sínum. Þegar þau hættu með gall- eríið afhenti hún félaginu allt sem verið hafði í galleríinu og bað sér- staklega fyrir skelja- og kuðunga- myndir sem hún hafði gert. Fannst Guðrúnu þetta einstakt tækifæri til þess að eignast svona gott dæmi um alþýðulist. Minntist hún þess að þegar hún var sjálf barn voru vindlakassar skreyttir með kuðung- um notaðir sem skartskripaskrín og þóttu glæsigripir sem voru til á mörgum heimilum. Eftir Fríðu liggja margs konar verk enda lék allt í höndunum á henni. Hún var einnig mjög fljót að tileinka sér nýtt föndur. Hún var einnig víkingur í prjónamennsku og eftir hana liggja ófáar lopapeysur, vettlingar, dúkar og margt fleira. þa Sýning á verkum Fríðu opnuð í Átthagastofunni Tónlistarskóli Grund- arfjarðar sleit skólastarfi vetrarins með glæsilegum vortónleikum sunnudag- inn 8. maí. Þá stigu krakk- arnir á stokk og fluttu lög af hjartans list og uppskáru vel eftir æfingar vetrar- ins. Eitthvað verður um mannabreytingar á næsta skólaári en Baldur Orri Rafnsson slagverks- og blásturshljóðfærakennari og Sigurgeir Sigmunds- son gítarkennari fara báðir í ársleyfi frá skólanum. Það verða því einhver ný and- lit í kennarahópi skólans næsta vetur. tfk Skólaslit og breytingar í starfsliði tónlistarskólans Stórsveit Snæfellsness hélt tónleika í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga 5. maí síðastliðinn. Sveitin flutti nokkur vel valin lög og gestastjórn- andi var Samúel Jón Samúelsson, öðru nafni Sammi í Jagúar. Hann tróð upp með sveitinni ásamt því að stjórna nokkrum lögum. Vel var mætt á tónleikana sem voru mjög góðir og ljóst að sveitin er alltaf að eflast og dafna. tfk Stórsveitar- tónleikar í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.